Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Alþjóðlegi leiklistardagurinn er hald-
inn hátíðlegur í dag, en hann hefur
verið haldinn hátíðlegur síðan 1961
fyrir tilstuðlan Alþjóða leiklist-
arstofnunarinnar (ITI).
Alþjóðlega ávarpið í ár samdi
pólski leikstjórinn Krzysztof Warli-
kowski sem þykir einn byltingar-
kenndasti óperuleikstjóri samtím-
ans. Sviðsetning hans á Hreinsun
eftir Söruh Kane árið 2002 á leiklist-
arhátíðinni í Avignon og á Amerísku
leiklistarhátíðinni í Montreal kom
honum á kortið í alþjóðlegum lista-
heimi. Warlikowski hefur verið list-
rænn stjórnandi Nowy Teatr í
Varsjá frá árinu 2008.
„Sanna leikhússnillinga er helst að
finna víðs fjarri leiksviðinu. Vanalega
hafa þeir ekki áhuga á að brúka leik-
húsið sem eins konar maskínu til að
endurtaka hefðbundnar aðferðir og
klisjur. Þeir leita uppi ferskar upp-
sprettur, lifandi strauma sem hafa
tilhneigingu til að sneiða hjá leik-
sviðum og öllu því fólki sem leggur
sig fram um að stæla veruleikann.
Við líkjum eftir, endurgerum í stað
þess að skapa eigin heim, í stað þess
að íhuga, reiða okkur á hugmyndir
og áreiti sem spretta úr samtali við
áhorfendur, – í stað þess að rannsaka
dulinn áhrifamátt sem leynist undir
yfirborðinu. Einmitt leikhúsið kann
best að afhjúpa leyndar tilfinningar.
[…] Engin vernd er lengur í víggirð-
ingum, hvorki turnum né múrum
sem við höfum verið svo þrautseig og
eljusöm að reisa. Þvert á móti. Það
erum við sem verndum múrana og
viðhöldum þeim af fremsta megni og
kostar mestan hluta lífsorku okkar,
þannig að okkur skortir þrek til að
skynja lífið innan varnarmúra okkar.
Og einmitt það er hlutverk leikhúss-
ins, þar liggur styrkur þess, að skoða
það sem er bannað að rannsaka. Að
gægjast inn þar sem bannað er að
horfa,“ segir m.a. í ávarpi Warli-
kowski sem Hafliði Arngrímsson
þýddi.
Viljum við vakna?
Að venju fékk Leiklistarsamband
Íslands íslenskan sviðslistamann til
að semja íslenskt ávarp dagsins og í
ár er höfundur þess Halldóra Geir-
harðsdóttir, leikkona og leikstjóri.
„Hlutverk okkar sem stöndum á
sviðinu er að fara eins nálægt sjálf-
um okkur og kostur er, svo þið eigið
möguleika að komast nær ykkur.
Leikhúslistafólk rannsakar á
löngu æfingar- og sköpunarferli
manneskjur, samfélag og sögur og
áhorfendur fá tækifæri til að upplifa
rannsóknina og ferðalagið á einni
kvöldstund. […] Á sviðinu komum
við sameiginlegri vitneskju um lífið
og tilveruna í farveg, drögum hana
uppá yfirborðið, framköllum það sem
við vitum, en vissum oft ekki að við
vissum. Hvernig sagan hljómar
skiptir ekki öllu, það sem skiptir máli
er hvað vaknar? Og við þurfum öll að
spyrja okkur vil ég vakna?“ skrifar
Halldóra í ávarpi sínu.
List sprettur af ástríðu
Í fyrsta sinn í ár hefur Norðurevr-
ópska áhugaleikhússambandið
(NEATA) falið sviðslistamanni úr
sínum röðum að semja ávarp og er
höfundur þess Þorgeir Tryggvason,
leikskáld og formaður Bandalags ís-
lenskra leikfélaga. „Í hjarta allrar
listar verður að búa áhugamennska.
Eða réttara sagt. Í hjarta allrar list-
ar hlýtur að búa áhugamennska.
Annars er hún bara varningur.
Framleiðsla. Neysluvara. Þetta er
svo augljóst að það er auðvelt að
sjást yfir það. Ekki síst á okkar póst-
módernu tímum þegar allt er varn-
ingur. Næstum allt.
Listin er öðruvísi. Listin verður að
vera öðruvísi. List verður að spretta
af ástríðu. Þörf fyrir að rannsaka,
miðla og vekja. Og gleðinni sem vel
heppnuð rannsókn, miðlun og vakn-
ing kveikir með skapara hennar og
samverkafólki hans, áhorfendum.
Þegar hagnaðarsjónarmiðið er fjar-
lægt úr jöfnunni verður þetta aug-
ljóst. Þegar „atvinnu“-forskeytinu er
sleppt. Þegar brauðstritsþörfin er
ekki til staðar.
Hvergi er þetta jafnaugljóst og í
áhugalist, og þá í áhugaleikhúsinu.
Þar sem allt sem gert er er, eðli
málsins samkvæmt, einungis gert af
þörf til að gera einmitt það. Ekki til
að vinna fyrir sér, ekki til að öðlast
frægð. Ekki af skyldu eða vana […]
Heldur aðeins af ást á listinni. Að
kanna tilfinningar og kringum-
stæður og miðla þeim sannindum
sem könnunin leiðir í ljós. Koma mót-
takandanum, lesandanum, áhorfand-
anum til að hlæja, gráta, hugsa. Að
þroskast og vera öðru fólki þroska-
vaki. Og svo auðvitað af því það er
einfaldlega svo skemmtilegt. […]
Þetta er kjarninn, hjartað. Hvort
sem þú færð borgað eða ekki, hvort
sem þú býrð að formlegri menntun
eða ekki […] Í nútímanum, sem ein-
blínir á gróða og frægð, er ekkert
auðveldara en að gleyma hvað býr í
hjartanu. Þeir sem stýra fjárveit-
ingum og menningarpólitík virðast
oft gleyma þessu. En við vitum öll
betur, innst inni,“ segir m.a. í ávarpi
Þorgeirs. Öll ávörpin þrjú má lesa í
heild sinni á mbl.is.
AFP
Leikstjóri Krzysztof Warlikowski.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Leikari Halldóra Geirharðsdóttir. Leikskáld Þorgeir Tryggvason.
Leikhúsið afhjúpar
leyndar tilfinningar
Alþjóðlegi leiklistardagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Rússneska
ríkis-
sjónvarpsstöðin
Zvezda hefur
boðið Jeremy
Clarkson, fyrr-
verandi umsjón-
armanni Top
Gear sem sagt
var upp af BBC
fyrir skömmu,
að stýra þætti
um bíla á stöð-
inni. Á sjónvarpsstöðinni er eink-
um fjallað um rússneska herinn
en einnig eru sýndir á henni
gamanþættir.
Clarkson stýrði Top Gear til
fjölda ára en var sagt upp störf-
um eftir að hann réðst á einn
framleiðenda þáttarins, Oisin Ty-
mon, með svívirðingum og bar-
smíðum.
Clarkson boðið
starf á Zvezda
Jeremy
Clarkson
Leikritið Hystory eftir
Kristínu Eiríksdóttur
verður frumsýnt á Litla
sviði Borgarleikhússins
í kvöld. Leikkonurnar
Arndís Hrönn Egils-
dóttir, Birgitta Birg-
isdóttir og Elma Lísa
Gunnarsdóttir fara með
hlutverkin en leikstjóri
er Ólafur Egill Eg-
ilsson.
Í viðtali við leikstjór-
ann, sem birtist í Morg-
unblaðinu sl. sunnudag,
sagði hann m.a.: „Verk-
ið fjallar um þrjár kon-
ur rétt undir fertugu
sem eru á ólíkum stað í lífinu. Þær voru bestu vinkonur þegar þær voru
fimmtán en hafa ekki talað saman í tuttugu og fimm ár. Eru ekki einu sinni
vinkonur á Facebook. Ein þeirra er hinsvegar gengin í mannræktarsamtök
og farin að vinna í sjálfri sér, eins og það heitir, og ákveður að kominn sé
tími til að „hreinsa“ og kallar hinar tvær á sinn fund eina kvöldstund í þeim
tilgangi.“ Uppfærslan er samstarfsverkefni Sokkabandsins og Borgarleik-
hússins.
Hystory frumsýnt í Borgarleikhúsinu
Átök Elma Lísa í forgrunni og Birgitta að baki.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00
Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00
Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00
Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00
Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00
Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00
Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00
Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00
Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00
Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00
Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 29/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Lau 11/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 17/5 kl. 20:00
Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Hystory (Litla sviðið)
Fös 27/3 kl. 20:00 Frums. Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k.
Sun 29/3 kl. 20:00 2.k Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k.
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)
Fös 27/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 1/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 9/4 kl. 19:30 4.sýn Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn
Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz.
Segulsvið (Kassinn)
Fös 27/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 10/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn
Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson
Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)
Sun 29/3 kl. 19:30 Lokas.
Síðustu sýningar
Konan við 1000° (Stóra sviðið)
Lau 28/3 kl. 19:30 Lokas.
Aukasýningar á Stóra sviðinu.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Sun 29/3 kl. 13:30 Sun 12/4 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 13:30
Sun 29/3 kl. 15:00 Sun 12/4 kl. 15:00 Sun 19/4 kl. 15:00
Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 28/3 kl. 14:00 Lau 28/3 kl. 16:00
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Minnisvarði (Aðalsalur)
Fös 27/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00
Vatnið (Aðalsalur)
Lau 28/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 14:00 Mið 1/4 kl. 20:00
Carroll: Berserkur (Mörg rými Tjarnarbíós)
Fim 9/4 kl. 20:00 Sun 12/4 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00
Fös 10/4 kl. 20:00 Þri 14/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 20:00
Lau 11/4 kl. 20:00 Mið 15/4 kl. 20:00