Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 ✝ Sigríður Kjart-ansdóttir (Stella) var fædd í Eyvindarholti und- ir Eyjafjöllum 14. október 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Kjartan Ólafsson, bóndi í Eyvindarholti, f. 17.2. 1898, d. 31.10. 1982, og kona hans Guð- björg Jónsdóttir, húsfreyja frá Ysta Skála, f. 10.1. 1900, d. 11.6. 1989. Systkini Sigríðar voru Jón, f. 13.9. 1924, d. 23.5. 2001, og Ólafur Kjartansson, f. 25.4. 1926, d. 10.11. 2004, bændur í Eyvindarholti. Stella giftist Garðari Sveinbjarnarsyni frá Ysta Skála undir Eyjafjöllum, f. 14.5. 1925, hinn 1. október 1954. Foreldrar Garðars voru Sveinbjörn Jóns- son bóndi á Ysta Skála, f. 14.1. 1882, d. 13.7. 1971, og kona hans Sigríður Anna Einarsdóttir hús- freyja frá Varmahlíð, f. 29.7. 1895, d. 20.11. 1943. Börn Garð- ars og Stellu eru 1) Kjartan, f.13.5. 1955, sambýliskona Ant- onía Guðjónsdóttir, f. 25.5. 1955, Klara Hlín, f. 25.11. 2010 og Dagur Kári, f. 10.4. 2013 4) Guð- rún Þóra, f. 21.8. 1962, sambýlis- maður Sigurjón Ársælsson, f. 24.1. 1959. Sonur Guðrúnar og Sveins Víkings Grímssonar er a) Þórarinn Víkingur, f. 20.10. 1991. Sonur Sigurjóns er Ás- geir, f. 28.11. 1984 unnusta Frida Mårtensson, f. 20.5. 1989. 5) Sigríður, f.17.10. 1965, maður hennar er Stefán Þór Pálsson, f. 15.7. 1966, synir þeirra eru a) Eyþór Páll, f.8.5. 1998 og Hilm- ar, f. 9.2. 2004. Stella ólst upp í Eyvindarholti með fjölskyldu sinni. Hún gekk í barnaskóla sveitarinnar og stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Laugarvatni veturinn 1948-49. Hún vann ýmis störf, þar á meðal í sláturhúsi, frysti- húsi, á hóteli og aðstoðaði for- eldra sína við búskapinn. Stella hóf búskap með Garðari manni sínum árið 1954 að Strönd á Rangárvöllum þar sem Garðar var skólastjóri. Árið 1958 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Árið 1967 settu Stella og Garðar á stofn verslun og unnu bæði við versl- unina í 26 ár. Eftir að Stella og Garðar hættu störfum nutu þau lífsins saman. Þau dvöldu lang- dvölum á sumrin í sveitinni fögru undir Eyjafjöllum. Stella var mikil garðyrkju- og hann- yrðakona. Útför Sigríðar fer fram í dag, 27. mars 2015, frá Grafarvogs- kirkju og hefst athöfnin kl. 13. synir þeirra eru a) Garðar, f. 7.6. 1987, b) Eysteinn, f. 18.6. 1989, unnusta Tania Sofia Abranja f. 7.11. 1989, barn þeirra er Emma f. 2.3. 2015 og c) Kári, f. 21.5. 1994, fyrir á Antonía soninn Guðjón Berg Jak- obsson, f. 1.9. 1977 kona Blythe Pálsdóttir f. 12.4. 1984, börn Anton Snær, f. 25.3. 2002 og Lúkas Páll, f. 7.2. 2014. 2) Guðbjörg, f.12.5. 1956, maður Stefán Laxdal Aðalsteinsson, f. 23.10. 1959, börn þeirra eru a) Kristjana Björk, f.18.1. 1981, maður Agnar Tr. Lemacks f. 24.8. 1975, börn þeirra eru Alex- ander, f. og d. 28.8. 2009 og Júl- íana Elsa, f. 13.10. 2012, b) Garðar, f.15.7. 1984, kona Magdalena Sigurðardóttir, f. 26.4. 1985, barn þeirra er Guð- björg Lóa, f. 8.3. 2010 og c) Að- alsteinn, f. 3.2. 1990, 3) Anna Birna, f. 8.6. 1959, maður Jón Ingvar Sveinbjörnsson, f. 4.1. 1956, sonur Sveinbjörn, f. 28.10. 1981 kona er Hafdís Ósk Péturs- dóttir, f. 1.3. 1981, börn þeirra eru Sævar Daði, f. 29.4. 2007, Elsku mamma, það er sárt að kveðja þig. Þú varst svo mikil vinkona og góð við okkur. Hug- urinn leitar til allra góðu stund- anna með þér og pabba. Þegar sonur minn var lítill fórum við iðulega saman í ferðalög á sumr- in. Ótrúlega oft var sól og hiti og landið skartaði sínu fegursta. Þér fannst best ferðin í Lax- árdalinn, það var mikið ævin- týri. Minningin að vera við Dettifoss í steikjandi hita er stórkostleg. Og eins þú, komin yfir sjötugt, að klifra yfir girð- ingar og hoppa yfir læki eitt sinn þegar við vorum að „stytta“ okkur leið. Þegar þið bjugguð í Vestur- berginu var sundlaugin mikið heimsótt. Við að svamla í sundi og þú í heita pottinum, það gátu fáir verið eins lengi ofan í og þú. Sveitin þín var undir Eyja- fjöllunum. Eftir að þið pabbi hættuð að vinna þá unduð þið ykkur vel þar. Eins höfðuð þið gaman af að dansa og spila með eldri borgurum. Þú hafðir yndi af gróðri og allt dafnaði vel und- ir þinni umsjón. Eftir að þú misstir heilsuna og varst í hjóla- stól, gat fátt stoppað þig að fara niður í blómagarð – ef enginn kom strax til að hjálpa þér fórstu bara sjálf og við syst- urnar iðulega hlaupandi gólandi á eftir þér. Einhvern veginn gleymdi maður veikindum þín- um því þú barst þau svo vel og kvartaðir ekki. Þú prjónaðir mikið á vini og vandamenn og við erum vel birg af peysum og teppum eftir þig. Þér fannst gaman að spila á spil og tefla og fara í myllu og varst ansi glúrin. Mikið erum við búin að spila saman þú, ég og pabbi og oft í miklum æsingi. Það er gott að geta notið þess smáa í dagsins amstri og það gast þú svo sannarlega. Takk fyrir allt, mamma mín. Hvíl í friði. Guðrún Þóra Garðarsdóttir. Í dag kveð ég mína elskulegu tengdamóður, Stellu. Við áttum ánægjulega samleið í tæplega 35 ár. Samband konu minnar og Stellu var sterkt og kært. Þær voru mjög nánar og það leið varla sá dagur að þær heyrðust ekki eða sáust, jafnvel þó fjöll og höf skildu að. Hún var því stór þáttur í mínu daglega lífi og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Stella var mikill öðlingur og hafði góða nærveru. Hún var einlæg, hrein og bein og hlý í viðkynningu. Hún lagði mikinn metnað í að koma börnum sín- um á legg og henni var umhug- að um að þau gengju mennta- veginn. Hún var mikil hannyrðakona og meðal annars prjónaði hún á alla fjölskylduna hlýjar flíkur og heklaði teppi. Hún var ágætur kokkur og frá- bær bakari og má nefna hinar óviðjafnanlegu flatkökur og ekki voru kleinurnar síðri. Hún var með „græna fingur“ og hafði mikla unun af að sýsla við plöntur. Ekki var verra ef þær gáfu af sér nýtanlega afurð sem hægt var að nota til matar- gerðar. Hún var einnig mikil barnagæla og dýravinur. Börnin mín og barnabörn sem og hund- urinn Sámur voru alltaf kát með að fara í heimsókn til afa og ömmu. Stella á ættir að rekja til Eyjafjalla og var sveitin henni afar kær. Þar áttu tengdafor- eldrar mínir athvarf í Eyvind- arholti hjá foreldrum Stellu og bræðum hennar. Þrátt fyrir langan og strangan vinnudag hér í bænum þá var alltaf þegar tækifæri gafst haldið austur fyr- ir fjall og tekist á við verkefni búsins. Oft fórum við fjölskyld- an með og voru það ómetanleg- ar samverustundir. Eftir að þau hættu störfum má segja að sveitin hafi verið þeirra annað heimili. Þar undu þau sér við ræktun plantna og önnur bú- störf. Í desember 2004 fór Stella að kenna sér meins í mjöðm. Í fyrstu var talið að mjaðmalið- urinn væri orðinn það slitinn að nauðsynlegt væri að endurnýja hann. Því miður kom í ljós, við nánari greiningu, að krabba- mein hafði tekið sér bólfestu í líkama hennar og dreifði það sér hratt. Þá tók við erfið þrauta- ganga og barátta við þann ill- kynja sjúkdóm. Á tímabili var henni ekki hugað líf. Hún var hins vegar mikil baráttumann- eskja og með hjálp góðra fag- aðila og miklum stuðningi frá fjölskyldunni þá tókst henni að hægja á framgangi krabba- meinsins. Hún vann þessa lotu og við fengum því að eiga tíu góð ár saman. Eftir veikindin var hún með skerta hreyfigetu, því varð hún háð hjólastól. Þrátt fyrir þessi skertu lífsgæði þá naut Stella lífsins eins og kostur var. Nú gafst meiri tími til að spila og lesa og það þótti spila- fíflinu mér ekki leiðinlegt enda var gaman að taka slag við keppnismanneskjuna Stellu. Upp úr áramótum minnti krabb- inn á sig á ný og ljóst var fljót- lega hvert stefndi. Þó að hún væri augljóslega kvalin þá var Stella vakin og sofin yfir velferð barna sinna, tengdabarna og barnabarna og var sátt við sitt dagsverk. Að morgni 13. mars kvaddi hún þennan heim, um- vafin börnum sínum og sínum ástkæra eiginmanni. Þrátt fyrir slæmt veður þennan morgun náðu sólargeislarnir að brjóta sér leið í gegnum skýin og baða herbergið birtu. Takk fyrir allt, Stella mín. Stefán Laxdal. Það er sárt en á sama tíma hugljúft að skrifa þessi orð um ömmu, sem var okkur svo náin. Fyrir um 30 árum bjuggum við fjölskyldan hjá ömmu og afa í tvö ár. Þau voru partur af okk- ar daglega lífi og kynntumst við þeim vel. Þetta var þegar þau áttu heima í Breiðholtinu og heimilið þeirra var ávallt hlý- legt. Amma hafði yndi af hann- yrðum og prjónaði mikið. Hún sá til þess að öll fjölskyldan væri í góðum ullarfötum. Hún lét sér ekki nægja að hlýja okkur að utan, heldur líka að innan með einstaklega góðri nærveru sinni. Amma þurfti ekki að segja mörg orð, hún þurfti ekki sífellt að segja að henni þætti vænt um okkur. Hún var alltaf til staðar, alltaf til í að hlusta, spjalla og heyra skoðanir okkar. Ömmu okkar fannst fátt skemmtilegra en að spila á spil. Það var alltaf spilað mikið á heimili hennar og þeirri hefð hélt hún við með okkur barna- börnunum. Hún var sérstaklega slungin í skák, þar leyfði hún okkur stundum að vinna, en oft- ast ekki. Hún hefði eflaust getað átt farsæla atvinnumennsku í þeirri íþrótt, hefði hún lagt hana fyrir sig. Okkur leið alltaf vel hjá ömmu, hvort sem það var í Breiðholtinu eða undir Eyjafjöll- um í landinu þeirra. Við fundum alltaf upp á einhverju skemmti- legu að gera með ömmu, má þar nefna kleinu-, pönnuköku- og flatkökubakstur og oft var skot- ist í Breiðholtslaug þar sem amma gat lengst allra verið ofan í heitu pottunum. Það var mikið leikið í ævintýralega garðinum hennar ömmu, en hún hafði sér- stakan áhuga á garðyrkju. Und- ir Eyjafjöllum kunni amma vel við sig og bauð hún okkur oft að slást með í för austur á fjöl- skyldubýlið Eyvindarholt eða á Brú, sumarhús þeirra afa og ömmu. Þar er auðséð hversu mikil garðyrkjukona hún amma var og stendur þar í dag ynd- islega fallegur trjálundur eftir hana sem mun halda áfram að gleðja okkur afkomendur henn- ar, færa okkur samverustundir og geyma fallegar minningar um ömmu okkar. Eftir að amma greindist með krabbamein fyrir tíu árum breyttist margt. Hún varð afar veik og var vart hugað líf, en baráttuandinn var mikill og vegna hans fengum við tíu ynd- isleg ár til viðbótar með henni. Á þessum tíma eignaðist hún langömmubörnin sín. Þegar fyrsta langömmubarnið, Alex- ander, fæddist andvana reyndist amma Kristjönu einstaklega vel og var alltaf til halds og trausts í þeirri sorg. Fljótlega bættust við tveir fjörkálfar, þær Guð- björg Lóa Garðarsdóttir og Júlíana Elsa Lemacks. Að sjá ömmu með langömmubörnunum var dýrmætt. Hún elskaði þessa nýju fjölskyldumeðlimi og þær nutu góðs af hennar félagsskap, að ekki sé minnst á prjónaskap- inn. Það var alltaf gaman að heyra ömmu tala um uppvaxt- arárin. Skemmtilegast var að sjá hvernig hún yngdist upp meðan á frásögninni stóð þar sem hún rifjaði upp fallegar minningar um lífið í sveitinni með fólkinu sínu í Eyvindar- holti. Elsku amma. Við vitum að þú ert núna á þessum stað og sjáum þig þar fyrir okkur með ástvinum þínum sem ekki eru meðal okkar í dag. Takk fyrir að hafa verið til staðar, við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Blessuð sé minning þín. Kristjana Björk Stef- ánsdóttir, Garðar Stef- ánsson og Aðalsteinn Stefánsson. Sigríður Kjartansdóttir HINSTA KVEÐJA Það gisti óður minn eyðiskóg er ófætt vor bjó í kvistum, með morgunsvala á sólardyr leið svefninn ylfrjór og góður. (Snorri Hjartarson) Um leið og við kveðjum móður okkar minnumst við hennar með hlýju og kæru þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Blessuð sé minning hennar. Kjartan (Daddi), Guð- björg (Dídí), Anna Birna, Guðrún Þóra, Sigríður (Sirrý). upp í honum vélina og þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að bíllinn bilaði á löngum ferðalög- um. Fyrirhyggjusemi og reglu- festa var sterkur þáttur í per- sónuleika Ófeigs. Margar góðar minningar lifa þó að vinur kveðji og sómamaðurinn Ófeigur á all- ar mínar bestu þakkir fyrir góð kynni sem aldrei bar skugga á í okkar samskiptum. Á góðum vinnustað hjá HÍ kynntist ég mörgu góðu fólki og Ófeigur var einn þeirra sem ég er Guði þakklátur fyrir að hafa kynnst þar við störf. Við konan mín vottum eftirlif- andi eiginkonu Ófeigs, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilega samúð og biðjum þeim Guðs friðar. Ársæll Þórðarson. Mig langar að minnast Ófeigs Péturssonar með nokkrum orð- um, eiginmanns Svönu frænku minnar en hann féll frá 16. mars s.l. Ég kynntist þessum ljúfa og elskulega manni sem barn. Ég man fyrst eftir Ófeigi þegar hann kom og heilsaði upp á mig í fylgd pabba þegar ég lá á barna- spítalanum þá sjö ára gömul. Eftir það kom hann nokkuð reglulega og sótti mig í sunnu- dagsmat til fjölskyldunnar. Ófeigur var hæglátur maður, glaðsinna og greiðvikinn. Þau frænka mín höfðu gaman af að ferðast og fóru í marga leiðangra hér innanlands sem og erlendis. Þegar þau voru á ferðinni framhjá Djúpavogi á leið í ferj- una eða hringinn var alltaf stoppað heima hjá foreldrum mínum en þau tóku það ekki í mál að gista. Alltaf vildu þau sofa í litla ferðabílnum sínum einhverstað- ar í skjóli við klett. Þegar komið var heim úr ferðinni fékk ég að heyra ferðasöguna í máli og myndum við eldhúsborðið. Þeg- ar ég fór í ferðalög vildi Ófeigur alltaf skutla mér á flugvöllinn og sækja. Hann vildi líka alltaf að ég kæmi með bílinn til þeirra svo hann væri öruggur í heimkeyrsl- unni hjá þeim á meðan ég væri í burtu og það brást ekki þegar ég tók bílinn aftur var Ófeigur búin að þvo hann og bóna. Ófáar ferðirnar keyrði Ófeig- ur heim til mín til að líta eftir íbúðinni ásamt Svönu sem vökv- aði blómin í leiðinni. Alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálpar- hönd ef til hans var leitað. Hvort sem eitthvað bilaði, þurfti að flytja eitthvað eða laga rafmagn. Allt gerði hann með glöðu geði. Ég brosi þegar ég minnist þess þegar ég komst að því að Ófeigi þætti hákarl góður eins og mér. Ekki deildi frænka mín þeim matarsmekk með okkur. Eftir það gaf ég honum krukku með hákarlsbitum í og hann tók glaður við henni. Hann var fljót- ur að koma krukkunni undan og laumaði henni ofan í frysti- kistuna í bílskúrnum. Svo bað hann mig um að vera ekkert að minnast á hákarlinn þegar Svana heyrði til. Ef frænka mín hefur furðað sig á því hve oft Ófeigur átti erindi út í bílskúr á þessum tíma veit hún ástæðuna núna. Elsku Svana frænka, þú varst lánsöm að hafa eignast svona góðan mann sem Ófeigur Pétursson var. Þín sorg er mikil. Ég sendi þér og fjölskyldunni allri mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Sigurbjörg. HINSTA KVEÐJA Elsku Ófeigur. Það er ljúft að horfa til baka og minnast allra góðu samverustundanna okkar, gleðinnar sem við nutum og kærleikans. Takk fyrir árin 65 sem ég fékk að eiga með þér. Ég sakna þín. Guð blessi þig. Þín, Svana. Um leið og ég minnist Diddu vin- konu minnar vil ég þakka henni áralöng kynni og þakka almættinu fyrir að hafa fengið að vera henni samferða í gegnum árin. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta Einara Sigurbjörg Einarsdóttir ✝ Einara Sig-urbjörg Einarsdóttir fædd- ist 1. október 1943. Hún lést 22. febr- úar 2015. Útför Einöru fór fram frá Neskirkju 3. mars 2015. þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Fjölskyldu Diddu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Þórey Þórðardóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, virðingu og hlýhug við fráfall ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARNFRÍÐAR LEÓSDÓTTUR á Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Höfða fyrir alúðarfulla aðstoð við hana og umönnun, sem og læknum og hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsi Akraness. . Steinunn Jóhannesdóttir, Einar Karl Haraldsson, Leó Jóhannesson, Sólveig Reynisdóttir, Hallbera Fríður Jóhannesdóttir, Gísli Gíslason, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær faðir okkar og afi, JÓNAS BJÖRNSSON, Núpasíðu 4g, Akureyri, lést mánudaginn 16. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Börn og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.