Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 Ný sending • Peysur • Buxur • Bolir • Túnikur • Jakkar Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Velúrgallar margir litir Stærðir S-xxxxL Vinsælu kvartbuxurnar komnar aftur í hvítu, beige, bláu og svörtu BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sauðfjárbúskapur hefur mikla sam- félagslega þýðingu á ýmsum dreif- býlli svæðum landsins þar sem hann hefur verið helsti atvinnuvegurinn um langa hríð og forsenda byggðar. Vart verður séð að annað komi í stað- inn sem undirstöðuatvinnugrein á þessum svæðum. Þetta er ein af niðurstöðum skýrslu um samfélags- lega þýðingu sauðfjárbúskapar sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Ak- ureyri hefur gert fyrir Landssamtök sauðfjárbænda og kynnt var á aðal- fundi samtakanna í gær. Skýrsluhöfundar telja ljóst að sauðfjárbúskapurinn hafi marg- víslega samfélagslega þýðingu þar sem hann er stundaður. Á sumum dreifbýlustu svæðum landsins er hann mikilvægasta atvinnugreinin og þannig meginstoðin undir búsetu á þeim svæðum. „Erfitt er að sjá hvernig þau samfélög ættu að geta lifað án hans. Einnig eru síður áþreif- anleg áhrif sauðfjárræktarinnar mikil um allt land, jafnt félagsleg, efna- hagsleg og menningarleg,“ segir í skýrslunni. Þarf að bæta innviði Farið er yfir íbúaþróun í dreifbýli og bent á að hún sé áhyggjuefni þó staðan sé vissulega mismunandi á milli landshluta. Víðast hvar í strjál- býli fækki fólki og það eldist. Færri vinnandi hendur standi undir sam- félaginu og til að halda úti þjónustu á dreifbýlli svæðum. Undantekningin frá reglunni er Norðurland vestra. Þar býr um þriðj- ungur íbúa í strálbýli og þar virðist hafa náðst ákveðin viðspyrna. Þar stendur sauðfjárbúskapurinn sterk- ast að vígi. Hann á hinsvegar erfitt uppdráttar í nágrenni fjölmennustu þéttbýlisstaða í öðrum landshlutum. Skýrsluhöfundar sjá bresti í fram- boði á margvíslegri þjónustu og inn- viðum í strjálbýli, meðal annars vegna fækkunar íbúa. Þörfin fyrir þjónustu sé jafn mikil eða meiri en áður. „Þetta er því viss vítahringur sem rýrir búsetuskilyrði og hamlar nýliðun.“ Einna mest er krafan um bætt aðgengi að netinu. „Ætla má að það sé ekki síst mikilvægt að bæta stöðu ýmissa innviða til þess að auka vilja ungs fólks til að setjast (aftur) að í strjálbýlinu og auðvelda þannig ný- liðun,“ segir í skýrslunni. Viðmælendur í röðum bænda töldu afkomu af búskapnum yfirleitt ekki vera nægilega góða. Það segir sína sögu að meirihluti viðmælenda eða makar þeirra sóttu vinnu af bæ eða sinntu annarri tekjuskapandi vinnu heima til að auka tekjur sínar. Skýrsluhöfundar benda á að neysla á lambakjöti er heldur að minnka á sama tíma og framleiðsla eykst. Það leiði til þrýstings á verð og geri það að verkum að kjötvinnslur fái lélegri framlegð úr lambi en öðru kjöti. „Ef þessi þróun heldur áfram er óhjá- kvæmilegt að raunverð til bænda lækki.“ Eitt af því athyglisverðasta sem fram kom í viðtölum var hve menn- ingin í kringum sauðfjárbúskapinn virðist vera mikilvæg. Hann virðist vera einskonar menningarlegt lím í sveitamenningunni og skapa eins- konar tengingu við fortíðina, byggð- arlagið og landslagið. Ekki séð hvað komi í staðinn  Rannsókn bendir til að sauðfjárbúskapur hafi mikla samfélagslega þýðingu á dreifbýlli svæðum landsins þar sem hann hefur verið forsenda byggðar  Brestir í innviðum og þjónustu vegna fækkunar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Melarétt Síðasta ár var gott ár hjá sauðfjárbændum. Meðalfallþungi dilka jókst um 340 grömm frá árinu 2013. Störf og verðmæti » Ef miðað er við lögbýli sem sendu fé til slátrunar á árinu 2014 eru sauðfjárbændur tæp- lega 2.000. Störf við búskap- inn eru hins vegar talin rétt rúmlega 1.000, auk 900 starfa við úrvinnslu kjöts og afleidd verkefni. » Verðmætasköpun sauð- fjárræktar í formi sláturfjár var um 5,5 milljarðar króna á síð- asta ári. Slátrun er metin á 1,9 milljarða og úrvinnsla kjöts 3,3 milljarða. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, tel- ur að bændur þurfi að sækja meira fram í markaðsstarfi. Vinna þurfi af meira krafti við vöruþróun fyrir inn- anlandsmarkað, erlenda ferðamenn og erlenda markaði. Þar séu sókn- arfæri sem þurfi að nýta. Kom þetta fram í setningarræðu hans á aðalfundi sauðfjárbænda sem haldinn er í Reykjavík og í skriflegri skýrslu stjórnar. Innanlandsmarkaður breyttist lítið á síðasta ári. „Kjötmarkaður- inn í heild ber nokkurn keim af því að innflutningur á nánast öllu öðru kjöti en kindakjöti hefur vaxið veru- lega, einkanlega nautakjöti en þess gætir líka í svína- og alifuglakjöti. Enginn innflutningur hefur þó verið á kindakjöti, þrátt fyrir að hann sé heimill og toll- kvótum fyrir hann verið út- hlutað. Verðið erlendis er ein- faldlega ekki samkeppnisfært við verðið hér innanlands. Verðlagning kindakjöts tekur þó mið af öðru kjöti og á markaði svo aukinn inn- flutningur hefur líka áhrif á það þó með óbeinum hætti sé,“ segir í skýrslunni. Þórarinn bætti því við að tengsl væru á milli þeirrar sterku stöðu sem lambakjötið hefði á innanlandsmarkaði og tiltölulega lágs verðs. Heildarsala kindakjöts innan- lands varð 6.590 tonn sem er 33 tonnum minna en árið á undan. Neysla á mann varð 20,2 kíló á árinu sem er 200 gramma sam- dráttur. Verð í heildsölu lækkaði um 2,1% á árinu. Það jafngildir 4% lækkun raunverðs, þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar verðlags. Framleiðsla á kindakjöti jókst, var 10.100 tonn sem er svipað og heildarsalan. Er þetta í fyrsta skipti á þessari öld sem heildarsala og framleiðsla fara yfir 10 þúsund tonna markið. Aukinni framleiðslu var mætt með auknum útflutningi. Verð fyrir útflutt kjöt lækkaði um tæp 6%. Fram kemur í skýrslu Þórarins að það stafi mest af sterkara gengi ís- lensku krónunnar. Þarf að sækja fram á markaði AUKINN KJÖTINNFLUTNINGUR HEFUR ÓBEIN ÁHRIF Á KINDAKJÖTSMARKAÐINN Þórarinn Ingi Pétursson „Það var stórkostlegt að sjá glæ- nýju flugvélina okkar lenda á Reykjavíkurflugvelli í litum WOW air. Þetta eru tímamót í sögu fé- lagsins og það er sannarlega ánægjulegt að geta boðið farþegum okkar upp á nýjustu flugvélarnar á Íslandi. Nýju Airbus A321- flugvélarnar eru mun sparneytnari og umhverfisvænni en eldri vélar og mun þetta gera okkur kleift að bjóða enn lægri fargjöld í framtíð- inni,“ er haft eftir Skúli Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, í fréttatilkynningu. Annarri af tveim nýjum vélum WOW air var gefið nafn á Reykjavíkurflugvelli við há- tíðlega athöfn í gær. WOW air festi nýlega kaup á tveimur glænýjum Airbus A321- flugvélum en listaverð flugvélanna nemur u.þ.b. 30 milljörðum króna. Fyrri vélin kom til landsins á þriðju- dag og var henni flogið yfir Reykja- vík seinni partinn í gær og lenti hún á Reykjavíkurflugvelli þar sem Dor- rit Moussaieff forsetafrú og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði gáfu henni nafnið Freyja við hátíðlega at- höfn. Seinni Airbus A321-vélin sem von er á til landsins eftir helgi verð- ur nefnd Óðinn. Morgunblaðið/Golli Flug WOW air gefur nýrri vél nafn við hátíðlega athöfn í Reykjavík. WOW air fær tvær nýjar Airbus-vélar  Vélarnar fá nöfnin Freyja og Óðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.