Morgunblaðið - 31.03.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 31.03.2015, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Á síðasta borg- arstjórnarfundi sam- þykkti meirihlutinn í borginni að velferð- arsvið borgarinnar tæki yfir reksturinn á götuskýli fyrir ut- angarðsfólk. Sam- hjálp hefur rekið það undanfarin ár. Að þeirra sögn hafa þeir þurft að borga með sér þar sem tilboð þeirra hafði ver- ið svo lágt síðast. Í reksturinn buðu þeir því aðeins hærra núna. Hjálpræðisherinn bauð einnig í verkið og var tilboð þeirra mjög svipað tilboði Samhjálpar. Velferðarsvið borgarinnar fær þessi tilboð í hendurnar og býður svo sjálft í verkið, mjög svipað til- boðum hinna, nema rétt aðeins undir. Þetta hlýtur að vera löglegt fyrst velferðarsviðið treysti sér til að gera þetta svona, en ekki er það siðlegt. Á almennum markaði væri örugglega ekki hægt að biðja um tilboð í verkefni sem lögbundið væri að bjóða út og þegar það er komið, bjóða þá sjálfur aðeins lægra og taka verkefnið sjálfur. Þetta lyktar af leiðindapólitík, þar sem pólitísku fulltrúarnir geta sagt opinberlega að þeir hafi tekið lægsta tilboðinu þótt það hafi verið nánast jafnhátt. Í ofanálag við að hafa tilboðið aðeins rétt undir hin- um aukast líkurnar á því að reka þetta undir kostnaðaráætlun sinni og geta þá komið fram að reynslu- tímanum loknum og stært sig af því. En í sjálfu sér var munurinn það lítill á tilboðunum að það er eig- inlega ekki hægt að nota það sem rök með því að ryðjast inn í rekst- urinn og taka hann yfir sjálfir, og þar með auka enn við fleiri borg- arstarfsmenn. Hæsta tilboðið var rúm 81 milljón en það lægsta tæp 81 milljón. Hér býr eitthvað annað að baki. Hér grunar mann að fordómar séu gagnvart kristnum uppruna þeirra hjálparsamtaka sem buðu í reksturinn. Annað þeirra hefur rekið skýlið með góðum árangri, unnið traust útigangsmannanna og rekið það með svo litlum tilkostnaði borgarinnar að sam- tökin þurftu að borga með sér. Fordómar gagnvart kristnu fólki hjá trú- leysingjum eru frekar hvimleiðir. Auðvitað er hægt að skilja það að þeir sem trúa á pítsu dagsins í dag og ham- borgara morgundags- ins eigi erfitt með að skilja fólk sem trúir á eitthvað sem nær lengra en morgundagurinn. En þó að það sé hægt að skilja þá sem hafa gert magann að meistara sínum í lífinu þá vill maður ekki samþykkja fordóma þeirra gagn- vart þeim sem hafa fundið annan tilgang. Það hefði verið auðvelt í minni- hluta í velferðarráði að ráðast á meirihlutann í því klúðri sem þeir hafa margoft framkvæmt síðan ég steig þarna inn. En fram að þessu hef ég ekki efast um að vilji meiri- hlutans hafi verið góður og löngun til að gera hlutina vel hafi verið tær og einlægur. En í málinu með götuskýlið er vilji þeirra augljóslega ekki góður, þeir hafa ekki hagsmuni ut- angarðsfólksins í huga, heldur sinn eigin pólitíska rétttrúnað. Það má vel vera að Nigella Law- son sé merkilegri en Jesús Krist- ur, það má vel vera að Gordon Ramsay sé merkilegri spámaður en Móses. En þegar meirihlutinn í borgarstjórn er farinn að leyfa for- dómum sínum gagnvart kristinni hjálparhönd að stjórna ákvörðun- um sínum þá er þessi meirihluti farinn að hegða sér heimskulega. Maður slær ekki á hjálparhönd, jafnvel þótt það sé Samhjálpar- hönd. Slegið á Samhjálparhönd Eftir Börk Gunnarsson Börkur Gunnarsson »Hér grunar mann að fordómar séu gagn- vart kristnum uppruna þeirra hjálparsamtaka sem buðu í reksturinn. Höfundur er varaborgarfulltrúi og stjórnarmaður í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Störf lögreglu- manna eru oft erfið og krefjandi og starfið ætti því að vera mun betur launað fyrir skikkanlegan vinnu- tíma, en í dag byggj- ast launin hjá flestum þeirra mikið á yf- irvinnu og nætur- vinnuálagi. Starfið krefst þess að lögreglumenn komi að atburð- um sem aðrar starfsstéttir þurfa ekki að koma að fyrr en þá á síð- ari stigum, en sem betur fer koma lögreglumenn einnig að mörgum verkefnum sem þeir og samborg- ararnir geta samglaðst yfir. Síðastliðinn vetur þegar samn- ingaviðræður LL stóðu yfir við ríkið hvöttu lögreglumenn stjórn- völd til að gera úrbætur á launa- málum lögreglumanna, en því mið- ur varð lítið úr því eins og svo oft áður. Yfirlýsing þó bókuð að fara skyldi yfir ýmsa launaþætti lög- reglumanna við gerð næsta samn- ings og reynt að bæta þar úr. Í reynd hefur lögreglan ekki verið með kjarasamning frá 2006, eingöngu framlengingarsamninga. Lögreglumenn látið það yfir sig ganga vegna ástandsins í þjóð- félaginu árin eftir efnahagshrunið 2008, en nú er komið að því að bæta verður þar úr. Lögreglumenn eru sérhæfð fag- stétt sem miklar kröfur eru gerð- ar til og fara sífellt vaxandi. Það er vart boðlegt fyrir unga sem eldri lögreglumenn sem vinna að mestu sinn vinnutíma um næt- ur og helgar, alla daga ársins að vera með þau grunnlaun sem gilda almennt hjá stéttinni í dag. Það sama er með lögreglumenn sem sinna helgar- og útkallsvöktum alla daga ársins og hafa jafnvel gert í tugi ára. Umframlaun byggjast alfarið á yf- irvinnu, nætur- og helgarvöktum eins og fyrr er getið. Jafn- framt þarf að bæta álagsgreiðslu fyrir vinnu sem unnin er á miklum álagstímum. Ljóst er að fram- angreindur vinnutími til langs tíma fer ekki vel með heilsu fólks. Það hafa ýmsar rannsóknir sýnt og ég tala nú ekki um þegar við bæt- ist yfirvinna- og útkallsvaktir sem vinna þarf að mestu um nætur. Veruleg óánægja ríkir orðið meðal lögreglumanna með sín launakjör og þarft að bæta þar úr ef ríkið/þjóðfélagið ætlar að halda í starfsreynda og fjölhæfa lög- reglumenn. Ef ekki verður bætt úr launa- umhverfi lögreglumanna sem fyrst og fleiri þáttum sem lögð hefur verið áhersla á, er hætt við að starfsumhverfi lögreglumanna fari í það horf sem áður var inni á milli þegar lögreglumenn voru að koma og fara og meðal starfs- reynslan því oft lítil. Slíkt er dýrt fyrir ríkið og ekki æskilegt starfsumhverfi fyrir lög- regluna og þá sem þurfa á þjón- ustu hennar að halda. Stjórnvöld hafa talað um að hagræða verði innan stétta rík- isstarfsmanna svo hægt sé að bæta launaumhverfið. Ég veit ekki betur en að hag- rætt hafi verið verulega innan lög- reglunnar, reyndar niður í mögu- leg þolmörk í vissum rekstrareiningum. Sameining/fækkun embætta kom síðan til í byrjun árs sem á að spara ýmiss útgjöld vegna lög- gæslu, en gæti kallað á aukið álag hjá lögreglumönnum t.d. í stórum umdæmum. Nefndur sparnaður ætti að skapa svigrúm til að bæta kjör lögreglumanna t.d. með starfsald- urshækkunum og fleiri úrbótum í launaumhverfinu. Ríkið og LL hefur jafnframt verið hvatt til að endurskoða eft- irlaunakjör lögreglumanna sem tilheyra B-sjóði LSR. Sá hópur lögreglumanna er með mun lakari eftirlaun eftir 43-45 ára starf en þeir sem eru í A-sjóði LSR. Lögreglumenn í B-sjóði fá t.d. ekki eftirlaun af yfirvinnu, útkalls- og bakvöktum sem þeir hafa orðið að taka nætur sem almenna frí- daga jafnvel í tugi ára. Slök eftirlaun ofan á bág kjör á löngum starfsferli er vart boðlegt fyrir lögreglumenn sem hafa til- einkað sér erfitt og krefjandi starf fyrir þjóðfélagið. Margir þeirra hafa orðið fyrir slysi í starfi sem þeir bíða aldrei bætur af. Nauðsynlegt er að LL og ríkið geri nú átak varðandi fram- angreinda þætti við gerð næsta samnings og að jafnframt verði lögð áhersla á sérmenntun varð- andi starfið og þann búnaði sem lögreglunni er nauðsynlegur. Með því mun skapast meiri stöðugleiki innan lögreglunnar sem er hagur fyrir ríkið/þjóðfélag- ið, því öflug og starfsreynd lög- regla með góða fagþekkingu er hagur allra sem byggja þetta land og sækja það heim. Grunnlaun lögreglu- manna verður að bæta o.fl. í þeirra starfsumhverfi Eftir Ómar G. Jónsson » Lögreglumenn í B- sjóði fá t.d. ekki eftirlaunagreiðslu af yfirvinnu, útkalls- og bakvöktum sem þeir hafa orðið að taka jafn- vel í tugi ára. Ómar G. Jónsson Höfundur er lögreglufulltrúi og tals- maður úrbótamála fyrir lög- reglumenn og víðar í samfélaginu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Landslið í kvennaflokki fyrir Norðurlandamót Ákveðið hefur verið að þær Arn- gunnur Jónsdóttir og Svala Páls- dóttir fari með þeim Unu og Ragnheiði á Norðurlandsmótið í Færeyjum sem fer fram 22.-24. maí nk. Gunnlaugur og Kristján Már valdir í karlalandsliðið Íslenska landsliðið í opnum flokki hefur nú verið valið. Gunn- laugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson koma sem nýtt par í íslenska liðið en þeir félagar hafa sýnt góð tilþrif að undanförnu. Má nefna að þeir unnu Íslandsmótið í tvímenningi nú á dögunum. Norðurlandamótið verður í Fær- eyjum dagana 22.-24. maí nk. Landsliðið skipa: Aðalsteinn Jörg- ensen og Bjarni Einarsson, Gunn- laugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson, Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson Meistaramótið á Suðurnesjum Karl G. Karlsson og Svala Páls- dóttir hafa enn góða forystu í meistaratvímenningnum en hann er hálfnaður. Staðan: Karl G. – Svala 61,45 Þorgeir Halldórss. – Garðar Garðarss. 53,15 Ævar Jónasson – Jón H. Gíslason 52,8 Hafst. Ögmundss. – Guðjón Óskarss. 51,75 Síðasta spilakvöld voru Guðjón Óskarsson efstir með 64,6% skor, Þorgeir Ver og Garðar Þór voru með 62,5% og Bjarki Dagsson og Garðar Garðarsson voru með 54,2% Næst verður spilað 8. apríl. Bridsdeild Breiðfirðinga Það var spilað á 8 borðum 22. mars. sl. Úrslit kvöldsins í N/S: Sveinn Sigurjónss. – Þórarinn Beck 205 Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 193 Sturlaugur Eyjólfss. – Birna Lárusd. 175 Úrslit A/V: Garðar V. Jónss. – Baldur Bjartmarss. 194 Benedikt Egilss. – Sigurður Sigurðars. 193 Oddur Hanness. – Árni Hannesson 188 Næsta sunnudag, 29. mars, verð- ur spilaður Barómeter.- með morgunkaffinu Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Veldu viðhaldsfrítt PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Nýjung - viðhaldsfrítt þakkantsefni PVC gluggar og hurðir PGV Framtíðarform er stöðugt að leita að nýjung- um sem gætu hentað erfiðum veðurskilyrðum hér á landi. Viðhaldsfría þakkantsefnið hefur hlotið frábærar viðtökur og greinilegt að mikil þörf eru á slíkri nýjung. Barnalæsing - Mikil einangrun CE vottuð framleiðsla - Sérsmíði eftir málum Glerjað að innan - Áratuga ending - Næturöndun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.