Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Andríki skrifar:
Af og til gerist það að stjórn-málamaður kemst að kjarna
málsins. Það gerði Ragnheiður Elín
Árnadóttir iðn-
aðarráðherra í um-
ræðum á Alþingi í
fyrradag. Haldin
var sérstök umræða
um svokallaðan
fjárfestingarsamn-
ing við fyrirtækið
Matorku, „ívilnanir
til nýfjárfestinga“
eins og það er stundum nefnt til að
breiða yfir fyrirgreiðslupólitíkina.
Ráðherranum var heitt í hamsi
og samkvæmt fréttum varði hún
hendur sínar svona:
Ég ætla að fullyrða það hér ognú að þetta mál og þessi samn-
ingur hefði fengið nákvæmlega
sömu afgreiðslu í tíð þriggja síð-
ustu iðnaðarráðherra, þeirra Katr-
ínar Júlíusdóttur, Oddnýjar Harð-
ardóttur og Steingríms J.
Sigfússonar.
Ætli í þessu sé ekki fólginn mik-ill sannleikskjarni, sem for-
ysta Sjálfstæðisflokksins áttar sig
engan veginn á. Er það ekki þannig
með næstum öll embættisverk nú-
verandi ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins, að þau hefðu alveg eins getað
verið unnin af Steingrími J. Sigfús-
syni, Katrínu Jakobsdóttur, Krist-
jáni Möller, Katrínu Júlíusdóttur
eða Össuri Skarphéðinssyni?
Hvað hafa ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins gert til að snúa við af
þeirri braut sem ráðherrar síðustu
vinstristjórna höfðu markað?
Hvaða lög, sem sett voru í tíð síð-
ustu ríkisstjórnar, hafa verið af-
numin? Hvaða reglugerðir? Hvaða
námskrá? Hvaða skemmdarverk í
stjórnarráðinu? Hvaða skattar?
Hvaða pólitíska breyting gerð?
Hvað?“
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Hvað?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.3., kl. 18.00
Reykjavík 1 snjóél
Bolungarvík 0 léttskýjað
Akureyri 3 léttskýjað
Nuuk -10 léttskýjað
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló 0 snjókoma
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur 3 súld
Helsinki 1 heiðskírt
Lúxemborg 5 skýjað
Brussel 5 skýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 7 skýjað
London 12 léttskýjað
París 7 alskýjað
Amsterdam 5 skýjað
Hamborg 7 skýjað
Berlín 7 skýjað
Vín 15 skýjað
Moskva 1 alskýjað
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 15 léttskýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 13 skúrir
Winnipeg -5 léttskýjað
Montreal 5 alskýjað
New York 9 þoka
Chicago 4 skýjað
Orlando 25 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:04 20:03
ÍSAFJÖRÐUR 7:07 20:11
SIGLUFJÖRÐUR 6:49 19:54
DJÚPIVOGUR 6:33 19:33
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fulltrúar Sorpu bs. og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga áttu nýverið
fund með Sigrúnu Magnúsdóttur
umhverfisráðherra um rekstrar-
umhverfi og ábyrgðarskiptingu í
sorphirðu- og urðunarmálum og
hvernig standa beri að útboðs-
málum.
„Við reifuðum stöðuna eins og
hún er, umhverfisráðherra ætlaði að
setja sig betur inn í málin og síðan
reiknum við með að hittast aftur,“
segir Bjarni Torfi Álfþórsson,
stjórnarformaður Sorpu, um fundinn
með ráðherra.
Það er ósk sveitarfélaganna að
ráðherra beiti sér fyrir breytingu á
lögum þannig að leikreglur í sorp-
málum séu skýrari. Bjarni Torfi seg-
ir nýlegan héraðsdóm hafa kallað
eftir því, en þar var staðfest sekt
Samkeppniseftirlitsins á hendur
Sorpu fyrir að hafa misnotað mark-
aðsráðandi stöðu sína með ólíkum af-
sláttarkjörum til mismunandi við-
skiptavina. „Það kom skýrt fram í
niðurstöðum dómsins að leiðir þurfa
að vera skýrari. Greinilega er eitt-
hvað óljóst í löggjöfinni þegar kæru-
mál ganga á víxl, sum mál tapast og
sum vinnast,“ segir Bjarni Torfi og
er ánægður með viðbrögðin í um-
hverfisráðuneytinu, þar á bæ sé
mönnum vel kunnugt um stöðuna
sem sveitarfélög og sorphirðufyrir-
tæki séu í um allt land. „Samkvæmt
lögum ber sveitarfélögum að sjá um
sorp frá öllum heimilum í landinu og
það þarf að vera skýrt hvernig menn
feta veginn.“
Álfsnes í útboðsferli
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á miðvikudag telur kæru-
nefnd útboðsmála að fyrirhugaður
samningur Sorpu við danska félagið
Aikan um uppbyggingu gas- og jarð-
gerðarstöðvar í Álfsnesi án útboðs
fullnægi ekki skilyrðum laga um op-
inber innkaup.
Sorpa unir niðurstöðunni og
hyggst fara með verkið í útboðsferli.
Þetta þýðir að framkvæmdir í Álfs-
nesi frestast um a.m.k. ár en til stóð
að taka stöðina í notkun árið 2016.
Bjarni Torfi segir óhjákvæmi-
legt að verkið tefjist af þessum völd-
um. Áfram verði unnið að framtíð-
arlausn á urðun og förgun sorps fyrir
höfuðborgarsvæðið, þar sem munu
búa um 250 þúsund manns árið 2020.
Sorpa hafi sett sér þau markmið að
draga úr urðun á lífrænum úrgangi
fyrir þann tíma. Telur Bjarni Torfi
að þau markmið náist.
Ræddu breytt
regluverk í sorpi
Fundað með umhverfisráðherra
Morgunblaðið/Frikki
Förgun Sorpa bs. tekur á móti sorpi höfuðborgarbúa og urðar.
Kjörstjórn FÍR vill minna á að kjörfundur stendur yfir
í kosningu um stjórn og trúnaðarráð
Félags íslenskra rafvirkja.
Kjörgögn þurfa að berast til skrifstofu FÍR fyrir kl. 16.00
þriðjudaginn 31. Mars, eða vera póstlögð fyrir lokun
pósthúsa hinn sama dag.
27.mars 2015
Kjörstjórn Félags íslenskra rafvirkja.
Allsherjaratkvæðisgreiðsla
til stjórnarkjörs og trúnaðarráðs
Félags íslenskra rafvirkja
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
hefur skipað starfshóp undir for-
ystu Sigurgeirs Þorgeirssonar,
fyrrverandi ráðuneytisstjóra í sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðuneyt-
inu, um hvernig bregðast eigi við
aukinni eftirspurn eftir matvælum
og hækkandi verðlagi á erlendum
mörkuðum.
Starfshópurinn á jafnframt að
móta tillögur um hvernig auka
megi matvælaframleiðslu á Íslandi.
Þá mun hópurinn huga að nýsköp-
un og markaðs- og sölumálum.
Starfshópurinn á að skila af sér
skýrslu til ráðherra eigi síðar en 1.
október á þessu ári. Auk Sigurgeirs
eru m.a. Ásmundur Einar Daðason,
Birna Þorsteinsdóttir og Haraldur
Benediktsson í starfshópnum.
Skoða tækifæri í íslenskum landbúnaði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Verð Aukin eftirspurn eftir matvælum og
hækkandi verð skoðað af starfshópi.