Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 27. MARS 86. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Brjóstabyltingin í myndum 2. Lækkaði vísvitandi flugið 3. Hvað gerðist í flugstjórnarklefanum? 4. Flogið viljandi á fjallið? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Einn vinsælasti söngvari Breta á níunda áratugnum, Rick Astley, mun halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu 1. maí. Rick Astley sló í gegn árið 1987 með laginu „Never gona give you up“ sem náði fyrsta sæti á vinsældalista í 25 löndum. Astley er eini karlkyns tónlistarmaðurinn sem náð hefur átta lögum á lista yfir tíu vinsælustu lög Bretlands, skv. tilkynningu. Hann dró sig í hlé árið 1993 af persónu- legum ástæðum og hafði þá selt yfir 40 milljón plötur á heimsvísu. Astley sneri aftur árið 2007 og hefur upp frá því gefið út tvær plötur og komið fram á tónleikum. Rick Astley heldur tónleika í Eldborg  Nýtt íslenskt leikrit, Þöggun, eftir Jón Gunnar Þórðarson sem einnig er leikstjóri þess, verður frumsýnt í dag á Möðruvöllum. Í því er rakin saga þriggja skáldkvenna, Ólafar frá Hlöð- um, Skáld-Rósu og Guðnýjar frá Klömbrum. „Verk um konur úr Eyja- firðinum, sem sáu um heimilið, bú- sýsluna og gerðu það sem ekki mátti, þær skrifuðu!“ eins og segir í tilkynn- ingu. Leikritið er leikið á staðnum sem sagan gerist á, Möðruvöllum og framleitt af Leikfélagi Hörgdæla. Með hlutverk skáldkvennanna fara Mar- grét Sverrisdóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Fanney Valsdóttir. Sýningafjöldi er takmarkaður og miða- pantanir í síma 666-0170 og 666-0180 milli kl. 16 og 18. Konur sem gerðu það sem ekki mátti Á laugardag Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil él, en bjartviðri austanlands. Hægari vindur síðdegis. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna yfir daginn. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s og él sunnan- og vestantil, hvassast við ströndina, en heldur hægari norðaustantil og stöku él. Hiti um frostmark, en frost 1 til 6 stig í innsveitum. VEÐUR Framarar stigu stórt skref í áttina að því halda sæti sínu í Olís-deild karla í handknattleik. Fram sótti FH heim og vann góðan sig- ur og Stjarnan er komin í slæma stöðu varðandi að halda sæti sínu. Valur er kominn með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn eftir sigur á ÍR-ingum og þá gerði Afturelding góða ferð til Eyja og lagði Íslands- og bikarmeistara ÍBV. »4 Mikilvægur sigur Framara „Já, ég er búinn að vera með verk í fætinum, eiginlega alveg síðan í des- ember. Ég er búinn að fara í nokkrar myndatökur en það kemur ekkert út úr þeim. Verkurinn er alltaf til staðar,“ sagði Gylfi Þór Sig- urðsson sem verður í eld- línunni gegn Kast- akstan á morgun. »3 Verkurinn er alltaf til staðar Sópurinn var á lofti í Frostaskjólinu í gærkvöld þegar Íslandsmeistarar KR- inga slógu Grindvíkinga út í úr- slitakeppni Dominos-deildar karla í körfuknattleik. KR vann einvígið, 3:0, og er komið í undanúrslit. Í Ljóna- gryfjunni í Njarðvík höfðu heima- menn betur gegn Stjörnunni og tóku forystuna í einvíginu, 2:1. »2-3 Sópurinn var á lofti í Frostaskjólinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Nú þegar er mikill vöxtur í starfsemi á sviði upplýsingatækni. Sú grein kallar eftir fólki með góða menntun og þá er nám í grafískri miðlun góður kostur. Þeir sem læra fagið öðlast fjölbreyttan bakgrunn og reynslu sem nýtist með ýmsu móti. Við erum ekki bara að setja upp verkefni fyrir prent heldur vinnum einnig ýmis raf- ræn verkefni svo sem ePub- rafbækur, vefsíður, vef- og skjáaug- lýsingar og svo margt fleira. Mögu- leikarnir eru miklir,“ segir Lilja Rut Benediktsdóttir, nemi við Upplýs- ingatækniskólann, sem er einn undir- skóla Tækniskólans – skóla atvinnu- lífsins. Útskriftarnemar í grafískri miðlun, ljósmyndun, prentun og bókbandi verða með nemendasýningu laug- ardaginn 28. mars kl. 13-15. Sýningin, sem er öllum opin, er í húsi Vörðu- skóla við Barónsstíg en þar er Upp- lýsingatækniskólinn til húsa. Að komast á samning Grafísk miðlun og prentsmíð, ljós- myndun, prentun og bókband eru allt löggildar iðngreinar og á þessu vori útskrifast alls 21 nemandi. Nemend- urnir, með aðstoð kennara, hafa að undanförnu unnið að skipulagi, upp- setningu og markaðssetningu sýning- arinnar. Tilgangur hennar er meðal annars að vekja athygli atvinnulífsins á útskriftarefnunum sem nú eru í þeim sporum að finna sér námssamn- inga og ljúka sveinsprófi. „Nemum gengur misvel að komast á samning, en það hefur þó stórlega batnað seinustu ár. Það er mikil eft- irspurn eftir fólki með þessa menntun en stjórnendur fyrirtækja mikla oft fyrir sér að taka til sín nema. Ég er ekki komin á samning en sé fyrir mér að sýningin sé ágætis stökkpallur út í atvinnulífið,“ segir Lilja Rut sem nemur grafíska miðlun. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á tölvum, hönnun og ýmsu sem tengist því. Aldrei hafi hún þó verið listatýpa eða artisti, eins og slíkt er kallað. „Ég var á tölvubraut fyrir nokkr- um árum og þó að það sé skemmtilegt nám þá fann ég fljótlega að það var ekki minn vettvangur. Skipti því svo- litlu seinna yfir í grafíska miðlun. Það er algengt að fólk rugli saman graf- ískri hönnun og miðlun. Þó svo að hvort tveggja snúist um grafík og hönnun, þá fer miðlunin meira út í tæknilega vinnslu. Er nær iðn- greinum en grafísk hönnun er hins vegar kúnstverk.“ Setja saman tímarit Lokaverkefni útskriftarnema í graf- ískri miðlun er sameiginlegt, það er tímarit sem þeir sjálfir setja upp og láta prenta. Í grunninn er það þó ein- staklingsverkefni þar sem hver og einn setur upp lítið tímarit, brýtur um, hannar og sér um myndvinnslu. Í framhaldi af því eru blöðin sameinuð í eitt og svipur þeirra samræmdur. Rafræn verkefni skapa möguleika  Útskriftarsýning í Upplýsingatækniskólanum á laugardag  Stökkpallur út í atvinnulífið  Hönnun, ljósmyndun og prent  Atvinnulíf þarf fólk með menntun Ljósmynd/Gabriel Rutenberg Grafík Hæfileikafólk sem aflað hefur sér menntunar í ýmsum skapandi greinum og prentverki þar sem ýmsir spennandi möguleikar bjóðast nú um stundir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Lærdómur Grafíska hönnunin er kúnstverk, segir Lilja Rut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.