Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 Verð frá kr. 7.990.000,- 2.0 TDI quattro, sjálfskiptur Snjór. Frost. Ís. Skiptir engu! Audi Q5. Fullkominn fyrir íslenskar aðstæður. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Stórar ákvarðanir um losun fjár- magnshafta verða vonandi teknar á fyrri hluta ársins. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efna- hagsráðherra, á ársfundi Seðla- banka Íslands í gær. Bjarni sagði að metfjöldi væri nú að vinna að losun haftanna og vísaði til þess að efnahagsbatinn hefði verið jafn og stöðugur á meðan vinnan hefði staðið yfir. „Er svo komið að aðstæður fyrir afnám fjármagns- hafta geta vart verið betri en þær sem nú ríkja á Íslandi,“ sagði Bjarni. Hann sagði að framkvæmda- hópurinn um losun fjármangshafta væri að leggja lokahönd á tillögur til aðgerða. Þær verða fljótlega lagðar fyrir stýrinefnd og í framhaldinu rík- isstjórn. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði ekki tímabært að opin- bera útfærslu lausna á þessum fundi en sagði nauðsynlegt að þær varð- veittu stöðugleikann og kæmu í veg fyrir að viðbótarbirgðir yrðu lagðar á ríkissjóð eða almenning. Við þurfum afgang af viðskiptum við útlönd og nægilega stóran gjald- eyrisforða miðað við núverandi horf- ur um fjárfestingu að sögn Más, sem jafnframt benti á að Seðlabankinn hefði aukið gjaldeyriskaup á síðasta ári og hygðist gera það sama í ár. Helsti óvissuþátturinn varðar hugsanlegt gjaldeyrisútflæði og vís- aði Már til þess að Íslendingar myndu hvorki geta varðveitt stöðug- leika né byggt upp traust ef bú föllnu bankanna myndu skipta öllum krónueignum í erlenda mynt og ef sama myndi gerast með núverandi aflandskrónur. Allur gjaldeyrisforð- inn myndi þurrkast út og gott betur ef hann yrði notaður til að verja gengið. Afleiðingin væri ný gjaldeyr- iskreppa. Már benti þó á að þetta væri ýkt dæmi þar sem krónueignir væru ekki allar lausar á þessum tímapunkti auk þess sem hluti aflandskróna gæti verið þolinmótt fé. Þetta gæfi hins vegar vísbend- ingu um hvers konar vandamál væri við að glíma. Stórar ákvarðanir á fyrri hluta ársins  Lokahönd lögð á tillögur um losun gjaldeyrishafta Morgunblaðið/Kristinn Seðlabankastjóri Góðar aðstæður eru til losunar hafta en það er lykilatriði að Ísland sé talið traustur fjárfestingarkostur. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á                                    !" "! ## $ %%! #% $ $ " "" $"%! &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $$ % %#" #"" % %$ "%% $! # "%" $%#$ $% # " #"!! %  # $ $%  "%%$ $" ! ● Alls voru rúm- lega 21 þúsund hluthafar í ís- lensku félögunum þrettán sem skráð eru á Að- allista Kauphall- arinnar í árslok 2014. Hafði þeim þá fjölgaði um rúm 7% milli ára, að því er fram kemur í Markaðspunktum Arion banka Bent er á að sumir hluthafar séu margtaldir enda algengt að eigendur hluta í Kauphöllinni eigi í fleiri en einu félagi. Stærstu hreyfingarnar á síðasta ári má að miklu leyti rekja til hlutafjárútboða. Flestir innlendir fjár- festar eru í Sjóvá sem skráð var á síðasta ári, eða um 3.000. Fæstir voru hluthafarnir í Nýherja, eða 329 í lok síðasta árs. Hluthafar 21 þúsund Skráning Um 3.000 hluthafar í Sjóvá. Stuttar fréttir… ● Já er ekki skylt að veita sam- keppnisaðilum að- gang að gagna- grunni félagsins undir kostn- aðarverði, að mati áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Því hefur nefndin úrskurðað að ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins frá 7. nóvember skuli felld úr gildi. Þetta leiðir til þess að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Já verið felld niður, en áður hafði Samkeppniseftirlitið sektað Já um 50 milljónir króna. Áfrýjunarnefndin telur að ósannað sé að háttsemi Já hafi falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Já fær 50 milljóna króna sekt fellda úr gildi Sigríður Oddsdóttir ● Hagnaður Rarik var 2,7 milljarðar króna á síðasta ári og jókst hann um 37% á milli ára. Á aðalfundi fyrirtæk- isins í fyrradag var tekin ákvörðun um að greiða 310 milljónir króna í arð til ríkissjóðs. Á miðvikudag undirritaði Rarik einnig skammtíma lánasamning við Landsbankann að fjárhæð 4,7 millj- arðar króna sem er liður í endur- fjármögnun eldri lána. Samningurinn gerir fyrirtækinu kleift að velja sér hag- kvæman tíma til endurfjármögnunar langtímalána sem fyrirhuguð er á árinu, segir í tilkynningu. Stjórn Rarik var endurkjörin á aðalfundinum en hana skipa Birkir Jón Jónsson formaður, Arn- björg Sveinsdóttir, Björgvin G. Sigurðs- son, Guðmundur Hörður Guðmundsson og Huld Aðalbjarnardóttir. Rarik greiðir ríkissjóði 310 milljónir króna í arð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.