Morgunblaðið - 31.03.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Lífræn Jurtablanda
• Bætir meltinguna
• Brýtur niður fitu í fæðunni
• Hjálpar gegn brjóstsviða
• Dregur úr uppþembu
• Vatnslosandi
• Virkar fljótt
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
sem léttir
meltinguna
SVIÐSLJÓS
Malín Brand
malin@mbl.is
Hjónin Guðný Harpa Hallgríms-
dóttir og Mohamad Khattab biðu í
tæp tvö ár eftir úrskurði um hvort
ættingjar Mohamads mættu ferðast
hingað til lands til að vera viðstaddir
brúðkaupsveislu þeirra hjóna.
Mohamad er frá Sýrlandi og þar býr
fjölskylda hans. Hann kvæntist Guð-
nýju Hörpu í Noregi fyrir þremur
árum og ákváðu þau að halda veisl-
una þegar þau hefðu komið sér fyrir
á Íslandi. Dagsetning veislunnar var
10. júní 2013 en enginn úr fjölskyldu
Mohamads var viðstaddur þar sem
gestum var synjað um vegabréfs-
áritun til Íslands. Hjónin kærðu
ákvörðun Útlendingastofnunar til
innanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið
hafði ekki úrskurðað í málinu þegar
kærunefnd útlendingamála tók til
starfa í byrjun árs. Kærunefndin
kvað upp úrskurð sinn í síðustu viku,
þann 26. mars, og þar er hin tæplega
tveggja ára ákvörðun Útlend-
ingastofnunar staðfest.
Ólík fjölskylduform
Mohamad segir að sér þyki leitt
að þetta skuli vera niðurstaðan. „Það
er hryggilegt að fjölskylda mín megi
ekki koma hingað til lands og fagna
með okkur en það sem mér þykir
nánast verra er sú lítilsvirðing og
niðurlæging sem okkur var sýnd
með þessum langa biðtíma. Ekkert
var gert í næstum tvö ár“ segir
Mohamad. Lítum aðeins á hver saga
þessa unga manns, Mohamads
Khattab, er. Hann fæddist árið 1982
og ólst upp hjá afa sínum, frænku,
frænda og konu hans auk tveggja
sona þeirra síðastnefndu. Faðir
Mohamads lést í stríði í Líbanon við
störf sín sem fréttaljósmyndari. Það
var skömmu áður en Mohamad
fæddist. Móðir hans skildi drenginn
eftir nýfæddan hjá föðurfjölskyld-
unni og fór á brott. Fólkið sem hér
var talið upp, að móðurinni undan-
skilinni, er það fólk sem boðið var til
brúðkaupsveislu þeirra Guðnýjar
Hörpu og Mohamads. Eiginleg fjöl-
skylda hans samanstendur því ekki
af hinu hefðbundna formi foreldra
og systkina. Í niðurstöðu nefnd-
arinnar er þess þó sérstaklega getið
að tengsl Mohamads við boðsaðila
séu ekki með þeim hætti sem ákjós-
anlegt sé til að unnt sé að veita vega-
bréfsáritun. Þar segir orðrétt að
mikilvægt sé „að um skýr og náin
fjölskyldutengsl sé að ræða til að
hægt sé að veita vegabréfsáritun“.
Getur Ísland verið öðruvísi?
Mohamad er lögfræðingur að
mennt og vann sem lögfræðingur áð-
ur en hann kom til Evrópu. Nú er
hann í frekara námi því hann ætlar
að sérhæfa sig í afbrotafræði og
refsirétti. Þau hjónin eru bæði með
lögheimili hér og hefur Mohamad
sótt um íslenskan ríkisborgararétt.
„Ég fór frá Sýrlandi fyrir sjö árum
síðan og hef þar af leiðandi ekki hitt
fjölskyldu mína í sjö ár. Sjálfur get
ég ekki farið til Sýrlands vegna
stjórnvalda og ástandsins þar. Fjöl-
skylda mín hafði tök á að koma hing-
að og var með alla pappíra í lagi. Þau
sýndu fram á að allt væri til fyrir-
myndar hjá þeim: Gild ferðaskilríki,
nóg af peningum inni á bankareikn-
ingum, greidda flugmiða og höfðu
fullnægt þeim skilyrðum sem gerð
voru,“ segir Mohamad.
Fjölskylda hans er ágætlega stæð,
allir eru í fastri vinnu og búa í eigin
húsnæði. Fjölskyldan sýndi að auki
fram á að hún ætti rúmlega 60.000
dollara inni á bankareikningi í Sýr-
landi en að sögn Mohamads er gerð
krafa um að 20.000 dollarar séu inni
á bankareikningi þeirra sem hyggj-
ast ferðast frá Sýrlandi til Evrópu.
„Þau biðu með allt sem þurfti til
ferðalagsins í næstum tvö ár á með-
an við hjónin fórum fjölmargar fýlu-
ferðir til innanríkisráðuneytisins þar
sem við fengum þau svör að verið
væri að vinna í máli okkar. Niður-
stöðu væri að vænta í næstu viku eða
næsta mánuði. Síðar kom í ljós að
ekkert af þessu var rétt því það var
ekki fyrr en í síðasta mánuði sem
farið var að skoða málið. Og nú hefur
fjölskyldu minni verið neitað. Þau
mega ekki koma í heimsókn til Ís-
lands því það er talið vafa blandið
hvort þau snúi aftur heim af því að
þau búa í Sýrlandi,“ segir Mohamad.
Hann segir afleitt að vita til þess
að embættismenn á Íslandi hafi
ítrekað logið að þeim hjónum með
því að segjast vera að vinna í málinu
í svo langan tíma án þess að aðhafast
nokkuð. „Ég hélt að Ísland væri
öðruvísi en löndin í kring og að hér
væri mannvirðing í hávegum höfð.
Mér þykir líka mjög miður að hér á
landi sé ekki meira umburðarlyndi
gagnvart fólki sem er frá Sýrlandi
og svæðinu í kring. Allir eru settir
undir sama hatt og talin ástæða til
að ætla að fólk snúi ekki aftur til
heimalandsins að heimsókn lokinni,“
segir Mohamad Khattab sem segist
staðráðinn í að fara lengra með mál-
ið fyrir hönd fjölskyldunnar og leita
réttar þeirra út frá mannréttinda-
málum.
Morgunblaðið/Kristinn
Áritun Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um vegabréfsáritun á grundvelli þess að Ísland viðurkenndi ekki
ferðaskilríkin. Þau eru nú viðurkennd hér á landi en eftir sem áður var ákvörðunin staðfest í síðustu viku.
Fjölskyldan fékk ekki að
mæta í brúðkaupsveisluna
Segir vonbrigði að Ísland sýni ekki mannvirðingu í málum ríkisfangslausra
Mannréttindi Hjónin Guðný Harpa Hallgrímsdóttir og Mohamad Khattab hafa
unnið að mannréttindamálum hjá Rauða krossinum og við flóttamannahjálp.
Eftir að kærunefnd útlendingamála
tók til starfa í ársbyrjun var mál
fjölskyldu Muhamads Khattab tekið
til meðferðar en nefndin er sjálf-
stæð stjórnsýslunefnd sem sinnir
kærum vegna ákvarðana um út-
lendingamál.
Að sögn formanns nefndarinnar,
Hjartar Braga Sverrissonar, eru
flest mál er lúta að ferðaleyfum eða
vegabréfsáritunum afgreidd í
sendiráðum og ræðismanns-
skrifstofum í viðkomandi ríkjum.
„Ísland er með samning við Dan-
mörku, Noreg og fleiri ríki um að
afgreiða vegabréfsáritanir frá
mörgum löndum og þegar sendi-
ráðið er í vafa um hvort það eigi að
veita vegabréfsáritun talar það við
Útlendingastofnun sem tekur
ákvörðunina,“ segir Hjörtur og þá
ákvörðun er hægt að kæra til
nefndarinnar. Fæstar ákvarðanir
fara þó þá leiðina og segir Hjörtur
að nefndin sjái aðeins brot þessara
ákvarðana, eða um tíu prósent.
„Það sem við skoðum fyrst og
fremst er hvort samræmi sé á beit-
ingu Schengen-reglnanna milli
Schengen-ríkjanna. Við lítum mikið
til þess sem nágrannaríkin gera og
önnur Schengen-ríki. Við skoðum
frá hvaða landi menn koma, hvaða
aðstæður eru í því landi og hvort
menn hafi sterk tengsl við það land
því það er verið að meta líkurnar á
því hvort fólk snúi aftur,“ segir
Hjörtur og bætir við að einnig séu
skoðuð tengsl fólksins við aðila hér
á landi og ástæður fyrir komunni.
„Þetta fer inn í heildstætt mat til að
meta hættuna á að menn verði leng-
ur hér.“ Hjörtur segir að stór hópur
landa sé á lista yfir þau lönd sem
áhættan sé talin mikil. Listinn er
notaður í sumum landanna sem
nefndin hefur til hliðsjónar við úr-
lausn slíkra mála.
Ríkisfangs-
laust fólk
Hvað gera hin
Schengen-ríkin?
Reuters
Schengen Frá undirritun sam-
komulags í Brussel árið 1998.
Til grundvallar þeim niðurstöðum
er nefndin komst að í máli fjöl-
skyldu Mohamads Khattab voru lög
um útlendinga nr. 96/2002 ásamt
reglugerð um vegabréfsáritanir nr.
1160/2010, Schengen-samning-
urinn og verklagsreglur hans.
Er m.a. í niðurstöðu úrskurðar
vísað í 6. og 7.mgr.6.gr útlend-
ingalaga um að vegabréfsáritun
skuli ekki veitt „ef ástæða er til að
véfengja uppgefinn tilgang ferðar
útlendings hingað til lands eða rétt-
mæti upplýsinga sem hann hefur
veitt,“ segir orðrétt í úrskurðinum.
Ennfremur segir þar að „íbúar Sýr-
lands tilheyri þeim hópi ein-
staklinga sem líklegir eru til að
dvelja lengur innan Schengen-
svæðisins en þeim er heimilt sam-
kvæmt vegabréfsáritun.“
Því féllst nefndin á mat Útlend-
ingastofnunar frá því 29. maí 2013
„að ástæða sé til að efast um að
kærandi hyggist snúa aftur til
heimalands að lokinni heimsókn“
og því ekki hægt að verða við um-
sókninni um vegabréfsáritun. Þessi
niðurstaða varð ljós rúmum 17
mánuðum eftir að innanríkisráðu-
neytinu barst kæra í málinu.
Tilgangur
vefengdur