Morgunblaðið - 25.03.2015, Page 11
AFP
Ævintýri Lyli James í hlutverki Öskubusku í splunkunýrri kvikmynd frá
Walt Disney veitti tískuhönnuðum innblástur.
fresti. Í ár eru vinsældirnar í há-
marki, sama var uppi á teningnum
árið 1955 og þar áður 1895.“
Líkamsvöxtur sem jafnan er
líkt við stundaglas þótti síðast eft-
irsóknarverður í tískuheiminum um
miðbik sjötta áratugarins. En allt
er breytingum undirorpið, sér-
staklega þegar tískan er annars
vegar. Á tímum ofurgrannra fyrir-
sætna virtist Kim Kardashian ekki
til vinsælda vaxin, en nú er al-
mennt dáðst að mittinu mjóa og
myndarlegu mjöðmunum. „Alveg
frábært,“ segir Thomas og er á því
að Kardashian eigi þátt í að konur
með mjúkar línur fái nú betur notið
sín en ella.
Öfgafull mittisþjálfun
Margir hafa áhyggjur af að
konur sem ganga lengst í að tolla í
tískunni og nota korselett í óhófi
verði fyrir heilsutjóni. Einkum
þykja megrunarkúrar samfara
öfgafullum æfingum til að mjókka
mittið varhugaverðir. Þar koma til
dæmis við sögu „þjálfunarkorse-
lett“ úr latexi, en í slíkum búningi
er hætt við að fólk svitni sér til
óbóta. „Mittisþjálfun“ af þessum
toga hamlar að mati sérfræðings,
sem The Sunday Times vitnar í,
hvort tveggja eðlilegri líkams-
starfsemi og öndun. Úps!
Púkar koma ýmsu í kring.
Hlutgerving.
Uppseld Gríðarleg eftirspurn var
eftir brúðarkorselettunum Josep-
hine Marrying frá fatahönnuðinum
Stellu McCartney.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
! "#$ %
&
Dagskrá aðalfundar
1. '
$!
2. (
$!
)
3. "
* +#
4. ,-
#*
5. . )
/$ 6. '
$!
$
7. 0
a.
2
#
&3 %
b. 4
5
)6
7!
8!
%
4
$!
,
.
- *
!
"#$ #
&
9
$!
&3 :/
%
;$
< ) * $ + %
Stjórnin
Í Leikhúskaffi marsmánaðar í menn-
ingarhúsinu Gerðubergi verður til um-
fjöllunar nýtt leikrit eftir Sigurð Páls-
son, eitt af okkar helstu leikskáldum.
Segulsvið var frumsýnt í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu um miðjan mars og
segir frá ungri konu í áfalli sem ráfar
svefnlaus um miðborgina og nýtur
stuðnings tveggja kvenna, Næturinnar
og Rigningarinnar. Fjórar götur í
gömlu Reykjavík toga hana stöðugt til
sín en þar virðist fortíð hennar búa.
Á sýningunni sameina krafta sína
hjónin Sigurður Pálsson og Kristín Jó-
hannesdóttir sem leikstýrir verkinu.
Þá sér Gretar Reynisson um leik-
myndahönnun en þau þrjú unnu sam-
an síðast að sýningunni Utan gátta
sem hlaut sex Grímuverðlaun, meðal
annars verðlaun fyrir sýningu, leik-
mynd, leikrit og leikstjórn ársins.
Þau Sigurður og Kristín taka þátt í
leikhúskaffi í Gerðubergi og fá með
sér aðalleikkonu verksins, Elmu Stef-
aníu Ágústsdóttur. Umræðum stýrir
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklist-
arráðunautur Þjóðleikhússins. Leik-
húskaffi í Gerðubergi hefst kl. 20 í
dag, aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
Leikhúskaffi í Gerðubergi
Leikrit Aðalleikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir mætir og ræðir um verkið.
Rætt um leikritið Segulsvið
Nýjum myndum hefur nú verið kom-
ið fyrir í Myndasal Þjóðminjasafns-
ins en þar hefur sýningin Hvar, hver,
hvað? staðið yfir frá því í janúar.
Tilgangur sýningarinnar er að
sýna óþekkt myndefni og leitað er
eftir upplýsingum frá almenningi.
Sýningar af þessu tagi eru nefndar
greiningarsýningar og hafa skilað
góðum árangri í gegnum tíðina en
þó aldrei jafn góðum og nú. Yfir
90% ljósmynda sýningarinnar hafa
nú verið greind, flestar þeirra mjög
ítarlega. Því hefur nýjum ljós-
myndum verið komið fyrir og vonir
standa til að safninu berist jafn
góðar upplýsingar um nýju mynd-
irnar og þær sem nú hafa verið fjar-
lægðar.
Þjóðminjasafn Íslands er þakklátt
fyrir alla aðstoð við að greina
myndirnar en sýningin stendur til
17. maí og aðgangur er ókeypis.
Myndirnar á sýningunni eru úr
ljósmyndasöfnum Guðna Þórðar-
sonar blaðaljósmyndara, Halldórs E.
Arnórssonar ljósmyndara og
Tryggva Samúelssonar áhuga-
ljósmyndara. Auk þess eru myndir
úr filmusafni Jóhannesar Nielsen
sýndar en hluta myndanna tók Karl
Chr. Nielsen ljósmyndari.
Greiningarsýning Þjóðminjasafnsins
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands
Ljósmyndir Aðstandendur sýningar-
innar eru ánægðir með árangurinn.
Nýjar ljósmyndir til sýnis en
90% hafa verið greind
Þröng kvennærflík ætluð til að
herða að mitti, brjóstum og oft-
ast mjöðmum til að laga líkam-
ann að fegurðarkröfum hvers
tíma; reimað saman að framan
eða aftan og stífir teinar, t.d. úr
tré, járni eða hvalskíði, settir í
til stuðnings; þekkt frá lokum
16. aldar (spænska tískan) og
var þá úr leðri eða jafnvel járni.
Um 1870 var mittisvíddin reyrð í
43-53 cm. Eftir 1930 var farið
að framleiða lífstykki úr
teygjanlegu efni og um 1970
komu á markað lífstykki án
stuðningsteina og eingöngu úr
teygjanlegu efni.
Íslenska alfræðiorðabókin
Fegurðar-
hugmyndir
tíðarandans
LÍFSTYKKI
Þótt franska söng- og leikkonan Émilie-Marie Bouchaud (1874-1939), eða
Polaire eins og hún kallaði sig, hefði getið sér prýðilegt orð sem listakona
í París og víðar kringum aldamótin 1900 er hennar fyrst og fremst
minnst fyrir útlitið. Eins og kann að verða raunin með ýmis dægurstirni
nútímans.
Bouchaud var 160 cm á hæð, mittismálið aðeins 41 cm, en brjóstmálið
hins vegar 97 cm. Óneitanlega minnti vöxturinn á stundaglas.
Af ljósmyndum að dæma virðist hún hafa verið afar stolt af sínu mjóa
mitti og ýkt það enn frekar með því að ganga í korselettum.
Émelie-Marie Bouchaud
Met í mjóu mitti
Fræg fyrir útlitið Emilie-Marie Bauchaud lék á sviði og kvikmyndum og þótti
góð gamanleikkona, en varð samt fyrst og fremst fræg fyrir útlitið.
„Korselettin hafa kom-
ist í tísku á 60 ára
fresti. Síðast árið 1955
og þar áður 1895.“