Morgunblaðið - 25.03.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Framundan er margvíslegt sam-
starf Háskólans á Akureyri (HA),
bandaríska háskólans Western
Kentucky University (WKU) og
Norðurslóðanets Íslands um rann-
sóknir á áhrifum loftslagsbreyt-
inga. Skrifað var undir samning
þar um í fyrradag.
Starfsmenn og nemendur innan
skólanna og Norðurslóðanetsins
starfa saman og verður áhersla
lögð á skiptinám, þróun sameig-
inlegs námsframboðs og samstarf
um rannsóknir á áhrifum loftslags-
breytinga á samfélög á norðurslóð-
um. Rannsóknarverkefnin verða á
sviðum sjávar, heilbrigðis, velferð-
ar og sjálfbærni, svo nokkuð sé
nefnt. Fyrirhugað er að bandarísk-
ir sæki Akureyri heim árlega og
nýti þá aðstöðu sem HA hefur upp
á að bjóða yfir sumartímann.
Eyjólfur Guðmundsson rektor
telur mikinn feng í því að byggja
upp samstarf við erlenda skóla til
að tengja nemendur og fræðimenn
við fjölbreytt vísinda- og menn-
ingasamstarf. „Samstarfið við
Western Kentucky University
opnar jafnframt augu okkar fyrir
því hvernig aðrir sjá framtíðina í
ljósi loftlagsbreytinga og hjálpar
það okkur að skilja hvaða áhrif
þessar breytingar muni hafa á Ís-
land,“ sagði rektor.
Gary Ransdell, rektor WKU, tók
í sama streng og var þakklátur
fyrir samstarfið. „Það veitir okkur
innblástur að íslenskir embættis-
menn sýna verkefninu stuðning og
skilning og eru meðvitaðir um
mikilvægi lausna þegar kemur að
loftlagsbreytingum. Samstarfið er
hugsað til lengri tíma og eykur
tengsl WKU á alþjóðavettvangi og
styrkir kennslu og rannsóknir há-
skólans.“
Embla Eir Oddsdóttir, forstöðu-
maður Norðurslóðanets Íslands,
lýsti líka yfir ánægju með sam-
starf stofnunarinnar við skólana
tvo: „Þetta verkefni er mikilvægt
frumkvæði og ég finn fyrir miklum
áhuga og samstarfsvilja hjá öllum
þeim sem að því standa.“
Hver eru áhrif loftslagsbreytinga?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vöxtur Gary A. Ransdell, Embla Eir Oddsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson.
Samið um margvíslegt samstarf Háskólans á Akureyri, WKU í Kentucky og Norðurslóðanet Íslands
Rannsaka meðal annars hvaða áhrif loftslagsbreytingar munu hafa á samfélög á norðurslóðum
Nemendur frá Western Ken-
tucky University sem komu til
Akureyrar í fyrra færðu Há-
skólanum á Akureyri eplatré
að gjöf sem tákn um sam-
starfsvilja í málefnum sem
varða loftslagsbreytingar. Epla-
tré hefur einnig verið gróður-
sett á lóð WKU í Bowling
Green og þótt ekki sé form-
lega keppni í gangi um hvort
vex hraðar og dafnar betur
verður fylgst náið með gangi
mála. Myndin var tekin við
eplatré HA eftir undirritun í
fyrradag.
Tvö táknræn
eplatré
SAMSTARFIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
„Byggðarráð Sveitarfélagsins
Skagafjarðar harmar þá ráðstöfun
Ríkisútvarps allra landsmanna að
leggja niður starfstöð sína á Sauðár-
króki á sama tíma og stofnunin boð-
ar eflingu starfsemi sinnar á lands-
byggðinni.“ Þannig hljóðar upphaf
bókunar byggðaráðs Skagafjarðar
frá því í síðustu viku.
Stefán Vagn Stefánsson, formað-
ur byggðaráðs Skagafjarðar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
Ríkisútvarpið hefði sagt upp samn-
ingi um húsnæði á Sauðárkrók um
áramót, og tæki uppsögnin gildi
þann 1. apríl nk.
Magnús Geir Þórðarson, útvarps-
stjóri, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að í raun hefði RÚV
ekki verið með neina starfsemi á
Sauðárkrók að ráði frá 2010 þegar
starfræksla svæðisútvarps á lands-
byggðinni var aflögð. „Í niðurskurð-
arhrinu árið 2010 var starfsemi
RÚV á landsbyggðinni skert veru-
lega. Frá því að nýir stjórnendur
tóku til starfa hjá Ríkisútvarpinu
síðastliðið vor, hefur verið unnin
áætlun um það hvernig við munum
efla starfsemina í kringum landið.
Það er okkur metnaðarmál að stór-
efla dagskrárgerð og fréttaflutning
víðs vegar um landið. Við getum hins
vegar ekki hrint þessari áætlun í
framkvæmd fyrr en viðræðum lýkur
við stjórnvöld um framtíðarfyrir-
komulag fjármála Ríkisútvarpsins,“
sagði Magnús Geir.
Aðeins einn þáttur
Magnús Geir bendir á að á síðustu
árum hafi aðeins einn þáttur, Sagna-
slóð, verið tekinn upp á Króknum.
Sá þáttur var aflagður í fyrra og
þess vegna hafi verið ákveðið að
óska ekki eftir því að þessi starfstöð
væri áfram til staðar á Sauðárkróki.
„Þó hljóðver sé aflagt þá takmark-
ar það ekki möguleika á að vinna
efni. Það sama er að gerast hjá okk-
ur á RÚV og öðrum fjölmiðlum.
Tækin eru að minnka og menn vinna
á einni tölvu það sem áður þurfti
heilt hljóðver til. Stefnan okkar hvað
varðar eflingu starfsemi RÚV á
landsbyggðinni, miðar að því að
fjölga starfsfólki sem er að vinna
fréttir og dagskrárefni úti á landi, en
ekki að setja fjármunina í fasteignir,
húsnæði og umbúnað. Þetta er sama
stefna og við höfum rekið við hag-
ræðingu RÚV almennt að undan-
förnu,“ sagði Magnús Geir.
Í bókun byggðaráðs segir enn-
fremur: „Sveitarfélagið Skagafjörð-
ur hefur stutt vel við starfsemi
Ríkisútvarpsins og greitt húsaleigu
fyrir upptöku- og útsendingar-
aðstöðu RÚV á Sauðárkróki í ára-
tug. Frá hljóðverinu hefur verið
sinnt dagskrárgerð og beinar út-
sendingar sendar þaðan, meðal ann-
ars sá vinsæli þáttur Á sagnaslóð
sem nú hefur verið lagður af. Byggð-
arráð skorar á útvarpsstjóra og Rík-
isútvarpið að endurvekja metnaðar-
fulla dagskrárgerð og fréttaflutning
frá landshlutanum.“
Stefán Vagn sagði að þessi háttur
hefði verið hafður á í langan tíma til
þess að styðja við starfsemina. „Nú
er þetta hljóðver horfið og Ríkis-
útvarpið hefur látið fjarlægja allan
tækjabúnað úr hljóðverinu, þannig
að þar fer engin starfsemi fram nú.
Þetta er svona eitt skrefið enn af
mörgum í niðurskurði ríkisins á
landsbyggðinni og hérna í Skaga-
firði, sem skýrir að hluta hvers
vegna við bregðumst svona hart við.
Okkur finnst vera nóg komið,“ sagði
Stefán Vagn.
RÚV hættir
starfsemi á
Króknum
Stefnan að fjárfesta í fólki, ekki hús-
næði og umbúnaði, segir útvarpsstjóri
Stefán Vagn
Stefánsson
Magnús Geir
Þórðarson
Einstökhljómgæðiúr litlutæki
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
Framúrskarandi tækni íOticonheyrnartækjumskilar
þérbestumöguleguhljómgæðumíólíkumaðstæðum.
NýjudesignRITEtækinerueinstakleganettoghafa
hlotiðalþjóðleghönnunarverðlaun.Njóttuþessað
heyraskýrtogáreynslulaustmeðheyrnartækisem
hentarþínumpersónuleguþörfum.
Fáðu þetta heyrnartæki
lánað í 7 daga
- án skuldbindinga
Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu
ogfáðuheyrnartækitilprufuívikutíma
Sími5686880
Fullkomin þráðlaus tækni
Engir hnappar
Vatnshelt