Morgunblaðið - 31.03.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Fyrir hartnær tuttugu árumskráði Hildur Tryggva-dóttir Flóvenz sig á um-hverfisnámskeið Rauða
krossins í Þórsmörk. Þar lærði hún
meðal annars um framandi menning-
arheima, einnig skyndihjálp og ekki
síst almennt um starfsemi Rauða
krossins, sem hún heillaðist af.
Enda hefur hún allar götur síðan
verið viðloðandi félagið, fyrst sem
sjálfboðaliði í unglingastarfinu og svo
sem starfsmaður á ýmsum sviðum,
„bara þar sem kraftarnir nýttust
best,“ upplýsir hún. Um þessar
mundir virðast þeir nýtast best í
deildum Rauða krossins í Hafnarfirði
og Garðabæ. Í verkahring Hildar er
meðal annars umsjón með nám-
skeiðum, ekki ósvipuðum þeim sem á
sínum tíma hrifu hana til starfa hjá
Rauða krossinum.
Fimmtán á hverju námskeiði
„Ég hef ekki tölu á öllum þeim
börnum og unglingum sem hafa sótt
námskeiðin Börn og umhverfi frá því
Rauði krossinn hóf að bjóða upp á
þau fyrir um tveimur áratugum.
Námskeiðin njóta vaxandi vinsælda,
ég giska á að samtals hafi hátt á
fjórða þúsund krakkar tekið þátt,“
segir Hildur.
Fimmtán krakkar tólf ára og
eldri eru á hverju námskeiði, sem
haldin eru í öllum bæjarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu og víða úti á
landi.
Að venju hefjast námskeiðin í
lok mars þetta árið og standa fram í
júní. Hvert námskeið er alls tólf
klukkustundir, en kennt er fjórum
Börn læra um börn
og skyndihjálp
Rauði krossinn stendur fyrir fjölbreytilegum námskeiðum allan ársins hring, jafnt
um framandi heima sem og nærumhverfið. Námskeiðin Börn og umhverfi hafa
verið vel sótt um tveggja áratuga skeið af krökkum á aldrinum tólf til sextán ára,
sem hvort tveggja vilja læra að bjarga fólki í nauð og annast um sér yngri börn,
nær og fjær.
Dúkkur Þátttakendur fá dúkkur til að æfa sig í meðferð ungbarna.
Ungmennastarf Námskeið Rauða kross Íslands eru svipuð og annars staðar
í heiminum, en alls staðar er lögð áhersla á skyndihjálp.
Í dymbilvikunni, sem nú er gengin í
garð, nýta margir tímann til að
föndra og búa til eitthvað fallegt sem
gleður augað á páskunum. Á þessari
vefsíðu er að finna ótal hugmyndir að
hvers kyns páskaföndri og ekki síst
páskalegri matseld. Kanína hefur
löngum verið tengd við páskana og
því er tilvalið að búa til fallega bleika
pönnukökukanínu.
Það er ekki eins erfitt og það lítur
út fyrir að vera ef myndum og leið-
beiningum er fylgt í þaula sem eru á
vefsíðunni. Galdurinn felst í því að
nota túbu með góðri sprautu sem
deigið er sett inn í og því sprautað á
bökunarplötu, sem er svo bökuð inni í
ofni. Eftir það er kanínan skreytt að
vild.
Þetta á eflaust eftir að slá í gegn
hjá yngstu kynslóðinni og ekki verra
ef hún tekur líka þátt í að búa kan-
ínuna til.
Vefsíðan www.iheartnaptime.net/bunny-pancakes-tutorial/
Kanína Þessa kanínu er einfalt að útbúa og hægt að leggja hana sér til munns.
Bragðgóð pönnukökukanína
Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í
félagsvísindum við Háskólann á Ak-
ureyri, heldur í dag fyrirlestur kl. 17 í
Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi,
undir yfirskriftinni Hin fullkomna
kvenímynd.
Þar mun hún fjalla um félagslega
og menningarlega mótaðar hug-
myndir um kvenleika og með hvaða
hætti þær birtast í menningu og list-
um. Jafnframt ætlar Hildur að tala
um listakonur sem hafa notað list-
sköpun til að miðla pólitískri ádeilu á
útlitskröfur samtímans.
Aðgangur á fyrirlesturinn er
ókeypis.
Endilega…
…fræðist um
kvenímynd
Fyrirlestur Hildur Friðriksdóttir
fræðir um hina fullkomnu kvenímynd.
Páskahátíðin fer ekki fram hjá dýr-
unum í dýragarðinum í Hannover í
Þýskalandi. Dýrin fengu mörg hver að
gæða sér á dýrindis páskaeggjum að
gefnu tilefni. Inni í páskaeggjunum,
sem eru úr pappa, var ýmislegt góð-
gæti að finna, til dæmis var kjöt inni í
eggi skunksins sem nefnist Lavender.
Nafngiftin vísar eflaust til hins góða
ilms sem skunkar gefa alla jafna frá
sér.
Simpansinn var einnig ánægður en
hann fékk þó ekki kjöt. Hann opnaði
pappaeggið af mikilli kunnáttu og
tíndi innihaldið upp í sig.
Páskaegg í dýragarðinum í Hannover
Dýrin fengu kjöt og ýmislegt
góðgæti og líkaði það mjög vel
AFP
Skunkur Þetta er skunkurinn Lavender en hann fékk kjöt í sínu páskaeggi.
Nammi Simpansinn var mjög ánægður
með innihaldið í páskaegginu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Láttu okkur létta
undir fyrir
næstu veislu
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haleiti@bjorg.is • Sími 553 1380
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Serviettu- og
dúkaleiga
Gardínuhreinsun
Dúkaþvottur