Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Loks er lokið tíma- bili niðurlægingar í sögu þjóðarinnar. Ólöglegri beiðni Jó- hönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéð- inssonar um að Evr- ópusambandið innlimi Ísland hefur verið kastað á ruslahaug sögunnar, enda óþef- urinn af þessari druslu orðinn óþolandi. Fyrir liggur, að meirihluti landsmanna er andvígur fyrirætlunum Samfylk- ingar-flokkanna um afsal á sjálf- stæði Íslands. Fyrir liggur, að meirihluti alþingismanna er andvíg- ur áframhaldi viðræðna við Evrópu- sambandið. Fyrir liggur, að rík- isstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur engin áform um að halda áfram óþurftarverkum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Stjórnarskrárbrot þeirra Jóhönnu og Össurar var kært til ríkis- saksóknara, en í ljós kom að þessi embættismaður þjóðarinnar lætur sig litlu skipta þótt stjórnarskrá lýð- veldisins sé vanvirt. Um starf rík- issaksóknara segir þó í fyrstu mál- grein 20. greinar laga 88/2008 um meðferð sakamála: „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og ber ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti hans starfa.“ Þarfnast ekki rannsóknar, að æðsti handhafi ákæruvalds í landinu hefur engan áhuga á stjórnarskrárbrotum? Ólögleg umsókn send til Evrópusam- bandsins og framið stjórnarskrárbrot Umsóknin um inn- limun Íslands var send 16. júlí 2009, en sama dag hafði Alþingi sam- þykkt ályktun um „að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæða- greiðsla um vænt- anlegan aðildarsamning“. Staðreynd málsins er, að ríkisstjórn Jóhönnu rembdist lengi við staurinn og lauk viðræðum við ESB 14. janúar 2013. Samkvæmt þingsályktuninni bar ríkisstjórninni að leggja aðild- arsamning í dóm þjóðarinnar að við- ræðum loknum. Eins og allir vita var þetta ekki gert, ríkisstjórn Jóhönnu hljóp frá óloknu verki. Núna hafa viðræður legið niðri í meira en tvö ár og ríkisstjórn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugsson hefur ekki haft neinn áhuga á að halda áfram kattasmölun Jóhönnu. Alþingi veitti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur umboð, sem eðlilega rann út þegar ríkisstjórn hennar hrökkl- aðist sneypt frá völdum eftir kosn- ingarnar 27. apríl 2013. Þings- ályktanir sem beina tilmælum til ákveðinnar ríkisstjórnar gilda alls ekki fyrir aðrar ríkisstjórnir. Það er ótrúleg vanþekking og ósvífni hjá Samfylkingar-flokkunum, að krefj- ast þess að núverandi ríkisstjórn hefji vinnu við verkefni sem þá sjálfa skorti þrek til að ljúka. Það skal undirstrikað, að stöðvun viðræðn- anna 14. janúar 2013 var ekki í sam- ræmi við umboðið sem Alþingi veitti ríkisstjórn Jóhönnu 16. júlí 2009. Skýrt var tekið fram, að þjóð- aratkvæði skyldi haldið að loknum viðræðum og engin heimild var veitt til að gera hlé á þeim. Hvers vegna leitaði Jóhanna ekki eftir heimild Al- þingis, að hætta skrafinu við Bruss- el? Hvers vegna var ekki haldið þjóðaratkvæði að loknum við- ræðum? Þegar við bætist, að um- sóknin var brot á stjórnarskránni, er jarmið í Samfylkingar-flokkunum aumkunarverður söngur. Eins og félagið Samstaða þjóðar gerði ýtarlega grein fyrir í kærum til ríkissaksóknara, var umsókn þeirra Jóhönnu og Össurar brot á stjórn- arskránni. Umsóknin um aðild Ís- lands að Evrópusambandinu var stjórnarerindi af stærstu gráðu og hún var ekki „umsókn um aðild- arviðræður“, eins og einn lagapró- fessor hefur opinberlega haldið fram. Um stjórnarerindi gildir skýrt ákvæði í stjórnarskránni. Svo segir í 19. grein: „Undirskrift forseta lýð- veldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með hon- um.“ Stjórnarerindi sem ekki eru undirrituð af forseta landsins eru því ógild og að engu hafandi. Auk þess sem umsóknin var ólögleg var gern- ingurinn refsivert stjórnarskrár- brot. Bænaskrá til Brussel sýnir yfirgengilega undirgefni við erlent vald Fyrr á öldum þegar þjóðin stundi undir oki aðalsins í Danmörku og landsmenn féllu úr hungri, var oft gripið til þess úrræðis að senda kon- ungnum í Kaupmannahöfn bæna- skrá. Reynt var að höfða beint til samvisku konungs, en bar sjaldnast nokkurn árangur. Bænaskrár hafa ávallt verið taldar vera neyð- arúrræði. Núna birtist und- irlægjuháttur Samfylkingar- flokkanna með þeim hætti, að send er bænaskrá til Brussel og venju samkvæmt er um mikla neyð að ræða, en að þessu sinni er þó ein- ungis um að ræða neyð þeirra sem afnema vilja sjálfstæði Íslands. Hversu lágt getur þetta fólk lagst í viðleitni sinni til að valda Íslandi tjóni? Þeir sem núna senda bæna- skrá til Brussel er sama fólkið og í þrígang gerði tilraun til að koma Icesave-klafanum á þjóðina. Þetta er sama fólk og færði hrægömmunum stóru bankagjöfina. Megum við frek- ar biðja um forna hungursneyð, en að þurfa að ala þennan óþjóðalýð við brjóst okkar. Ólöglegum viðræðum við Evrópu- sambandið hefur verið slitið löglega Eftir Loft Altice Þorsteinsson »Eins og félagið Sam- staða þjóðar gerði ít- arlega grein fyrir í kær- um til ríkissaksóknara, var umsókn þeirra Jó- hönnu og Össurar brot á stjórnarskránni. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í félaginu Samstaða þjóðar. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítar- legar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Klausturbleikja Heitur matur í hádeginu Stór pillaður humar Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Glænýr rauðmagi Nýlöguð humarsúpa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.