Morgunblaðið - 25.03.2015, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sænska kvikmyndin Min lilla sys-
ter, eða Litla systir mín, er ein
þeirra sem sýndar eru á Alþjóð-
legri barnakvikmyndahátíð sem nú
stendur yfir í Bíó Paradís og lýkur
29. mars. Í myndinni segir af ungri
stúlku, Stellu, sem lítur mjög upp
til eldri systur sinnar, Kötju, sem
æfir listdans á skautum og fær fyr-
ir vikið meiri athygli frá foreldrum
þeirra. Katja þjáist af átröskun og
Stella þorir ekki að segja foreldr-
unum frá því. Það leggst þungt á
hana og Stella er auk þess áhrifa-
gjörn og hrifin af listdanskennara
systur sinnar. Myndin þykir sýna
með raunsæjum hætti hvernig
börn og unglingar takast á við
slíka erfiðleika.
Kvikmyndin er sú fyrsta í fullri
lengd eftir leikstjórann Sanna
Lenken og hlaut Kristalbjörninn á
Kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár
sem besta kvikmyndin í flokknum
Generation Kplus sem helgaður er
myndum fyrir börn og unglinga.
Myndin féll einnig áhorfendaverð-
launin á Kvikmyndahátíðinní í
Gautaborg og var tilnefnd sem
besta norræna myndin frá þessu
ári. Aðalframleiðandi mynd-
arinnar, Annika Rogell, var stödd
hér á landi í liðinni viku og blaða-
maður ræddi við hana um þessa
merkilegu mynd.
Leikstjórinn þjáðist
af átröskun
Rogell segir þær Lenken hafa
verið skólasystur í kvikmynda-
skóla og starfað saman frá árinu
2009. Lenken hafi sjálf glímt við
átröskun á árum áður, þekki því
efni myndarinnar vel og hafi viljað
vekja athygli á sjúkdómnum. Hún
hafi áður leikstýrt stuttmynd um
átröskun, Eating Lunch, sem Ro-
gell framleiddi.
„Það er nær aldrei fjallað um át-
röskun í leiknum kvikmyndum,
það hafa margar heimildarmyndir
verið gerðar um hana en ekki
leiknar myndir,“ segir Rogell.
Myndin sé afar persónuleg fyrir
Lenken þó saga hennar sé ekki
rakin í henni.
En hvers vegna telur Rogell að
svo fáar leiknar kvikmyndir hafi
verið gerðar um átröskun? „Ég
held það séu nokkrar ástæður fyrir
því. Átröskun er jafnalgeng og
drykkjusýki eða fíkn almennt en
það eru einkum konur sem þjást af
henni og það held ég að sé ein af
ástæðunum. Ég held líka að fólk
eigi líka auðveldara með að skilja
fíkn, að vera háður einhverju en
það að kjósa að svelta sig er erfitt
að túlka og heldur ekki auðvelt að
láta aðalpersónuna þjást af átrösk-
un. Þess vegna gerðum við litlu
systurina að aðalpersónunni,
sjáum veikindin með hennar aug-
um og átök hennar við systur sína.
Hún skilur ekki hvað er að gerast,
þetta er sjónarhorn barnsins og
það er líka fjallað um meðvirknina
sem er mjög mikil,“ segir Rogell.
Ekki í bómull
– Nær myndin til yngri áhorf-
enda en ella með þessari aðferð,
þ.e. að segja söguna frá sjón-
arhorni ungrar stúlku en ekki tán-
ingsins sem glímir við veikindin?
„Fyrst og fremst vildum við
gera eins góða kvikmynd og mögu-
legt væri. Við vildum ekki vefja
efninu inn í bómull þannig að það
höfðaði til yngri barna. Ég held að
myndin höfði til barna yfir 11 ára
aldri eða þar um bil,“ svarar Ro-
gell. Myndin höfði jafnt til barna
og fullorðinna, eins og hafi sést
þegar hún var sýnd á Kvik-
myndahátíðinni í Berlín.
– Min lilla syster hefur hlotið
mikið lof á þeim hátíðum sem hún
hefur verið sýnd á. Hefur hún ekki
vakið umræður um átröskun?
„Jú. Ég held að fólk sé meðvitað
um vandamálið og hún hefur feng-
ið mikla umfjöllun í fjölmiðlum
sem er gott því átröskun er ennþá
mikið feimnismál,“ segir Rogell.
– Hvernig fór leikstjórinn að því
að gera þyngdartap stúlkunnar
trúverðugt í myndinni?
„Hún var mjög grönn fyrir og
þurfti að æfa sig mikið í listdansi á
skautum fyrir hlutverkið. Hún var
góð á skautum fyrir en þurfti samt
sem áður að æfa sig,“ segir Rogell
og segir mikilvægt að fram komi
að myndin fjalli um geðsjúkdóm og
því þurfi ekki alltaf að sýna áhrifin
sem hann hefur á líkamann. Fólk
geti þjáðst býsna lengi af átröskun
án þess að það sjáist utan á því og
auk þess sé fjallað um sjúkdóminn
á fyrstu stigum í myndinni, andleg
veikindi og áhrifin sem þau hafi á
fjölskyldu stúlkunnar.
Þakkað fyrir myndina
– Hvernig hafa móttökur verið
hjá börnum við myndinni?
„Góðar. Ég hef bara sótt „spurt
og svarað“-sýningu á myndinni í
Berlín og á henni komu margar
áhugaverðar spurningar. Börnin í
salnum höfðu mikla samúð með
stúlkunum tveimur og fjölskyldu
þeirra og það stóðu nokkrir upp
sem höfðu reynslu af geð-
sjúkdómum og þökkuðu okkur sér-
staklega fyrir myndina,“ segir Ro-
gell. Hvað næstu verkefni varðar
segir Rogell að þær Lenken ætla
að starfa áfram saman. Hún megi
hins vegar ekkert segja um hvað
þær séu með á prjónunum að svo
stöddu.
Upplýsingar um
barnakvikmyndahátíðina og þá
m.a. sýningatíma má finna á biop-
aradis.is.
Morgunblaðið/Einar Falur
Raunsæi „Fyrst og fremst vildum við gera eins góða kvikmynd og mögulegt væri. Við vildum ekki vefja efninu inn í
bómull þannig að það höfðaði til yngri barna,“ segir Annika Rogell, framleiðandi Min lille syster.
Ennþá mikið feimnismál
Átröskun er umfjöllunarefni verðlaunamyndar sem sýnd
er á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís
Systrakærleikur Rebecka Josephson og Amy Deasismont í hlutverkum
systranna Stellu og Kötju í verðlaunamyndinni Min lilla syster.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 16 mánudaginn 13. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
-Meira fyrir lesendur
Sérblað Morgunblaðsins
um brúðkaup kemur út
föstudaginn 17. apríl
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun og
hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir
og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu.
BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ
SÉRBLAÐ
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00
Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00
Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00
Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00
Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00
Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00
Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00
Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00
Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00
Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00
Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 29/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Lau 11/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas.
Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k
Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 17/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Farand-listahátíð, þar sem mynd-
bandslist er í öndvegi og kallast
Grænna hinum megin, staldrar við
á Seyðisfirði í eina kvöldstund, í
kvöld, miðvikudag. Sýnt verður úr-
val myndbandsverka eftir þýska
listamenn sem fæddir eru á árunum
um 1980. Sýningin hefst klukkan 20
og stendur í um 110 mínútur.
Stofnað var til Grænna hinum
megin að frumkvæði listamannsins
Clemens Wilhelms í Berlín árið
2011. Verkin sem sýnd eru á skjá
þykja, samkvæmt til-
kynningu, „endur-
spegla málefni hinn-
ar hnattvæddu
kynslóðar: persónu-
leg og hnattræn við-
fangsefni togast á við
þau samfélagsvanda-
mál sem einstaklingurinn stendur
frammi fyrir“.Verkin afhjúpa með-
al annars „undirmeðvitund líðandi
stundar: öfgar kapítalisma, afleið-
ingar neysluhyggju“ og fleira.
Þýsk myndbandslist á listahátíðinni
Grænna hinum megin í Skaftfelli