Morgunblaðið - 25.03.2015, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
!
!""
##$
$ "$
!!
%
""$#
%"#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%#$
! "
!"!%
#"
$"
#!"
%!"$
#$
"$$
%"%
#
!$$
!"
##!#
$
#
%
""
%"
!"#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Viðskiptaráð Íslands fagnar áætl-
unum stjórnvalda um heildarendur-
skoðun á tollakerfinu hérlendis. Í til-
kynningu á vef ráðsins segir að það hafi
lengi hvatt til endurskoðunar á íslensku
tollakerfi.
Í umræðum á Alþingi í gær tilkynnti
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, að framundan væri
heildarendurskoðun á tollakerfinu.
Segir Viðskiptaráð tolla hér á landi tæp-
lega þrefalt hærri en í nágrannalöndum
og neyslustýringaráhrif þeirra, það er
hversu misjafnlega tollarnir leggjast á
ólíkar vörutegundir, eru tvöföld. Þá er
skilvirkni í framkvæmd kerfisins minni
en í nágrannalöndum.
Viðskiptaráð fagnar
endurskoðun tollakerfis
● Allir fimm núverandi stjórnarmenn
Sjóvár-Almennra trygginga hf. gefa
kost á sér til setu í stjórn félagsins á
aðalfundi sem fram fer á fimmtu-
daginn. Ekki bárust fleiri framboð og
telst stjórnin því sjálfkjörin. Stjórn-
armennirnir eru Erna Gísladóttir,
Heimir V. Haraldsson, Hjördís E.
Harðardóttir, Ingi Jóhann Guðmunds-
son og Tómas Kristjánsson. Einungis
tvö bjóða sig fram til varastjórnar
en þau eru Anna Guðmundsdóttir og
Garðar Gíslason.
Núverandi stjórn hjá
Sjóvá sjálfkjörin
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í gær var undirritaður í Reykjavík
samningur um kaup Silicor
Materials á tækjabúnaði vegna
fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju
á Grundartanga. Kaupverðið nem-
ur um 70 millj-
örðum króna en
framleiðandi vél-
búnaðarins er
þýska stórfyrir-
tækið SMS
Siemag AG. Í til-
efni undirritun-
arinnar kom
hingað til lands
Neil Auerbach,
forstjóri og aðal-
eigandi Hudson Green Energy, en
það er heiti fjárfestingarfélagsins
sem stendur að baki uppbyggingar-
áformunum á Grundartanga. Hann
segir undirritun samningsins mik-
ilvægt skref í átt að því að verk-
smiðjan verði að veruleika. „Þessi
undirritun skiptir miklu máli og
fleytir okkur mun nær markmiðinu
um að reisa þessa stóru verk-
smiðju. Hún verður í hópi hinna
stærstu í heiminum en hún verður
jafnframt mjög umhverfisvæn og
líkast til umhverfisvænsta stóriðju-
ver landsins,“ segir hann. Heildar-
fjárfesting tengd uppbyggingunni
á Grundartanga mun nema rúmum
120 milljörðum. Þá gera áætlanir
ráð fyrir því að útflutningsverð-
mæti kísilsins sem unninn verður í
verksmiðjunni muni verða 50-60
milljarðar á ári. Afkastageta verk-
smiðjunnar verður 19 þúsund tonn
á ársgrundvelli og forsvarsmenn
hennar hafa nú þegar sölutryggt 14
þúsund tonn eða tæp 74% fram-
leiðslunnar. Vonir standa til að
verksmiðjan muni skapa um 450
framtíðarstörf á Grundartanga.
Upphafið rakið til ársins 2002
Neil Auerbach hóf störf hjá Gold-
man Sachs um aldamótin síðustu og
þar komst hann í tæri við fjárfesting-
arverkefni sem tengdust umhverfis-
vænni orku. Segir hann að fyrstu
verkefnin hafi komið inn á sitt borð
árið 2002. „Þetta var allt mjög smátt
í sniðum þá en vatt hratt upp á sig.
Það var svo árið 2007 sem ég í sam-
floti við félaga minn hjá bankanum,
tók ákvörðun um að hverfa frá bank-
anum og hefjast handa við okkar eig-
in fjárfestingarverkefni á þessu
sviði. Síðan þá hefur mikið vatn
runnið til sjávar og þróunin er gríð-
arlega hröð. Til dæmis get ég nefnt
að sólarorkugeirinn mun að öllum
líkindum tvöfaldast milli áranna
2013 og 2016 og markaðurinn í
kringum umhverfisvæna orku hefur
tuttugufaldast frá því að ég fór að
fylgjast með á þessu sviði.“
Auerbach segir þó að það hafi ekki
allt gengið áfallalaust þegar kemur
að fjárfestingum í grænni orkufram-
leiðslu. Þannig hafi mikil offjárfest-
ing og lækkandi verð á tímabili leitt
til fjöldagjaldþrota og komið niður á
uppbyggingunni til skemmri tíma en
upp úr því ástandi hafi sömuleiðis
sprottið tækifæri. Ýmsir aðrir þættir
spili þar einnig inn í, m.a. þegar litið
er til þeirrar ákvörðunar að reisa
verksmiðjuna á Grundartanga.
„Verksmiðjan sem við hyggjumst
reisa hér átti í raun að vera staðsett í
Mississippi í Bandaríkjunum en
refsitollar í viðskiptum milli Banda-
ríkjanna og Kína komu í veg fyrir
þau áform árið 2013. Í kjölfarið leit-
uðum við að nýrri og hentugri stað-
setningu og Grundartangi varð fyrir
valinu,“ segir Auerbach.
Skandinavísk tenging
Meðal þeirra aðila sem á síðustu
árum hafa fjárfest í verkefnum Hud-
son Green Energy eru norrænir líf-
eyrissjóðir. Stærstur þeirra er ATP í
Danmörku sem hóf viðskipti við fjár-
festingarsjóðinn árið 2009. Auerbach
segir sjóðina, sem bæði eru danskir
og sænskir, hafa gengið til samstarfs
af tveimur ástæðum, annars vegar
vegna þess að þeir hafi séð góð fjár-
festingartækifæri í þeim verkefnum
sem þeir vinni að og hins vegar
vegna þess að fyrirtækið beinir sjón-
um sínum aðeins að grænni, um-
hverfisvænni orku. Það fellur vel að
stefnu sjóðanna um samfélagslega
ábyrgð.
Fjárfesta í vélum og tækj-
um fyrir 70 milljarða króna
Kísill Silicor Materials hefur undirritað samning um kaup á búnaði fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.
Fyrirtækið Silicor Materials er meðal annars í eigu norrænna lífeyrissjóða
Neil Auerbach
Hagfræðideild Landsbankans spáir
því að fjöldi erlendra ferðamanna
fari yfir 2 milljónir árið 2021 og því
þurfi hótelherbergjum að fjölga um
rúmlega 4.000 á næstu 7 árum til
þess að anna væntanlegri eftirspurn.
Það er sami fjöldi hótelherbergja og
byggður hefur verið fram til þessa
og þau sem klárast á þessu ári að
auki. Þetta er meðal þess sem fram
kom á ráðstefnu Landsbankans um
ferðaþjónustuna sem haldin var í
Hörpu í gær.
Landsbankinn gerir ráð fyrir því
að vöxtur í komum ferðamanna hing-
að til lands verði 20% á þessu ári,
15% á því næsta og 8% árlega frá
2017. Ef spáin gengur eftir verða
efnahagsleg áhrif vaxtarins umtals-
verð. Á síðasta ári nam útflutnings-
verðmæti ferðaþjónustunnar 303
milljörðum króna og gerir spáin ráð
fyrir að það verði um 430 milljarðar
árið 2017. Til samanburðar nam út-
flutningsverðmæti sjávarútvegs 241
milljarði króna í fyrra og stóriðju 233
milljörðum.
Í greiningu sem kynnt var á ráð-
stefnunni er bent á að ríkissjóður fái
næstum allar þær auknu skatttekjur
sem af ferðamönnum hljótast en
sveitarfélög einungis lítinn hluta, þó
kostnaður þeirra af ferðamönnum sé
mikill. Líklegt sé að þessi óhagstæða
tekjuskipting gagnvart sveitarfélög-
unum dragi úr hvata til þess að
byggja upp fleiri áhugaverða staði
sem laða ferðamenn að.
Morgunblaðið/Þórður
Hótel Landsbankinn telur þörf á
verulegri fjölgun hótelherbergja.
Þörf á tvöföldun
gistirýma á 7 árum
Landsbankinn
spáir 2 milljónum
ferðamanna 2021
Valsmenn hf. - Innköllun hlutabréfa
Stjórn Valsmanna hf, kt. 491299-2239, hefur ákveðið að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar
skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga um hlutafélög,
nr. 2/1995. Rafræn skráning tekur gildi 1. júlí 2015, kl. 9.00. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu
hlutabréf í félaginu í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um
rafræna eignaskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna
tilkomu rafrænnar eignaskráningar á verðbréfum og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignaskráningu
verðbréfa í verðbréfamiðstöð.
Öll hlutabréf í félaginu verða tekin til rafrænnar skráningar, en þau skiptast í A og B flokk. Hlutabréf eru
gefin út á nafn hluthafa og bera númer frá 1-408. Útgáfudags er getið á hverju bréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald
þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Valsmanna hf, að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu
Valsmanna hf að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík eða á netfangið brynjar@valur.is. Komi í ljós við slíka
könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan
þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar.
Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, svo sem veðréttindi,
að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997 um rafræna eigna-
skráningu verðbréfa, sem gert hefur aðiladarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf innan þriggja
mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar.
Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Greiði
Valsmenn hf arð á komandi árum verður það gert í gegnum kerfi Verðbréfaskráningar Íslands.
Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við
Verðbréfaskráningu Íslands hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu fá sendar
tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000.
Reykjavík 29, janúar 2015,
Stjórn Valsmanna hf.