Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Byrjaði sem sjálfboðaliði Hildur Tryggvadóttir Flóvenz segir námskeiðin jafnt fyrir stráka og stelpur. sinnum í viku, þrjá tíma í senn og yfirleitt seinni part dags. Hagnýt þekking Aðspurð hvort námskeiðin séu einkum ætluð verðandi barnapíum svarar Hildur neitandi. „En þau eru líka fyrir verðandi barnapíur,“ árétt- ar hún. „Námskeiðin Börn og um- hverfi eru afar hagnýt fyrir alla þá sem umgangast börn hvort sem það eru systkini eða annarra manna börn. Eftir námskeiðin eru unglingarnir ábyggilega betur í stakk búnir en ella til að ráða sig til slíkra starfa.“ Leiðbeinendur á námskeið- unum Börn og umhverfi eru leik- skólakennarar, kennarar og hjúkrunarfræðingar, en þeir síðastnefndu kenna skyndi- hjálp og fræða um slysa- gildrur í umhverfinu. „Nám- skeiðið skiptist í tvo hluta, annars vegar er kennt hvernig á að umgangast og koma fram við börn. Fjallað er almennt um þroska barna til átta ára aldurs, um samskipti, aga, hollar lífsvenjur, leiki og hentug leik- föng svo dæmi séu tekin. Hinn hlut- inn snýr að slysavörnum og -gildrum og fer allítarlega í skyndihjálp, sem getur verið mjög hagnýtt fyrir alla að kunna, ekki síst þá sem annast börn.“ Fleiri stelpur en strákar Að sögn Hildar hafa fleiri stelp- ur jafnan sótt námskeiðin Börn og umhverfi, yfirleitt séu um tveir strák- ar í hverjum hópi. „Það hefur samt sýnt sig að þeim finnst alveg eins gaman og stelpunum. Við hvetjum stráka eindregið til að skrá sig á þessi vinsælu námskeið þar sem þátttak- endur fá tækifæri til að spreyta sig og sækja sé þekkingu sem þeir fá ekki annars staðar,“ segir Hildur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Mercedes-Benz Glæsilegir notaðir eðalbílar Árgerð 2013, ekinn 24 þús. km, sjálfskiptur, dísil, 170 hö. Búnaður: Metallic lakk, Artico leðuráklæði, hlíf undir vél, hiti í framsætum, 16" álfelgur, hærri fjöðrun o.fl. Verð 6.490.000 kr. E 300 CDI HYBRID C 220 CDI Árgerð 2011, ekinn 84 þús. km, sjálfskiptur, dísil, 205 hö. Búnaður: Torfærupakki, inniljósapakki, krómpakki, metallic lakk, hlíf undir vél, fjarlægðarskynjarar, dráttarbeisli, sportpakki að innan ofl. Verð 5.790.000 kr. GLK 250 CDI 4MATIC Árgerð 2013, ekinn 13 þús. km, sjálfskiptur, dísil/Hybrid, 205 hö. Búnaður: Leðuráklæði, nálgunarvarar, sóllúga, 17” álfelgur, hiti í framsætum, Avantgarde pakki ofl. Verð 9.190.000 kr. Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16Bílaármögnun Landsbankans Hitt húsið býður upp á ókeypis Kundalini-jóga í dag í klukkutíma á milli kl. 17.30 og 18.30. Í allan vetur hefur Hitt húsið boðið upp á ókeypis Kundalini- jóga tvisvar í viku á sama tíma á þriðjudögum og fimmtudögum. Kundalini- jóga er sambland af jógaæfingum og hugleiðslu. Æfingakerfið ruddi sér til rúms á 20. öldinni og þykir hafa mjög góð áhrif á heilsuna jafnt andlegu sem líkamlegu en þetta er samofið, ekki aðskilið. Allir eru hvattir til að mæta og kynna sér þessa mannbætandi jógaiðkun. Ekki þarf að koma með neitt með sér annað en góða skapið. Ókeypis námskeið í Hinu húsinu Morgunblaðið/Ómar Kundalini-jóga bætir og kætir Kundalini-jóga Hver vill ekki ná jafnvægi með hjálp ókeypis jógatíma. Ferðaskrifstofan Kilroy heldur kynn- ingarfund í dag á Kaffi Sólon kl. 17 um ferðir til Afríku þar sem fólki gefst tækifæri til að starfa í sjálf- boðaliðastarfi. Kilroy er í samstarfi við tvenn samtök í Afríku sem bjóða upp á fjölbreytt verkefni tengd sam- félagsþjónustu og dýravernd í Gana, Kenýa, Suður-Afríku, Tansaníu og Úg- anda. Á fundinum eru gefnar upplýsingar um hvaða verkefni eru í boði og fólk sem hefur tekið þátt segir frá. Samfélagsþjónusta og dýravernd Samsett mynd/Ferðaskrifstofan Kilroy Afríka Kynning á sjálfboðaliðastarfi. Sjálfboðaliðastarf í AfríkuHera Lind Birgisdóttir fór ánámskeiðið Börn og umhverfi, í fyrra þegar hún var tólf ára. „Mamma vildi að ég færi svo ég gæti passað litlu systur mína, sem fæddist í júlí þegar ég var núbúin á námskeiðinu. Mér fannst það mjög fræðandi og mun ábyggilega kunna það sem ég lærði allt lífið,“ segir Hera, en henni kom mest á óvart hversu mörg leikföng geta verið hættuleg. Sum leikföng eru hættuleg HERA LIND BIRGISDÓTTIR Hera Lind Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.