Morgunblaðið - 31.03.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Fermingar ná venjulega hámarki í kringum
páska. Á laugardaginn síðastliðinn fermdust 18
börn í Bessastaðakirkju en 43 börn fermast þar í
ár. Blíðskapar veður var þegar fermingarbörnin
gengu helgigöngu frá Bessastaðarstofu til kirkj-
unnar ásamt Sr. Hans Guðberg Alfreðssyni og
Margrétu Gunnarsdóttur djákna. Sr. Hans Guð-
berg segir fermingarnar í ár vera með þeim
stærstu sem haldnar hafa verið á Álftanesi á
undanförnum árum. Hann segir fermingabörnin
taka virkan þátt í kirkjunnar starfi sem hluta af
fermingarfræðslunni, mæta reglulega í sunnu-
dagaskóla og gefa mikið af sér í starfið. Hann
segir börnin mjög áhugasöm og einlæg í ákvörð-
un sinni um að fermast.
Hátíðleg stund í Bessastaðakirkju
Ljósmynd/María Birna Sveinsdóttir
Mikið um fermingar venju samkvæmt í kringum páska
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá
Reykjavíkurborg rann út á miðnætti
á sunnudag en samtals voru ríflega
1.300 störf laus til umsóknar. Alls
sóttu 2.700 einstaklingar um en sam-
kvæmt upplýsingum frá Reykjavík-
urborg sóttu margir einstaklingar
um fleiri en eitt starf svo umsóknir
eru samtals um átta þúsund.
Eygló Harðardóttir, félags- og-
húsnæðismálaráðherra, tilkynnti í
gær að hún myndi verja um 150
milljónum króna úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði til að standa straum
af sérstöku átaksverkefni fyrir
námsmenn í sumar.
Er átakinu ætlað að skapa störf
hjá opinberum stofnunum og sveit-
arfélögum, með líkum hætti og hefur
verið gert síðastliðin fimm sumur, og
mun Vinnumálastofnun sem fyrr
stýra átakinu.
Á næstu dögum mun stofnunin
senda bréf til forráðamanna stofn-
ana ríkisins og sveitarfélaga þar sem
þeir verða hvattir til að hefja und-
irbúning verkefnisins. Vonir standa
til að með átakinu muni skapast sam-
tals 365 störf í sumar fyrir náms-
menn sem skiptast á milli opinberra
stofnana og sveitarfélaga. Af þeim
verða 230 hjá opinberum stofunum
og 135 hjá sveitarfélögum.
Störfin verða auglýst á heimasíðu
Vinnumálastofnunar og með auglýs-
ingu í dagblöðum. Skilyrði fyrir
ráðningu er að námsmenn séu á milli
anna og verði 18 ára á árinu.
Átta þúsund umsóknir um
tæplega 1.300 sumarstörf
Morgunblaðið/Júlíus
Ráðhús Reykjavíkur Alls bárust
átta þúsund starfsumsóknir í ár.
Skapa 365 ný störf
fyrir námsmenn
Fiskistofa á samstarf við löndunar-
hafnir um vigtun og skráningu
landaðs afla. Niðurstöður vigtunar
á afla eru skráðar í aflaskráning-
arkerfið GAFL (Gagnagrunn Fiski-
stofu og löndunarhafna). Á fisk-
veiðiárinu 2013/2014 voru 61.584
landanir skráðar í aflaskráningar-
kerfið. Þetta er fækkun um 761
löndun frá fyrra ári eða 1,2% fækk-
un.
Eins og svo oft áður voru flestar
landanir í Sandgerði (4.306) en því
næst komu Grindavík (2.902),
Skagaströnd (1.788) og Stykk-
ishólmur (1.488), samkvæmt því sem
fram kemur í ársskýrslu Fiskistofu.
Fiski var oftast
landað í Sandgerði
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til
að heildarafli á grásleppuvertíðinni
2015 verði 6.200 tonn. Í fyrra var
gerð tillaga um 4.200 tonna afla.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda
(LS), sagði að meiri áhugi væri á
grásleppuveiðum nú en í fyrra. Þá
voru grásleppuleyfi 223 en Örn taldi
að þau gætu orðið um 300 nú.
Grásleppuvertíð er hafin fyrir
Norðurlandi og suður um Austfirði
og hafa um 100 bátar byrjað veiðar.
„Veiðin fór mjög vel af stað núna og
aflinn í byrjun vertíðar er miklu
meiri en hann var í fyrra og var hún
samt góð,“ sagði Örn.
Útflutningsverðmæti grásleppu-
afurða, hrogna og búka, var um 1,6
milljarðar í fyrra. Af því fengust 470
milljónir fyrir frosna grásleppu.
Stofnmæling botnfiska eða vorrall
Hafrannsóknastofnunar, sem er ný-
lokið, sýnir rúmlega 40% hækkun
stofnvísitölu grásleppu frá því í
fyrra, að sögn Hafrannsóknastofn-
unar. Stofnvísitalan náði lágmarki
2013 og hefur hún hækkað tvö ár í
röð. Stofnvísitalan er nú 9,05 og hef-
ur ekki verið hærri í níu ár.
Hlutfall stórrar grásleppu (45-55
cm) er enn lágt og er nú um 7%.
Nefna má að hlutfall stórrar grá-
sleppu var um fjórðungur fiska í
hrygningarstofninum í upphafi
stofnmælingarinnar árið 1985.
Vorrallið nú sýndi að dreifing grá-
sleppunnar er austlægari nú en í
fyrra. „Merkingar sýna að grá-
sleppan er á töluverðri hreyfingu
eftir að hún kemur upp á grunnin og
ferðast oft langar vegalengdir áður
en hún veiðist. Það er því líklegt að
einhver hluti grásleppunnar sem var
fyrir Austurlandi og austanverðu
Norðurlandi þegar stofnmælingin
fór fram muni dreifa sér víðar með
ströndinni,“ segir í frétt Hafrann-
sóknastofnunar.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Grásleppuvertíð hafin Vel hefur veiðst af grásleppu það sem af er og grá-
sleppan verið væn frá því að grásleppuvertíð hófst fyrir norðan og austan.
Grásleppustofninn 40% sterkari
Hafrannsóknastofnun leggur til að heildarafli verði 6.200 tonn Vertíðin
hefur farið mjög vel af stað og aflinn er miklu meiri en hann var í fyrra
Innréttingar & gólf
Gólfþjónusta Íslands • SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Sími 897 2225 • info@golfthjonustan.is • golfthjonustan.is
Sérsmíðum innréttingar fyrir þig
Mokveiði hefur verið af grá-
sleppu fyrir Norðurlandi, sér-
staklega á svæðinu frá Húsavík
og austur um að Vopnafirði, frá
því vertíðin byrjaði 20. mars.
„Þetta er með bestu árum
ábyggilega síðustu tíu ár,“
sagði Jón Tryggvi Árnason, sem
gerir út Margréti ÞH 55 frá
Kópaskeri. Þeir eru þrír á, skera
grásleppuna um borð og koma
með hrognin og fiskinn í land.
„Það er mokveiði um allt eftir
því sem ég heyri og grásleppan
er mjög stór,“ sagði Jón
Tryggvi. „Ég er bjartsýnn á veið-
ina en sölumálin hafa verið í
hálfgerðum ólestri undanfarin
ár. Maður er ekki spenntur fyrir
því að það verði veitt eitthvert
óhemju magn.“
Mokveiði
fyrir norðan
MEÐ BESTU ÁRUM Í 10 ÁR
Aflaverðmæti
þorsks á síðasta
fiskveiðiári nam
rúmum 53 millj-
örðum króna
sem er aukning
um 5,3 milljarða
frá fyrra fisk-
veiðiári eða
11%, samkvæmt
því sem kemur
fram í ársskýrslu Fiskistofu. Verð-
mæti ýsuaflans jókst um 670 millj-
ónir eða um 5,7%. Aflaverðmæti
makríls jókst um rétt tæpan millj-
arð eða 7%.
Á fiskveiðiárinu 2013/14 fór
mestur hluti þorskaflans í land-
frystingu eða um 99,4 þúsund tonn
(41,5%). Næst mest fór í söltun eða
rúmt 51 þúsund tonn (21,1%) og tæp
36 þúsund tonn (15%) voru sjófryst.
Aflaverðmæti þorsks
53 milljarðar króna