Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 Kringlunni • S ími 568 7777 • heyrnarstodin. is Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First™ Snjallara heyrnartæki Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Karl Ágúst Úlfsson tekur sjálfan sig til kostanna í skemmtilegum þætti sem gerir upp vikuna á líflegan hátt. HELGIN við miðlum af reynslu www.hringbraut.is Flugher Sádi-Arabíu varpaði í gær sprengjum á uppreisnarmenn í Jem- en. Aðgerðin var upphaf hernaðar- íhlutunar arabaríkja til stuðnings forseta landsins. Íranar sögðu að sprengjuárásirnar byðu hættunni heim. Uppreisnarmenn, sem kenna sig við Hussein Badr al-Din al-Houthi, leiðtoga fyrstu uppreisnar þeirra ár- ið 2004, hafa sótt að borginni Aden í suðurhluta landsins þar sem Abe- drabbo Mansur Hadi, forseti lands- ins, hefur látið fyrirberast frá því hann hrökklaðist frá höfuðborginni Sana í febrúar. Uppreisnarmennirn- ir eru með Sana á valdi sínu. Miklar sprengingar í Sana Stjórnvöld í Sádi-Arabíu óttast að Houthi-uppreisnarmenn nái völdum í grannríkinu með þeim afleiðingum að það færist yfir á áhrifasvæði Ír- ana. Uppreisnarmennirnir eru saíd- istar, sem eru kvistur á meiði sjía. Sjíar eru í minnihluta í Jemen, en súnníar í meirihluta. Sjíar eru við völd í Íran, en súnníar í Sádi-Arabíu. Að sögn fréttaritara AFP heyrðust miklar sprengingar í Sana þegar sprengjum var varpað á herflugstöð við hlið alþjóðlega flugvallarins og fleiri skotmörk. Í dögun mátti sjá mörg hundruð fjölskyldur streyma úr borginni til að flýja átökin. Adel al-Jubeir, sendiherra Sádi- Arabíu í Bandaríkjunum, sagði að aðgerðirnar hefðu hafist með loft- árásum, en Sádar og bandamenn þeirra myndu gera „hvað sem þarf“ til þess að verja stjórn Hadis. Hann sagði að Sádar hefðu mynd- að bandalag rúmlega tíu ríkja. Sjón- varpsstöðin Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, sagði að auk Sádi-Arabíu hefðu Sameinuðu arabísku fursta- dæmin, Barein, Kúveit og Katar sent orrustuvélar. Þá hefðu 150 þúsund sádi-arabískir hermenn verið settir í viðbragðstöðu skammt frá landa- mærum Jemens. Egyptar, Jórdanar og Súdanar staðfestu að þeir myndu taka þátt í aðgerðunum. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við ráðherra Persaflóaríkjanna um aðgerðirnar og hrósaði þeim fyrir að beita her- valdi gegn uppreisnarmönnum, að því er haft var eftir bandarískum embættismanni. Sagði hann að Bandaríkjamenn veittu þeim hjálp í formi upplýsingagjafar, aðstoðar við að greina skotmörk og skipuleggja. ESB varar við hættu Federica Mogherini, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, varaði í gær við hættum af átökunum í Jemen. „Síðustu atburðir í Jemen hafa leitt til þess að ástand sem fyrir var við- kvæmt hefur versnað og gæti haft al- varlegar afleiðingar á þessu svæði,“ sagði í yfirlýsingu frá Mogherini. Hún bætti við að „öfga- og hryðju- verkahreyfingar“ gætu fært sér ástandið í nyt næðist ekki friðsamleg lausn í Jemen. kbl@mbl.is Sádar varpa sprengj- um úr lofti á Jemen  Íranar mótmæla  Línur milli sjía og súnnía skerpast AFP Rústir Houthi-uppreisnarmenn standa í rústum eftir loftárásir Sádi-Arabíu við flugvöllinn í Sana, höfuðborg Jemens. Sádar vilja verja forseta landsins. Sixtusarkapellunni í Páfagarði var í gær lokað fyrir ferða- mönnum og opnuð fyrir heimilislausa. Frans páfi hefur í valdatíð sinni gert ýmislegt til þess að vekja athygli á hlut- skipti heimilislausra og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja. Í febrúar var heimilislaus maður, sem lést í ná- grenni við Péturskirkjuna, jarðsettur í grafreit í Páfa- garði, sem venjulega er ætlaður háttsettum þýskum kirkj- unnar mönnum. Hann hefur einnig látið setja sturtur fyrir heimilislausa í almenningssalerni skammt frá Péturskirkj- unni. Páfi hefur einnig látið útbýta svefnpokum til heim- ilislausra í Róm. Hann talar um „fátæka kirkju, fyrir hina fátæku“. Í gær fengu 150 heimilislausir að fara með leið- sögumanni um kapelluna og söfn og garða Páfagarðs. Heimilislausum boðið í Sixtusarkapelluna Frans páfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.