Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 20
FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hnykkt verður á ákvæðium að fjölmiðlafólki beriað tilkynna viðmæl-endum sérstaklega í upphafi samtals að verið sé að taka upp samtal þeirra verði frumvarp þess efnis að lögum. Sigríður And- ersen og Birgir Ármannsson, þing- menn Sjálfstæðisflokks, eru flutn- ingsmenn frumvarpsins en í því kemur fram nánari útlistun á ákvæði í 1. mgr. 48. gr. fjar- skiptalaga um að aðila að símtali, sem hljóðrita vill símtal, beri að til- kynna viðmælanda í upphafi sím- talsins að það sé tekið upp. Í 2. mgr. greinarinnar er á hinn bóginn kveð- ið á um að ekki þurfi að tilkynna um upptökuna þegar ótvírætt megi ætla að viðmælanda sé kunnugt um hljóðritunina. „Með þeirri breytingu sem hér er lögð til er gert ráð fyrir að ríkari kröfur verði gerðar um að ljóst sé að viðmælandanum sé kunn- ugt um hljóðritunina. Þá verður með breytingunni sérstaklega kveð- ið á um að óheimilt sé að birta slíka hljóðritun opinberlega að hluta eða í heild,“ segir í greinargerð. Í kjölfar þess að fjarskiptalögin voru samþykkt árið 2003 sendi Blaðamannafélag Íslands frá sér til- kynningu þess efnis að öll samtöl blaðamanna við viðmælendur kunni að vera hljóðrituð. Í samræmi við 2. mgr 48. gr. laganna hafa fjölmiðla- menn litið svo á að þeir hafi heimild til upptöku án þess að tilkynna það í hvert sinn sem samtal fer fram. „Með frumvarpinu er eins og áður segir gert ráð fyrir að undan- tekningarreglan verði þrengd frá því sem nú er, þannig að enn ríkari krafa sé gerð um að ljóst sé að við- mælanda sé fullkunnugt um upptök- una,“ segir í greinargerðinni. Taka af öll tvímæli Sigríður Andersen segir að Persónuvernd hafi komist að þeirri niðurstöðu árið 2006 að fjölmiðla- mönnum beri að tilkynna að samtöl séu tekin upp og að skilningur þeirra um að svo sé ekki sé rangur. „Tilgangur frumvarpsins er að taka af öll tvímæli um það að hafi menn tekið upp símtal, án þess að hafa til- kynnt mönnum það, þá sé ekki heimilt að vitna í það eða birta það. Mönnum á að vera tilkynnt sér- staklega um það ef nýta á samtalið í þeim tilgangi,“ segir Sigríður. Hún telur að með þessu sé skerpt á rétt- arstöðu hins almenna borgara. „En þetta er einnig til þess að skerpa á framkvæmdinni hjá fjölmiðlamönn- um. Ég tel að fjölmiðlum sé engin vorkunn í því að tilkynna mönnum í upphafi símtals hvort það sé hljóð- ritað eða ekki,“ segir Sigríður. Hægt að taka upp hótanir Í frumvarpinu er jafnframt til- greind undantekning á 1. máls- greininni um hljóðritun símtala. Við bætist málsgrein þar sem segir að heimilt sé að hljóðrita samtal ef sá sem tekur upp samtalið hefur rök- studdan grun um að viðmælandinn muni í símtalinu hafa í hótunum sem brjóti í bága við greinar 199, 232 og 233 a og b almennra hegn- ingarlaga. Sigríður segir að ekki hafi verið neitt ákvæði í lögum sem heimili þetta beint. „Þetta ákvæði er hugsað fyrir lögregluna. Hingað til hefur vantað beinlínis pósitíva heimild sem heimilar þetta,“ segir Sigríður. „Ákæranda er heimilt að leggja upptökuna fram í sakamáli sem er höfðað vegna brota á þess- um lagagreinum. Önnur not upptök- unnar eru óheimil,“ segir í máls- greininni sem bætist við 48. gr. fjarskiptalaga um hljóðritun sím- tala. Öllum verði tilkynnt um upptöku samtala Morgunblaðið/Kristinn Upptaka Blaðamönnum verður gert að tilkynna viðmælanda að samtalið sé tekið upp í upphafi símtals verði frumvarp að lögum. 20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Dagur B.Eggerts-son er á leið til Suður- Kóreu við þriðja mann. Hann ætlar að ræða við bæjar- fulltrúa, sem koma eins og hann, fljúgandi hvaðanæva úr veröldinni, til að sitja á ráð- stefnu í fjóra daga og ræða hvernig stemma megi stigu við mengun. Fróðlegt væri að vita hvort einhver maður sé svo glær að halda að þau tilþrif muni gera loftslaginu gagn. Það er ekki útilokað. Það virðist þó undarlegt, að ráðstefnugestir, sem komnir eru svo langt að, skuli ekki skjótast dagpart til Norður- Kóreu. Þar hefur náðst sá ein- staki árangur að ekki hefur nokkur maður aðgang að bíl, nema borgarfulltrúar og nán- asti frændgarður Kims Yong- uns leiðtoga. Aðrir notast við almenningssamgöngur og hjól og hefur Yong-un sjálfur bent á, að allir séu himinlifandi með það kerfi og þarf þá ekki frek- ari vitna við. Það verður að viðurkenna að borgarráð Pyongyang er komið mun lengra á þeirri braut sem borgaryfirvöld í Reykjavík fylgja, þótt aðeins hafi dregið saman með kepp- endunum síðustu árin. Það var rétt hjá Degi B. og félögum að ákveða að fljúga ekki lengra í austur en þetta, því þá væru þeir komnir út yf- ir Kyrrahafið og gætu endað í San Francisco. En svo vel vill til, að Sóley Tómasdóttir, for- seti borgarstjórnar, er einmitt á leið þangað með fylgdarliði til að ræða bílastæðamál. Hún gerði einnig rétt í því að fara ekki enn vestar, því þá yrði óvíst að hún næði lendingu fyrr en í Suður-Kóreu hjá Degi. Þótt þá yrðu auðvitað fagn- aðarfundir er ekki víst að vel fari á því að ræða þessi tvö dagskrárefni úr sama púltinu. Þegar forseti borgar- stjórnar var spurður um til- gang ferðarinnar til San Francisco „vísaði Sóley til þess að aðrar nefndir á vegum borgarinnar hafi verið að fara í sambærilegar ferðir“. Þetta eru kunn rök og þétt: Ef ein nefndin fer verður ann- arri mál. Og Sóley bætti við: „Ég veit að framkvæmda- stjóri og bílastæðanefnd hafa farið á alþjóðlega bílastæða- ráðstefnu annað hvert ár.“ Af hæversku sinni sleppir Sóley Tómasdóttir að geta þess að borgarstjórn Reykja- víkur hefur fjöl- margt fram að færa á ráðstefnum um bílastæðamál sem enginn annar fulltrúi er líklegur til að hafa viðlíka þekkingu á. Þannig hafa borgaryfirvöld í Reykjavík markvisst unnið að því að skapa öngþveiti í bílastæðamálum í borgarland- inu síðustu árin, enda telja þau að árangur þeirrar stefnu sé sá, að pína megi þá sem þumbast á móti því að hjóla og nota vilja bíl til að sjá að sér. En það getur fleira búið undir. Þannig fundust nýlega jarð- neskar leifar Ríkharðs þriðja kroppinbaks, en hans hafði verið saknað um aldir. Og hvar skyldi kóngur hafa leynst? Jú, undir bílastæði í Leicester, þar sem hann hafði legið gjaldfrír um nokkra hríð. Til forna hafði verið klaustur þar og Ríkharður III. verið grafinn í kór þess. Af þessu tilefni væri alls ekki fráleitt og jafnvel beinlín- is upplagt að þau Dagur B. og Sóley Tómasdóttir slægju saman næstu ferðum sínum í eina, og færu t.d til Nýja- Sjálands og hefðu með sér, auk fleiri fulltrúa bílastæða- sjóðs og fleiri loftslagsfræð- inga, íslenska fornleifa- og sagnfræðinga. Á slíkri ráð- stefnu mætti ræða, á breiðum grundvelli, þá stökkbreytingu rannsókna á þessum sviðum sem náðst hefur með skipu- lagðri og skilvirkri fækkun bílastæða. Gott gæti verið og nauðsyn- legt að fá alþjóðlegt álit á þeirri hugmynd að leggja fljótlega af öll bílastæði innan Hringbrautar og láta bora til- raunaholur á fimmta hverju stæði á því svæði. Svo vel vill til að sá fjöldi á holum myndi að mati fagaðila falla algjörlega inn í núver- andi holur í gatnakerfi borg- arinnar og myndi því enginn sjá nokkurn einasta mun. Ekki er vafi á, að minnihluti borgarstjórnar myndi styðja þessa hugmynd, enda væri holur hljómur í annarri af- stöðu. Hver myndi ekki vilja finna Ingólf Arnarson, silfur Egils eða Hallgerði langbrók? Því að þótt talið sé líklegt, að sú síðastnefnda sé grafin í Laugarnesi, er ekki hægt að útiloka að hún hafi brugðið sér í bæinn, í kaffi að Lindargötu 35 og hrasað þar um holu og áður en að varð gáð verið kom- ið bílastæði yfir. Borgarbúar eru þakklátir leiðtogum sem leggja á sig ferðalög} Flandur hafið yfir gagnrýni É g hef áður reifað á þessum vett- vangi sigurgöngu Jóns Gnarrs og Besta flokksins í borgar- stjórnarkosningunum 2010; hann kom, sá og sigraði þrátt fyrir reynsluleysi. Andstæðingar höfðu orð á meintu almennu óhæfi hans til embættisins. Það stoppaði þó ekki kjósendur í að fylkja sér að baki honum, og þótt „brandarinn“ sem borg- arstjóraembætti hans var, alltént að mati sumra íhaldsmanna, hafi ekki varað nema eitt kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokknum ekki tekist að endurheimta borgina og ómögulegt að segja hvenær það tekst. Í ljósi þessa skyldi maður ætla að sjálfstæð- ismenn áttuðu sig á því að vítin eru til að varast þau. Það er þó ekki að sjá og það sem varð flokknum að falli í borginni – að vanmeta óhefð- bundinn andstæðing að því marki að orrustan tapast – gæti hæglega verið í aðsigi á Alþingi líka. Rétt eins og Reykvíkingar höfðu fengið sig fullsadda á hefðbundnum pólitíkusum virðast landsmenn fullsaddir á slíkum fulltrú- um sömuleiðis. Birtingarmyndin er sú að rúm 30% kjós- enda segjast í nýlegri könnun myndu kjósa Pírata fremur en gamla fjórflokkinn. Sagan endurtekur sig, eða hvað? Hún gæti í það minnsta gert það. Fyrstu viðbrögð af hægri vængnum eru nefnilega ekki ýkja gæfuleg eða lík- leg til að snúa við gengistapi Sjálfstæðisflokksins. Vil- hjálmur Bjarnason, sá annars skeleggi og skarpi þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, á ekki til betra svar við fylgisaukningu Pírata en að grípa til hártogana um nafn flokksins. Er það útspilið sem á að rétta af hlut hægrimanna? Hægribloggarinn Páll Vilhjálmsson bætir gráu ofan á svart og skýrir vinsældir Pírata með því að Íslendingar hafi gaman af nördum. Það var og. Ef Píratar skríða í 35% í næstu könnun þá er það í og með þessum herramönn- um að þakka. Stundum er ráð að taka til í eigin ranni í stað þess að kasta fýlubombum yfir í garð nágrannans sem gengur flest í vil; hægri- menn þurfa að gyrða sig duglega í brók ef þeir vilja ekki fara halloka fyrir Pírötum eins og þeir fóru fyrir Besta flokknum árið 2010. Það eru enn viðvarandi kynslóðaskipti meðal kjós- enda og þeir flokkar sem átta sig ekki á því munu gjalda sofandahátt sinn dýru verði. Sjálfstæðisflokkurinn, það stjórnmálaafl hér á landi sem ég hef oftast kosið, mun aldrei aftur ná föstum 40% kjarna eins og reyndin var um langt árabil, og kjarna- fylgi hans lekur niður fyrir 20% ef hann tekur sig ekki á og hættir að taka kjósendur sína sem sjálfsagðan hlut. Það mun ekki líðast framar að forystan lofi öll einum rómi fyrir kosningar til þess eins að ganga á bak orða sinna að kosn- ingum loknum með þeirri afsökun að „pólitískur ómögu- leiki“ standi í vegi fyrir efndum. Slíkar æfingar verða ekki framar umbornar. Menn geta gert gys að Pírötum að vild, en þeir mælast samt stærsti flokkur landsins síðast þegar ég gáði. Hvað segir það um grínarana sjálfa? Hvað eru þeir ef Píratar eru nördar? jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Flotið að feigðarósi til hægri STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Það er frá- leitt að gera ríkari kröfur um þetta mál því um leið og blaðamaður kynnir sig sem blaðamann þá er það ljóst að hann er að hringja í þeim erindagjörðum að afla frétta,“ segir Hjálmar Jóns- son, formaður Blaðamanna- félags Íslands. „Tilgangur upp- tökunnar er að hafa rétt eftir og það er enginn munur á því að taka upp samtal eða punkta það niður. Munurinn er eingöngu sá að það er öruggara að taka upp þannig að það sé rétt haft eftir. Ég átta mig ekki á tilgangi þess- ara lagasetningar og á öllum mínum blaðamannaferli þá varð ég ekki var við það að fólk væri ósátt við það að samtöl væru tekin upp í þeim tilgangi að far- ið væri rétt með,“ segir Hjálmar. Skilur ekki tilganginn FORMAÐUR BÍ Hjálmar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.