Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 ÉÉg er nýorðin móðir í annað sinn,“ segir Una Sveinbjarnar-dóttir fiðluleikari sem eignaðist dóttur síðastliðið föstudags-kvöld. „Fram undan hjá mér eru því rólegheit um páskana, bækur, tónlist og kvikmyndir og náttúrlega mömmó. Það er rosalega hollt og inspírerandi að vera mamma. Svo ég er mjög þakklát þessum stúlkum í nipple-dæminu, þær ryðja brautina og ég get gefið brjóst út um allt. Við erum reyndar vön því að vera á Ísafirði um páskana á Aldrei fór ég suður og það er smá söknuður yfir því að geta ekki verið þar en maðurinn minn, Skúli Þórðarson, Skúli mennski, er þaðan. Hann var að senda frá sér nýja plötu sem heitir „Tíu ný lög sem gætu breytt lífi þínu í engri sérstakri röð“.“ Fyrra barn þeirra Skúla er Þórður sem er 6 ára gamall en hann er hæstánægður með litlu systur. Hvað með afmælisdaginn sjálfan, ertu búin að ákveða eitthvað sér- stakt þann daginn? „Þá ætla ég að fá mér rosalega góðan morgunmat, egg benedikt, hlusta á fallega tónlist og taka það gríðarlega rólega.“ Síðasta tónleikarnir sem Una hélt voru hluti af tónleikaröð í Hafnarborg. Þeir voru haldnir á konudaginn þar sem voru flutt verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Kaju Saariaho. „Mitt síðasta verk var að flytja sólóverk eftir Kaju og þá rak ég fiðlubogann aðeins í bumb- una. Það má því segja að þá hafi ég fengið rauða spjaldið um að taka mér smá pásu frá fiðlunni, en ég er með nokkrar hugmyndir sem ég er að vinna úr og það er gott að hafa ró og næði og intróvert stemn- ingu til þess.“ Una Sveinbjarnardóttir er fertug í dag Morgunblaðið/Einar Falur Fiðluleikari og tónskáld Una er með nokkrar hugmyndir í kollinum sem hún ætlar að vinna úr meðan hún sinnir móðurhlutverkinu. Eignaðist dóttur á föstudaginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Grindavík Katrín Ósk Tómasdóttir fæddist 27. október 2014 kl. 3.14. Hún vó 3.360 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðný Rut Hafsteinsdóttir og Tómas Tandri Jóhannsson. Nýr borgari F innbogi Leifsson fædd- ist 31. mars 1955. Hann gekk í barnaskóla í Varmalandi í Mýra- sýslu, fór síðan í gagn- fræðaskóla í Borgarnesi. Skóla- ganga hans varð ekki lengri þrátt fyrir að hann væri góður náms- maður, enda var hann þá orðinn stoð og stytta foreldra sinna í búskapn- um í Hítardal. „Ég var í sameiginlegum bú- rekstri með foreldrum mínum þar til við Erla hófum þar sjálfstæðan bú- skap fyrir nærri 30 árum.“ Hafa þau verið með sauðfjárbú, nú rúmlega 400 kindur, en þau hafa fækkað bú- stofni nokkuð hin síðari ár vegna veikinda Finnboga og vinnu Erlu ut- an bús. „Hítardalur er fjallajörð, af- skekkt á árum áður og að sumu leyti enn, þangað liggur holóttur malar- vegur, þar nást ekki útsendingar Finnbogi Leifsson, sauðfjárbóndi í Hítardal – 60 ára Við Jökulsárlón Finnbogi og Erla ásamt yngsta barni þeirra, Huldu Rún, við Jökulsárlón fyrir nokkrum árum. Afskekkt byggð án sjónvarps og farsíma Börnin Leifur, Hulda Rún og Tinna Kristín á réttardegi í Hítardalsrétt. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Hlaupakettir og talíur Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli - lyftigeta allt að 9000 kg. Rafdrifnar keðjutalíur - lyftigeta allt að 4000 kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.