Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 hafi samveran alltaf verið sam- felld. Hefur okkur alltaf þótt jafn gaman að hittast og rifja upp þann góða grunn minninga sem við eigum frá Vestmannaeyjum og víðar og fyrir það þökkum við hér. Nú kveðjum við þig, kæri vin- ur, og þökkum góða samferð. Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til allra aðstandenda. Henrý og Egill. Árgangsmótum árgangs 1950, sem fæddist og óx upp í Vest- mannaeyjum fjölgar eftir því sem árin líða og væntumþykja skóla- félaga, sem muna góðu daga upp- vaxtaráranna, eykst að sama skapi. Gísli Ásmundsson, einn af ár- gangsfélögunum, er fallinn frá eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann kom á mótin þeg- ar heilsa hans gaf tilefni til og tók þátt í gleðinni og samverunni af heilum hug. Hann var hlýr í sam- skiptum og kátur. Það var alltaf gaman að hitta hann á góðum stundum. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Gísla. Hans verður saknað. F.h. árgangs 1950, Erna Jóhannesdóttir, Kristín Þóra Magnúsdóttir. Mig langar að minnast Gísla í fáeinum orðum ef slíkt er mögu- legt. Við vorum bekkjarfélagar frá 1.bekk í Barnaskóla Vest- mannaeyja þar til að við lukum prófi úr unglingadeild Gagn- fræðaskólans eða 2. bekk, þá skildu leiðir. Ég fór í landspróf og MA en hann fór í Verzló. Við vorum eng- ir englar sem nemendur en um þverbak keyrði í 5. bekk er okkur Gísla ásamt Einari Gylfa Jóns- syni var kennt um allt sem úr- skeiðis fór og fannst okkur kenn- arinn leggja okkur í einelti, kannski áttum við mest af því skilið! Sammæltumst við þá um að sýna þessum kennara að við vær- um nú engir vitleysingar og um vorið urðum við hæstir í D bekk og hækkaðir upp í E bekk sem var elítan í þá daga. Ein vinkona mín segir að bekkurinn hafi aldr- ei borið sitt barr eftir það. Gísli ólst upp austur í bæ en ég í miðbænum, Lautinni, þar sem var nú ýmislegt brallað og margir svonefndir villingar á ferli. Þannig var svo að ég flutti 13 ára austur á Urðarveg 37. Hélt ég þá að ég væri kominn í vernd- að umhverfi úr villinga-miðbæn- um og Lautinni. En annað var nú uppi á teningnum. Á milli mín og Gísla var bara tún, svona 50 metrar. Eitt fyrsta verk hans var að heimsækja mig en það var á bíl, Skoda Oktavia Combi Station eins og Gísli kallaði hann. Hann flautaði fyrir utan og spurði hvort ég kæmi ekki á Urðarrúnt með honum. Ég hélt það nú. Varð þetta mjög vinsæl iðja hjá okkur og ef ég varð ekki var við Gísla þá kall- aði móðir mín á mig og sagði að Gísli væri kominn, ekkert mál. Næstu tvö ár terroriseruðum við svæðið og oftar en ekki voru með í för áðurnefndur Einar Gylfi Jónsson og Egill Ágústsson. Eitt okkar vinsælasta atriði var að láta vörubílinn hans Kjartans á Hrauni renna eftir Heimagöt- unni niður á bryggju eða þangað til að Kjartan náði mynd af okkur undir stýri. Hann heimsótti foreldra Gísla og var þá látið af þessari iðju. Þetta var nú bara brot af því sem í raun gerðist. Eins og áður var greint frá skildu leiðir snemma og má segja að þær hafi ekki legið aftur sam- an fyrr en hann veiktist. Ég hitti hann síðast fyrir um ári á sjúkra- hótelinu þangað sem hann sagð- ist stundum fara til að hvíla sig, þá mátti sjá hversu langt leiddur hann var. En það verður held ég að telj- ast með ólíkindum hversu lengi hann lifði. Takk fyrir, Gísli, að hafa feng- ið að kynnast þér. Ég mun alltaf segja að skemmtilegri og hress- ari mann hef ég ekki enn hitt á lífsleiðinni og er af mörgum að taka. Einar Friðþjófsson. Góður drengur er fallinn frá og það gerist allt of snemma fyrir okkur. Hann var hrókur alls fagnaðar og ljúfur maður í alla staði. Gísli var skólabróðir minn og leikfélagi allt frá bernsku og ég kveð hann núna með þökk fyr- ir samfylgdina, gleðina og góð- mennsku. Í Filippíbréfinu segir Páll við heimamenn: „Ljúflyndi yðar verði öllum mönnum kunn- ugt.“ Það er í þeim anda sem ég rita þessi fátæklegu minningar- orð að við minnumst þess núna sem einkenndi Gísla. Þetta var hans allra besti veikleiki. Hann var boðinn og búinn að hjálpa öðrum og veita stuðning. Á Landspítalanum varð hann að ambassador í landi kærleikans af því að hann hafði ekki fyrr frétt af nýjum sjúklingi á deild- inni þar sem hann lá sjálfur en hann stikaði þangað til að púrra hann upp og alla aðstandendur. Hann var þar kominn að telja kjark í heilu fjölskyldurnar og minna á kærleikann í verki eða tala um lífið í staðinn fyrir sjúk- dómana. Það er líka eftir orðum postulans í sama bréfi: „Verið ávallt glöð í Drottni … verið ekki hugsjúk um neitt.“ Gísli starfaði lengi í fisk- vinnslu í Vestmannaeyjum og víðar við land og er óhætt að segja að hann hafi verið ástsæll verkstjóri og farsæll. Allir hænd- ust að honum og hann gaf af sér í öllum samskiptum. Hann vildi öllum vel og greiddi úr hvers manns vanda ef það var á valdi hans á annað borð. Og stefnan var alltaf fram á veg. Hann seild- ist bókstaflega eftir því sem var framundan. Ég þakka samfylgdina og votta aldraðri móður hans og fjölskyldunni allri samúð mína og bið þeim blessunar. Bið ég góðan Guð að blessa minningu Gísla. Magnús Kristinsson Vestmannaeyjum. hann námskeið í listmálun með góðum árangri, og hafði ánægju af því að fást við mál- verkið. Það var Ragnari mikill miss- ir þegar Jenný eiginkona hans féll frá fyrir 12 árum, en hann komst yfir það á sinn hátt, þar kom vinnusemin sér vel, alltaf eitthvað til að hverfa að. Ragn- ar hélt heimili einn eftir fráfall Jennýjar þar til í apríl 2014, er hann fluttist á Ljósheima á Sel- fossi þar sem lífsgæði hans höfðu skerst af völdum Park- insonsjúkdómsins. Minningin um heilsteyptan og jarðbundinn mann mun lifa áfram. Sigurður Grétarsson. Elsku afi, við kveðjum þig í dag með hjartað fullt af góðum minningum. Afi í kartöflugarðinum, afi í bílskúrnum, afi að leggja sig eftir matinn, afi að rækta blóm í öllum gluggum, afi að baka jólakökur, afi uppi í stiga að laga húsið, afi að mála, afi og ættfræðin. Afi var svo iðinn, alltaf eitt- hvað að brasa. Gera við bíla úti í skúr, vesenast í garðinum og príla upp í stiga til að tæma þakrennurnar. Það var ekkert sem afi gat ekki gert. Sama hvert verkefnið var hentaði ávallt að leysa það með derhúfu og í gömlu mjólkurbúsklossun- um. Uppáhaldsstaðurinn hans afa í húsinu var eldhúskrókurinn, þar sat hann og las blöðin og spekúleraði í jólakökuupp- skriftum. Hann fékk nefnilega æði fyrir jólakökubakstri á tímabili, var alltaf að leita að hinni fullkomnu uppskrift. Þeg- ar hún var fundin þá var ekkert gaman að baka lengur. Það var alltaf svo gaman að spjalla við afa í eldhúskróknum, hann lá ekki á skoðunum sínum og fylgdist vel með okkur barna- börnunum. Honum fannst allt sem við sögðum honum svo merkilegt og svaraði okkur yf- irleitt með því að segja: „þú segir ekki!!“. Afi hafði líka skemmtilega svartan húmor og gat maður alltaf talað við hann eins og jafningja. Elsku afi, þín verður sárt saknað, nú ímyndum við okkur að við kyssum þig á kinnina í kveðjuskyni og þú blæst hana út eins og þú gerðir alltaf og segir á móti blessblessbless- blessblessbless. Guðbjörg Þóra og Ragnar. Kæri frændi. Í minningu barnsins varstu Raggi frændi á Selfossi, móð- urbróðir, sem bara varst þarna einhvers staðar. En á sólríkum sumardegi breyttist sýn mín á þér. Stelpuskottið orðin kaupa- kona í sveitinni hjá ömmu og Sigga frænda með öllum þeim gæðum sem því fylgdu, við frændi í heyskap úti á flöt þeg- ar þú rennir í hlaðið og mín fyrsta hugsun er sú, jæja Raggi frændi komin, sá fyrir mér hallarbyltingu þar sem ég yrði sett aftur á hrífuna og hann myndi rúlla um á traktornum mínum. En ekki var það reyndin, áð- ur en ég vissi varstu kominn á fullt með hrífuna í annarri og heykvíslina í hinni. Held að þú hafir bara verið stoltur af stelpunni á traktorn- um. Takk fyrir að vera þú. Sólveig Antonsdóttir. Að kynnast Ragnari Her- mannssyni á upphafsárum bíla- dellunnar hefur sennilega verið mesta gæfa í lífi mínu. Stund- irnar og viðkomurnar í bíl- skúrnum á Tryggvagötunni voru margar og minnisstæðar. Sú ótrúlega þolinmæði sem vinur minn Raggi hafði til þess að sinna þessum óvirka, málóða sveitadreng voru með ólíkind- um, sama hvenær maður kom við, alltaf hafði hann tíma. Enn í dag þegar sprautun á bílum ber á góma, minnist ég alltaf bílskúrsins á Tryggvagötunni, sem var svona heill heimur út af fyrir sig, allt út um allt en allt samt á réttum stað. Smá ryk á dósum en það skaðaði ekki listaverkin sem út úr skúrnum komu. Svo mörg voru handtökin sem hann rétti mér að móral fengi ég, færi ég að reyna að telja þau upp. Ekki get ég annað en minnst á drottninguna sem stóð honum við hlið í gegn um lífið, og færði honum tvær dætur. Nei, þær voru eiginlega þrjár þó svo að yngsta prinsessan væri afa- og ömmustelpa. Ég talaði um drottninguna hana Jenný. Maður sá það þeg- ar árin liðu hvílíkt umburðar- lyndi og þolinmæði hún hafði, hann í skúrnum á kvöldin og um helgar, og þegar við komum inn í kaffi fann maður aldrei annað en hlýju og elskulegt við- mót. Maður sér það í dag hverskonar heimilisfriðarspillir maður var. Ég veit að mér verður fyrirgefið og ég veit líka að núna þegar leiðir þeirra liggja saman á ný , þá leggur hann bílaviðgerðir á hilluna og leggst frekar í listsköpun og nýtur nærveru Jennýar sinnar. Samúðarkveðja. Holli. Þorvaldur Guðmundsson. ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í Göngustaðakoti í Svarfaðardal 20. júlí 1930. Hún and- aðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borg- arnesi 14. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4.8. 1909, d. 12.1. 1985, og Jón Björnsson, húsa- smiður og byssusmiður, f. 16.10. 1907, d. 7.1. 1991. Albræður Sig- ríðar voru 1) Hjálmar Örn, f. 10.11. 1932, d. 2.1. 2012, og 2) Hermann Heiðar, f. 27.3. 1935, d. 30.6. 2007. Hálfsystkini sam- mæðra eru 1) Elísabet, f. 11.8. 1938, d. 15.3. 2009, 2) Sæmund- ur Heimir, f. 13.4. 1940 og 3) Ragnheiður Guðmunda, f. 2.2. 1947. Hálfsystkini samfeðra eru 1) Brynjar Hreinn, f. 18.9. 1935, 2) Rafn Birnir, f. 25.1. 1940, 3) Bragi Jóhann, f. 28.2. 1941, 4) Gunnar Jón, f. 22.4. 1946, 5) Ágústína Guðrún, f. 2.5. 1949, 6) Auður Guðný, f. 27.4. 1950 og 7) Rúnarsdóttir, f. 27.11. 1968. Dóttir Þorsteins og Báru Kjart- ansdóttur er Elva Brá, f. 1990, börn Þorsteins og Guðrúnar eru: a) Sunneva, f. 1997 og b) Andri Hrafn, f. 1999. 5) Andvana fædd dóttir 1965. Sigríður ólst upp á Hólmavík. Hún gekk í barnaskóla á Hólma- vík og unglingaskóla á Drangs- nesi. Hún var einn vetur í Hús- mæðraskólanum Ósk á Ísafirði og stundaði einnig nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík um nokkurt skeið. Sigríður fór ung í vist til Reykja- víkur og Noregs. Hún starfaði við ýmis störf en vann lengst af við iðjuþjálfun á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Hún var virk í félagslífi í Borgarnesi, var félagi í Svannasveitinni Fjólum í mörg ár og í Kvennaklúbbi Rót- arý í Borgarnesi, Keðjunum. Sigríði var margt til lista lagt, eftir hana liggja mörg handa- vinnuverkin. Hún hafði gaman af að skrifa og samdi sögur og ljóð. Hún skrifaði barnabók og gaf út ljóðabók með ljóðum sem hún hefur samið í gegnum árin. Hún hefur einnig samið nokkur lög við ljóðin sín. Útför Sigríðar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 27. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Sigurgeir, f. 27.11. 1955. Sigríður giftist Þorsteini S. Theo- dórssyni árið 1955. Foreldrar hans voru Þóra Árna- dóttir, f. 24.2. 1899, d. 7.9. 1982 og Theodór N. Sig- urgeirsson, f. 22.9. 1895, d. 4.8. 1983. Sigríður og Þor- steinn skildu. Börn Sigríðar og Þorsteins eru: 1) Ágústa Jóna lífeindafræðingur, f. 13.3. 1956. 2) Birna tónlistarkennari, f. 27.7. 1957. Dætur hennar og Þorvaldar Heiðarssonar eru: a) Anna Sigríður, f. 1977, gift Hrafni Ásgeirssyni f. 1978, b) Theodóra Lind, f. 1980, synir hennar eru Eirik Haki, f. 2008 og Ethan Arn, f. 2010. 3) Theo- dóra tónlistarskólastjóri, f. 7.8. 1958, gift Olgeiri Helga Ragn- arssyni, f. 29.3. 1966. Dætur þeirra eru: a) Sigríður Ásta, f. 1994 og b) Hanna Ágústa, f. 1996. 4) Þorsteinn Þór húsa- smiður, f. 2.2. 1963, sambýlis- kona hans er Guðrún Ingibjörg Elsku mamma mín, komið er að kveðjustund. Það eru margar hugsanir sem hafa flogið í gegnum hugann síðustu dagana og einnig þakklæti. Þakklæti fyrir að eiga þig fyrir mömmu. Þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú hefur alltaf verið minn stóri stuðningur í lífinu, þú hefur alltaf hvatt mig og stutt mig í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og mína. Það var alltaf hægt að leita til þín og þú hafðir alltaf ráð. Þegar ég var í náminu, ýmist hér heima eða í útlöndum, varstu alltaf tilbúin að hvetja mig til dáða. Ég hringdi í þig þegar mér fannst mér ekki ganga vel og alltaf varstu tilbúin að spjalla og hressa mig við. Þú gafst mér alltaf allan þann tíma sem ég þurfti til að tala. Það var svo gott að tala við þig og þeg- ar símtalinu lauk var ég tilbúin að halda áfram, miklu bjartsýnni. Ég áttaði mig ekki á því þá en veit núna að stundum varstu að elda mat þegar ég hringdi og allt var að sjóða uppúr eða brenna við, en aldrei fann maður að þú hefðir ekki tíma til að hlusta. Þú varst einstök. Þér var margt til lista lagt, þú saumaðir margar flíkurnar á okk- ur systkinin og síðan barnabörnin, þú varst svo natin í garðinum með rósirnar þínar og sólberin. Þú varst fljót að setja saman vísur og líka lög. Ef mig vantaði vísu við er- lent lag raulaði ég lagið fyrir þig og vísan var tilbúin eftir smá- stund. Þú kenndir okkur systkinunum svo margt, þú kenndir okkur allt sem prýða á góðan mann. Þú kenndir okkur að meta tónlist, þú kenndir okkur mörg, mörg söng- lög, stundirnar í stofunni á fimmtudagskvöldunum voru okk- ur svo ótrúlega mikils virði, þú með gítarinn og við öll að syngja saman. Eftir að ég flutti aftur heim í Borgarnes og fór að starfa við Tónlistarskólann varstu mér og skólanum mikill styrkur, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir tónlistarskólann okkar. Þú hefur verið okkur fjölskyld- unni ómetanleg, elsku mamma, við höfðum alltaf aðgang að þér, þú hafðir alltaf tíma til að passa stelpurnar, þú hafðir alltaf tíma til að létta undir með okkur. Syst- urnar eiga svo margar góðar minningar um ömmu Siggu, það var dýrmætt fyrir þær að fá að vera mikið með þér þegar þær voru litlar og margt brölluðuð þið saman. Þú hugsaðir alltaf um aðra á undan sjálfri þér, þú hugsaðir allt- af hlýlega til allra. Eitt af falleg- ustu ljóðum þínum er einmitt ein- kennandi fyrir hve þú fannst það góða í öllum. Ég læt það fylgja hér með. Lestir finnast flestum hjá, fáir vinna allra hylli. En sjá það best er sérhver á sannarlega er lífsins snilli. Ég vil þakka konunum í blokk- inni sem hafa verið mömmu svo góðar. Sérstakar þakkir fær starfs- fólkið á Brákarhlíð fyrir einstaka umönnun, sem mamma var svo þakklát fyrir. Þú verður alltaf með okkur, elsku mamma. Minningin um ynd- islega mömmu lifir. Takk fyrir allt! Ég kveð þig með fallegu kveðjunni sem þú kvaddir okkur alltaf með. Guð og englarnir veri með þér, Þín Theodóra. Elsku amma, þegar við systur vorum litlar var ég viss um að þú vissir allt. Þegar ég spurði þá sagðir þú að svo væri nú alls ekki og sagðir að það væri enginn til sem vissi allt. Þetta kom mér svo á óvart því þú varst sannarlega klár og alltaf með svör við öllum okkar spurningum. Nú erum við orðnar eldri og ég veit að ekkert okkar veit allt en ég held að þú hafir samt verið nær því en margir. Þú gast alltaf gefið góð ráð sama hvað bjátaði á og það var fátt betra en að fara í heimsókn til þín og heyra hvað þú hefðir að segja. Þú skildir einhvern veginn allar hliðar máls- ins og gast séð allt algjörlega for- dómalaus. Þú bara vissir. Ég á eftir að sakna þess að tala við þig, amma. Ég á líka eftir að sakna grjónagrautarins þíns, hann var besti grjónagrautur í heimi. Ég á eftir að sakna þess að sofna á sófanum á meðan þú horfir á fréttirnar eða lest. Ég á eftir að sakna þess að halda í aðra höndina þína á meðan hin strýkur mér um ennið. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig syngja, hlæja, brosa, fara með vísur og bara þess að fá að vera nálægt þér. Ég er samt svo þakklát fyrir að eiga allar þessar góðu minningar um þig og fyrir allt það góða sem þú hefur kennt mér. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér og vakir yfir okkur systrum eins og þú hefur alltaf gert. Elsku amma mín, ég elska þig og ég bið Guð og englana og allar góðar vættir að vera með þér þar sem þú ert. Þín Sigríður Ásta. Elsku amma, ég ætla að hefja þessa grein á því að segja það hreint út að þú ert blíðasta og besta kona sem ég hef á ævinni kynnst. Þú kenndir mér svo margt og ég á þér líf mitt að þakka. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta. Þú varst alltaf tilbúin að hugga mig þegar mér leið illa og ég fékk alltaf að tæma tárapokana hjá ömmu á meðan þú straukst á mér bakið og sagðir „svona, svona“. Þá hurfu allar heimsins sorgir. Þú kenndir mér að vera heiðarleg og bera virðingu fyrir sjálfri mér. Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag væri það ekki fyrir þitt tilstilli. Ég er svo óendanlega þakklát að hafa fengið að hafa þig hjá mér. Mér þótti svo undurvænt um gróðurhúsið þitt á Kjartansgöt- unni. Þú varst einhvern veginn svo töfrandi kona og allt blómstr- aði sem þú komst nálægt. Hvort sem það var fólk eða plöntur. Þú varst svo gefandi og hjartahlý. Elsku amma, mér þykir svo vænt um þig. Ég geymi allar ljúfu minn- ingarnar okkar innst í hjartanu mínu og ég veit að þú ert alltaf hjá mér. Þú skalt ekki hafa áhyggjur af mér, amma mín, þó að heim- urinn sé stundum harður, ég spjara mig. Við sjáumst aftur síðar, elsku amma. Ég ætla að kveðja þig núna eins og ég hef alltaf gert alveg síð- an ég man eftir mér, ef ske kynni að ég skyldi aldrei ná að kveðja þig aftur. Ég elska þig af öllu hjarta og miklu, miklu, miklu, miklu, þús- und-hundrað-milljón sinnum end- urtekningarmerki meira. Þín, Hanna Ágústa. Sigríður Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.