Morgunblaðið - 31.03.2015, Page 9
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Andlát 41 árs gamals manns sem
fannst í íbúð sinni á föstudag eftir að
hafa látist fyrir um tveimur mán-
uðum vekur spurningar um íslenskt
samfélag. Framkvæmdastjóri í
þjónustumiðstöð í Breiðholti sem
unnið hefur að verkefnum sem
stuðla að nánari tengslum á milli
fólks í samfélaginu segir að svona
sorgleg mál sýni að efla megi tengsl
á milli fólks.
Hann bendir þó á að félagsleg ein-
angrun geti verið flókin við að eiga
og fólk hafi rétt á því að hafna allri
aðstoð, kjósi það svo. „Ég held að
svona mál segi okkur að almennt
megum við efla tengslin, bæði í
gegnum félagasamtök og stofnanir.
Svona sorglegar fréttir sýna að
kannski mættum við láta okkur
varða meira hvert um annað. Ég
held að við þurfum líka að skoða það
betur hvernig kerfin okkar vinna.
Við sem einstaklingar erum ákveðin
afurð sem er afleiðing þess hvernig
við skipuleggjum okkar samfélag,“
segir Óskar Dýrmundur Ólafsson,
framkvæmdastjóri hjá Þjónustu-
miðstöðinni í Breiðholti.
Ekki allir sem vilja hjálp
Hann bendir á að oft sé erfitt við
það að eiga þegar fólk einangrist í
samfélaginu. Ekki vilji allir hjálp frá
stofnunum og því geti alltaf komið
upp atvik á borð við það sem upp
kom á föstudag. „Við lítum á þetta
sem verkefni sem við erum alltaf að
fást við og erum mjög meðvituð um
það að fólk getur einangrast. Hér í
Breiðholti sendum við til að mynda
bréf til allra nýrra íbúa til að mynda
tengsl og benda fólki á leiðir til að
hafa samband til stuðnings og þjón-
ustu,“ segir Óskar. Hann segir að
mál lík því sem upp kom á föstudag
séu sjaldgæf. „En við þurfum samt
að vera á tánum gagnvart þessu,“
segir Óskar.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir
að á síðustu árum hafi félagsleg ein-
angrun farið vaxandi. „Það skiptir
auðvitað miklu máli, bæði gagnvart
andlegri og líkamlegri heilsu, að fólk
haldi tengslum við fjölskyldu,“ segir
Anna. Hún segir að eftir kreppu sé
meira álag á fólki á vinnumarkaði.
Fyrir vikið geti verið erfiðara fyrir
fólk að finna stund til þess að sinna
ættingjum. „Svo vilja þeir sem eiga
við geðræn vandamál að stríða
kannski sinna 30% vinnu, en það eru
mjög fá slík störf í samfélaginu í dag.
Slík störf geta þó skipt sköpum fyrir
fólk upp á félagsleg samskipti,“ seg-
ir Anna.
Hún bendir á að ýmis félög bjóði
upp á félagsleg úrræði fyrir fólk sem
á við geðrænan vanda að stríða.
Nefnir hún t.a.m. Hlutverkasetur og
Hugarafl í Borgartúni, Geysi í Skip-
holti og Vin á Hverfisgötu.
Sýnir að mikilvægt er fyrir sam-
félagið að efla tengsl á milli fólks
Fannst tveimur mánuðum eftir andlát Stundum erfitt að eiga við einangrun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samfélag Félagsleg einangrun hef-
ur aukist í samfélaginu undanfarið.
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
www.facebook.com/spennandi
Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16
Ný sending frá
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Dömublússur
8.900 kr. Str. M–XXXL
Kíktu á úrvalið
í vefversluninni
á michelsen.is
Laugavegi 15 - 101 Reykjavík
Sími 511 1900 - www.michelsen.is
FOSSIL
36.700 kr.
Daniel Wellington
24.500 kr.
CASIO
5.700 kr.
JACQES LEMANS
19.900 kr.
Fallegar
fermingar-
gjafir
ASA HRINGUR
13.400 kr.
ASA LOKKAR
7.800 kr.
ASA HÁLSMEN
19.300 kr.
Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is
Opið þriðjudag og miðvikudag 11.00 – 18.00
Skoðið friendtex.is
Allt að 70%
afsláttur
Dúndursala
Opið skírdag
12.00-16.00
Páll Halldórsson, formaður BHM,
segir ekkert ganga í viðræðum fé-
lagsins við stjórnvöld og verkfalls-
boðun á fimm ríkisstofnunum
standi enn. Eins og kunnugt er
sendi fjármála- og efnahagsráðu-
neyti fimm aðildarfélögum bréf
þess efnis að atkvæðagreiðsla og
verkfallsboðun félaganna hefði ver-
ið ólögleg. Voru félögin jafnframt
hvött til þess að afturkalla boðun
verkfalls. Nú hefur ríkið ákveðið að
stefna félögunum fyrir Félagsdóm
vegna ólögmætar verkfallsboðun-
ar.
Páli er ekki mikið um vinnu-
brögð stjórnvalda gefið og segir
þau einblína á formsatriði í stað
samningaviðræðna við félögin.
Sakar hann stjórnvöld um að tefja
fyrir samningaviðræðum með klók-
indum. Þá segir hann vinnubrögð
og yfirlýsingar stjórnvalda einung-
is hafa hert félagsmeðlimi í kjara-
baráttu sinni en djúp gjá sé á milli
deiluaðila, BHM og ríkisins.
Vilja BHM félögin semja til
tveggja og þriggja ára og lægstu
laun hækki um 48%, eða úr 269.700
kr í 400 þúsund kr, að sögn Gunn-
ars Björnssonar formanns samn-
inganefndar ríkisins. Myndu slíkar
hækkanir dreifast yfir þriggja ára
tímabil er um að ræða 9% hækkun
á ári að mati ríkisins.
Áætlaðar eru viðræður milli full-
trúa BHM og ríkisins á morgun,
miðvikudag, og á Páll von á að
formsatriði atkvæðagreiðslna og
verkfallsaðgerða verði til umræðu.
Sakar stjórnvöld
um að tefja fyrir
mbl.is
alltaf - allstaðar