Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 VINNINGASKRÁ 47. útdráttur 26. mars 2015 96 7481 18245 25685 35074 47935 60510 72229 216 7630 18695 25732 36328 48233 61158 72707 685 7842 19168 25749 36562 48304 61437 72726 908 7849 19322 25986 36920 48930 61518 72817 1001 7905 19438 26391 37554 49026 61688 72938 1281 7960 19865 26481 38173 49152 61795 72965 1450 8086 19948 26633 38572 49872 62210 73130 1568 8203 20056 27104 38599 50169 62865 73152 1828 8769 20143 27187 40158 50347 63262 73761 1844 8957 20750 27928 40159 50348 63592 74088 1930 9133 20930 27954 40236 50510 63638 74154 2211 9314 21256 28074 40305 51967 64008 74554 2708 9830 21268 28525 40448 52515 64100 74985 2742 10595 21456 28840 40636 52930 64281 74989 3004 11297 21530 28877 40639 53384 64329 75036 3379 11358 21920 29667 40678 53475 64602 75125 3826 12349 22173 29728 40742 53737 64813 76096 3924 13252 22260 29753 40779 55227 65069 76104 4830 13477 22276 30188 42330 56184 65133 76308 5026 14178 22615 30387 42987 56256 65331 77108 5067 14212 22638 30648 43719 56498 66214 77185 5569 14297 22757 30811 43890 56981 66378 78018 5610 14774 23837 31685 44020 57596 66941 78608 5664 15748 23977 32217 44474 57684 68259 78859 5958 15825 24347 32813 44577 57854 68463 79381 6085 15934 24543 32967 44619 58530 68857 79422 6276 16014 24977 33340 44830 58648 68882 6331 16269 25048 33404 44930 60090 70969 6534 16864 25257 33870 45224 60126 71547 7239 17222 25305 34186 45426 60155 71724 7304 17635 25488 34439 45450 60169 71741 7449 18165 25582 34545 47319 60336 72192 38 7589 22857 33363 42853 53093 64718 73133 445 8772 22934 34413 43540 54253 65726 74511 477 10450 23636 34821 45870 54513 66195 76034 881 10527 24274 35760 46646 55215 68588 76432 916 12408 25058 39081 46673 55360 69440 76769 927 12670 25429 39635 46896 56509 70131 78563 1062 13962 26059 39733 47719 57238 70809 78668 1918 16552 27574 40233 48069 59277 70910 78773 3859 18575 28114 40524 48998 59536 71321 79515 4340 18617 29180 40714 49690 60031 71966 6281 19374 29898 41050 50329 60702 72429 6884 20814 32724 42280 51572 61056 72830 7105 22787 32890 42441 51674 63348 73039 Næsti útdráttur fer fram 1. apríl 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 10230 20170 34034 36585 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 415 18757 24473 42080 55420 66459 978 20556 27544 52403 55861 67221 3254 21478 35873 55090 58766 72787 5128 22311 38622 55355 65633 75884 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 3 7 9 4 Hjólasöfnun Barna- heilla er hafin í fjórða sinn. Söfnunin stendur til 30. apríl. Hjólin eru ætluð börnum sem eiga ekki kost á að kaupa sér reiðhjól. Kíkið endilega í geymsluna hjá ykkur og athugið hvort þar leynist hjól í nothæfu ástandi. Vesturbæingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Frábært framtak Hjólreiðar Fátt er meira hressandi en fara út að hjóla. Eins og fram kom í Morgunblaðinu 12., 13. og 14. mars sl., hefur undirritaður um þriggja ára skeið átt í deilum við fyrirbæri það í íslenskri stjórn- sýslu sem nefnist end- urskoðendaráð en því mun m.a. ætlað að hafa eftirlit með störf- um endurskoðenda. Ágreiningurinn hefur fyrst og fremst snúist um, hvort reglur um alþjóðlega endurskoðunarstaðla hafi verið löglega innleiddar og séu í gildi á Íslandi. Ég tel að svo sé alls ekki, eins og fram hefur komið og er beðið úrskurðar ráð- herra í málinu. En það eru fleiri atriði í tengslum við endurskoðendaráð sem ástæða er til að fjalla um og ekki voru nefnd í fyrrnefndri um- fjöllun Mbl., meðal annars skipan ráðsins. Skv. 14. gr. laga nr. 79/ 2008 um endurskoðendur skulu í ráðinu sitja fimm manns. Tveir eru skipaðir beint af ráðherra, tveir eru tilnefndir af FLE og einn af Viðskiptaráði. Hið mikla vald (sjá einnig niðurlag þessarar greinar), sem ráðinu er fært í hendur varð- andi „örlög“ endurskoðenda í fagi sínu, er þess eðlis að mínu mati, að engan veginn dugar hreint sakavottorð – krefjast verður þess að þeir einstaklingar, sem ráðið skipa hverju sinni, hafi þann bak- grunn að skapi skilyrðislaust traust á þeim ákvörðunum sem þeir þurfa að taka. Á þessu eru og hafa verið verulegir meinbugir í þeim tveimur ráðum sem starfað hafa, eins og nú skal skýrt nánar. Engin athugasemd er gerð við þá aðila sem ráðherra hefur skipað. Þegar kemur að þeim aðilum sem Félag löggiltra end- urskoðenda hefur skipað, gegnir öðru mál. Óhæði er vin- sælt hugtak meðal endurskoðenda í dag og mikið úr því gert. M.a. fjallar heill kafli í lögum um endurskoðendur, nr. VI, um óhæði „bæði í reynd og ásýnd“ gagnvart viðskiptavinum. Erfitt er að gera sér í hugarlund, að annað eigi við þegar þeir þurfa, sem nefndarmenn í endurskoð- endaráði, að taka afdrifaríkar ákvarðanir sem varða starfs- bræður, sem jafnframt eru í sam- keppni við þá á verkefnamark- aðnum. Slíkt á svo sannarlega við í minni „glímu“ við ráðið og mér er gjörsamlega óskiljanlegt, hvernig starfsbræður mínir og keppinautar í faginu hafa getað staðið að þeim „aftökutilraunum“ sem að mér snúa, væntanlega með óhæðið sof- andi í aftursætinu og hugsanlega samkeppniseftirlitið líka. Nefndi einhver hugtakið „vanhæfni“? Ekki tekur betra við þegar skoðuð er skipan Viðskiptaráðs á sínum fulltrúa í ráðið. Til setunnar er sóttur einstaklingur, nánast inn á gafl í stjórn og varastjórn ákveð- inna „hrunfyrirtækja“ sem ollu m.a. fjölda einstaklinga gríðarlegu tjóni. Sá hinn sami fulltrúi er jafn- framt fyrrverandi hluthafi í einu af stærstu endurskoðunarfyr- irtækjum landsins. Með þennan bakgrunn telur viðkomandi sig vera, væntanlega með siðferðileg- an geislabaug yfir höfðinu, í stöðu til að standa að fyrrnefndri atlögu að manni með 40 ára flekklausan feril að baki! Væri nú ekki ráðlegt að taka inn í myndina eitthvað sem kalla mætti siðferðilegan bak- grunn? Í viðtali við Mbl. 14. mars sl. lýsti viðskiptaráðherra því yfir, að til stæði að endurskoða lög um endurskoðendur í heild, „vonandi strax í haust“. Ég bind vonir við að í þeirri endurskoðun verði bet- ur hugað að ofangreindum atriðum og þeim bakgrunni, sem vænt- anlegir endurskoðendaráðsmenn hafa, verði þeir áfram „part af programmet“ eftir endurskoðun laganna. Að endingu vil ég vekja sérstaka athygli á 1. ml. 18. gr. laganna um endurskoðendur þar sem er að finna eftirfarandi ákvæði sem hljóðar svo: „Ákvarðanir endur- skoðendaráðs sæta ekki stjórn- sýslukæru.“ Mér er spurn, hvers vegna í ósköpunum ekki og hvað liggur að baki slíku vernd- arákvæði? Ástæða þessa ákvæðis er mér og fleirum óskiljanleg. Spyr sá sem ekki veit. Um skipan endur- skoðendaráðs Eftir Guðmund Jóelsson » „…krefjast verður þess að þeir ein- staklingar ..., hafi þann bakgrunn að skapi skil- yrðislaust traust á þeim ákvörðunum sem þeir þurfa að taka“. Guðmundur Jóelsson Höfundur er löggiltur endurskoðandi í 40 ár. Í umfjöllun um SORPU í Morg- unblaðinu miðviku- daginn 25. mars sl. var ósmekklega vegið að stjórn og starfs- mönnum fyrirtæk- isins og þeir sakaðir um að beita blekk- ingum í aðdraganda byggingar fyrirhug- aðrar gas- og jarð- gerðarstöðvar í Álfsnesi. Undirrit- uðum var ekki gefinn kostur á að svara alvarlegum ávirðingum Her- hof Canada Technik (HTC) þegar blaðamaður ræddi við hann í tengslum við umfjöllun blaðsins. Að auki má gagnrýna villandi fyrirsagnir frétta á forsíðu blaðs- ins og einnig á innsíðu. Þar var því haldið fram að „ólöglegur samningur“ hefði verið í gildi á milli SORPU og danska félagsins Aikan. Enginn samningur hefur verið undirritaður á milli þessara aðila þótt vissulega hafi verið uppi áform um slíkt. Það mikilvægasta vantaði SORPA sendi því í kjölfarið frá sér yfirlýsingu sem Morgunblaðið gerði skil þann 26. mars sl. en því miður aðeins að hluta. Mikilvæg- asta hluta yfirlýsingarinnar vant- aði í þá umfjöllun. Þar var að finna viðbrögð SORPU vegna að- dróttana um óheilindi í garð HTC og því jafnframt velt upp hvernig það mætti vera að trúnaðar- upplýsingar, sem fóru á milli þess- ara aðila, væru nú komnar í hend- ur þriðja aðila án þess að hann hefði átt neina augljósa að- komu að málinu á sín- um tíma. Að Met- anorka ehf. sé umboðsaðili fyrir HTC hér á landi eru algerlega nýjar upp- lýsingar fyrir und- irritaðan. Fundað að frumkvæði HTC Rétt er að halda því til haga að það var alfarið að frumkvæði og ósk HTC og ís- lensk/bandarísks samstarfsaðila þeirra, Samstarf Ltd., að SORPA átti nokkra fundi með HTC. Þar var fulltrúum fyrirtækisins gefið tækifæri til að kynna þá tækni sem það hefur upp á að bjóða. Aðferð HTC er gerólík þeirri sem SORPA lagði til grundvallar fyrirhuguðum áformum um bygg- ingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Allar ákvarðanir eigenda SORPU þar að lútandi, sem og ákvörðun stjórnar SORPU um að semja við Aikan, voru kynntar þessum aðilum. SORPA hafði hins vegar hug á að kynnast tækninni betur, ef í ljós kæmi að hún hent- aði í einhverjum af þeim verk- efnum sem SORPA stendur frammi fyrir að leysa. Kynnisferð starfsmanns og ráðgjafa SORPU Til að kynna sér tæknina enn frekar fóru yfirverkfræðingur SORPU og fulltrúi ráðgjafa í tveggja daga ferð til Þýskalands til að skoða með eigin augum verksmiðju sem notaði tækni HTC. Ekki var um boðsferð að ræða heldur greiddi SORPA flug og uppihald þessara aðila. Í um- ræddri ferð starfsmanns SORPU og ráðgjafa greiddi HTC kvöld- verði en SORPA hádegisverð – slíkt er fullkomlega eðlilegt í sið- uðum samskiptum milli fyrirtækja. Það væri hins vegar óeðlilegt ef einhverjir samningar hefðu orðið til á grundvelli slíkra við- skiptakvöldverða. Sú ákvörðun HTC að halda til funda um víða veröld vegna við- skiptahugmyndar, sem fyrirtæk- inu var fullljóst að gengi aldrei upp, er SORPU með öllu óviðkom- andi. Allri gagnrýni mr. Hole á hendur starfsmönnum og stjórn SORPU er því alfarið vísað á bug sem ósannindum. Það er svo hins vegar sjálfstætt athugunarefni hvernig Metanorka ehf. komst yfir trúnaðarupplýs- ingar á milli SORPU og HTC án þess að eiga augljósa aðkomu að málinu á sínum tíma. Ósannindi og ósmekklegar aðdróttanir í garð SORPU Eftir Björn H. Halldórsson » Það er svo hins veg- ar sjálfstætt athug- unarefni hvernig Met- anorka ehf. komst yfir trúnaðarupplýsingar … án þess að eiga augljósa aðkomu að málinu … Björn H. Halldórsson Höfundur er framkvæmdastjóri SORPU bs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.