Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
✝ Kristján S.Baldursson
byggingarverk-
fræðingur fæddist í
Reykjavík 31. mars
1948. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 21. mars
2015.
Foreldrar hans
voru Elísabet Guð-
jónsdóttir, f. 28.1.
1922, d. 21.1. 2009,
og Baldur Kristjánsson, f. 21.10.
1922, d. 4.3. 1984. Systkini
Kristjáns eru: Elsa, f. 27.10.
1949, Guðjón, f. 10.9. 1951, og
Birgir Bragi, f. 24.4. 1959.
27.8. 1977 kvæntist Kristján
Soffíu Unni Björnsdóttur, f.
5.12. 1954. Þau skildu árið
1993. Foreldrar Soffíu eru
Stella Halldórsdóttir, f. 13.12.
1937, og Björn Gunnarsson, f.
urina Auði Soffíu. d) Elísabet
Anna, f. 11.12. 1988.
Kristján ólst upp í Reykjavík
og bjó þar alla tíð. Kristján lauk
námi í húsasmíði 1970, prófi í
byggingatæknifræði frá Tækni-
skóla Íslands 1975 og MS-prófi í
byggingaverkfræði frá Lunds
Tekniska Högskola í Svíþjóð
1986.
Kristján starfaði sem húsa-
smiður á árunum 1970 til 1974
en að lokinni byggingatækni-
fræði hóf hann störf hjá Vega-
gerðinni árið 1976, en þar starf-
aði hann allt til starfsloka árið
2008, þegar hann hætti sökum
veikinda. Kristján var mikill
áhugamaður um tónlist og var
meðal annars meðlimur í hljóm-
sveitinni Fjörkum á árunum
1964 til 1968. Hann hafði gam-
an af garðyrkju og smíðum og
frá árinu 1994 eyddi hann mik-
illi vinnu í að rækta upp sum-
arbústaðaland sitt, Undraland, í
Ketlubyggð. Þar byggði hann
einnig tvö lítil hús frá grunni.
Útför Kristjáns fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
31. mars 2015, kl. 13.
19.5. 1937.
Kristján eign-
aðist fimm börn.
Með Helgu Sigurð-
ardóttur, f. 20.11.
1949, átti hann Ás-
dísi, f. 25.8. 1969,
eiginmaður hennar
er Jóngeir And-
ersen og börn
þeirra Markús og
Lilja Sól. Með
Soffíu Unni átti
hann a) Baldur, f. 24.8. 1978,
eiginkona hans er Jórunn Íris
Sindradóttir og börn þeirra
Sindri Björn og Edda Björg. b)
Björn, f. 26.3. 1980, sambýlis-
kona hans er Birna Hjaltadóttir
og börn þeirra eru Hjalti og
Unnur Elísabet. c) Valgerður
Stella, f. 13.3. 1985, sambýlis-
maður hennar er Haraldur Ant-
on Skúlason og þau eiga dótt-
Í dag kveðjum við tengdaföður
minn í hinsta sinn – hlýjan, velvilj-
aðan og gamansaman mann. Það
varð mér ljóst strax við okkar
fyrstu kynni þegar góðlátleg og
glettin athugasemd heyrðist á
tröppunum á Egilsgötunni um
leið og elsti sonurinn kynnti kær-
ustuna fyrir föður sínum. Athuga-
semdina glettnu hef ég nýverið
sagt afastráknum og þykir hún
enn jafnfyndin og þá.
Sá Kristján sem ég fékk að
kynnast þegar við hjónin stigum
okkar fyrstu skref saman hefur
smám saman fjarað út fyrir aug-
um okkar. Það hefur verið erfitt,
og nú þegar hann hefur kvatt er
gott að rifja upp hlýjar minning-
ar.
Ég minnist þess með hlýhug
þegar Kristján mætti boðinn og
búinn á Hverfisgötuna og aðstoð-
aði okkur Baldur við að koma okk-
ur fyrir þegar við hófum sambúð.
Mér fannst gott að biðja hann um
aðstoð þá og síðar, og ég fann að
það veitti honum gleði að geta
verið til staðar fyrir fjölskylduna.
Margar góðar minningar
tengjast Ketlu og sumarhúsinu
hans þar. Kristján var gestrisinn
og tók alltaf vel á móti okkur
Baldri. Góður göngutúr, grillað
lambalæri og svo spjall um lífið og
tilveruna undir berum himni
langt fram eftir kvöldi.
Lífið er ekki alltaf réttlátt.
Fjölskyldan átti eftir að skapa svo
margar fleiri minningar með
Kristjáni. Hann syrgi ég ekki að-
eins sem tengdaföður, heldur
einnig sem föður barna sem
misstu hann allt of snemma. Ég
syrgi hann sem afa barnanna okk-
ar, sem aldrei munu fá að kynnast
þessum barngóða manni sem
hefði orðið þeim einstakur afi.
Takk fyrir allt og allt, Kristján
minn, og hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Jórunn.
Mig langar að minnast bróður
míns með örfáum orðum. Það
voru einungis eitt og hálft ár á
milli mín og Kristjáns. Ég heyrði
að hann hefði verið mjög stoltur
þegar hann var búinn að eignast
litla systur og sat hann fyrir fram-
an vögguna og ef einhver kom í
heimsókn sagði hann „sjáu bara
baddini“. Kristján var fallegur
drengur og minnist ég drengs
sem alltaf var ljúfur. En að sjálf-
sögðu var hann líka prakkari eins
og aðrir drengir, hann var oft eitt-
hvað klifrandi og líka lenti hann
undir bílum og þurfti þá oft af fara
með hann á slysavarðstofuna. Svo
man ég eftir að bræður mínir
Kristján og Guðjón voru oft að
kveikja í einhverju drasli og komu
svo svartir og af þeim mikil
brunalykt. Mamma var þá reið og
lentu þeir í skammarkrók sem var
þvottahúsið eða miðstöðin. Ef ég
var nálægt var ég bara látin fjúka
með þarna niður. En við létum
okkur ekkert leiðast þarna létum
öllum illum látum og hlógum mik-
ið þar til okkur var hleypt upp aft-
ur.
Kristján var mikill grúskari og
í geymslunni heima var allt fullt af
einhverjum biluðum útvörpum,
transitorum og allskonar snúrum.
En hann vann svo í því að koma
þessum tækjum í lag.
Við Kristján fórum í okkar
fyrstu utanlandsferð saman
ásamt vinum hans og vinkonu
minni. Þetta var árið 1967 og fór-
um við til London og þaðan til
Alassio á Ítalíu,við fórum líka til
Monaco og Monte Carlo, þetta
var hin mesta ævintýraferð.
Árin liðu en upp úr 1990 feng-
um við Kristján okkur sitthvora
lóðina í landi Ketlu á Rangárvöll-
um. Við byggðum okkur hús og
ræktuðum upp löndin okkar.
Samverustundir okkar og fjöl-
skyldna okkar urðu mjög nánar
og minnist ég ótrúlega skemmti-
legra stunda með allskonar uppá-
tækjum leikjum dansi og miklum
hlátri. En Kristján glímdi síðustu
árin við illvígan sjúkdóm sem
heilabilun er og smám saman átti
hann erfitt með dagleg samskipti
og þarfir. En alltaf brosti hann
þegar við komum í heimsókn og
þótti gott að fá faðmlag og já-
kvæðar strokur. Ég kveð Kristján
bróður minn með söknuði, en ljúf
minning lifir. Börnum hans og
fjölskyldum þeirra sendi ég kær-
leikskveðju.
Elsa systir.
Síðustu vikur hafa leitað á mig
minningar úr lífi okkar Kristjáns
bróður. Þær eru sveipaðar birtu
og hlýju. Þótt róður okkar hafi oft
verið þungur og við stundum haft
storminn í fangið þá efldumst við
báðir við hverja raun, vinátta okk-
ar styrktist og alltaf kom sólin
upp á ný. Við vorum samrýmdir,
leituðum mikið í smiðju hvor til
annars og á milli okkar ríkti trún-
aður og traust.
Við deildum saman herbergi
frá bernsku fram yfir tvítugt. Sem
litlir strákar lékum við okkur mik-
ið úti. Ég, litli bróðir, fékk oftast
að fylgja með hvort sem það var í
brennustand, teika bíla, stunda
bjölluat eða annað sem ungir
drengir í þá tíð iðkuðu til þess að
hrella foreldra sína.
Pabbi var tónlistarmaður og
mjög lagviss en ekki laghentur.
Það var Kristján. Hann varð því
kornungur „altmuligmand“ fjöl-
skyldunnar. Ég varð handlangari.
Kristján lék á klarínett í Dreng-
jalúðrasveitinni. Stundum stalst
ég í klarínettið og braut þá oft
hárfínt tréblaðið í munnstykkinu.
Þá var Kristjáni ekki skemmt.
Ekki veit ég hvort það var vegna
þess sem hann lagði klarínettið á
hilluna og fór að spila á bassa. Á
það hljóðfæri lék hann með hljóm-
sveitinni Fjörkum í mörg ár. Ég
fékk stundum að fara með Fjör-
kunum á Völlinn þar sem þeir
spiluðu oft. Það var stórkostleg
upplifun. Kristján var mjög fróð-
leiksfús og á unglingsárum las
hann mikið um guðspeki og við
sóttum fundi í Guðspekifélaginu.
Hann dáði Krishnamurti og Grét-
ar Fells. Á unglingsárunum fór-
um við saman á útihátíðir um
hvítasunnu eða verslunarmanna-
helgi og til Kaupmannahafnar og
þaðan á vespu til Gautaborgar.
Pabbi veiktist alvarlega 1958
og varð aldrei samur maður og
mjög stopul fyrirvinna. Ekki
bætti úr skák að Birgir bróðir
greindist með einhverfu 1961, þá
tveggja ára með öllum þeim miklu
erfiðleikum sem því fylgdu. Fjár-
skortur og veikindi einkenndu
fjölskyldulífið. Kristján varð sum-
part fyrirvinna rétt um
fermingaraldur, vann í matvöru-
verslunum. Hann lærði síðan til
smiðs enda mikill Völundur. Að
því loknu fór hann í Tækniskól-
ann. Mamma vann myrkanna á
milli svo við bræður gætum fengið
að læra. Við unnum báðir öll sum-
ur og oft á vetrum með námi. En
þótt við værum ósérhlífnir vorum
við líka óstýrilátir. Það fékk
mamma að reyna. Kristján lauk
prófi í byggingarverkfræði frá
Háskólanum í Lundi á níunda
áratugnum. Hann dvaldi á heimili
mínu í Lundi fyrsta veturinn áður
en fjölskylda hans kom út. Síðar
var hann einn vetur í námi í
Seattle í BNA og lærði auk þess
línudans og kenndi þeim sem það
vildu læra.
Bróðurpart starfsævinnar
vann Kristján hjá Vegagerðinni.
Þar innleiddi hann byltingu í brú-
arhönnun og var öðrum mönnum
fremri í tölvuteikningu brúa og
vega. Auk þess að vera stærð-
fræðiséní var hann tölvuséní.
Í 10-15 ár varði Kristján mörg-
um stórhátíðum með okkur Bryn-
dísi og börnum okkar í Reynihlíð-
inni. Kveikti í blysum, skaut upp
flugeldum og sá um hvers kyns
glens fyrir börnin okkar sem þau
hafa talað mikið um. Kristján
frændi sagði þetta og gerði þetta
hefur oft og einatt heyrst í okkar
húsi, alltaf sagt með mikilli virð-
ingu.
Ég kveð með söknuði og þakk-
læti þennan besta vin minn til ára-
tuga og flyt saknaðarkveðju frá
Bryndísi og öllum okkar börnum
með orðum Grétars Fells
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells.)
Guðjón.
Það var á tækniskólaárum mín-
um í Reykjavík 1973-1975 að ég
kynntist Kristjáni Snorra Bald-
urssyni fyrst. Þetta var á frum-
býlingsárum skólans því aðstaða
var ekki fullbúin eða starfshættir
komnir í fastar skorður. Nokkuð
er mér minnisstætt frá þessum
árum að í takmörkuðu rými skól-
ans hafði verið stúkað af lítið her-
bergi inn af einni kennslustofunni
og komið fyrir tölvu svokallaðri.
Þetta var í árdaga slíkra tækja
hérlendis og þau þættu hlægileg
nú til dags, eins og þróun þeirra
hefur verið. Þarna var um að
ræða ritvél þar sem senda mátti
skilaboð til móðurtölvu úti í bæ og
til baka kom útskrifaður texti á
strimli. Helst mátti líkja þessu við
ritsímann í gamla daga. Þetta var
því ákaflega frumstætt tól og eins
ólíkt tölvum nútímans sem mest
má vera og greip hugi fárra. Því
vildi kompan helst nýtast brids-
spilurum í frímínútum, en til voru
þeir sem höfðu ósvikinn áhuga á
nýja tækniverkinu. Þar var eng-
inn þaulsætnari en einmitt
Kristján. Hann sat þar oft í frí-
mínútum alls ótruflaður af há-
reysti bridsspilaranna
skólafélaga sinna og einnig sat
hann þar löngum á síðkvöldum.
Hann bar af öðrum í áhuga sínum
á nýju tækninni.
Kristján var ári á undan undir-
rituðum í námi í Tækniskólanum.
Að því loknu árið 1975 hóf hann
störf hjá Vegagerð ríkisins eins
og hún hét í þá daga og þá lágu
leiðir okkar saman aftur. Á þess-
um árum voru hafnar fram-
kvæmdir við Borgarfjarðarbrú og
áttum við þar samstarf og síðan á
vettvangi brúarhönnunar á sömu
stofnun. Mér duldist ekki að
Kristján hafði ákveðnar starfs-
aðferðir. Öll vinnubrögð hans
voru mjög skipulögð og öguð. All-
ar forsendur skyldu grandskoðað-
ar og unnið markvisst stig af stigi
og haft skipulag á hlutunum. Öll
framsetning efnis og frágangur
var vandaður. Hin nýja tölvu-
tækni, sem hélt innreið sína á
vinnustaðinn á fyrstu árum Krist-
jáns, áttu hug hans og sá fljótt í
henni nýja möguleika í starfinu.
Á vinnustað reyndist hann góð-
ur í samstarfi og hjálplegur. Í
verkum sínum og dagfari var
hann sjálfstæður og líkaði ekki að
fylgja öðrum hugsunarlítið. Ekki
lét hann fara mikið fyrir sér, öllu
heldur vildi hann standa að verk-
unum með sínum hætti og lagði
allan metnað í að vinna þau fag-
lega og leysa sem best af hendi.
Hann gekk ekki af sannfæringu
sinni sem hann byggði á traustum
grunni eigin athugunar. Hann var
framtakssamur og lagði ódeigur á
braut nýjunga og breytinga.
Kristján hætti störfum 2008
vegna veikinda um aldur fram.
Þeir sem aka eftir vegum landsins
og yfir brýr þeirra vita fæstir um
þá sem þar hafa komið við sögu.
Þar kom Kristján sums staðar að
verki í undirbúningi þeirra og
tókst alls staðar vel til fyrir vand-
að vinnulag sitt.
Baldur Þór Þorvaldsson.
Nokkrum sinnum á ævinni
hittir maður fólk sem hefur áhrif á
mann til góðs, Kristján S. Bald-
ursson er einn þeirra, þann sóma-
mann hitti ég fyrst á skemmtistað
fyrir um fimmtíu árum, þar sem
hann lék fyrir dansi á unglinga-
stað hér í borg. Staðurinn þar þétt
skipaður krökkum sem dönsuðu í
takt við bítlalögin sem þar voru
leikin af hljómsveitinni Þotunum
sem Kristján var í. Hann lék á
bassann. Að loknu balli í skrafi
okkur kom í ljós að hljómsveitin
væri að hætta og óvissa um fram-
tíðina og hann í spilamennsku. Í
þessu skrafi okkar Jóhanns Ög-
mundssonar og mín við Stjána,
sem hann var gjarnan nefndur,
var honum boðið að koma á æf-
ingu hjá hljómsveit sem var í
burðarliðnum hjá strákum úr
Austurbæjarskólanum og Jói var
þar einn meðlima. Viku síðar
mætti Kristján með bassann und-
ir hendinni og deildi kunnáttu
sinni meðal óreyndra en spil
þeirra tók risastökk fram á við og
úr varð unglingahljómsveitin
Fjarkar sem skipuð var auk
Kristjáns og Jóhanns þeim Krist-
birni Þorkelssyni og Kristjáni
Gunnarssyni. Þessi hljómsveit
náði feiknavinsældum og lék í
skólum og á skemmtistöðum víðs-
vegar um land næstu árin.
Fjarkatímabilið er þessum hópi
mjög dýrmætt og er hans oft
minnst þegar við hittumst og
gjarnan sungið og spilað á gítara
og rifjaðar upp gamlar góðar sög-
ur þessara ára.
Eins og gengur fóru þeir hver
sinn veg í námi og vinnu, Kristján
Baldursson skákaði okkur öllum í
dugnaði til náms, hann fór fyrst í
húsasmíði og var verðlaunaður
fyrir frammistöðu í skólanum, eft-
ir það nám fór hann í Tækniskól-
ann eins og hann hét þá, lauk þar
prófum með mikilli sæmd sem
byggingatæknifræðingur. Eftir
það nám réð hann sig til Vega-
gerðarinar en hann hafði unnið
þar á sumrin í brúarsmíði meðan
hann var í skólanum. Þar kviknaði
áhugi hans á burðarþoli sem varð
svo til þess að hann ákvað að fara
til Lundar í Svíþjóð í frekara nám
í burðarþolsverkfræði. Eftir Sví-
þjóðardvölina hóf hann störf sem
verkfræðingur hjá Vegagerðinni
og er einn af verðlaunuðum verk-
fræðingum sem hönnuðu nýja
Þjórsárbrú. Af þessari upptaln-
ingu má sjá að kraftur Kristjáns
var einstakur en mitt í þessari at-
burðarás stofnaði hann fjölskyldu
og kvæntist Soffíu Unni Björns-
dóttur og eignuðust þau fjögur
börn.
Á seinni árum sýndi Kristján á
sér alveg nýja hlið, hann fékk sér
sumarbústaðarland og hóf þar
uppgræðslu og sumarhúsasmíð,
að öllu var fagmannlega staðið.
Skógarlundurinn hefur vaxið og
dafnað vel meðan hans naut við og
verður honum vitnisburður um
dugnað og elju um ókomna tíð.
Allt var gert í réttri röð með ná-
kæmni verkfræðingsins. Fyrstu
árin var plantað og hafst við í
tjaldi, svo kom smáhýsi og áfram
plantað. Að lokum kom „höllin“.
En það stóð á endum að þegar átti
að njóta erfiðisins greindist Krist-
ján með alvarleg veikindi sem að
lokum báru hann ofurliði.
Í Kristjáni eignuðumst við
traustan vin sem við söknum sárt,
við vottum aðstandendum samúð
okkar, góður drengur er fallinn
frá.
Gunnar V. Andrésson
og Anna K. Ágústsdóttir.
Kristján S.
Baldursson
Látin er frænka
mín, Salóme Jóns-
dóttir. Hana vantaði
tæpar fjórar vikur
upp á að ná 89 ára
afmæli sínu. Upp-
haflega kynntist ég henni í gegn-
um kristilegt starf hennar með
móður minni. Hún var ein þeirra
fjölmörgu bænamanneskja, sem
báðu fyrir mér og framtíð minni.
Nokkru síðar komst ég að því að
hún var rótskyld föður mínum, á
þann hátt að þau voru systkina-
börn. Salóme var fædd þann 31.
mars árið 1926, en það var einmitt
á fertugsafmæli móður hennar.
Hún opnaði mér dýrmæta gátt inn
í ættir Kristjáns Ásgeirs Ólafs-
Salóme Jónsdóttir
✝ Salóme Jóns-dóttir fæddist
31. mars 1926. Hún
lést 5. mars 2015.
Útför hennar fór
fram 19. mars 2015.
sonar, afa míns, sem
mér auðnaðist aldrei
að sjá, enda hafði
hann látist tæpum
tveimur árum áður
en ég fæddist. Sal-
óme var alla tíð
glæsileg kona. Hún
var trygglynd og
sagði skemmtilega
frá. Hún talaði mikið
um það hversu
sterkan svip ég hefði
af Kristjáni afa. Sérstaklega
nefndi hún augabrúnirnar og
vaxtarlagið, en afi þótti hávaxinn
maður. Hún sagði mér söguna af
því þegar Kristján afi þurfti að
gæta fjár sem ungur drengur og
hversu mikið honum hefði leiðst
einveran. En þegar Jónína Val-
gerður, stóra systir hans, var
komin, var allt gott. Þau voru af-
skaplega náin, systkinin, enda
ekki nema rúmt ár á milli þeirra.
Það var á heimili foreldra Sal-
óme, sem þá var að Ytri-Löngu-
mýri í Austur-Húnavatnssýslu,
sem leiðir Kristjáns afa og Ingv-
eldar ömmu lágu saman fyrst. Síð-
ar fluttust foreldrar Salóme að
Akri ásamt börnum sínum, þar
sem hún fæddist. Ég hitti þessa
frænku mína nokkrum sinnum á
samkomum að Hörgshlíð 12, fyrst
með móður minni, en síðar fór ég
nokkrum sinnum sjálfur og end-
urnýjaði frændsemina. Því miður
hafði ég misst sambandið við hana
um nokkurra ára skeið. Auðvitað
mundi hún eftir þessum frænda
sínum og fagnaði auknum sam-
skiptum. Mér þykir alveg sérstak-
lega vænt um eina minningu: Að
kvöldi afmælisdags míns árið
2010, er ég varð 39 ára, ákvað ég
að fara á samkomu að Hörgshlíð
12, eins og ég var farinn að gera á
þeim tíma. Hún var þar og flutti
persónulegan vitnisburð eins og
hún gerði svo oft. Stundum var ég
með vitnisburð sjálfur, sem ég
flutti gjarnan eftir að hún hafði
flutt sinn. Eftir þessa samkomu
bauðst ég til þess að keyra hana
heim í Eskihlíðina, þótt leiðin væri
stutt, enda var orðið dimmt. Hún
þáði farið með þökkum, en vildi
ekki heyra á annað minnst en að
ég kæmi inn með sér, þegar hún
heyrði að ég ætti afmæli þennan
dag. Hún hitaði dýrindis súkku-
laði og töfraði fram fínar kökur
með. Þarna sat afmælis-
drengurinn nánast fram á nótt og
heyrði sögur af móður hennar, afa
sínum og þeim systkinum. Salóme
bjargaði kvöldinu og gerði það svo
eftirminnilegt á sinn hljóðláta og
hógværa hátt — eins og hún var
sjálf. Síðar á því ári tók að halla
undan fæti hjá henni, hún fluttist
að Hrafnistu í Kópavogi, þar sem
einnig var gott að koma og spjalla
við hana. Þar kvaddi hún þennan
heim í friðsæld aðfaranótt 5. mars
síðastliðins. Guð blessi minn-
inguna um yndislega konu og
góða frænku og veiti ástvinum
hennar styrk. Hún á vísa góða
heimkomu í ríki hins Hæsta, þar
sem harmur og kvein eru ekki
framar til. Góður Guð blessi minn-
ingu hennar.
Þorgils Hlynur
Þorbergsson.
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM