Morgunblaðið - 31.03.2015, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
n
m
6
7
4
6
0
Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is
OPNUNARTÍMI UM PÁSKANA
VÍNBÚÐIRNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG AKUREYRI
Þriðjudagur 31. mars 11-18
Dalvegur, Skeifan og Skútuvogur 10-20
Miðvikudagur 1. apríl 11-19
Dalvegur, Skeifan og Skútuvogur 10-20
Skírdagur LOKAÐ
Föstudagurinn langi LOKAÐ
Laugardagur 4. apríl 11-18
Páskadagur LOKAÐ
Annar í páskum LOKAÐ
Tónlistarmaðurinn Megas mun á
miðvikudag klukkan 18 flytja tvo
Passíusálma í Grafarvogskirkju við
undirleik Hilmars Arnars Agnars-
sonar, organista.
Þá mun Mörður Árnason, vara-
þingmaður, lesa úr nýrri bók, sem
hann hefur unnið um Passíusálm-
ana.
Á föstudaginn langa frá kl. 13 til
18 mun Sigurður Skúlason, leikari,
lesa alla sálmana 50. Tónlistaatriði í
umsjá Hákonar Leifssonar verða á
milli sálma.
Sigurður hefur síðastliðin 6 ár
flutt alla Passíusálmana í Saurbæj-
arkirkju á Hvalfjarðarströnd á
föstudaginn langa.
Á föstudagskvöld mun Rúv sýna
mynd um þrenna tónleika, sem
haldnir voru í Grafarvogskirkju fyr-
ir páskana á síðasta ári en þá flutti
Megas lög sem hann hefur samið við
alla Passíusálmana.
Passíu-
sálmarnir
fluttir
Allir sálmarnir
lesnir á föstudag
Morgunblaðið/Ómar
Sálmasöngur Megas flutti alla
Passíusálmana fyrir síðustu páska.
Skíðagöngumót í Fljótum, svokallað Fljótamót á vegum
ferðafélags Fljóta, verður haldið öðru sinni á föstudaginn
langa, 3. apríl, og hefst kl. 13. Skráning í mótið fer fram á
staðnum, við félagsheimilið Ketilás, frá kl. 11.30 til 12.30
þann dag.
Stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður í Fljót-
um eftir góðar viðtökur um páskana í fyrra, segir Björn Z.
Ásgrímsson, einn aðstandenda mótsins.
Í fyrra mættu rúmlega 50 keppendur til leiks á öllum
aldri, eða frá 4 til 74 ára. Að auki kom fjöldi áhorfenda; að-
standendur keppenda og gestir, samtals um 200 manns.
Keppendum verður skipt niður eftir aldursflokkum og
vegalengdum, 1 km, 5, 10 og 20 km.
Að sögn Björns er lögð áhersla á að fá alla fjölskylduna
til þátttöku en að keppni lokinni er efnt til kaffisamsætis
og lokahófs í Ketilási, þar sem fram fer verðlauna-
afhending og happdrætti.
Von er á gömlum og nýjum skíðaköppum, bæði fyrrver-
andi og núverandi ólympíuförum, sem og byrjendum á öll-
um aldri. Mótstjórn verður í höndum Birgis Gunnarssonar.
Markmið mótsins er að stuðla að vexti og viðgangi skíða-
íþróttarinar á svæðinu og aukinni ferðamennsku í Fljótum.
Björn getur þess að í ár eru 110 ár frá því að fyrsta skíða-
mótið hérlendis fór fram, þ.e. í Fljótum árið 1905 en þá
stóðu Fljótamenn og Siglfirðingar saman að framkvæmd
þess. Þátttakendur voru 20 og keppt var í brekkurennsli af
Barðshyrnu og niður á jafnsléttu. Ólafur Gottskálks kom
fyrstur í mark og fékk 25 kr. í verðlaun, sem þótti gott þá.
Gengið aftur í Fljótum
Ljósmynd/Vignir
Skíðaganga Frá fyrsta skíðagöngumóti ferðafélags Fljóta á síðasta ári.
Ræst verður skammt frá Ketilási kl. 13 á föstudaginn langa, 3. apríl nk.
Fljótamót í skíðagöngu endurtekið á föstudaginn langa
Áratugalöng
hefð er fyrir
samkirkjulegri
útvarpsguðs-
þjónustu á
skírdagsmorgun
kl. 11 í umsjá
samstarfs-
nefndar krist-
inna trúfélaga á
Íslandi.
Guðsþjónustan
fer að þessu sinni fram í Seltjarn-
arneskirkju og er, eins og und-
anfarin ár, helguð alþjóðlegum
bænadegi kvenna.
Flutt verða bænarefni frá Ba-
hamaeyjum. Hjördís Kristinsdóttir,
flokksforingi Hjálpræðishersins í
Reykjavík, flytur hugleiðingu.
Friðrik Vignir Stefánsson annast
orgelleik og félagar úr Kammerkór
Seltjarnarneskirkju leiða almennan
söng. Fulltrúar samstarfsnefndar
kristinna trúfélaga og alþjóðlegs
bænadags kvenna lesa. Guðsþjón-
ustuna leiða sr. Bjarni Þór Bjarna-
son og sr. María Ágústsdóttir.
Samkirkjuleg
útvarpsguðs-
þjónusta
Seltjarnar-
neskirkja.