Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Stórfjölskyldan Ingibjörg og Sigurður, ásamt börnunum, tengdabörnum og barnabörnum á góðri stund.
I
ngibjörg fæddist á sjúkrahús-
inu á Ísafirði 27.3. 1955 og
átti heima á Ísafirði til 23 ára
aldurs. Hún stundaði nám í
Grunn- og í Gagnfræðaskóla
Ísafjarðar og dvaldi á æskuárunum
nokkur sumur í sumarbúðum í Holti í
Önundarfirði ásamt æskuvinkonum.
Á unglingsárunum var hún í sumar-
vinnu við garðrækt í Símsonsgarði og
við skógrækt inni í Tunguskógi og
síðar við fiskvinnslu eins og tíðkaðist
á þessum tíma: „Þegar ég hugsa til
baka var alltaf sól og logn á sumrin
enda er Ísafjörður umlukinn sínum
háum fjöllum. En þar gat líka verið
bísna kalt á veturna.
Þegar ég var 17 ára kynntist ég
fyrri eiginmanni mínum. Við bjugg-
um um tíma á Suðureyri við Súg-
andafjörð og eignuðumst dreng og
stúlku en síðan skildu leiðir okkar.“
Ingibjörg flutti suður til Reykja-
víkur 1978: „Ég byrjaði þá strax að
læra og búa mig undir draumastarfið
– að verða ljósmóðir. Ég starfaði m.a.
í blómabúðinni Alaska í Breiðholti
með náminu og síðan á sjúkrahúsum
við nám í hjúkrunarfræði og svo ljós-
móðurfræði.
Ég kynntist fljótlega seinni mann-
inum mínum og við eignuðumst þrjá
stráka. Fyrir 20 árum fluttum við í
Baughús og búum þar enn.
Ingibjörg lauk námi sem hjúkr-
unarfræðingur frá Hjúkrunarskóla
Íslands 1985, hóf síðan strax nám í
Ljósmæðraskóla Íslands þá um
Ingibjörg Eiríksdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur – 60 ára
Ljósmóðurstarfið er
oftast mikill gleðigjafi
Með nýja borgara Ingibjörg hefur m.a. sinnt brjóstagjafaráðgjöf um árabil.
Tómas Ottó Hansson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og hefurm.a. unnið fyrir Novator og var stjórnarformaður síma-fyrirtækisins Nova frá 2006 þar til á síðasta ári. Hann er
einnig efnafræðinemi í Háskóla Íslands.
„Ég hef alltaf haft áhuga á náttúruvísindum og ákvað að skella
mér í nám. Ekki til að ná í prófgráðu heldur til að fá meiri þekkingu
á vísindum og kannski til að láta gott af mér leiða. Mig langar að
hjálpa frumkvöðlum að vaxa,“ en Tómas lauk meistaragráðu í hag-
fræði frá New York-háskóla á sínum tíma.
„Hvað varðar áhugamál þá tekur fjölskyldan mikinn tíma, ég á
fjögur börn og einn fósturson, sá yngsti er ekki nema tæplega
tveggja ára og ég er því bæði stúdent og nýbakaður faðir 50 ára
gamall sem sumum finnst dálítið merkilegt. Ég er mikill áhugamað-
ur um fótbolta, spila einu sinni í viku og fylgist mikið með boltanum.
Ég hef mestan áhuga á að hjálpa fólki að bæta líf sitt, þáði hjálp
sjálfur og elska að gefa þá reynslu áfram.“
Sambýliskona Tómasar er Elín María Sveinbjörnsdóttir, sálfræð-
ingur og er í framhaldsnámi í vinnusálfræði í HR. Sonur þeirra er
Brynjar Tumi, tæplega 2 ára, og svo á Tómas þrjú börn úr fyrra
hjónabandi. Þau eru Tinna Þuríður 15 ára, Hans Ottó 14 ára og
Snædís Hekla 8 ára. Fóstursonur Tómasar er Kristófer Anton sem
er tvítugur.
Tómas ætlar að eyða afmælisdeginum með fjölskyldunni.
Tómas Ottó Hansson er fimmtugur í dag
Feðgar Tómas og Brynjar Tumi í fríi en feðgatíminn er dýrmætur.
Nýbakaður faðir
og háskólanemi
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Sauðárkrókur Baltasar Bent Brynj-
arsson fæddist 17. desember 2014 kl.
6.32. Hann vó 3.804 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans eru Þórey Elsa
Valborgardóttir og Brynjar Örn
Guðmundsson.
Nýir borgarar
Ríp, Hegranesi Fanndís Vala
Sigurðardóttir fæddist 19. desember
2014 kl. 12.37. Hún vó 3.038 g og var
48 cm löng. Foreldrar hennar eru
Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Sig-
urður Heiðar Birgisson.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
35.900,-
Verð Kr.
USG CNIP4
Yfirskápur 4 skúffur.
Sterkur skápur með lás.
88.900,-
Verð Kr.
USG FIRP7B Verkfæraskápur
7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett
Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir,
skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál,
þjalir.
115.900,-
Verð Kr.
USG FIRP7B-FOAM Verkfæraskápur
7 skúffur með frauðefnisbökkum. 1/4",
3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir,
skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar,
skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál,
þjalir. 172 verkfæri í sterkum vagni með lás.
15.900,-
Verð Kr.
USG
B5094M
1/2“ & 1/4"
Topplyklasett 94 stk
Skrall 72 tanna, framlengingar,
hjörluliður, átaksskaft, djúpir-
toppar, kertatoppar, bitajárn.
USG GWB2045M
1/4“ Topplyklasett 45 stk
Skrall 72 tanna, framlengingar,
hjörluliður, átaksskaft,
bitar, sexkantar, bitajárn,
4.990,-
Verð Kr.
USG
GWB3029M
3/8“ Topplyklasett 29 stk
Skrall 72 tanna, hjöruliður,
djúpir & grunnirtoppar,
kertatoppar, framlengingar.
7.990,-
Verð Kr.
Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899
Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is