Morgunblaðið - 27.03.2015, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir fá-einumdögum
barst frétt um
hörmulegt flug-
slys í fjalllendi í
frönsku Ölp-
unum. Airbus-
þota á leið frá Spáni til
Þýskalands fórst og með
henni 150 manneskjur.
Vélin hafði náð fullri flug-
hæð, veður var stillt og
hrap vélarinnar gerði
ekki boð á undan sér, því
ekkert neyðarkall var
sent frá henni. Samt hafði
hún ekki sprungið í há-
loftunum og hvarf til jarð-
ar á tiltölulega löngum
tíma, 8-10 mínútum.
Henni var beinlínis stýrt
til glötunar.
Við upphaf rannsókn-
arinnar þótti mega úti-
loka að um hryðjuverk
hefði verið að ræða. Fljót-
lega fannst annar svörtu
kassanna (sem eru rauð-
leitir). Þegar tekist hafði
að ná upplýsingum úr
honum breyttist myndin
snögglega og varð mjög
óhugnanleg. Öruggt virt-
ist að aðstoðar-
flugmaðurinn, ungur
Þjóðverji, hefði viljandi
flogið vélinni inn í fjall-
garðinn. Á síðasta augna-
bliki lífs síns skynjuðu
farþegarnir óhugnanleg
örlög sín, því upptöku-
tækin námu skelfingar-
hróp þeirra skömmu áður
en vélin splundraðist.
Það koma margir aðilar
að því að tryggja öryggi
farþega í flugi. Nefna má
flugvélasmiði, flugvirkja,
flugumferðarstjóra,
veðurathugunarmenn og
fleiri. En ekki síst eiga
flugfarþegar sitt öryggi
undir því að stjórnendum
flugvélar megi treysta út
í hörgul. Er þá jafnan
fyrst og síðast hugsað til
hæfni þeirra, kunnáttu og
góðrar og stöðugrar þjálf-
unar.
Allmörg alvarleg flug-
slys hafa orðið vegna þess
að flugmenn hafa ekki
fyllilega fylgst með þró-
uninni og tryggt sér þjálf-
un gagnvart ólíklegustu
atvikum. Tölvur verða sí-
fellt stærri þáttur í flugi
nútímans. Á þeim
skamma viðbragðstíma
sem gefst hafa
þeir t.d. ekki
alltaf náð að
bregðast rétt
við, þegar tölv-
urnar hafa
svarað boðum
með óvæntum
hætti, t.d. vegna óeðli-
legrar ísingar í mælum og
þar með stefnt vélunum í
voða.
En þau dæmi eru einnig
til að flugmenn hafa af
ráðnum hug ákveðið að
granda sínum vélum.
Slíkt getur orðið nær
óviðráðanlegt og það þó
að annar flugmaður sé í
sínu sæti í flugstjórnar-
klefa, hvað þá ef sá trufl-
aði er einn. Eru örlög
egypskrar vélar undan
strönd Massachusetts-
fylkis í Bandaríkjunum
enn í fersku minni. Það
var hinn 31. október 1999
sem vélin fórst og allir
innanborðs, 217 farþegar
og áhöfn, létust.
Alþjóðlegir rannsóknar-
menn, einkum frá Banda-
ríkjunum, töldu hafið yfir
allan vafa að flugstjóri
vélarinnar hefði sjálfvilj-
ugur keyrt vélina í hafið.
Egypsk flugmálayfirvöld
hafa ekki enn viljað fall-
ast á þessa niðurstöðu og
nefnt aðra kosti til sög-
unnar.
Flugmaður sem tortím-
ir flugvél sinni er ekki
sjálfsvígsmaður. Hann
verður fjöldamorðingi á
sama augnabliki.
Þótt í tilviki þýsku vél-
arinnar hafi ekki verið um
hermdarverk að ræða, í
hefðbundnum skilningi
orðsins, áttu gömul
hermdarverk sinn þátt í
því að skilyrði sköpuðust
til verksins.
Eftir atburðina miklu
11. september 2001 varð
umbylting í öryggis-
kröfum vegna flugs. Þar á
meðal voru flugstjórnar-
klefar styrktir þannig að
nær ómögulegt væri að
þröngva sér inn í þá með
valdi. Flugstjóri þýsku
vélarinnar, sem hafði
brugðið sér frá, átti því
engan kost á að bregðast
við þegar aðstoðar-
flugstjórinn hleypti hon-
um ekki til baka inn í
flugstjórnarklefann.
Flugfarþegar búa al-
mennt við meira ör-
yggi en aðrir ferða-
langar, en þegar illa
fer er óhugnaðurinn
mikill}
Hörmulegt viljaverk
F
ormenn stjórnarandstöðuflokk-
anna hafa lagt fram þingsálykt-
unartillögu á Alþingi þess efnis
að þjóðaratkvæði fari fram
næsta haust um framhald um-
sóknarferlisins að Evrópusambandinu. Þetta
væri kannski ekki í frásögur færandi ef ekki
væri fyrir þá staðreynd að efni þingsályktun-
artillögunnar á sér enga stoð í stefnu flokk-
anna fyrir síðustu þingkosningar að Pírötum
undanskildum.
Raunar var sú leið sem kynnt er til sög-
unnar í þingsályktunartillögunni beinlínis af-
skrifuð af Samfylkingunni, Bjartri framtíð og
Vinstrihreyfingunni – grænu framboði fyrir
síðustu kosningar. Í tilfelli VG var hliðstæðri
tillögu við þingsályktunartillögu flokkanna nú
beinlínis hafnað af landsfundi flokksins. Þess í
stað var samþykkt að umsóknarferlið héldi áfram og því
sett ákveðin tímamörk.
Eðlilega hlýtur sú spurning að vakna hvort hér séu
ekki á ferðinni svik við kjósendur samkvæmt kokkabók-
um stjórnarandstöðuformannanna? Líkt og þeir hafa
sakað Sjálfstæðisflokkinn um, og eftir atvikum Fram-
sóknarflokkinn, fyrir að halda ekki þjóðaratkvæði um ör-
lög Evrópusambandsumsóknarinnar. Þingsályktun-
artillagan gerir jú ráð fyrir að málið verði sett í farveg
sem vinstriflokkarnir sögðu kjósendum fyrir síðustu
kosningar að yrði ekki gert fyrir þeirra tilstuðlan.
Sá grundvallarmunur er þó á að ásakanir í garð Sjálf-
stæðisflokksins snúa ekki að þeirri stefnu sem lands-
fundur flokksins samþykkti í aðdraganda síð-
ustu þingkosninga. Þar er skýrt kveðið á um
að umsóknarferlinu að Evrópusambandinu
verði hætt. Ásakanirnar snúa einungis að um-
mælum einstaka frambjóðenda Sjálfstæð-
isflokksins fyrir kosningarnar sem samrýmd-
ust ekki ályktun landsfundar. Þingsályktun
vinstriflokkanna gengur hins vegar bæði
þvert á ummæli frambjóðenda flokkanna og
kosningastefnu þeirra.
Óneitanlega rifjast upp framganga for-
ystumanna VG fyrir og eftir þingkosning-
arnar 2009. Landsfundur flokksins hafnaði
inngöngu í Evrópusambandið, frambjóð-
endur hans sögðu allt fram að kosningum að
ekki kæmi til greina að sótt yrði um inngöngu
á þeirra vakt en tveimur vikum síðar var
samþykkt að umsókn yrði send til sambands-
ins. Kjósendur VG voru eðli málsins samkvæmt granda-
lausir gagnvart þessari framgöngu rétt eins og kjós-
endur vinstriflokkanna nú. Ekkert benti til annars en að
flokkurinn myndi standa við þá stefnu sem boðuð var
fyrir kosningarnar.
Kjósendur ætlast eðlilega til þess að stjórnmálaflokk-
ar og frambjóðendur þeirra standi við það sem boðað er
fyrir kosningar. Væntanlega einkum samþykkta stefnu
flokkanna sem hlýtur að ganga framar ummælum ein-
stakra frambjóðenda ef ósamræmi er þar á milli. Í tilfelli
vinstriflokkanna var engu slíku ósamræmi fyrir að fara.
En eftir kosningar er hins vegar ákveðið að fara þvert
gegn því sem boðað var fyrir þær. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Svikin kosningaloforð?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Malín Brand
malin@mbl.is
Reglugerð um skráningu ogeftirlit með tjónaöku-tækjum verður tekin tilendurskoðunar og hafist
handa við það innan skamms. Þetta
er á meðal þess sem kom fram á
opnum fundi um umferðaröryggi,
sem haldinn var í húsakynnum Sjó-
vár í Kringlunni. Yfirskrift fund-
arins var Hvenær verður tjónaður
bíll skráður tjónabíll, en að undan-
förnu hefur nokkuð verið fjallað um
þá meinbugi sem eru á viðgerðum
tjónabíla og einkum og sér í lagi á
því hvernig eftirliti með þeim er
háttað. Erindi á fundinum héldu þau
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, Kristófer Ágúst Kristófers-
son, deildarstjóri tæknimála
ökutækja hjá umferðarsviði Sam-
göngustofu, og Auður Daníelsdóttir,
framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjó-
vár.
Endurmat og skráning
Farið var yfir þann fjölþætta
vanda sem blasir við þeim sem að
tjónabílum koma, hvort sem um er
að ræða hagsmunafélög neytenda,
lögreglu, Samgöngustofu, trygg-
ingafélög, verkstæði eða bílaparta-
sölur, svo einhverjir séu nefndir. Til
að mynda álitamál í tengslum við
sölu og kaup á bílum sem orðið hafa
fyrir tjóni, skráningu tjónabíla, við-
gerðarferli, bifreiðaskoðun og svo
má sannarlega velta því fyrir sér
hvernig eftirfylgni ætti að vera hátt-
að með þeim bílum sem seldir eru á
uppboðum eftir að þeir eru komnir á
götuna á nýjan leik.
Í reglugerð um gerð og búnað
ökutækja eru afar fáar málsgreinar
sem taka til tjónabíla og ekki skýrt
kveðið á um hvernig eftirliti með við-
gerðum á þeim skuli háttað. Á þetta
hafa ýmsir bent, meðal annars í
þingsal. Í nóvember síðastliðnum
beindi Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fyr-
irspurn til innanríkisráðherra um
skráningu og eftirlit tjónabíla. Fyr-
irspurnin laut meðal annars að því
hvort skýrar reglur og eftirlit væri
með skráningu tjónabifreiða á op-
inberum uppboðum sem og lok-
uðum.
Blikur á lofti
Í kjölfar umræðna fóru hjólin
að snúast og nú er staðan sú að inn-
anríkisráðuneytið hefur falið Sam-
göngustofu að endurskoða reglu-
verkið um tjónaökutæki.
„Það sem þarf að gera er að
endurskoða regluverk um tjónaöku-
tæki í heild sinni með hagsmuna-
aðilum til þess að öll viðfangsefni
tjónaökutækisins komi fram,“ sagði
Kristófer Ágúst Kristófersson,
deildarstjóri tæknimála ökutækja
hjá umferðarsviði Samgöngustofu, á
fundinum í Sjóvá. Hann segir að
hópurinn sem að þessum málum
kemur sé býsna stór. „Það þarf því
að halda mjög marga fundi til þess
að allir komist að með sín málefni og
nú er bara tímaspursmál hvenær við
byrjum á þessu,“ segir hann.
Öll ökutæki heyra undir reglu-
gerðina, ekki eingöngu bílar, eins og
oft hefur verið túlkað og því ljóst að
sjónarmið margra þurfa að koma
fram við vinnslu reglugerðarinnar.
„Það þarf mjög víðtækt samráð til
þess að þetta geti virkað í okkar
kerfi eftir það,“ segir Kristófer.
Ekki liggur fyrir hvort breytingar
verði skrifaðar inn í regluverkið og
bætt verulega í það eða hvort skrif-
uð verði ný reglugerð sem taki sér-
staklega til tjónaökutækja.
Regluverk um tjóna-
ökutæki endurskoðað
Morgunblaðið/Júlíus
Umferðarslys Því miður hefur mátt rekja nokkur alvarleg slys til lélegra
viðgerða á tjónabílum. Herða þarf eftirlit með skráningu og viðgerðum.
Árið 2014 voru skráð fimm
þúsund tjón á bílum og sjö
hundruð manns slösuðust.
Hér er aðeins átt við tjón sem
urðu hjá tryggingatökum Sjó-
vár og greiddi trygginga-
félagið rúmlega fimm millj-
arða króna vegna ökutækja-
tjóna.
Þetta eru háar tölur og ekki
má gleyma að í raun og veru
er eitt slys einu slysi of mik-
ið. Það ætti því að vera sem
flestra hagur að lækka þessar
tölur til muna.
Með því að auka eftirlit
með skráningum og við-
gerðum á tjónaökutækjum
mætti fækka áhættuþáttum
því um það verður varla deilt
að illa viðgerð tjónabifreið
getur verið dauðagildra í um-
ferðinni.
Vandvirkni
allra hagur
DREGIÐ ÚR TJÓNUM