Morgunblaðið - 31.03.2015, Síða 18
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Rétt um 700 milljónir króna voru
teknar út af reikningum í Sparisjóði
Vestmannaeyja á fimmtudag og
föstudag í liðinni viku og rýrði það
lausafé sjóðsins um helming. Úttekt-
ir hvors dags námu rétt um 350
milljónum króna. Einn viðskiptavin-
ur Sparisjóðsins tók um þriðjung
fjárhæðarinnar út. Í tilkynningu
sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér í
fyrradag segir að sjóðurinn hefði
ekki haft bolmagn til að tryggja
nægjanlegan aðgang að lausu fé á
komandi dögum, hefði hreint útflæði
innstæðna haldið áfram í svipuðum
mæli. Sú staðreynd varð þess
valdandi, ásamt öðrum veikleikum í
starfsemi sjóðsins, að FME ákvað
um helgina að hefja samrunaferli
Sparisjóðs Vestmannaeyja ses. og
Landsbankans hf. Segir í tilkynn-
ingu frá FME að það sé gert til að
koma „í veg fyrir frekara tjón fyrir
viðskiptavini sjóðsins, stofnfjáreig-
endur og skattgreiðendur“.
Þegar áhlaupið hófst á Sparisjóð-
inn breyttist vandi hans úr því að
vera fyrst og fremst tengdur eigin-
fjárstöðu hans og varð í kjölfarið
einnig lausafjárvandi.
Þyngsta höggið
Af þeim 700 milljónum sem teknar
voru út fyrir liðna helgi tók einn við-
skiptavinur sjóðsins út rétt um
þriðjung heildarupphæðarinnar, eða
rúmar 200 milljónir króna, í einni
millifærslu. Samkvæmt áreiðanleg-
um heimildum Morgunblaðsins var
það greiðslumiðlunarfyrirtækið
Borgun hf. sem flutti fjármuni sína
af reikningum Sparisjóðsins í kjölfar
frétta af veikri eiginfjárstöðu hans.
Borgun er að stærstum hluta í eigu
Íslandsbanka sem á 63,47% hluta-
fjár í fyrirtækinu. Annar stærsti eig-
andi Borgunar er Eignarhaldsfélag
Borgunar ehf. sem á 25,48% en aðrir
hluthafar eiga minna og er Spari-
sjóður Vestmannaeyja í þeim hópi.
Ekki er langt síðan Landsbankinn
losaði um hlut sinn í fyrirtækinu.
Nokkrir stórir aðilar, m.a. fyrir-
tæki og stofnanir í Vestmannaeyj-
um, héldu að sér höndum í lok vik-
unnar þrátt fyrir fréttir af slæmri
stöðu Sparisjóðsins. Heimildir
Morgunblaðsins herma að þau hafi
ekki tekið út verulegar fjárhæðir af
reikningum sínum í sjóðnum, að
undanskildum reglubundnum hreyf-
ingum sem ekki verða tengdar þeirri
stöðu sem upp var komin vegna end-
urmats á útlánasafni sjóðsins.
Íslandsbanki stór í Eyjum
Íslandsbanki hefur mjög sterka
stöðu í Vestmannaeyjum og er útibú
hans þar í bænum umfangsmikið og
þjónustar mörg stór fyrirtæki á
svæðinu. Forveri Íslandsbanka, Út-
vegsbankinn, rak umfangsmikla
starfsemi í útibúi sínu í bænum á
sinni tíð eða allt þar til hann rann
saman við Iðnaðarbankann, Alþýðu-
bankann og Verslunarbankann árið
1990. Ljóst er að helsti samkeppnis-
aðili Íslandsbanka í Eyjum verður
Landsbankinn, nú þegar Sparisjóð-
ur Vestmannaeyja heyrir sögunni
til.
700 milljónir teknar út úr
Sparisjóði Vestmannaeyja
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áhlaup Borgun, sem m.a. er í eigu Íslandsbanka, tók út rúmlega 200 milljónir í Sparisjóði Vestmannaeyja.
Innlán hjá Sparisjóðnum
» Samkvæmt milliuppgjöri
námu almenn innlán SV 10,8
milljörðum króna þann 30. júní
2014.
» Óbundin innlán voru 3,6
milljarðar.
» Bundin innlán námu 6,4
milljörðum og sérstök innlán
voru 800 milljónir.
» Um mitt ár 2014 höfðu inn-
lán í SV dregist saman um 300
milljónir frá áramótunum á
undan.
Dótturfélag Íslandsbanka tók út rúmar 200 milljónir í áhlaupinu fyrir helgi
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
!
!"
#"$%
%
#
$%
$!"
"#
$"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"#
!%
!%$
#%
%!
"
$!#%
$
""!
$%$
!"
!%"
#%"#
%!%
"#
$
%
""#
$%"
! #
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður færeyska skipafélagsins
Smyril Line nam 36,1 milljón danskra
króna á árinu 2014, sem jafngildir um
716 milljónum íslenskra króna.
Samkvæmt frétt vefmiðilsins
Portal.fo þakka stjórnendur fyrirtæk-
isins stöðugum vexti í sölu og hag-
kvæmum rekstri þessa bættu afkomu.
Aðstæður hafi verið hagstæðar í ljósi
aukinnar sölu, fjölgunar ferðamanna,
vaxandi flutninga, bætts þjónustustigs
og lægra olíverðs. Telja stjórnendur
fyrirtækisins jákvæðar horfur fyrir ár-
ið 2015 og góðir möguleikar séu á því
að afkoman í ár verði enn betri en í
fyrra.
Rekstur Smyril Line
gekk vel á síðasta ári
● Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. var
samþykkt að greiða 326 milljónir króna
í arð til hluthafa. Á aðalfundinum var
sjálfkjörið í stjórn þar sem formaður
stjórnar er Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Aðrir stjórnarmenn eru Kristján Lofts-
son, Auður Kristín Árnadóttir, Guð-
mundur Ásgeirsson og Sigrún Þorleifs-
dóttir. Þóknun til stjórnarmanna fyrir
störf á liðnu ári nemur 1,2 milljónum
króna og fær formaðurinn þrefaldan
hlut.
Hampiðjan með 326
milljóna króna arð
STUTTAR FRÉTTIR ...
Um 3.600 fjárfestar óskuðu eftir að
kaupa hlutabréf í Reitum fasteigna-
félagi hf. sem lauk fyrir helgi. Arion
banki bauð þar til sölu 100 milljónir
hluta sem jafngilda 13,25% hlutafjár
í félaginu. Heildarsöluandvirði í út-
boðinu reyndist vera 6,4 milljarðar
króna sem gerir markaðsvirði Reita
um 48 milljarða króna. Alls nam
eftirspurn í útboðinu samtals 25,5
milljörðum króna.
Útboðið var tvískipt og var óskað
eftir áskriftum að andvirði 100 þús-
und til 10 milljónir í tilboðsbók A á
verðbilinu 55,5 til 63,5 krónur á hlut.
Í þeim hluta útboðsins var 3,31%
hlutafjár selt á genginu 63,5 krónur
á hlut. Fyrir tilboðsbók B var óskað
eftir 10 milljón króna áskriftum að
lágmarki. Í þeim hluta seldust 9,94%
hlutafjár í Reitum á genginu 64,0
krónur á hlut.
Hámarksúthlutun til hvers fjár-
festis í tilboðsbók A verður um 520
þúsund krónur að kaupverði, en
áskriftir fyrir allt að 500 þúsund
krónum verða ekki skertar. Í tilboðs-
bók B verða áskriftir sem bárust á
verði yfir genginu 64,0 krónur á hlut
óskertar. Hins vegar verða áskiftir
sem bárust á 64,0 krónur skornar
niður hlutfallslega og nemur heild-
arskerðing þeirra um 650 milljónum
króna.
Í kjölfar tilkynningar um sölu
hlutabréfa Arion banka í Reitum,
samþykkti Kauphöllin í gær umsókn
félagsins um töku hlutabréfa þess til
viðskipta á Aðalmarkað Kauphallar-
innar frá og með fimmtudeginum 9.
apríl næstkomandi.
„Við endurfjármögnun félagsins í
lok síðasta árs keypti hópur lífeyris-
sjóða stóran hlut í félaginu og það er
ánægjulegt að sjá nokkra þeirra
bæta frekar við eignarhlut sinn nú í
útboðinu en í þeim hópi eru einmitt
þeir tveir aðilar sem eiga stærstu
einstöku úthlutanir í útboðinu eða
um 2% í félaginu hvor um sig,“ segir
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, í
tilkynningu um útboðið. „Við fögnum
því jafnframt að með þeirri fjölgun
sem nú er að verða í hluthafahópnum
fáum við breiðan hóp af bæði fagfjár-
festum og einkafjárfestum til liðs við
félagið og hlökkum til að eiga með
þeim samleið inn í Kauphöll Ís-
lands.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Reitir Á meðal eigna fasteignafélagsins er verslunarmiðstöðin Kringlan.
Arion seldi fyrir 6,4 millj-
arða króna í útboði Reita
Markaðsvirði
félagsins metið á
48 milljarða króna
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 16 mánudaginn 13. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
-Meira fyrir lesendur
Sérblað Morgunblaðsins
um brúðkaup kemur út
föstudaginn 17. apríl
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun og
hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir
og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu.
BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ
SÉRBLAÐ