Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Enn hefur ekki tekist að finna annan
„svarta kassann“ úr farþegaþotu
Germanwings-félagsins, sem hrap-
aði í frönsku Ölpunum fyrir viku. Áð-
ur hafði fundist kassi með upptökum
á samtölum flugmanna. Ljóst er að
aðstoðarflugmaður þotunnar, Andr-
eas Lubitz, beindi henni af ásettu
ráði til jarðar. Talið er að hann hafi
verið haldinn alvarlegum geðsjúk-
dómi en leynt því fyrir ráðamönnum
Germanwings.
Búið er að finna líkamsleifar 78
manns, þ. á m. Lubitz, en alls fórust
150 með þotunni. Aðstæður eru afar
erfiðar til leitar, ekki einu sinni hægt
að lenda þyrlu á staðnum. Er nú ver-
ið að leggja þangað veg. Ísraelskir
sérfræðingar í að greina líkamsleifar
munu taka þátt í að rannsaka leif-
arnar en þeir hafa mikla reynslu af
slíku eftir að hafa starfað á vettvangi
eftir sprengjutilræði hermdarverka-
manna. Talið er hugsanlegt að týndi
svarti kassinn finnist aldrei, höggið
hafi verið svo mikið að hann hafi
sundrast algerlega, orðið að dufti, að
sögn Dagens Nyheter.
Germanwings er dótturfélag Luft-
hansa sem átt hefur í verulegum
rekstrarerfiðleikum að undanförnu.
Búist er við að aðstandendur muni
gera miklar kröfur um skaðabætur
vegna hrapsins, að sjálfsögðu lendir
kostnaðurinn á tryggingafélögum
Lufthansa. Lubitz leyndi veikindum
sínum og þýsk lög um persónuvernd
gerðu honum það kleift.
En er Lufthansa örugglega laust
allra mála? „Flugfélagið ber ótak-
markaða ábyrgð nema það geti sann-
að að það hafi ekki gert neitt rangt,“
hefur blaðið Financial Times eftir
Steven Marks, sérfræðingi í málum
gegn flugfélögum.
Talið að annar
svarti kassinn
hafi sundrast
Spáð háum skaðabótakröfum
AFP
Leitin Sérfræðingar í réttarrann-
sóknum á vettvangi í Ölpunum.
Í vanda
» Sú regla að aldrei skuli að-
eins einn vera í stjórnklefa gilti
ekki hjá Lufthansa.
» Félagið hefur verið þjakað af
verkföllum og mun ekki standa
vel fjárhagslega.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þriggja daga viðræður Grikkja og
lánardrottna þeirra um helgina virð-
ast ekki hafa borið árangur og er nú
spáð að stjórnvöld í Aþenu muni
lenda í greiðslu-
þroti 20. apríl.
Seðlabanki
Evrópusam-
bandsins, fram-
kvæmdastjórn
sambandsins og
Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn krefj-
ast þess að stjórn
Alexis Tsipras
forsætisráðherra
leggi fram beinharðar tillögur um
umbætur ef Grikkir eigi að fá frekari
lán. Þannig verði að tryggja að
breytingar á innheimtu skatta skili
árangri en Grikkir eru sagðir snill-
ingar í að nýta sér glufur í skattalög-
um.
Auk þess þurfi að auka frelsi í at-
vinnulífinu. Þar eru margvísleg höft
sem hygla mjög þeim sem fyrir eru í
starfi. Ríkisgeirinn er einnig geysi-
lega stór og þar nær spilling oft
ótrúlegum stærðargráðum, að sögn
heimildarmanna.
En Jyllandsposten hefur eftir
diplómat hjá ESB að sendinefnd
Grikkja hafi aðeins lagt fram lista
með rafrænum gögnum úr farsímum
og þau séu öll á grísku.
„Listinn er allt of óljós, ótrúverð-
ugur og ekki í samræmi við efna-
hagslegar staðreyndir,“ segir hann.
Gríska blaðið Ekathimerini segir
að stjórn Tsipras hafi nú ákveðið að
selja ríkiseignir en áður var stefnan
sú að hætta við einkavæðingu þeirra
sem fyrri stjórn áformaði. Er nú tal-
ið víst að kínverska fyrirtækið Cosco
muni kaupa höfnina í Píreus.
Gríska stjórnin sögð
ætla að selja ríkiseignir
ESB-diplómat segir umbætur Tsipras ótrúverðugar
Alexis
Tsipras
Matsfyrirtækið Fitch hefur
lækkað einkunn Grikklands
vegna langtímalána og er hún
nú CCC. Fyrir styttri lán er hún
þó skárri eða B. Evrurnar hafa
streymt úr landinu undanfarnar
vikur enda óttast margir Grikkir
um sparifé sitt. Mikill skortur er
á lausafé í bönkum landsins og
veldur það stjórnvöldum vanda
við að fjármagna rekstur ríkis-
ins. Hagvöxtur sem var farinn
að rétta verulega úr kútnum er
nú aftur á niðurleið.
Féð streymir
úr landi
Á BRÚN HENGIFLUGS
Gengið var til forseta- og þingkosninga í Nígeríu um
helgina og er búist við fyrstu tölum í dag. Margir höfðu
óttast að til átaka kæmi á kjörstöðum en erlendir eftir-
litsmenn sögðu að víðast hvar hefði allt gengið vel þótt
sums staðar hefði komið til áfloga. Hermdar-
verkamenn Boko Haram höfðu hótað að ráðast á kjör-
staði en þrátt fyrir það var kjörsókn mikil.
Um 170 milljónir manna búa í Nígeríu sem er fjöl-
mennasta ríki Afríku, um helmingur landsmanna er
kristinn, hinir múslímar. Sitjandi forseti, Goodluck Jo-
nathan, er kristinn og úr suðurhlutanum en aðal-
keppinautur hans er múslíminn Muhammadu Buhari,
fyrrverandi einræðisherra og hershöfðingi. Buhari
hefur fjórum sinnum boðið sig fram til forseta eftir að
einræði hersins lauk 1999 en hefur ávallt tapað. Jon-
athan þykir hafa mistekist að tryggja öryggi borgar-
anna og er sagður hafa látið geysilega spillingu óá-
reitta. Um 80% af tekjum ríkisins koma úr olíuvinnslu.
Kosningar í Nígeríu sagðar hafa gengið vel fyrir sig
AFP
Spáð að mjótt verði á mununum
Palestínumenn á
Gaza frömdu
stríðsglæpi í
átökunum við Ísr-
aela sumarið
2014, segir í nýrri
skýrslu mann-
réttindasamtak-
anna Amnesty
International.
Þeir drápu bæði
ísraelska borgara
og palestínska þegar þeir beittu
ólöglegum flugskeytum án mið-
unarbúnaðar.
Meðal samtakanna sem börðust
eru vopnasveitir Hamas sem stýra
Gaza. Eitt flugskeyta Hamas-manna
lenti vegna mistaka á flótta-
mannabúðum Palestínumanna og
varð 13 borgurum að bana. Hamas
kenndi á sínum tíma Ísrael um atvik-
ið.
Í skýrslunni er Hamas einnig sak-
að um að hafa komið flugskeytum
fyrir í borgaralegum húsum og
skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Þá skutu Hamas-menn flugskeytum
frá stöðum þar sem óbreyttir borg-
arar höfðu leitað skjóls.
FLUGSKEYTI GEYMD Í SKÓLUM OG HÚSUM ÓBREYTTRA BORGARA
Amnesty sakar Hamas um stríðsglæpi
í átökunum við Ísraela í fyrra
Glæpir Vopnaður
Hamas-liði.