Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Á krossgötum Vegfarandi staldrar ögn við í miðborg Reykjavíkur og bræðir með sér næsta áfanga í borg ævintýranna. Eggert Þann 12. mars sl. sendi Skipu- lagsstofnun umhverfis- og auðlinda- ráðherra tillögu að landsskipulags- stefnu til næstu 12 ára. Á hún rætur í gildandi skipulagslögum nr. 123/2010. Málið kom til kasta fyrr- verandi ríkisstjórnar, en þings- ályktunartillaga frá þáverandi um- hverfisráðherra (823. mál á 141. þingi) varð þá ekki útrædd. Hún kvað á um skipulag á miðhálendinu, um búsetumynstur og dreifingu byggðar og um skipulag á haf- og strandsvæðum. Fyrirliggjandi til- laga fylgir um margt forsögn hinn- ar fyrri, en til viðbótar er fjallað um skipulag í dreifbýli. Tillagan bygg- ist á markmiðum gildandi skipu- lagslaga og stefnan á að taka mið af fyrirliggjandi áætlunum opinberra aðila um landnotkun og stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Hér er stórt og mikilvægt mál á ferðinni sem væntanlega kemur til kasta Alþingis innan skamms. Samspil ríkis og sveitarfélaga Íslendingum hefur margt verið betur gefið en framsýni í skipulags- málum. Fyrstu skipulagsákvarðanir á síðustu öld lutu fyrst og fremst að þéttbýlisstöðum og það er fyrst á árinu 1979 að landið allt var lýst skipulagsskylt. Það var þó dauður bókstafur í tvo áratugi og fyrst árið 1997 var kveðið á um aðalskipulag sem ná skyldi til alls lands sveitarfélaga og voru mörk þeirra ári síðar framlengd að vatna- skilum á miðhálend- inu. Þáverandi stjórn- völd höfnuðu hins vegar eindregnum kröfum um lands- skipulagsstig og að miðhálendið yrði lýst sérstakt stjórnsýslu- svæði. Hins vegar var 1998 samþykkt á Alþingi tillaga um skipulag fyrir miðhálendið á vegum sérstakrar samvinnunefndar og á það að gilda í samspili við að- alskipulag sveitarfélaga uns lands- skipulagsstefna hefur hlotið stað- festingu. Nýrri stefnu um landsskipulag er ætlað að hafa áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga innan fjögurra ára frá samþykkt hennar og Skipulagsstofnun er ætl- að að tryggja að stefnunni sé fylgt eftir. Ákvæði um miðhálendið Síðustu áratugi hefur umræða um framkvæmdir og nýtingu lands mest verið tengd óbyggðum og miðhálendinu. Því munu sjónir manna um landsskipulagsstefnu ekki síst beinast að ákvæðum þar að lútandi og hvernig frá þeim verði gengið. Um skipulag á miðhá- lendi Íslands segir m.a. í tillögu Skipulags- stofnunar: „Staðinn verði vörður um nátt- úru og landslag miðhá- lendisins vegna nátt- úruverndargildis og mikilvægis fyrir útivist. Uppbygging innviða á miðhálendinu taki mið af sérstöðu þess.“ Áhersla verði lögð á „verndun víðerna hálendisins, landslagsheilda, mikilvægra vist- gerða og gróðurlendis og verð- mætra menningarminja“. Einnig verði áhersla á sjálfbæra gróð- urframvindu og beitarálag í sam- ræmi við ástand vistkerfa og end- urheimt náttúrulegra vistkerfa. Ákvæði verði útfærð í hverfisvernd í skipulagsákvæðum sveitarfélaga, m.a. tilgreind svæði í verndarflokki vegna orkunýtingar og nátt- úruverndar. Þá skal uppbygging aðstöðu fyrir ferðafólk stuðla að því að óbyggðaupplifun og náttúrugæði skerðist sem minnst vegna mann- virkja og umferðar. Megináhersla verði lögð á uppbyggingu vegna ferðamennsku á jaðarsvæðum há- lendisins. Orkulindir á miðhálend- inu verði nýttar með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi, með sérstöku tilliti til verndunar víð- erna. Sjálfbært skipulag í dreifbýli Við skipulag í dreifbýli er lögð áhersla á fjölbreytta nýtingu lands í sátt við náttúru og landslag, beina eigi vexti byggðar að þeim kjörnum sem fyrir eru og gæta að varðveislu sérstæðrar náttúru, sögu og menn- ingar. Ráðstöfun lands til landbún- aðar og annarrar nýtingar byggist á flokkun lands. Val á svæðum til skógræktar taki mið af því að hún falli vel að landi og að samþætt séu sjónarmið skógræktar, annars landbúnaðar og útivistar. Skipulag landnotkunar í dreifbýli stuðli að eflingu ferðaþjónustu um leið og gætt verði að því að varðveita þau gæði sem eru undirstaða hennar. Við skipulagsgerð sveitarfélaga verði tekin afstaða til möguleika á orkunýtingu með vatnsafli, jarð- varma og vindorku, í sátt við nátt- úru og samfélag. Við skipulag byggðar verði tekið tillit til nátt- úruvár og loftslagsbreytinga, m.a. á að skilgreina núll hæðarlínu við byggð svæði vegna breytinga á sjávarborði. Vegna skipulags haf- og strandsvæða er vísað til nánari gagnaöflunar og stefnumörkunar síðar í ljósi hennar. Þjóðlendur og miðhálendið Í tillögu Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu er ekki fjallað um skipulag með tilliti til eignar- halds á landi. Þó er ljóst að hlut- verk ríkisins sem almannavalds er þar annað og meira en á öðrum svæðum landsins, þótt sveitarfélög komi þar einnig við sögu. Enginn má án leyfis hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, reisa þar mann- virki, valda jarðraski eða nýta auð- lindir, aðrar en búfjárbeit þegar um afréttareign er að ræða. Tæp 90% þess hluta miðhálendisins, sem úr- skurðað hefur verið um, teljast þjóðlendur. – Ríkar kröfur eru uppi um verndun miðhálendisins sam- kvæmt náttúruverndarlögum. Lík- legt er að ákvarðanir þar að lútandi eigi eftir að tengjast umræðu um landsskipulagsstefnu. Með fram- kominni tillögu fær Alþingi verðugt verkefni, sem vonandi er að það rísi undir. Eftir Hjörleif Guttormsson » Stefnu um lands- skipulag er ætlað að hafa áhrif á skipulags- áætlanir sveitarfélaga og Skipulagsstofnun á að tryggja að stefnunni sé fylgt eftir. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Sjálfbær landsskipulagsstefna er vonandi í augsýn Á Íslandi horfir margt til betri veg- ar nú þegar sjö ár eru liðin síðan land- ið fór nærri gjald- þroti. Ýmis jákvæð teikn eru á lofti, nýj- ar atvinnugreinar hafa blómstrað og náðst hefur jöfn- uður í ríkisfjár- málum. Stór verk- efni eru óleyst á sviði efnhagsmála og þar ber hæst gjaldeyrishöftin og framtíð- arstefnu í peningamálum lands- manna. En stærsta verkefnið er hvernig á að tryggja það að lands- menn allir geti verið virkir þátt- takendur í samfélaginu. Und- irstaða þess er að allir búi við mannsæmandi kjör. Þar skortir því miður mikið upp á eins og sjá má á þeim miklu hræringum sem nú standa yfir á vinnumarkaði. Allt stefnir í verkföll og hörð átök. Það er ekki nema eðlilegt að vinstrihreyfingin í landinu fylki sér á bak við réttlátar kröfur launafólks í landinu sem þurfti að taka á sig miklar byrðar eftir hrun. Núna hljómar krafa um að lægstu taxtar fari ekki undir þrjú hundruð þúsund krónur. Fulltrú- ar atvinnulífsins virðast telja þessa kröfu ósanngjarna og að hún ógni stöðugleika. En um hvað á sá stöðugleiki að snúast? Snýst sá stöðugleiki um að tíu prósent þjóðarinnar eiga að vera undir lágtekjumörkum en sú er staðan samkvæmt velferðarvakt stjórn- valda? Snýst sá stöðugleiki um að rúmlega 21% landsmanna eigi að vera undir þrjú hundruð þúsund krónum í grunnlaunum sem kem- ur fram í nýrri greiningu PwC á meðan rúmlega 7% eru með meira en milljón á mánuði? Sannur stöðugleiki þarf meðal annars að snúast um að grunn- laun dugi fólki til að ná endum saman. En staðan er ekki þannig hjá fjölda fólks sem fær minna en þrjú hundruð þúsund krónur í grunnlaun. Í þess- um hópi er hlutfall leigjenda hátt og ég hef hitt óteljandi konur og karla und- anfarna mánuði sem greiða allt frá 150 þúsundum í mán- aðarleigu upp í enn hærri tölur og það sér það hver maður að laun undir þrjú hundruð þúsundum duga skammt þegar húsnæðiskostnaður er orðinn meira en helmingur launa. Samkvæmt neysluviðmiðum velferðarráðuneytis er áætlað að það kosti fjögurra manna fjöl- skyldu á höfuðborgarsvæðinu tæplega 550 þúsund krónur að lifa á mánuði án þess að húsnæð- iskostnaður sé tekinn með í reikn- inginn. Maður þarf ekki að vera geimvísindamaður til að sjá að þeir sem ná ekki einu sinni þrjú hundruð þúsund krónum í grunn- laun geta ekki lifað af miðað við þessi neysluviðmið því húsnæð- iskostnaður er verulegur baggi til viðbótar. Stöðugleiki getur aldrei orðið öðruvísi en að allir geti lifað mannsæmandi lífi af sínum dagvinnulaunum. Þess vegna styðjum við í Vinstri-grænum kröfur launafólks í landinu. Stöð- ugleiki verður að snúast um rétt- læti og jöfnuð sem og samstöðu um að útrýma fátækt í samfélagi sem þrátt fyrir allt er enn of- arlega á öllum listum yfir ríkustu lönd heimsins. Við hljótum að geta sameinast um slíkan stöð- ugleika. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Sannur stöðug- leiki þarf meðal annars að snúast um að grunnlaun dugi fólki til að ná endum saman. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er formaður Vinstri-grænna. Mannsæm- andi laun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.