Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 Gæði og þægindi síðan 1926 D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12 . Katrín Júlíusdóttir hefur ásamt fjór- um öðrum þingmönnum Samfylking- arinnar lagt fram þingsályktunartil- lögu á Alþingi um að fela ríkis- stjórninni að leggja fram frumvarp um niðurfellingu gjalda á vistvænt eldsneyti sem framleitt er innan- lands, til ársins 2020, sem og á inn- flutta rafmagns-, vetnis- og tvinnbíla. Er afnám virðisaukaskatts þá undan- þegið en önnur opinber gjöld eiga að falla niður þar til því takmarki hefur verið náð að 10% bílaflotans noti vist- væna orkugjafa. Hlutfallið í dag er um 1%. Þingályktun af þessu tagi hefur áð- ur verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Að sögn Katrínar var því bætt við núna að gjöldin yrðu aflögð á inn- flutning vistvænna bíla. Hún segir að sér sé vel kunnugt um að nú þegar séu gjöld felld niður á vistvænt elds- neyti, framleitt á Íslandi. Þær heim- ildir hafi verið tímabundnar en þings- ályktunartillagan gangi fyrst og fremst út á að halda afnámi gjaldanna alveg þar til 10% markinu hefur verið náð. „Gjaldfrelsið á ökutækjunum er einnig til staðar en það er verið að framlengja það alltaf ár í senn. Til- lagan gengur út á að stöðugleiki verði á gjaldfrelsinu þar til 10% hefur verið náð, þannig að menn geti stólað á það. Til þessa hefur Alþingi verið að fram- lengja þessar heimildir með skömm- um fyrirvara og enginn stöðugleiki verið til staðar um hversu lengi við ætlum að halda þessu,“ segir Katrín. Í hennar tíð sem iðnaðarráðherra kom út skýrsla Grænu orkunnar, verkefnisstjórnar um orkuskipti í samgöngum. Er þingsályktunartil- lagan hluti af þeirri aðgerðaáætlun sem verkefnisstjórnin kynnti, m.a. um að Ísland væri skuldbundið mark- miðinu um 10% hlut endurnýjanlegr- ar orku í samgöngum árið 2020, sam- kvæmt tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins. bjb@mbl.is Afnám gjalda þar til 10% verði náð  Samfylkingin með þingsályktun á ný um vistvænt eldsneyti Morgunblaðið/Eggert Orkumál Katrín og Guðbjartur Hannesson meðal flutningsmanna. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frumvörp Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, um veiðigjald og um makrílveiðar, voru afgreidd úr rík- isstjórn í gær. Eftir það voru þau kynnt á þingflokksfundum ríkis- stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi taldi að frumvörpunum yrði dreift á Alþingi í dag og því yrði hægt að taka þau á dagskrá eftir páska. Eitt staðgreitt veiðigjald Sigurður Ingi sagði að gjaldtaka veiðigjalds yrði í sjálfu sér óbreytt frá síðasta ári og byggðist á sömu aðferðafræði. Af- komustuðlar eru notaðir til að dreifa gjaldinu eftir mismunandi afkomu einstakra fisktegunda. Í fyrra var reiknað á grund- velli EBT (hagn- aðar fyrir skatta), m.a. að óskum út- gerðarinnar. Bætt EBT-afkoma fyrirtækjanna á milli ára veldur því að gert er ráð fyrir 10,9 milljarða brúttótekjum af veiðigjaldinu á næsta fiskveiðiári sem er hækkun um rúman milljarð frá fyrra ári. Per- sónuafsláttur og skuldaafslættir eru nokkurn veginn þeir sömu. Vegna staðgreiðslu veiðigjaldsins geta þeir lækkað lítillega. Tekið verður upp eitt veiðigjald í stað tveggja áður. Það verður stað- greitt og mun miðast við landaðan afla í stað þess að miða gjaldtökuna við úthlutaðan afla. Innheimtan verður í höndum innheimtumanna ríkissjóðs líkt og innheimta trygg- ingagjalds. Veiðigjaldið verður inn- heimt mánaðarlega. Breytingar verða á útreikningum á grunnafslætti og skuldaafslætti. Nú eru tvö ár eftir af gildistíma skuldaafsláttarins. Sigurður Ingi sagði að næstu tvö ár yrði áfram byggt á upplýsingum Hagstofunnar um hag veiða og vinnslu. Eftir það eiga töluleg gögn að fást beint úr skattskýrslum fyrirtækjanna og er því gerð krafa um upplýsingagjöf í frumvarpinu. Veiðigjaldafrumvarpið er til þriggja ára. „Þá fellur það úr gildi og þess vegna er mikilvægt að nýtt fyr- irkomulag taki gildi að þeim tíma loknum,“ sagði Sigurður Ingi. Makríllinn kvótasettur Hann sagði að lengi hefði verið ljóst að hlutdeildarsetja þyrfti makrílinn. Umboðsmaður Alþingis hefði m.a. bent á í áliti s.l. sumar að sú skylda hefði kviknað ekki síðar en 2011. „Með þessu frumvarpi um makrílinn erum við að bregðast við því,“ sagði Sigurður Ingi. Makrílhlutdeildum verður úthlut- að til sex ára hverju sinni. Á meðan ekki verður tekin önnur ákvörðun mun hver úthlutun gilda í sex ár. Þannig mun úthlutun næsta árs einnig gilda í sex ár. Það er m.a. gert vegna óvissuþátta varðandi makríl- inn. Sigurður Ingi benti á að ósamið væri um stofninn á milli strandríkj- anna. Í öðru lagi hefði ganga makríls inn í íslensku efnahagslögsöguna varað í 8-9 ár. Makríllinn væri á hreyfingu bæði norður og vestur þótt umtalsvert magn væri í ís- lenskri lögsögu væri óvíst hvað gerð- ist í framtíðinni. Í þriðja lagi hefðu tilteknar útgerðir valið að stefna rík- inu vegna veiðistjórnunar síðustu ára á grundvelli þess sem síðasta rík- isstjórn gerði. „Við reiknum með að á þessum tíma ljúki því og þá sé þeirri óvissu eytt líka,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði menn einnig vona að þá hefðu náðst samningar um makrílinn. Þá yrði einnig komin lengri reynsla á það hversu lengi makrílstofninn væri á íslenskum miðum. Viðbótargjald á makríl Í frumvarpinu er lagt til viðbótar- gjald á makríl, 10 krónur á hvert kíló. „Makrílnum verður úthlutað tíma- bundið, eins og stendur í stjórnarsátt- málanum að stefnt skuli að,“ sagði Sigurður Ingi. Viðbótargjaldið er því aðeins lagt á til sex ára. Hann sagði það hugsað sem inngöngugjald fyrir að makrílstofninn færi inn í kvótakerf- ið eins og aðrir stofnar. Sigurður Ingi sagði ljóst að makríl- veiðar hefðu verið arðsamar og að með hlutdeildarsetningunni mundi arðsemin aukast. „Það er ljóst að innan makrílveið- anna liggur renta sem er horfin úr hinu kerfinu. Þar hafa hlutirnir gengið kaupum og sölum í 30 ár. Í makrílnum er renta sem myndast með framsals- heimild sem gerist við hlutdeildar- setninguna. Að mati okkar er sjálfsagt að land og þjóð njóti þess líka,“ sagði Sigurður Ingi. Ekki verða gerðar afgerandi breyt- ingar á skiptingu makrílkvótans á milli skipaflokka og veiðarfærategunda, að sögn Sigurðar Inga. Hann sagði að í frumvarpinu væri byggt á þeirri hug- mynd að úthluta tvenns konar veiði- heimildum. Inn í stóra kerfið fara 90% aflaheimilda í makríl. Tíundi hluti makrílkvótans verður tekinn í tvo potta til sérstakrar úthlutunar. Útgerðir sem telja sig vera frum- kvöðla í manneldisvinnslu makríls á fyrstu árum makrílveiðanna munu geta sótt um viðbótarheimildir í pott sem geymir 5% kvótans. Öðrum 5% kvótans verður úthlutað til þeirra sem veiddu makríl á línu og handfæri á síðustu vertíð. Bátar sem veiddu makríl á króka veiddu um 4,6- 4,7% makrílaflans í fyrra þannig að þeirra hlutur mun aukast. Gjald fyrir að kvótasetja makríl  Frumvörp um veiðigjöld og makríl afgreidd úr ríkisstjórn  Veiðigjald á að skila 10,9 milljarða brúttótekjum  Makrílnum verður úthlutað tímabundið Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Á miðunum Vestmannaeyjaskipin Sighvatur Bjarnason og Huginn VE á loðnumiðunum undan Suðurlandi í vetur. Jón Gunn- arsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður at- vinnuvega- nefndar, segir að nefndar- innar bíði heilmikil vinna við að fara yfir forsendur frumvarpanna og meta áhrif þeirra á atvinnu- greinina. „Það er auðvitað markmið beggja stjórnarflokka að vera ekki með íþyngjandi veiðigjöld, heldur að hafa þau þannig að greinin geti áfram dafnað og vaxið og skilað góðu fyrir þjóðarbúið.“ Frumvörpin feli í sér miklar breytingar, sér- staklega varðandi makrílinn. Mikil vinna framundan FRUMVÖRP RÁÐHERRA Jón Gunnarsson Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.