Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Bingó á lönguföstu Páskabingó var haldið í Vinabæ í Skipholtinu í fyrrakvöld og þeir sem misstu af því geta glaðst yfir því að talnahappdrættið verður endurtekið á sunnudaginn kemur.
Eggert
Það eru gömul sann-
indi að skipulagsheildir
eða fyrirtæki sem eiga
auðvelt með að aðlagast
breytingum lifa af
breytingaskeið með að-
lögun að breyttum að-
stæðum. Aðlögun er
ekki að hefja skapandi
túlkun á reglum og
starfsháttum. Aðlög-
unin felst í því að velja
ný viðfangsefni, hætta sumu og að að-
laga starfsfólk, menntun þess og
þekkingu og jafnvel með nýráðn-
ingum.
Minnt er á þetta hér því sumir telja
að aðlögun eigi að fara fram með
skapandi túlkunum á lögum og
reglum. Um þetta atriði setti franski
félagsfræðingurinn Emil Durkheim
fram kenningu sína um siðrof. Durk-
heim fjallaði um sjálfsvíg þegar hann
setti fram sína kenningu um siðrof,
Anomie.
Þar fjallar Durkheim um mismun-
andi tíðni sjálfsvíga eftir kirkjudeild-
um og vísar þar til þess að siðbreyt-
ingunni fylgdi upplausnarástand þar
sem aldagömlum viðhorfum var hafn-
að án þess að í stað þeirra kæmu
heildstæð viðhorf og siðareglur, sem
hafa þó mótast frá siðbreytingunni til
vorra daga.
Þannig er siðrof hugtak sem vísar
til upplausnar samfélags þar sem
samheldni og hefðbundið skipulag,
sérstaklega það sem tengist við-
miðum og gildum hefur veikst og við
tekur lögleysa.
Siðrof vísar til þjóðfélagsástands
er myndast þegar breytingar eru ör-
ar. Þjóðfélagsástandið sem kemur í
kjölfarið svo framandi að umgengn-
ishættir og gildi, sem almenningur
hefur alist upp við, glata samhenginu
við hinn félagslega veruleika.
Miklar þjóðfélagsbreytingar, hvort
heldur vegna mikillar velmegunar,
sem skapast af hagrænum orsökum,
mikilli vinnu og greiðum aðgangi að
auðlindum, eða vegna samdráttar í
framleiðslu og verðfalls
á framleiðslu og eign-
um, geta leitt til ástands
þar sem lög og siða-
reglur eru ekki virt. Al-
mennt viðurkenndar
umgengnisreglur og
venjur, norm, missa
gildi og virðingu, og
þeim er ekki fylgt, án
þess að nokkuð komi í
staðinn. Þetta leiðir til
ástands þar sem siðrof
ræður ríkjum og um-
gengnisreglur verða
óljósar.
Siðrof á Íslandi samhliða
siðleysi og siðblindu
Stofnanalegt siðrof, (Institutional
Anomie) verður þegar stofnanir sam-
félagsins, þ.e. stjórnvöld, eftirlits-
aðilar og dómstólar, viðurkenna með
beinum eða óbeinum hætti grundvall-
arbreytingar á lögskýringum, venj-
um og siðum, sem leiðir til upplaunar
í samfélagi.
Viðurkenning á grundvallarbreyt-
ingum getur orðið á ýmsa vegu:
-·Með því að stofnanir beinlínis
hafna gömlum og viðteknum gildum
og venjum.
- Með því að stofnanir samfélags-
ins niðurlægja og þagga niður í þeim
sem telja að nýir siðir og venjur leiði
til óæskilegrar hegðunar með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum fyrir heild-
ina.
- Með því að stofnanir viðurkenna
nýjar og framandi skýringar á hegð-
un án þess að horfa til enda á hugs-
anlegar afleiðingar.
- Með því að stofnanir hafast ekk-
ert að þegar skapandi lögskýringar
og reikningsskil birtast í samskiptum
eininga og einstaklinga í samfélaginu.
Durkheim taldi að græðgi væri
engum líffræðilegum takmörkunum
háð. Auðsöfnun í formi bankainni-
stæðna er tiltölulega lítil takmörk
sett vegna rýmis og vörslu. Því taldi
Durkheim nauðsynlegt að setja fjár-
málakerfinu reglur, svo fjármála-
kerfið kollvarpi ekki öðrum þáttum
samfélagsins.
Fjármálamarkaðurinn lýtur sér-
stökum lögmálum. Það er í raun við-
urkennt með því að löggjafinn hefur
með lagasetningu sett ítarlegri leik-
reglur á fjármálamarkaði en í við-
skiptalífinu almennt. Um rekstur
fjármálafyrirtækja gildir mjög
ströng löggjöf. Hún hefur þróast í
takt við starfsemi á markaðnum og
tekur mið af reynslu og þörf. Hún
tekur þannig einkum til hins viðtekna
og þekkta, en nær síður til nýjunga. Í
þeim efnum verður samfélagið að
reiða sig á að fagmennsku, ábyrgð og
varfærni ríki í rekstrinum.
Ein birtingarmynd siðrofs er skap-
andi lögskýring. Með skapandi lög-
skýringu varðandi löggjöf á fjár-
málamarkaði er átt við að reglur séu
túlkaðar að þörfum fjármálafyr-
irtækis. Það kann að vera til að auka
á umsvif og arðsemi þess en kann
jafnframt að auka áhættu í rekstri
þess.
Önnur birtingarmynd siðrofs er
skapandi reikningsskil. Með skap-
andi reikningsskilum er átt við að
reikningsskil séu gerð í þeim tilgangi
og markmiðum, sem stjórnendur
ætla sér fremur en að fylgt sé lögum
og góðri reikningsskilavenju.
Í reikningsskilum íslenskra fjár-
málastofnana á árunum fyrir hrun
var t.d. horft framhjá eðli útlána, en
einblínt á formið, þar sem tryggingar
voru hlutabréf í stofnununum sjálf-
um. Þannig var eigið fé þeirra ofmet-
ið, svo og útlán þar sem tryggingar
voru hlutabréf eða stofnfjárbréf í öðr-
um fjármálastofnunum. Lán til eign-
arhaldsfélaga með undirliggjandi
eign (veð) í hlutabréfum í bönkum
eru víkjandi lán til viðkomandi banka.
Við veðkall verður til eftirstæð krafa í
hið undirliggjandi félag. Þá verður
virk 85. gr. laga um fjármálafyr-
irtæki, þ.e. að útlán með veði í eigin
hlutabréfum krefjast 100% eiginfjár-
bindingar. Þannig byggðist upp kerf-
isáhætta í fjármálakerfinu sem ekki
varð lesin í reikningsskilum bank-
anna. Með kerfisáhættu er átt við að
einn einstakur atburður geti leitt til
keðjuverkandi áhrifa á allt fjár-
málakerfið, sem að lokum leiðir til
þess að fjármálakerfið verður fyrir
áfalli og jafnvel hrynur.
Viðskipti með hlutabréf
Eimskipafélagsins og fleiri
félaga í september 2003
Viðskipti með hlutabréf hinn 18.
september 2003 og viðbrögð eftirlits-
stofnana við þeim fellur mjög vel að
hugtakinu siðrof. Það varð siðrof í ís-
lensku viðskipalífi á árunum 1998-
2003. Landsbanki Íslands hf. hafði
enga heimild til yfirtöku á Hf. Eim-
skipafélagi Íslands og undirliggjandi
félögum í samstarfi við Íslandsbanka.
Bankarnir unnu saman að því að
skipta sín á milli íslensku atvinnulífi.
Um stofnanalegt siðrof (e. In-
stitutional Anomie) var að ræða, þar
sem eftirlitsstofnanir brugðust
skyldu sinni. Þær féllust á skapandi
lögskýringu við túlkun á lögum um
fjármálafyrirtæki varðandi þrönga
heimild til yfirtöku á rekstri við-
skiptavinar til fullnustu krafna fjár-
málafyrirtækisins. Sú skýring var
notuð af gerendum að þetta væri
nauðsynlegt til að rjúfa kyrrstöðu og
framtaksleysi eigenda lykilfyrirtækja
landsmanna. Þá voru reglur um eigið
fé fjármálafyrirtækja túlkaðar mjög
að óskum þeirra þar sem horft var
framhjá eðli lánveitinga.
Í kjölfarið fylgdi markaðsmisnotk-
un með hlutabréf í bönkunum, þar
sem markmiðið var að „tjakka upp“
verð á hlutabréfum bankanna. Að
lokum hrundi bankakerfið í október
2008. Bankahrunið á rætur í því sem
gerðist fyrir árið 2003 en það ár varð
augljóst þegar bankarnir brutu upp
íslensk fyrirtæki. Allir viðskipta-
bankarnir tóku þátt í þessu og svo
vitnað sé í Durkheim, þá var þetta
nánast eins og sjálfsvíg bankakerf-
isins þar sem siðrofið gerði alla með-
virka og eftirlitsstofnanir brugðust.
SPRON tók sparisjóðina með sér í
sínu Harakiri. Þannig dó bankakerfið
með afleiðingum sem þjóðin er enn að
kljást við.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Þannig er siðrof hug-
tak sem vísar til
upplausnar samfélags
þar sem samheldni og
hefðbundið skipulag,
sérstaklega það sem
tengist viðmiðum og
gildum hefur veikst og
við tekur lögleysa.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er þingmaður.
Um siðrof og dæmi um það á Íslandi
Höfundur segir að myndin sýni samfélag þar sem fjármálakerfi hefur farið
úr böndum og siðrof er á næsta leyti.
Fjármála
kerfið
Félagslegar
stofnanir Alþingi
Framkvæmda-
valdið
Fjölskyldan Dómstólar