Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum. Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og örugg gæði frá fagmönnum. Verktakar – húsbyggjendur ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur komið sér vel að eiga trún- aðarvin sem getur deilt með þér bæði gleði og sorg. Hugsaðu um hvernig best er að koma á jafnvægi milli andlegra og líkamlegra þarfa. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú ert í atvinnuleit, farðu þá á staði þar sem þú hefur sótt um vinnu áður. Vertu sem mest með þeim sem kunna að meta þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Var- astu fljótfærni. Gefðu fyrirmæli þín á eins mjúkan og nærgætinn hátt og þú getur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér tíma til þess að leyfa sköp- unargáfunni að njóta sín jafnvel þótt annað verði að sitja á hakanum á meðan. Klappaðu sjálfum þér á bakið, eða leyfðu öðrum að gera það. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem liðið er og miður fór. Sá tími kann að koma að þú þurfir sjálfur á hjálp að halda og þá er gott að eiga inni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stilltu þig um að fá fjármál eða ótil- greinda dauða hluti á heilann. Svona gengur þetta ekki til lengdar. Reyndu að skapa jafn- vægi milli starfs og streitu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er góður dagur til hvers konar við- skipta. En mundu að ganga hægt um gleðinn- ar dyr, því oft getur stutt gaman leitt til langra leiðinda. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þessi tími er þér gagnlegur til sköpunar svo þú skalt reyna að fá sem mest tóm til þeirra starfa. Gakktu frá dagblöðum og tímaritum og hentu rusli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Aldrei skyldi hlutur dæmdur eftir umbúðunum. Lítillæti er dyggð sem reynir á undir þessum kringumstæðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Peningar gefa afl, þú gerir þér glögga grein fyrir því nú. Skáldsögur eða kvikmyndir sem búa yfir þessu verða þér ánægjuleg afþreying í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert samúðarfullur, það er eitt sem víst er. Við getum lært margt af unga fólkinu. Minningar úr æsku þinni munu hugsanlega koma upp í hugann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að taka ákvörðun í dag sem er heilsunni í hag. Taktu eftir, fólk í kringum þig gerir hluti sem það myndi ekki gera ef þú værir ekki til staðar. Það er alltaf skemmtilegt þegarvísnahöfundar skýra frá því sem að baki liggur þeirra skáld- skap eins og Steinunn P. Hafstað gerir á Fésbók, en þar segir hún, örlítið stytt: „Þann 20. mars myrkvaðist sjálf sólin til þess að sýna okkur alla sína dýrð, og allt kvikt tók undir við að sjá eða finna ljós hennar skína á ný á jafndægrum á vori, sem fylgdu nýju ári Persa á alþjóðlegum degi hamingjunnar, sem auk þess var 68 ára afmælisdagur minn, sem stolt hef kennt mig við 68-kynslóðina. Afmælisgjöf, full hlýju og gleði, sem á þessum degi toppaði alla ann- ars ómælda hvatningu, sem mér hefur hlotnast, einkum síðan ég meiddi mig í nóvember og hef í raun gengið fyrir síðan. Að fá aftur heilsuna eftir niður- brot er eitthvað, sem ekki er hægt að lýsa án þess að vikna. En böggull fylgir skammrifi, og ég sit uppi með kistil á herðum, sem ég lít á með þakklæti, vegna þess að hann er fullur af gulli, sem ég hef unnið fyrir ein og óstudd og oftar en ekki fyrir hvatningu um dagana. Efasemdarraddir hafa fylgt mér allar götur líka, en sem betur fer gat ég hrist þær af mér hverja af annarri og þess vegna m.a. berjið þið augum ljóð mín og pistla, kross- gátur og myndverk, sem og að sjá mig á faraldsfæti aftur, eftir að reynt var að telja mér trú um, að ég gæti ekki bjargað mér hér heima. Já, ég meira að segja hlustaði ekki á, að ég þyrfti að hætta að keyra. Og svo er ég bara að byrja aftur að nudda, og aldrei að vita nema blaðberinn vakni líka til lífs. Kannske kristallast svo ofan- skráð orð í versunum um systurnar tvær, Hvatningu og Efasemd, sem sitja hvor sína vogarskál: Önnur lyftist upp, þegar hin hnígur og öfugt, því aldrei eru þær alveg samstiga. Hvatningin er leiðarljós látlaust við þann tautar, sem þarf örvun, hól og hrós og hálu svelli á skautar. Efasemdin ekki vott af upphefð með sér færir. Hún rekur alla birtu á brott og bjartsýnina tærir. Ef þetta er svo ekki saga margra, þá er ég illa svikin og gamla orð- takið „með hækkandi sól lagast allt“ væri þá sennilega ekki til. Sólin ljósi sínu miðlar, sendir okkur litadýrð. Þannig hún með blessun biðlar „burtu nú úr drunga flýrð“! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af systrunum Hvatningu og Efasemd Í klípu „MÁLIÐ ER EINFALT Í RAUN. ÞÚ ÁTT AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVER HEIÐVIRÐI HLUTURINN Í STÖÐUNNI ER – OG LÁTA LÍTA ÚT FYRIR AÐ VIÐ HÖFUM GERT HANN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERS VEGNA KAUPIR ÞÚ ÞÉR EKKI ALMENNILEG HEYRNARTÓL?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hrærandi. JIPP! JIPP! JIPP! JIPP! JIPP! JIPP! LYGI! EINTÓM LYGI! NEMA FIMMTA „JIPPIГ HLJÓMAR EINS OG EINHVER SÉ VIÐ DYRNAR ÉG SKAL KANNA ÞAÐ ÉG HELD AÐ ÞEIR VILJI SJÁ ÞIG Mikið hefur verið látið með upp-færslu Borgarleikhússins á söngleiknum Billy Elliot og er hún vissulega alls góðs makleg, en vestur í bæ er nú á fjölunum verk, sem allt eins á athygli skilið. Uppfærsla Hagaskóla á söngleiknum Mamma mía geislar af slíkum krafti, gáska og gleði að ekki er annað hægt en að hrífast með. x x x Fyrirfram hefði mátt ætla aðMamma mía væri óárennilegt verk fyrir nemendur í grunnskóla, en það er öðru nær. Allt er vel gert í þessari uppfærslu. Aðalleikarar standa sig vel, dansatriði eru fjöl- breytt og skemmtileg, hljómsveitin leikur af stakri innlifun (vísvitandi misheppnaður flutningur á brúðar- marsinum var þar toppurinn) og öll umgjörð, hvort sem það eru sviðs- mynd eða búningar, til fyrirmyndar. Þá var salurinn notaður með ákaf- lega skemmtilegum hætti. Sviðið er fremur lítið. Því var áhorfendum raðað meðfram hliðum salarins og leikararnir fengu að athafna sig á sviðinu, eftir endilöngum salnum og í stiga fyrir enda hans. x x x Ýmsir söngleikir hafa verið settirupp í Hagaskóla í áranna rás og liggur þar mikill metnaður að baki. Kosturinn við söngleiki er að margir geta tekið þátt og fengið að njóta sín. Fjölmennir dansar í sýningunni voru sérlega skemmtilegir og undra- vert hvernig krökkunum tókst að svífa um gólfið án þess að lenda í árekstrum og leika fyrir áhorfendur til beggja hliða. x x x Sýningin í Hagaskóla sýnir hvaðhægt er að leysa úr læðingi þeg- ar tækifæri gefst – ber því vitni hvað getur gerst þegar ungu fólki er gefið tækifæri til að blómstra og njóta sín. Nú búa þessir krakkar líka að því að vita hvers þau eru megnug. Það kæmi Víkverja ekki á óvart þótt ein- hverjir af þeim krökkum, sem komu fram í þessari uppfærslu á Mömmu míu, ættu eftir að láta að sér kveða síðar meir. Víkverji getur ekki ann- að en þakkað fyrir stórskemmtilega kvöldstund. víkverji@mbl.is Víkverji Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna. (Sálmarnir 36:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.