Morgunblaðið - 31.03.2015, Page 1

Morgunblaðið - 31.03.2015, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 1. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  76. tölublað  103. árgangur  BÖRN FRÆDD UM SKYNDIHJÁLP OG SLYSAGILDRUR BÍLAR HRINGJA SJÁLFIR Í NEYÐARLÍNUNA HREINT ÚT SAGT MÖGNUÐ UPPFÆRSLA BÍLAR HYSTORY  38RAUÐI KROSSINN 10 Morgunblaðið/Eyþór Kjötsúpa Margir telja að kjötsúpa sé hinn eini sanni þjóðarréttur Íslendinga.  Sauðfjárbændur vilja að íslenskt lambakjöt verði viðurkennt sem þjóðarréttur Íslendinga. Tillaga um að fela stjórn samtakanna að vinna að þessu var samþykkt á nýaf- stöðnum aðalfundi. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssam- taka sauðfjárbænda, segir að eftir sé að skoða hvernig þessari sam- þykkt verði hrint í framkvæmd. „Þetta er ein af þeim skemmti- legu tillögum sem komu frá aðild- arfélögunum. Við munum fylgja þessu eftir,“ segir Þórarinn og nefnir að kanna þurfi hjá einhverju ráðuneytanna hvort hægt sé að fá slíka viðurkenningu. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, segir að þetta sé áhuga- verð hugmynd og hugsanlegt að nýta nýtt atkvæðagreiðslukerfi Hagstofunnar til að kanna hug fólks. »6 Lambakjöt verði viðurkennt sem þjóðarrétturinn Heilmikil vinna » Formaður atvinnuvega- nefndar segir að heilmikil vinna verði að fara yfir sjáv- arútvegsfrumvörpin. » Þau feli í sér miklar breyt- ingar, einkum varðandi makríl. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Veiðigjald á næsta fiskveiðiári á að skila 10,9 milljarða brúttótekjum, samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem afgreitt var úr ríkisstjórn í gær. Það er rúm- lega milljarðs króna hækkun á veiði- gjaldi á milli ára. Tekið verður upp eitt veiðigjald í stað tveggja áður. Veiðigjaldið mun áfram taka mið af afkomu útgerðar. Það verður staðgreitt og mun miðast við landaðan afla í stað þess að mið- ast við úthlutaðar aflaheimildir. Veiðigjaldið verður innheimt mánað- arlega. Veiðigjaldafrumvarpið er til þriggja ára og fellur þá úr gildi. Í frumvarpi um makrílveiðar, sem einnig var afgreitt í gær, er lagt til 10 króna tímabundið viðbótargjald á hvert kíló af makríl. Miðað við 150.000 tonna makrílafla myndi það skila 1,5 milljörðum króna í ríkissjóð. Þetta viðbótargjald á einungis að gilda í sex ár og er hugsað sem inn- göngugjald fyrir að setja makríl- stofninn inn í kvótakerfið. Úthlutun makrílkvóta verður tímabundin. 12,4 milljarða gjöld á ári  Veiðigjald á að skila 10,9 milljörðum á næsta ári  Sérstakt gjald á makríl gæti skilað 1,5 milljörðum á ári næstu sex árin  Makríllinn á að fara inn í kvótakerfið MGjald fyrir að kvótasetja »12 Eiginfjárvandi Sparisjóðs Vestmannaeyja breyttist í lausafjárvanda undir lok síðustu viku þegar við- skiptavinir sjóðsins tóku út af reikningum sínum 350 milljónir á fimmtudegi og samsvarandi upphæð degi síðar. Þá var orðið ljóst að erfitt myndi reynast að forða sjóðnum frá yfirtöku Landsbankans sem á þeim tíma vann að yfirtökutilboði á honum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var um þriðjungur úttektanna, rúm- ar 200 milljónir, tekinn út af reikningi greiðslumiðlunar- fyrirtækisins Borgunar hf. en fyrirtækið er að stærst- um hluta í eigu Íslands- banka. Úttektir síðustu tvo virka daga lið- innar viku námu um 20% af óbundn- um innstæðum eins og þær voru um mitt síðasta ár. »18 Áhlaup á sjóðinn  Dótturfélag Íslandsbanka tók rúmar 200 milljónir út úr sparisjóðnum í Eyjum Margir munu eflaust leggja land undir fót um páskana. Sumir hyggja á ferðir innanlands en aðrir til útlanda þar sem sólin yljar. Svo er líka ágætt að vera heima við og fá sér góðan göngutúr í svalri norðanáttinni eins og þetta fólk sem ljósmyndari myndaði á förnum vegi við Tjörnina. Reikna má með björtu veðri á suðurhelmingi landsins í dag og á morgun, en á norð- anverðu landinu er búist við snjókomu og skafrenningi í dag. Hressandi göngutúr í norðanáttinni Morgunblaðið/Kristinn Margir á faraldsfæti um páskana  Víkingur Heið- ar Ólafsson er nýskipaður list- rænn stjórnandi sænsku tónlist- arhátíðarinnar Vinterfest. Há- tíðin, sem haldin er í sænsku Döl- unum, er marg- rómuð en Vík- ingur Heiðar kveðst ætla að koma inn með nýjar áherslur, „jafnvel gjörningamynd- listarverk, vídeólist og þess háttar í bland við tónlistina“. »39 Víkingur Heiðar stjórnar Vinterfest Nýr Víkingur tekur við af Martin Fröst. Fjölskylda manns frá Sýrlandi sem búsettur er hér á landi ásamt ís- lenskri eiginkonu, má ekki heim- sækja þau hingað til lands. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði kæru- nefndar útlendingamála en til stóð að fjölskylda mannsins kæmi hing- að í brúðkaupsveislu hjónanna fyrir nærri tveimur árum síðan. Ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun vegabréfsáritunar fjöl- skyldunnar var kærð til innanrík- isráðuneytisins fjórum mánuðum síðar en ekki var unnið í málinu fyrr en tæpu einu og hálfu ári síðar. Hjónin undrast seinaganginn og ítrekuð svör frá ráðuneytinu á þessu tímabili um að kæran væri til skoðunar. Þau segjast hrygg vegna vinnubragðanna og telja að sýna mætti ríkari mannvirðingu í sam- skiptum við fólk við slíkar að- stæður. Ástæðurnar að baki synj- uninni eru þær að tilgangur ferðar fjölskyldunnar hingað til lands var dreginn í efa auk þess sem ástæða þótti til að efast um að fólkið sneri heim aftur að heimsókn lokinni vegna ástandsins í heimalandi þess. »14 Fjölskyldan má ekki koma í heimsókn  Frosti Sigur- jónsson, formað- ur efnahags- nefndar, segir fjölda erlendra sérfræðinga hafa lagt hönd á plóg- inn við ritun skýrslu um breyt- ingar á banka- kerfinu. „Þeim fannst mjög já- kvætt að forsætisráðherra Íslands léti vinna skýrslu um þetta málefni. Sem fullvalda þjóð með eigin gjald- miðil eru Íslendingar í góðri aðstöðu til að taka frumkvæði að því að gera raunverulegar endurbætur á pen- ingakerfinu.“ »16 Íslendingar leiði uppstokkun banka Frosti Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.