Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/G. Rúnar
Hlutabréfamarkaður Mikil breyting hefur orðið síðustu árin á stjórnum þeirra fyrirtækja sem skráð eru á markað.
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Af þeim þrettán fyrirtækjum sem
skráð eru á aðallista Kauphallarinn-
ar er VÍS eina fyrirtækið sem hefur
konu á forstjórastóli. Það þýðir að
92,3% forstjóra skráðra fyrirtækja
eru karlar en aðeins 7,7% konur eða
öllu heldur kona. Sömuleiðis hallar á
konur þegar hlutfall stjórnarfor-
manna sömu fyrirtækja er skoðað. Af
fyrirtækjunum sem nú eru skráð eru
5 konur og 8 karlar sem leiða starf
stjórnanna þrettán. Í þremur fé-
lögum af þrettán skipa konur meiri-
hluta stjórnarsæta og því má segja
að í tíu félögum sé aðeins lágmarks-
viðmiði um hlut kvenna í stjórn náð.
Staðan fer batnandi
Það hlutfall skánaði nokkuð að
loknum aðalfundi VÍS sem haldinn
var á dögunum, því þá tók Guðrún
Þorgeirsdóttir við stjórnarfor-
mennsku af Hallbirni Karlssyni en
hún hafði fram að þeim tíma verið
varaformaður stjórnarinnar. Nú eru
konur stjórnarformenn tveggja
tryggingafélaga, VÍS og Sjóvár, þar
sem Erna Gísladóttir er í forystu,
Marel þar sem Ásthildur M. Othars-
dóttir er stjórnarformaður, N1 með
Margréti Guðmundsdóttur í stóli
stjórnarformanns og í Högum þar
sem Kristín Friðgeirsdóttir situr við
enda borðsins á fundum stjórnar.
Aðalfundir fyrirtækjanna 13 eru
flestir afstaðnir en þó eiga Reginn,
HB Grandi og Hagar enn eftir að
ljúka sínum fundum. Kynjahlutföllin
hafa batnað eilítið þegar litið er til
stjórnarsætanna almennt því fyrir
aðalfundina sátu 29 konur og 38 karl-
ar í þeim 67 sætum sem eru við
stjórnarborð fyrirtækjanna þrettán.
Nú hefur staðan jafnast eilítið því 30
sæti eru í höndum kvenna en 37 í
höndum karla.
Skráningar hafa áhrif
Þrjú fyrirtæki hafa boðað skrán-
ingu í Kauphöll á árinu, Eik, Reitir
og Síminn, og í þeim öllum eru karlar
í stóli forstjóra. Því bendir allt til að
áður en árið 2015 er að fullu liðið
verði 16 fyrirtæki í Kauphöllinni og
karlar verði 93,75% forstjóra þeirra
fyrirtækja en konur (eða konan) að-
eins 6,25%.
Í fyrrnefndum þremur fyrirtækj-
um, sem samanlagt hafa 15 stjórn-
armenn, eru 9 karlar og 6 konur í
stjórn. Í tveimur félaganna eru kon-
ur stjórnarformenn. Því mun skrán-
ing félaganna, þar til breytingar á
eignarhaldi kalla á breytingar á sam-
setningu stjórnanna, bæta kynja-
hlutfallið meðal stjórnarformanna
hinna skráðu félaga. Hlutfallið, litið
til stjórnarsæta almennt, mun hins
vegar versna nokkuð.
Misjafn meðalaldur
Þegar Alþingi samþykkti lög árið
2010 sem ætlað er að jafna hlutfall
kynja í fyrirtækjum hérlendis var
gangskör gerð að því að mæta kröf-
um löggjafans. Nýr hópur varð með
því þátttakandi á þessum afmarkaða
vettvangi. Starfsaldur kvennanna
sem um ræðir er að meðaltali mun
styttri en karlanna. Í því ljósi er
einnig áhugavert að sjá að meðal líf-
aldur þeirra kvenna sem sitja í
stjórnum kauphallarfyrirtækja er
nokkuð lægri en karlanna. Þar mun-
ar þremur og hálfu ári. Konurnar eru
að meðaltali 51 árs en karlarnir 54,5
ára. Yngsti stjórnarmaðurinn er
Guðrún Þorgeirsdóttir, en hún er nýr
stjórnarformaður VÍS eins og áður
sagði.
Kynjahlutföllin skána
í skráðum félögum
Í fyrirtækjunum þrettán er kona forstjóri í aðeins einu
Stjórnirnar þrettán
» Í stjórnunum sitja sam-
anlagt 67 stjórnarmenn.
» Öll fyrirtækin að Marel und-
anskildu eru með fimm stjórn-
armenn.
» Tvær útlenskar konur sitja í
stjórnum kauphallarfyrirtækja,
þ.e. hjá Marel og Eimskip.
» Af þeim sjö stjórn-
armönnum sem lokið hafa
doktorsprófi eru fimm konur.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Hagstofan hefur birt tölur um ný-
skráningar og gjaldþrot einkahluta-
félaga. Þar kemur fram að á tíma-
bilinu frá mars 2014 til febrúar 2015
fjölgaði nýskráningum einkahluta-
félaga um 5% miðað við 12 mánuði
þar á undan. Alls voru á þessu tíma-
bili skráð 2.046 ný félög. Mest er
fjölgunin hjá félögum sem skilgreind
eru með starfsemi á sviði sérfræði-
legrar, vísindalegrar og tæknilegrar
starfsemi. Þar er fjölgunin 43%.
Gjaldþrot einkahlutafélaga síð-
ustu tólf mánuði hafa dregist saman
um 17%, borið saman við jafnlangt
tímabil þar á undan. 778 fyrirtæki
voru tekin til gjaldþrotaskipta á
tímabilinu. Mestur varð samdráttur-
inn í flokki fyrirtækja sem skilgreind
eru á sviði flutninga og geymslu-
starfsemi. Þar varð samdrátturinn
35%.
Gjaldþrotum fækkar en
nýskráningum fjölgar
Morgunblaðið/Golli
Hlutafélög Mjög hefur dregið úr gjaldþrotum á síðustu misserum hérlendis.
BIRTING LÝSINGAR
GLEQ2 14 1
Útgefandi er AAM GLEQ2 fagfjárfestasjóður, kt. 671014-9870,
Borgartúni 27, 105 Reykjavík. Rekstrarfélag sjóðsins er ALDA sjóðir hf.,
kt. 560409-0790.
AAM GLEQ2 hefur birt lýsingu, dags. 26. mars 2015, vegna töku
afleiðutengdra skuldabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ Iceland
hf. Áætlað er að skuldabréfin verði tekin til viðskipta fyrir 31. mars
2015, en með eins dags fyrirvara mun kauphöllin tilkynna opinberlega
fyrsta viðskiptadag. Lýsingin var staðfest af Fjármálaeftirlitinu þann
26. mars 2015 og er gildistími hennar í 12 mánuði frá staðfestingu
hennar. Aðgengi að lýsingunni er tryggt meðan hún er í gildi á vef
rekstrarfélagsins á slóðinni http://www.aldasjodir.is/?q=registered_in-
struments, en einnig er hægt að nálgast prentað eintak hjá rekstrar-
félaginu að Borgartúni 27, 105 Reykjavík.
Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið eftir að tekin
verði til viðskipta er 500.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er
1.000 kr. Tegund skuldabréfanna er eingreiðslubréf og bera þau ekki
vexti heldur er ávöxtun bréfanna tengd ávöxtun vísitölukörfu.
Útgáfudagur skuldabréfanna var 28. nóvember 2014 og er gjalddagi
þeirra 30. nóvember 2017.
Auðkenni skuldabréfaflokksins er GLEQ 14 1 í kerfi Verðbréfaskráningar
Íslands hf. en verður GLEQ2 14 1 í kerfum NASDAQ Iceland hf. ISIN-
númer skuldabréfanna er IS0000025369.
H.F. Verðbréf hf. hefur umsjón með töku skuldabréfanna til viðskipta.
Reykjavík, 27. mars 2015
ALDA sjóðir hf.