Morgunblaðið - 31.03.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Æ skemmra er að verða á milliSamfylkingar og Vinstri-
grænna eftir að báðir flokkar hafa
ýmist svikið kjósendur sína eða kú-
vent í afstöðu til sinna hjartans
mála.
Einhver mestupólitísku svik
sögunnar, þessi þeg-
ar Steingrímur J.
bakkaði frá margí-
trekuðum skýrum
loforðum um að
fara ekki í aðild-
arviðræður að
loknum kosn-
ingum 2009, voru
fyrsta skrefið í þá átt að
afmá muninn á VG og Samfylkingu.
Steingrími tókst að hrekja ESB--andstæðingana úr flokknum og
fá þá sem eftir voru til að fylkja sér
um kíkja-í-pakkann-stefnuna til að
þóknast Samfylkingunni.
Og nú hefur Samfylkingin stigiðafgerandi skref í átt til VG með
því að ómerkja alla fyrrverandi
olíumálaráðherra flokksins og
hafna olíuleitar- og olíuvinnslu-
stefnu sem flokkurinn fylgdi af stað-
festu um árabil.
VG er nú líka aftur orðinn and-vígur olíuleitinni eftir að Stein-
grímur J. hafði sjálfur heimilað
hana, þvert á vilja flokksins, líkt og
var um aðildarumsóknina að ESB.
Eftir þessar sviptingar er ljóst aðfá grundvallarmál skilja að
þessi tvö flokksbrot Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags.
Og þegar horft er til þess að for-menn og helstu forystumenn
beggja flokksbrotanna koma úr Al-
þýðubandalaginu, er þá ekki tilvalið
að sameina loks kraftana?
Væru ekki tvö brot
stærri en eitt?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 30.3., kl. 18.00
Reykjavík -2 skýjað
Bolungarvík -4 skýjað
Akureyri -2 skýjað
Nuuk -12 snjóél
Þórshöfn 4 léttskýjað
Ósló 5 léttskýjað
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Stokkhólmur 2 skúrir
Helsinki 1 slydda
Lúxemborg 8 heiðskírt
Brussel 8 léttskýjað
Dublin 10 skýjað
Glasgow 3 skúrir
London 11 léttskýjað
París 12 skúrir
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 7 skýjað
Berlín 6 skúrir
Vín 10 léttskýjað
Moskva 0 alskýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 25 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 23 heiðskírt
Róm 17 skýjað
Aþena 15 skýjað
Winnipeg 2 skýjað
Montreal 2 snjókoma
New York 5 alskýjað
Chicago 12 léttskýjað
Orlando 20 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
31. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:50 20:15
ÍSAFJÖRÐUR 6:51 20:24
SIGLUFJÖRÐUR 6:34 20:07
DJÚPIVOGUR 6:19 19:45
Mannanafnanefnd hafnaði á fundi í
síðustu viku umsókn um millinafnið
Beinteins. Segir nefndin í úrskurði,
að nafnið Beinteinn sé til sem
eiginnafn karlmanns í íslensku.
Beinteins sé eignarfallsmynd þess
nafns og því óheimilt að fallast á
það.
Nefndin samþykkti meðal annars
karlmannsnöfnin Aðalvíking og
Móa og kvenmannsnöfnin Eskju og
Rósalíu. Nefndin hafnaði hins veg-
ar beiðni um eiginnafnið eða milli-
nafnið Builiener. Var niðurstaðan
sú, að þetta nafn uppfyllti ekki skil-
yrði laga um mannanöfn þótt ein
íslensk kona beri nafnið nú.
Meðal nafna sem manna-
nafnanefnd samþykkti voru Kai,
Arngarður og Mói. Þótt Kai sé ekki
ritað í samræmi við almennar rit-
reglur íslensks máls telst það hafa
unnið sér hefðarrétt en sex íslensk-
ir karlar heita þessu nafni.
Mannanafnanefnd féllst einnig á
beiðni konu um að taka upp kenn-
ingu til móður sinnar, sem heitir
Tetyana. Óskaði konan eftir því að
rita kenninafnið Tönyudóttir. Þá
var einnig fallist á beiðni konu um
að taka upp kenningu til föður síns,
sem heitir Lorenz, og óskaði eftir
því að rita kenninafnið Lórenzdótt-
ir.
Eignarfallsmynd nafns hafnað
Nöfnin Aðalvíkingur og Rósalía
meðal þeirra sem samþykkt voru
Hvað á barnið að heita? Skírnar-
fontur í Hafnarfjarðarkirkju.
Haraldur Briem
sóttvarnalæknir
lætur af störfum
í haust en hann
verður sjötugur
í sumar. Starfið
var auglýst til
umsóknar um
helgina og verð-
ur ráðið í það
frá 1. sept-
ember. Haraldur
hefur sinnt starfinu í átján ár eða
allt frá því embættið var stofnað
með lögum árið 1997. Í samtali við
Morgunblaðið játar Haraldur að
af þeim sökum hafi hann vissulega
mótað embættið á þessum átján
árum.
Í auglýsingu segir að embætti
landlæknis beri ábyrgð á fram-
kvæmd sóttvarna undir yfirstjórn
ráðherra. Við embættið skuli
starfa sóttvarnalæknir sem ber
ábyrgð á sóttvörnum.
Þá segir að umsækjendur skuli
hafa sérfræðimenntun í læknis-
fræði, þekkingu á smitsjúkdómum
og faraldsfræði þeirra og
stjórnunarreynslu, og er leitað að
einstaklingi með góða samskipta-
og leiðtogahæfileika.
Haraldur
Briem
Lýkur 18
ára starfi
Hefur gegnt emb-
ættinu frá upphafi
Ecco Biom Terrain
Stærðir: 40-47
Verð kr. 31.995
Ecco Biom Terrain
Stærðir: 36-41
Verð kr. 31.995
Frábærir í útivistina
ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 5538050
STEINAR WAAGE KRINGLAN
WWW.SKOR.IS