Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 35
sjónvarps og farsímasamband er
ekki til staðar.“
Félagsmál
Finnbogi hefur tekið virkan þátt í
félagsmálastarfi. Hann hefur verið í
stjórn Búnaðarfélags Hraunhrepps
og síðar Búnaðarfélags Mýramanna.
Þá var hann formaður í Félagi sauð-
fjárbænda í Borgarfirði 1994-2000.
Hann hefur tekið mikinn þátt í starfi
ungmennafélagsins Björns Hítdæla-
kappa og var lengi formaður þess fé-
lags. Þá sat hann um tíma í stjórn
UMSB.
Finnbogi hefur í rúm 30 ár setið í
sveitarstjórnum og á þeim vettvangi
verið í ýmsum nefndum og stjórn-
um. Hann tók sæti í hreppsnefnd
Hraunhrepps 1984 á miðju kjör-
tímabili, sat þar næstu tvö kjör-
tímabil síðast sem oddviti hreppsins.
Árið 1994 var Hraunhreppur eitt af
þeim sveitarfélögum sem samein-
uðust í sveitarfélagið Borgarbyggð.
Tók Finnbogi þá sæti í sveitarstjórn
Borgarbyggðar fyrir Framsóknar-
flokkinn og hefur verið þar allar göt-
ur síðan, hann er því á sínu níunda
kjörtímabili í sveitarstjórn. „Það er
krefjandi verkefni að sinna sveitar-
stjórnarmálum, en ég er sérlega
ánægður með samstarf við fulltrúa í
sveitarstjórnum og starfsfólk sveit-
arfélagsins allan þennan tíma.
Ég hef ávallt haft áhuga á þjóð-
málum. Þá fylgist ég grannt með
íþróttaviðburðum og er knatt-
spyrnan þar í forgangi, er dyggur
stuðningsmaður Vals og Manchester
United. Bókalestur hefur verið í
uppáhaldi hvort sem um er að ræða
skáldsögur eða fræðibækur. Bæk-
urnar um íslenska knattspyrnu eru
ávallt tiltækar.“
Finnbogi verður að heiman í dag.
Fjölskylda
Sambýliskona Finnboga er Erla
Dögg Ármannsdóttir, f. 19.7. 1964,
viðurkenndur bókari og vinnur hjá
Stormi ehf. Foreldrar hennar: Krist-
ín Óskarsdóttir, f. 27.7. 1925, d. 22.8.
2012 og Ármann Bjarnfreðsson, f.
20.3. 1928, d. 9.6. 1988. Fósturfor-
eldrar: Hulda Tryggvadóttir, f. 5.2.
1927, d. 26.9. 2001 og Kjartan Hall-
dórsson, f. 5.3. 1917, d. 11. 8. 2004.
Börn Finnboga og Erlu: Leifur
Finnbogason, f. 23.9. 1989, af-
greiðslumaður, bús. í Hítardal;
Tinna Kristín Finnbogadóttir, 6.1.
1991, skákkona, íslenskufræðingur
og háskólanemi, bús. í Kópavogi,
maki: Sigurboði Grétarsson tónlist-
armaður; Hulda Rún Finn-
bogadóttir, f. 15.5. 1996, nemi við
Menntaskólann við Hamrahlíð, bús.
í Hítardal.
Systir Finnboga er Sigríður Leifs-
dóttir, f. 18.7. 1956, starfsmaður
Omnis, bús. í Borgarnesi, maki: Sig-
urður Arilíus Emilsson.
Foreldrar Finnboga: Leifur Finn-
bogason, f. 25.4. 1913, d. 17.10. 1991,
bóndi í Hítardal, og Guðrún Jóns-
dóttir, f. 23.11. 1925, húsfreyja í
Hítardal.
Úr frændgarði Finnboga Leifssonar
Finnbogi
Leifsson
Guðný Hannesdóttir
húsfreyja á Kvennabrekku
Helgi Helgason
bóndi í Syðri-Hraundal á Mýrum, síðar í Dölum, lengst á Kvennabrekku
Finnbogi Helgason
bóndi í Hítardal
Sigríður Teitsdóttir
ljósmóðir og húsfreyja í
Hítardal
Leifur Finnbogason
bóndi í Hítardal
Kristín Bergþórsdóttir
húsfreyja á Meiðastöðum í
Garði og í Rvík
Teitur Pétursson
skipasmiður í Garði og hafnsögumaður í Rvík
Þorsteinn Helgason
bóndi á Mel í Hraunhr., Mýr
Bjarni Þorsteinsson,
prestur, tónskáld og
þjóðlagasafnari á Siglufirði
Halldóra
Helgadóttir
húsfreyja á Svínhóli
í Miðdölum
Helgi Jóhannesson
aðalgjaldkeri
Rafmagnsv. Rvík
Hörður Helgason
fv. skólameistari
á Akranesi
Orri
Harðarson
rithöfundur
á Akureyri
Ingimundur
Jónsson
vélstjóri
Elías Svavar Jónsson
stöðvarstj. Pósts og
síma
Pétur Finnbogason skólastjóri á Dalvík og Akureyri
Gunnar Finnbogason skólastjóri í Reykjavík
Kristján Finnbogason verkstjóri og trésmiður á
Selfossi
Bergþór Finnbogason kennari á Selfossi
Héðinn Finnbogason héraðs-
dómslögmaður í Reykjavík.
Sigrún Dagmar
Elíasdóttir húsfreyja í
Borgarnesi
Sigurður Stefánsson
bóndi á Brúará
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja á Brúará við
Bjarnarfjörð
Halldór Jón Sigurðsson
bóndi á Brúará, Klúku og
Bjarnarnesi
Jórunn Agatha Bjarnadóttir
húsfreyja á Brúará, Klúku og Bjarnarnesi
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja í Hítardal
Bjarni Þorbergsson
bóndi á Bassastöðum
og Klúku
Guðrún Magnúsdóttir
húsfreyja á Bassastöðum og Klúku í Bjarnarfirði
Sigurður Ingimundarson fv.
körfuknattleiksmaður
Valur Ingimundarson fv.
körfuknattleiksmaður
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Steingrímur var sonur þjóð-skáldsins Matthíasar Joch-umssonar og konu hans Guð-
rúnar Runólfsdóttur. Hann fæddist í
Reykjavík 31. mars 1876 og ólst upp í
Odda á Rangárvöllum og á Akureyri.
Hann varð stúdent frá Lærða skól-
anum 1896 og var inspector scholae.
Steingrímur lauk námi í læknisfræði
frá Hafnarháskóla 1902. Eftir emb-
ættisprófið gerðist hann skipslæknir
hjá Austur-Asíufélaginu í eitt ár.
Hann lýsti reynslu sinni í bók sinni
„Frá Japan og Kína“. Hann var að-
stoðarlæknir héraðslæknisins á Ak-
ureyri 1902-03, og í Reykjavík 1905-
06 og kenndi þá einnig við læknadeild
HÍ. Hann var héraðslæknir og
sjúkrahúslæknir á Akureyri 1907-36
en starfaði síðan í Danmörku og í
Nexö á Borgundarhólmi til 1948.
Steingrímur þótti farsæll læknir.
Hann var með þeim fyrstu til að gera
keisaraskurð þar sem bæði barn og
móðir lifðu, bjargaði mannslífi með
því að bora gat á höfuðkúpu við ut-
anbastsblæðingu og innleiddi all-
margar nýjungar. Hann kunni vel að
meta góða hesta til að fara í vitjanir.
Hann var formaður sjúkra-
hússtjórnar á Akureyri, Rauða kross-
ins og slysavarnadeildar á Akureyri
um árabil.
Steingrímur varð landskunnur fyr-
ir ritstörf sín og kennslu. Hann skrif-
aði greinar í innlend og erlend lækna-
rit og kennslubækur í heilsufræðum
fyrir lærða sem leika. Nefna má ritin
Áhrif áfengis á líkama mannsins,
Heilsufræði, Ný matreiðslubók fyrir
fátæka og ríka, Freyjukettir og Frey-
jufár, Hjúkrunarfræði og lækn-
ingabók, Annað líf í þessu lífi.
Steingrímur var í uppvexti mikill
gleðigjafi foreldra og systkina. Hann
annaðist foreldra sína af mikilli alúð á
efri árum þeirra á Akureyri.
Steingrímur kvæntist Kristínu
Thoroddsen og eignuðust þau átta
börn og misstu tvær dætur og einn
son á unga aldri.
Steingrímur lést á Landspítalanum
27. Júlí 1948 og var bálför hans með
þeim fyrstu sem gerðar voru hér á
landi. Hann var jarðsettur í grafreit
foreldra sinna á Akureyri.
Merkir Íslendingar
Steingrímur
Matthíasson
95 ára
Þorsteinn Þorsteinsson
85 ára
Ásta Lovísa Pálsdóttir
Gunnar Pétursson
Sigurjón Guðmundur
Jóhannesson
80 ára
Hilmar Pálsson
Kristín Andrea
Schmidt
Theodóra Steinunn
Káradóttir
75 ára
Gísli Ólafur Pétursson
Hlíf Leifsdóttir
Jón Ólafur Hjartarson
70 ára
Guðmundur Hafliðason
Ingólfur Ingólfsson
Ragnar Þórðarson
Sigtryggur Eyfjörð
Benediktsson
Sigurbjörg Sveinsdóttir
60 ára
Díana Björk
Hólmsteinsdóttir
Guðmundur Örn Njálsson
Guðrún Sverrisdóttir
Gunnar Þorláksson
Hanna Kristinsdóttir
Helga Guðbjörg Skúladóttir
Helgi Svavar Reimarsson
Jóhann Viðar Jóhannsson
Linda Sjöfn Hreiðarsdóttir
Oddný Inga
Hólmsteinsdóttir
Ragnar Þór Arnljótsson
Sigrún Sigurðardóttir
Sölvi Steinn Alfreðsson
50 ára
Betty Wahl
Birgir Þór Birgisson
Harpa Björnsdóttir
Indriði Björnsson
Jóna Sigríður Einarsdóttir
Líney Ingvarsdóttir
Miroslaw Rzepnicki
Þórhallur Borgarsson
40 ára
Alicja Brygida Sadowska
Bragi Guðjónsson
Grzegorz Winiarski
Halldór Guðjónsson
Lilja Guðríður Karlsdóttir
Mario Arlovic
María Bjarnadóttir
Norbert Luszczewski
Ólafur Páll Höskuldsson
Sólveig Dagmar
Erlendsdóttir
Theódóra Bjarnadóttir
30 ára
Agnieszka Teresa Ploszaj
Andrea Maraschi
Anna María Halldórsdóttir
Arkadiusz Michal Dworak
Auður Adda Halldórsdóttir
Ellen Svava Rúnarsdóttir
Guðmundur Þór
Ármannsson
Karólína Kristín
Óskarsdóttir
Lilly Aletta Jóhannsdóttir
Linda Gunnarsdóttir
Malgorzata Wierzbicka
Natan Jónsson
Ragnar Þór Georgsson
Tinna Sædal Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Ólafur er Skaga-
maður og er vaktstjóri hjá
Elkem á Grundartanga.
Maki: Lára Björk Gísla-
dóttir, f. 1978, hjúkrunar-
fræðingur á HVE.
Börn: Aldís Birta, f. 2008,
Elmar Gísli, f. 2010, og
Viktor Ísak, f. 2013.
Foreldrar: Karvel
Karvelsson, f. 1952, pípu-
lagningameistari, og
Ólafía Ólafsdóttir, f. 1953,
d. 1993, húsmóðir á
Akranesi.
Ólafur Lindberg
Karvelsson
30 ára Helgi Gunnar er
Reykvíkingur og verk-
fræðingur hjá verk-
fræðistofunni Vatna-
skilum.
Maki: Kristín Líf Valtýs-
dóttir, f. 1985, verkfræð-
ingur hjá Marel.
Börn: Hákon Hrafn, f.
2013.
Foreldrar: Gunnar H. Eg-
ilson, f. 1949, þýðandi, og
Dagný Helgadóttir, f.
1949, arkitekt hjá Reykja-
víkurborg.
Helgi Gunnar
Gunnarsson
30 ára Gunnar er Keflvík-
ingur en býr í Rvík og er
lögfr. hjá Fjármálaeftirl.
Maki: Halldóra Þ. Hall-
dórsdóttir, f. 1986, er í
fæðingarorlofi.
Börn: Ardís Marela, f.
2003, Svava Lind, f.
2008, og Ásdór Þór, f.
2014.
Foreldrar: Ásgeir Eiríks-
son, f. 1957, lögfr. hjá
Sýslum. í Keflavík, og Ólöf
Jónsdóttir, f. 1960, heim-
ilisfr.kennari í Heiðarsk.
Gunnar Þór
Ásgeirsson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón