Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, segir að hús- næðisfrumvörpin fjögur, sem hún hyggst leggja fram á þingi, séu mikilvægt skref í rétta átt til að greiða úr þeim vanda sem hefur ríkt á húsnæðis- markaði. Þau bæði skerpi á og bæti réttarstöðu leigjenda og leigusala. Sumt geti orðið um- deilt hjá fyrrnefnda hópnum, en annað hjá þeim síðarnefnda. Eygló kynnti ríkisstjórninni fjögur frumvörp um húsnæðismál í gær. Tvö þeirra voru afgreidd. Annað snýr að endurskoðun á lög- unum um húsnæðissamvinnufélög og hitt að breytingu á húsaleigu- lögunum. Hin frumvörpin tvö, um stofn- kostnað vegna félagslegs leiguhús- næðis og húsnæðisbætur, voru ekki afgreidd á ríkisstjórnarfundinum, en þau eru enn í kostnaðarmati hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í samtali í gærkvöldi sagði Eygló að ríkisstjórnin myndi von- andi afgreiða þau tvö frumvörp sem allra fyrst. Frestur til að leggja fram ný þingmál, sem eiga að komast á dagskrá fyrir sum- arhlé, rennur út í dag. „Ég er sannfærð um að þingið sé tilbúið að taka málin til meðferðar með af- brigðum ef það bregst að leggja þau fram fyrir tilskilinn tíma og fjármálaráðuneytið þarf meiri tíma til að fara yfir kostnaðarmatið,“ sagði Eygló. Hún sagðist jafnframt bjartsýn á að þingið afgreiddi þessi mál fyrir þingfrestun. Um afar þýðingarmik- il mál væri að ræða sem yrði að samþykkja fyrir sumarfrí. Bæta réttarstöðu leigjenda Frumvarpinu um breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög er ætlað að auðvelda slíkum fé- lögum að starfa hér á landi. Verður það gert með því að stuðla að sjálf- bærum rekstri félaganna á sama tíma og þeim sjálfum verði falið ákvörðunarvald um ýmis atriði sem hafa áhrif á rekstur þeirra. Eygló sagði að verið væri að nú- tímavæða lögin. Breytingarnar væru í takt við þær breytingar sem hefðu verið gerðar á Norðurlönd- unum með mjög góðum árangri. Hvað varðar breytingarnar á húsaleigulögunum, þá myndu þær bæta og skerpa á réttarstöðu leigj- enda og leigusala. Skerpt á stöðu leigjenda  Ríkisstjórnin afgreiddi í gær tvö frumvörp Eyglóar Harðardóttur um húsnæðis- mál  Hún vonast til að tvö önnur húsnæðisfrumvörp verði afgreidd sem fyrst Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Húsnæðisfrumvörpin fjögur hafa verið lengi í vinnslu.Eygló Harðardóttir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lestarstöð hefur verið sett inn á nýja þróunaráætlun Keflavíkur- flugvallar, svonefnt „masterplan“, við flugstöðina. Sjá má lestarlínuna og stöðina á meðfylgjandi mynd í rauðum lit. Í áætluninni er eins og fram hef- ur komið gert ráð fyrir mikilli upp- byggingu á flugvellinum. Áform um lestarsamgöngur milli höfuðborg- arinnar og Keflavíkurflugvallar og innan höfuðborgarsvæðisins eru einnig til umfjöllunar þessa dagana á Alþingi í tengslum við þings- ályktunartillögu Katrínar Jakobs- dóttur og fleiri þingmanna um könnun á hagkvæmni lestar- samgangna. Í nýrri umsögn Vegagerðarinnar segir að uppbygging hraðlestar- brautar milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins sé að miklu leyti óháð uppbyggingu létt- lestarkerfis innan höfuðborgar- svæðisins. „Þó er ljóst að megin- stoppistöð háhraðalestar hlýtur alltaf að tengjast stoppistöð létt- lestarkerfisins,“ segir í umsögn Vegagerðarinnar, sem telur æski- legt að huga sem fyrst að mögu- legri legu hraðlestarbrautar „og þó að hún verði líklega að miklu leyti neðan jarðar innan þéttbýlisins þarf að taka frá svæði í skipulagi,“ segir í umsögninni. Lestarstöð á skipulagi Keflavíkurflugvallar  Vegagerðin telur að æskilegt sé að hugað verði sem fyrst að mögulegri legu hraðlestarbrautar Lestarstöð á nýju skipulagi Keflavíkurflugvallar Heimild: Ráðgjöf og verkefnastjórnun Það var notalegt hjá þessari fjölskyldu sem hvíldi sig í einni brekkunni í Bláfjöllum í gær. Færið var eins og það gerist best, að sögn Magnúsar Árna- sonar, framkvæmdastjóra skíðasvæðanna. Í huga margra eru páskarnir tími skíðamennskunnar enda er páskahelgin jafnan ein sú mikilvægasta fyrir skíðasvæði landsins. Ef Bláfjöll verða opin og veður gott má búast við allt að 25 þúsundum manns yfir páskahelgina, 5000 manns á dag. Morgunblaðið/Eggert Búast við margmenni á skíðasvæðunum Gott færi og gaman í Bláfjöllum Samninga- viðræður Félags framhaldsskóla- kennara og ríkis- sáttasemjara ganga vel og má búast við að samningar náist á fundi í dag. „Þetta er algjör- lega á lokametr- unum,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Tekist hefur verið á um nýtt vinnumat sem var hluti af nýjum kjarasamningi sem félagsmenn felldu í lok febrúarmánaðar. Samn- ingar framhaldsskólakennara hafa verið lausir frá því en könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands leiddi í ljós að 78% framhalds- skólakennara við ríkisskóla vildu semja á grundvelli nýs vinnumats svo fremi sem það skilaði 11,3% launahækkun á samningstímanum. Að sögn Guðríðar eru fulltrúar Fé- lags framhaldsskólakennara að leggja lokahönd á samning sem fé- lagsmenn geti verið sáttir við. Gera ráð fyrir að semja í dag  78% vildu semja á grundvelli vinnumats Guðríður Arnardóttir Vegagerðin telur að eðlilegt sé að skipulagsmálin, bæði hvað varðar léttlestarkerfi og há- hraðalest, verði unnin mjög ýt- arlega áður en farið verður í frekari rannsóknir á kostnaði og hagkvæmni. Búast megi við að í lok árs 2016 muni liggja fyrir skipulagstillögur af hálfu sveit- arfélaganna, sem verði mik- ilvægar forsendur fyrir áfram- haldandi vinnu. Ýtarleg vinna LESTIR OG SKIPULAG Gísli Örn Bjarnhéðinsson, fram- kvæmdastjóri Búseta, segir að frumvarpið um endurskoðun á lögum um húsnæðissamvinnu- félög, sem afgreitt var úr ríkis- stjórninni í gær, sé löngu tíma- bært. Um sé að ræða mjög þarfar og nauðsynlegar breyt- ingar á lögunum. Frumvarpinu er ætlað að auð- velda starfsemi húsnæðissam- vinnufélaga hér á landi. Eygló sagði í samtali við mbl.is í gær- kvöldi að í raun væri verið að nútímavæða lögin. „Breytingarnar skýra ákveð- inn starfsramma fyrir félögin, skerpa á réttindum og skyldum búseturétthafa og skapa mögu- leika á sterkari og sjálfbærari rekstrargrundvelli fyrir félögin. Þau geti þá þróað sig betur eins og tíðkast hefur á Norðurlönd- unum,“ segir Gísli. Tímabærar breytingar NÚTÍMAVÆÐA LÖGIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.