Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Aðalfundur Regins hf.
verður haldinn 21. apríl 2015
REGINN HF. HAGASMÁRA 1
201 KÓPAVOGUR
SÍMI 512 8900
REGINN.IS
Stjórn Regins hf. boðar til aðalfundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi,
í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 21. apríl 2015 og hefst stundvíslega kl. 16:00.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 15. gr. samþykkta félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður
fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á
næstliðnu reikningsári.
4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar.
5. Ákvörðun um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum.
6. Tillaga stjórnar til breytinga á samþykktum, ef einhverjar hafa borist.
7. Kosning félagsstjórnar.
8. Kosning endurskoðanda.
9. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil.
10. Önnur mál.
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram
skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart
félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins,
hvort heldur sem fyrr er.
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum, ef hann gerir skriflega kröfu
um það til stjórnar áður en tvær vikur eru til aðalfundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin
til meðferðar á fundinum vísast til samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess,
www.reginn.is/fjarfestar.
Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundar-
manna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa
skal um. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Nánari upplýsingar um
réttindi hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins.
Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með
minnst fimm sólarhringa fyrirvara fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 16. apríl 2015.
Framboðum skal skila á skrifstofu Regins hf. í Smáralind, 3. hæð, Hagasmára 1, Kópavogi. Upplýsingar um
frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann
sbr. 14. gr. samþykkta félagsins.
Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á heimasíðu félagsins, www.reginn.is/fjarfestar. Einnig eru
skjölin hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Smáralind, 3. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi. Endanleg
dagskrá og tillögur verða birtar tveimur vikum fyrir aðalfund.
Önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardegi.
Kópavogur, 27. mars 2015
Stjórn Regins hf.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Ætli það sé ekki umferð-in sem er það hættu-legasta sem við höfumupplifað hingað til. Í
Íran var þetta verst, en þar virtu
mjög fáir umferðarreglurnar og fólk
keyrði oft yfir á rauðu ljósi,“ segir
Ása Steinarsdóttir sem spjallaði við
blaðamann frá Srí Lanka með aðstoð
snjallsímaforritsins Skype. Ása er í
heimsreisu ásamt kærasta sínum,
Andra Wilberg Orrasyni, en þau
lögðu af stað um áramótin og hyggj-
ast ekki koma heim aftur fyrr en um
þau næstu. Þau hafa verið á flakki um
Mið-Austurlönd og eru nú farin að
fikra sig austar á hnöttinn en annars
segir hún ferðina ekki skipulagða í
þaula.
„En til þess að kynnast vel
menningunni í hverju landi þá reyn-
um við að dvelja þar í að minnsta
kosti mánuð,“ segir Ása.
Bakpokaferðalag þeirra hófst í
Istanbul í Tyrklandi, þaðan fóru þau
Mesta ógnin stafar
af umferðinni
Íran, Dubai, Óman, Tyrkland og Srí Lanka eru þau lönd sem Ása Steinarsdóttir
og Andri Wilberg Orrason hafa heimsótt það sem af er ári. Fleiri lönd munu fljót-
lega bætast á listann því þau eru í árs heimsreisu. Dvölina í Íran segja þau þá
merkilegustu hingað til en þau dásama land og þjóð og blása á þær sögur að ekki
sé öruggt fyrir ferðamenn að heimsækja landið.
Íran Andri uppi á þaki á gamla bazarnum í eyðimerkurbænum Yazd í Íran.
Þótt vélklippur hafi að mestu komið í
stað handklippa og hnífa við rúning
sauðfjár, verður gamla verklagið í há-
vegum haft í portinu á bak við Kex
Hostel á morgun, laugardag, kl.
14.00. Þá mun færasta rúningsfólk
landsins keppa um Gullklippurnar
2015.
Keppendur eru af báðum kynjum
og stendur sá sem framkvæmir
sneggstu og bestu rúninguna uppi
sem sigurvegari.
Vanir menn
Meðal keppenda í ár eru Hafliði
Sævarsson, núverandi Íslandsmeist-
ari í rúningi, Julio Cesar, sigurvegari
Gullklippanna árið 2014, Gavin Ste-
vens frá Skotlandi og Englending-
urinn Foulty Bush.
Sauðféð er frá Hraðastöðum í Mos-
fellsdal og kemur það í fylgd dýra-
læknis sem sér
um að allt fari
mannúðlega
fram eins og að-
standendur
keppninnar,
Kexland og
Landssamtök
sauðfjárbænda,
leggja reyndar
ríka áherslu á
Á meðan
keppnin stendur yfir er gestum boðið
upp á tvíreykt sauðakjöt, kúm-
enbrennivín, harmonikkuundirleik og
margt fleira.
Rúningskeppninni Gullklippurnar
2015 er ætlað að vera fjölskylduvæn
skemmtun fyrir unga sem aldna. Efa-
lítið kærkomið tækifæri fyrir borgar-
búa á öllum aldri til að upplifa svo-
litla sveitastemningu í miðri borg.
Gullklippurnar 2015
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Sauðfé Rúningur er töluverð kúnst og ekki á allra færi að gera það því stundum
berjast rollurnar um á hæl og hnakka og atgangurinn getur orðið gríðarlegur.
Rúningur í reykvísku porti
Hulin Ásta vel hulin við heilögu moskuna Shah Cheragh í Shiraz í Íran.
Oh! You’re from Iceland?That is so cool, with allthe glaciers, volcanos andhot springs“ … Nokkurn
veginn svona voru viðbrögð flestra
þeirra sem ég hitti á alþjóðlegri
ráðstefnu sem ég sótti nýlega.
Af einhverjum ástæðum þekkja
allir til þessa skers í norðri. Margir
voru með það á hreinu að hér hafði
orðið bankahrun og enn fleiri
reyndu af veikum mætti að bera
fram Eyjafjallajökull. Hafði fólk
gjarnan gaman af því að búa til eitt-
hvert gurghljóð í hálsinum eftir að
maður sagði nafn eldfjallsins.
Því miður verður ekki það sama
sagt um Frónbúann, sem oft á tíð-
um mátti skammast sín fyrir van-
þekkingu sína á landi viðmæland-
ans: „I know a girl called Soffía,“
var um það bil það eina
sem mér datt í hug
að segja þegar ég
hitti mann frá Búlg-
aríu. Vissulega gat
ég bjargað mér með
því að grafa handa-
hófskennt upp
nöfn fótbolta-
manna á borð
við Hristov
Stoickov og
Trifon Ivanov
en lengra nær
vitneskja mín um Búlgaríu því mið-
ur ekki. Einn Bandaríkjamaður var
meira að segja að læra íslensku og
gat sagt „hvað er að frétta maður?“
og „þú ert alveg úti að skíta“ sem
hvort tveggja voru í hans huga
dæmigerðir frasar fyrir Íslending.
Ég mótmælti ekki. Ein undantekn-
ing var þó á þessum mikla áhuga á
Íslandi. Rúmenskur samferðamaður
horfði fremur undarlega á mig þeg-
ar ég sagðist vera
frá Íslandi og
sagði við mig:
„No no no, there is
no such country.“
Skiptu mótbárur
mínar engu máli.
Málið var út-
rætt. Ísland var
einfaldlega ekki til.
Á endanum urðum við
bara sammála um það að
ég væri frá Írlandi.
»„I know a girl calledSoffía,“ var um það
bil það eina sem mér datt í
hug að segja þegar ég hitti
mann frá Búlgaríu
HeimurViðars
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is