Morgunblaðið - 25.03.2015, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Kristín Soffía spyr
19. febrúar, í Vísi, fyrir
hönd meirihlutans í
borgarstjórn hvort þau
séu í ruglinu. Þar er
hún að ræða áform um
að mjókka Grensásveg
og notar breytingu
Borgartúns sem dæmi
um vel heppnaða fram-
kvæmd. Stutta svarið
er já, þið eruð í ruglinu!
Ákvörðun 18. mars sýn-
ir það. Hugsanlega er þetta vel
meint. En ef hugmyndafræðin er að
bæta lífsgæði íbúanna, þá er það að
þrengja Grensásveg verulega sérstök
aðferð. Ef hugmyndin er að bæta að-
stöðu einhverra fararmáta þá tekst
það illa. Þetta er einfaldlega verra
fyrir alla. Óskiljanlegt hvernig kom-
ist er að þessari niðurstöðu. Byrjum á
gangandi vegfarendum. Nær væri að
laga núverandi gangstéttir og setja
gönguljós eða jafnvel brú en nemar á
unglingastigi grunnskóla þurfa að
þvera götuna eftir breytingar eða
sameiningu grunnskóla
í hverfinu. Núverandi
hugmynd sem meðal
annars miðar að því að
snarminnka lýsingu á
gangstéttum með því að
setja lága staura á mið-
eyjur í stað núverandi
ljósastaura, er ekki al-
veg til þess fallin að
auka öryggi! Enn verra
verður að moka snjó en
gatan verður í þremur
mismunandi hæð-
arplönum. Hvað varðar
hjólaleið, þá er ég einn
af þeim sem hjóla gjarnan í vinnuna á
sumrin. Viðhald og mokstur eru með
þeim hætti að hjól er ekki samgöngu-
tæki á vetrum nema fyrir þá sem líta
á hjól sem lífsstíl. Það er rétt að það
vantar þægilegar norður-suðurteng-
ingar í borginni, ekki bara fyrir hjól-
andi heldur alla umferð. Helsti galli
þessarar leiðar fyrir hjólandi er að
þetta er brekka. Sennilega ein hæsta
leið sem hægt er að komast vestan
Elliðaáa. Hápunkturinn er á móts við
Espigerði en hann er um 80 m.y.s.
þegar til að mynda vegstæðið í
Öskjuhlíð, á móts við tankana, um 60
m.y.s og brýrnar á Bústaðavegi báð-
ar um eða undir 40 m.y.s. Háaleit-
isbraut móts við Suðurver er um 65
metrar. Svo fyrir okkur sem hjólum
til vinnu, þá er þetta sennilega sísti
kosturinn. Hitt er vel ef borgarsjóður
stendur svo vel að hægt sé að splæsa
í hjólastíg, má þá ekki biðja um að
hafa hann tvöfaldan og einungis
öðrumegin götunnar, og ekki setja
aðreinar, strætóstoppistöðvar og
þessháttar á stíginn! Útfærsla svipuð
og er á efsta hluta Laugavegarins er
fín, a.m.k. mun betri en útfærsla í ætt
við Borgartúnið, sem er einfaldlega
stórhættuleg, full af slysagildrum.
Ég vinn í Borgartúninu og ef ég hjóla
þá götu þá hjóla ég á götunni. Við
höfum séð mikla aukningu á slysum á
hjólafólki í Reykjavík. Þreföldun á
seinustu þrem árum. Mest aukning
er í slysum vegna kanta, sands og lé-
legs viðhalds. Það er hægt að for-
gangsraða mun betur fyrir hjólafólk
en með einföldun Grensásvegar.
Hvað bíla áhrærir þá virðist tak-
markinu vera nokkuð náð. Það hefur
verið markvisst þrengt að bílum und-
anfarin ár. En í þessu tilfelli þá er
greinilega ekki verið að hugsa um
umferðaröryggi. Þessi hluti Grens-
ásvegar er einhver öruggasti spott-
inn í Reykjavík, seinasta árið sem töl-
ur umferðarstofu ná yfir 2013 sýna
einungis 4-5 minniháttar óhöpp, með-
an títtnefnt Borgartún og stæðin eru
að nálgast 20 slys þar sem ann-
aðhvort lögregla eða Akstur og ör-
yggi eru kölluð til. Allt tal um að
þetta sé til að auka umferðaröryggi
er því úr lausu lofti gripið. Má jafnvel
leiða að því líkur að þetta auki hætt-
una fyrir íbúa þar sem gegnumakstur
um Réttarholtsveg, Fossvogsveg,
Háaleitisbraut og jafnvel Hlíðar mun
aukast. Fordæmið að því höfum við
frá fuglahúsunum við Hofsvallagötu,
en niðurstaðan þar var stóraukinn
akstur um íbúðahverfin jafnvel alveg
niður á Ægisíðu. Árið 1996 hóf
Reykjavíkurborg að breyta akstri í
íbúðahverfum. Breytingarnar mið-
uðu að því að minnka gegnumakstur,
koma bílunum úr húsagötunum. Í því
markmiði var komið upp 30 km
hverfum. Koma bílunum út úr hverf-
unum inn á stofnbrautir. Þetta átak
tókst vel. Núverandi stefna virðist
miða að því að koma bílunum inn í
hverfin aftur. Til grundvallar skal
nota gamlar og ómarkvissar tölur frá
því aðalskipulagið var gert 2010!
Ekki er reiknað með fyrirhugaðri
uppbyggingu á RÚV-reit. Ekki lóð-
unum neðan Borgarspítala, ekki upp-
byggingu við Val eða Öskjuhlíð, þétt-
ingu byggðar, en allt eru þetta samt
hugmyndir sem sama borgarstjórn
er að hrinda í framkvæmd. Ekki hef-
ur verið unnið hermilíkan eða um-
ferðarlíkan sem sýnir hvert umferðin
muni leita. Hve mikið mun akstur til
dæmis aukast um Háaleitisbraut, þar
sem börn eru á leið í skólann, hve
mikið mun umferð flytjast upp á
Réttarholtsveg við Réttarholtsskóla?
Eða eigum við bara að trúa að umferð
muni ekki aukast í næstu götum,
hvorki vegna þéttingar byggðar, því
að fólk þarf að fara lengri leiðir, eða
tafa? Eigum við ekki að taka mið af
reynslunni af Hofsvallagötu? Er bara
ætlast til að við hlustum á sömu rök
og við gerð slysagildrunnar Borgar-
túns? Gatan ber alla þá umferð sem
um hana fer! Jafnvel þó hún sé lokuð!
Einhvern veginn detta mér tvær
samlíkingar helst í hug. Þar sem fast-
eignir borgarinnar eru helsta eign
hennar þá er þetta eins og húseig-
andi, þakið lekur og allt liggur undir
skemmdun en ákveðið er að byggja
sólpall af því það er meira gaman.
Staðsetningin valin norðan við húsið
þar sem ekki nýtur sólar!
Erum við í ruglinu?
Breyting Grensásvegar
Eftir Einar Kristján
Haraldsson »Ég vinn í Borgar-
túninu og ef ég hjóla
þá götu þá hjóla ég á
götunni.
Einar Kristján
Haraldsson
Höfundur er byggingatæknifræð-
ingur.
Mér finnst það alveg sjálfsagt
að fólk geti haft samband við
Google og óskað þess að leit-
arniðurstöður um það verði
fjarlægðar. Samkvæmt Evr-
ópudómstólnum á fólk rétt á
að hverfa af netinu ef það vill.
Borgari.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Sakaskrá
Netið Margir óttast um mannorð sitt.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Góð þátttaka í Gullsmáranum
Góð þátttaka var í Gullsmára
fimmtudaginn 19. mars. Spilað var
á 14 borðum.
Úrslit í N/S:
Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 356
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 353
Viðar Valdimarss. – Óskar Ólason 310
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 304
A/V
Gunnar M.Hanss. – Hjörtur Hanness. 297
Ragnar Haraldsson – Davíð Sigurðsson
295
Haukur Guðmss. S tefán Ólafsson 291
Kristín G. Ísfeld – Óttar Guðmss. 288
Karl og Svala efst í meistara-
tvímenningi á Suðurnesjum
Silfurparið í Íslandsmótinu í para-
keppni, Karl G. Karlsson og Svala K. Páls-
dóttir, hreinlega valtaði yfir andstæðinga
sína á fyrsta kvöldi meistaratvímennings-
ins sl. miðvikudag með 70,8% skor. Sig-
urjón Ingibjörnsson og Oddur Hannesson
eru í öðru sæti með 56,9% og Ævar Jón-
asson og Jón H. Gíslason þriðju með
52,1%. Önnur pör náðu ekki meðalskori.
Önnur umferð í meistaratvímenningnum
verður spiluð nk. miðvikudagskvöld kl. 19.
Það var yfirseta sl. miðvikudag þannig að
ef einhverjir hafa áhuga eru þeir velkomn-
ir.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Fimmtudaginn 19. mars var spilaður
tvímenningur á 14 borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Friðrik Jónsson – Jóhannes Guðmannss.
385
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 370
Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 350
A/V
Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 367
Gunnar Jónsson- Örn Jónsson 360
Björn Péturss. – Valdemar Ásmundss. 347
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200