Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seðlabankinn þarf að búa yfir mun beittari stjórntækjum ef honum á að takast að tryggja fjármálalegan stöðugleika á Íslandi í framtíðinni. Þetta er ein af meginniðurstöðum í skýrslu Frosta Sigurjónssonar, for- manns efnahags- og viðskipta- nefndar, um íslenskt fjármálakerfi sem hann vann að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráð- herra sem sýndi efninu áhuga. Einn helsti sérfræðingur Bret- lands á þessu sviði ritar formála. Skýrslan er um 112 síður og skrifuð á ensku. Segir Frosti það gert til þess að erlendir sérfræðingar geti tekið þátt í umræðu um hana. Skýrslan innheldur samantekt á íslensku og mun Frosti kynna hana á blaðamannafundi í dag. Hann segir að svo lengi sem bank- ar á Íslandi geti búið til peninga sé meiri hætta á annarri fjármála- kreppu. Færa þurfi það vald frá bönkunum til Seðlabankans. Ekki búið að byrgja brunninn „Það hefur ekkert breyst í grund- vallaratriðum frá efnahagshruninu. Það er ekki búið að byrgja brunninn enn þá. Bankar hafa áfram getu til að blása í næstu kreppu. Bankar hafa bæði hvata og getu til að búa til peninga og seðlabönkum heimsins hefur ekki tekist að hemja þeirra peningamyndun með hefðbundnum stýritækjum. Við óbreytt kerfi þurfa seðlabankar að taka upp óhefð- bundnari aðferðir, til dæmis að banna bönkum að auka útlán of hratt og banna þeim að lána til spákaup- mennsku. Slíkt yrði óvinsælt. Núver- andi stjórntæki hafa hins vegar ekki reynst skilvirk. Í skýrslunni eru kynntar tillögur að róttækum breytingum. Þar segir meðal annars að peningamyndun sé of mikilvæg til að láta bankana eina um það verkefni. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að það verði að skoða ferli peningamyndunar og stjórn á henni, sem virðist hafa verið afskaplega lít- il. Dæmi um það er að á Íslandi nítjánfölduðu bankar peningamagnið á fjórtán árum. Seðlabanki Íslands hefði auðvitað aldrei lagt slíkt til út frá sjónarmiðum um verðstöðugleika og fjármálastöðugleika,“ segir Frosti sem leitaði til erlendra sérfræðinga við ritun skýrslunnar. Meðal þeirra er Adair Turner lá- varður, yfirmaður breska fjármála- eftirlitsins (FSA) 2008-13, sem ritar formála að skýrslunni. Þess má geta að Turner fór jafnframt fyrir stefnu- mótunarnefnd hjá Alþjóðafjármála- stöðugleikaráðinu, FSB, 2009-2013. Heimurinn berskjaldaður „Turner skrifar að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eftir alþjóða- fjármálakreppuna 2008 til að auka stöðugleika fjármálakerfa, með til dæmis auknum kröfum um eigið fé og lausafé, séu mikilvægar. Með þeim hafi hins vegar ekki tekist að fást við aðalvandann sem sé geta banka til að búa til skuldir, peninga og kaupmátt og sá óstöðugleiki sem leiðir af því fyrirkomulagi. Bönkum sé enn kleift að búa til peninga með því að veita lán og á meðan sé heimurinn áfram ber- skjaldaður fyrir fjármálalegum og efnahagslegum óstöðugleika í fram- tíðinni. Þetta á við um allan heim, ekki aðeins á Íslandi.“ – Hafa fleiri erlendir sérfræðingar en Turner lesið textann? „Já, það hafa nokkrir erlendir sér- fræðingar lesið yfir og komið með ábendingar. Það hefur bætt efnið til muna,“ segir Frosti. „Þeim fannst mjög jákvætt að forsætisráðherra Íslands léti vinna skýrslu um þetta málefni. Sem fullvalda þjóð með eig- in gjaldmiðil eru Íslendingar í góðri aðstöðu til að taka frumkvæði að því að gera raunverulegar endurbætur á peningakerfinu. Slíkar umbætur eru mun þyngri í vöfum hjá stórþjóðum og þær hafa ekki náð fram að ganga hingað til. Erlendis hefur brotaforðakerfið sætt vaxandi gagnrýni. Brota- forðakerfi felur í sér að bankar búa til peningamagnið að mestu leyti, en seðlabankar reyna að fjarstýra pen- ingamyndun þeirra. Brotaforða- kerfið sætti mikilli gagnrýni eftir kreppuna miklu 1929. Þá voru sér- fræðingar búnir að átta sig á því að það væri eitthvað að kerfinu, en í stað þess að breyta kerfinu, var ákveðið að draga úr óstöðugleika þess, t.d. með aðskilnaði fjárfest- ingabanka og viðskiptabanka. Svo gleymdist þessi hætta og eftir 1980 var farið að slaka á reglunum. Þá fór kerfið að sýna sitt eðli aftur. Síðan 1970 hafa orðið 147 bankakreppur í 114 löndum og orsakað þar samdrátt í efnahagslífi og auknar skuldir.“ Peningamyndun fari frá bönkum til seðlabanka  Formaður efnahagsnefndar skilar forsætisráðherra róttækum tillögum Morgunblaðið/Árni Sæberg Seðlabanki Íslands Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis tel- ur núverandi fjármálakerfi fela í sér hættu á reglubundnum óstöðugleika. Frosti Sigurjónsson Adair Turner Varð til eftir kreppuna » Alþjóðafjármálastöðug- leikaráðið var stofnað af G20- ríkjunum í kjölfar alþjóðafjár- málakreppunnar 2008. » Hún leysti af hólmi stofnun með sama hlutverk (FSF) sem G7-ríkin stofnuðu 1999. » Forystumenn helstu fjármálastofnana taka þátt í störfum ráðsins og er Mark Carney, bankastjóri Englands- banka, núverandi formaður þess. Ungur karlmaður hefur verið dæmd- ur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa birt fimm nekt- armyndir af fyrrverandi unnustu sinni á samskiptasíðunni Facebook. Myndunum fylgdi textinn: „Takk fyrir ad halda framhja mer sæta“, ásamt fullu nafni stúlkunnar sem var 17 ára gömul. Dómurinn var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Austurlands í síðustu viku og var manninum, sem nú er 19 ára, en var 18 ára þegar hann birti mynd- irnar, gert að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur og að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 600 þúsund krónur. Myndirnar hafði stúlkan sent manninum á meðan þau voru par en um var að ræða nærmyndir af bak- hluta og kynfærum konu. Í dómnum segir, að atvik málsins séu sambærileg við atvik sem um var fjallað í dómi Hæstaréttar frá árinu 2007 í máli þar sem maður var sak- felldur fyrir að taka nektarmyndir af stúlku án hennar vitneskju og sýna þær öðrum. Óumdeilt sé að birting myndanna hafi farið fram í algjöru heimildarleysi stúlkunnar sem hafði sent manninum þær í trúnaði meðan á kynferðislegu sambandi þeirra stóð. Ekkert hafi komið fram sem benti til annars en að birting myndanna hafi verið af kynferðislegum toga. Þegar refsingin yfir manninum var ákveðin var meðal annars litið til ungs aldurs stúlkunnar og alvarleika brotsins með hliðsjón af myndunum sjálfum og hversu auðvelt það er að dreifa myndunum. Á móti kom, að maðurinn var mjög ungur þegar brotið var framið, hann átti engan sakaferil að baki og játaði háttsemina strax. Þá fjarlægði mað- urinn myndirnar af samskiptasíðu sinni innan fárra mínútna eftir að þær birtust. Braut gegn stúlku með myndbirtingu Morgunblaðið/Styrmir Kári Facebook Maðurinn birti mynd- irnar á Facebook-síðu sinni.  Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Sérstakur saksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, en maðurinn er m.a. sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatts- skýrslum einkahlutafélags á lögmæt- um tíma. Samtals nemur fjárhæðin um 18 milljónum. Kæran, sem var gefin út í desember sl, er í tveimur liðum og tekur til áranna 2011 til 2013. Í fyrri lið ákærunnar er maðurinn sakaður um meiri háttar brot gegn skattalögum, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutafélags, með því að hafa ekki staðið skil á virð- isaukaskattsskýrslum félagsins á lögmæltum tíma. Einnig fyrir að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðis- aukaskatti sem var innheimtur í rekstri einkahlutafélagsins. Heildar- fjárhæðin nemur 9,4 milljónum króna. Í öðrum lið er maðurinn ákærður fyrir að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfs- manna einkahlutafélagsins. Samtals nemur fjárhæðin 8,7 milljónum króna. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Vísar til jafnræðisreglu Farið hefur verið fram á frávísun málsins, en ákærði telur að réttur hans til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið brotinn og vísar hann til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Maðurinn telur að annar einstakling- ur hafi borið ábyrgð við hlið hans á skattskilum félagsins. Sá einstakling- ur var ekki ákærður í málinu. Á mið- vikudag fer fram munnlegur mál- flutningur um frávísunarkröfuna. Sakaður um 18 milljóna skattsvik Morgunblaðið/Golli TÖLVUDEILD - ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568 1581 www.thor.is 115.0 00,-EB-W28 Skjáv arpi Einfaldur og öflugur skjávarpi sem hentar við flestar aðstæður, hvort sem er í skólastofu, fundarherbergi, á ferðinni eða heima í stofu. Virkar vel í dagsbirtu (3000 lumens) og sýnir skarpa og bjarta mynd. Líftími peru er allt að 5000 klukkutímar miðað við hefðbundna notkun, en allt að 6000 klukktímar í sparnaðarham. • 1280 x 800, upplausn (16:10) og allt að 320" myndsvæði (280 cm). • Birtustig 3000 lumens, 10000:1 skerpa (contrast). • HDMI, VGA, S-Video, USB 2.0, Composite ofl. tengimöguleikar. • Mögulegt að gera þráðlausan (aukahlutur). • Þægileg taska fylgir. EPSON EB-W28 Nánari upplýsingar um EPSON skjávarpa, prentara og fleiru tengdu EPSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.