Morgunblaðið - 31.03.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 31.03.2015, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 ✝ Óskar Guð-mundsson fæddist á Kvígind- isfelli í Tálknafirði 24. júní 1917. Hann lést á Hrafnistu 21. mars 2015. Foreldrar hans voru Þórhalla Odds- dóttir, f. 12.7. 1899, d. 3.8. 1997, og Guð- mundur K. Guð- mundsson, f. 6.5. 1890, d. 6.6. 1969. Óskar var elst- ur sautján systkina og eru átta þeirra enn á lífi. Hinn 4. september 1948 kvænt- ist Óskar eiginkonu sinni, Mar- gréti Hallgrímsdóttur frá Pat- reksfirði, f. 11. september 1919, grímur, f. 7. júní 1961, sambýlis- kona Ragna Gestsdóttir, f. 29. október 1986, börn Hallgríms eru tvíburarnir Margrét Ósk og Alexía Erla, f. 4. ágúst 1992. Óskar ólst upp í Tálknafirði og fór hann snemma til sjós með föð- ur sínum. Um tvítugt hóf hann nám við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og eftir það vann hann á bátum sem gerðir voru út frá Patreksfirði. Óskar flutti til Reykjavíkur til að stunda nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist hann þaðan árið 1946. Eftir að Margrét og Óskar giftu sig bjuggu þau í Reykjavík og vann hann sem stýrimaður á hinum ýmsu togurum og bátum, má þar nefna Geir RE, Sigurð RE og Helgu Guðmundsdóttur BA. Síðustu starfsárin vann hann hjá Reykjarvíkurhöfn á dráttarbátn- um Magna. Útför Óskars fer fram frá Langholtskirkju í dag, 31. mars 2015, kl. 13. d. 15. september 2007. Börn Mar- grétar og Óskars eru 1) Ríkharð, f. 23. desember 1947, dóttir hans er Mar- grét Hrefna f. 13. apríl 1983, maki Steinn Bragason, f. 8. september 1982. Börn þeirra eru Matthías Bragi, f. 4. ágúst 2006, Daníel Svavar, f. 2. október 2008, og Dóra Millý, f. 7. júlí 2013. 2) Hrefna K. Óskarsdóttir, f. 15. desember 1954, maki Georg Kar- onina, f. 2. apríl 1953, dætur hans eru Anna Klara, f. 1. apríl 1980, og Eva, f. 7. febrúar 1983. 3) Hall- Í dag kveð ég kæran tengdaföð- ur og margar minningar rifjast upp. Óskar var elstur 17 systkina og þurfti snemma að venjast því að taka til hendinni og aðstoða við að draga björg í bú. Hann lauk námi sem stýrimaður og vann mestan hluta ævinnar á togurum, bátum og síðustu starfsárin á dráttar- bátnum Magna. Sem sjómaður var Óskar mikið frá fjölskyldunni en naut tengsla við barnabörnin þeg- ar hann hætti að vinna. Óskar og Magga áttu mjög fallegt og hlýlegt heimili og mér var tekið opnum örmum allt frá byrjun. Tengdafaðir minn var mjög hress og hafði gott minni sem hann hélt til æviloka. Hann var hrifinn af tækninýjungum og þegar ég kom í fjölskylduna lærði hann, þrátt fyrir háan aldur, að nýta sér tölvutæknina. Hann var heilsu- hraustur fram eftir aldri og 84 ára keypti hann sér nýjan bíl og naut þess að keyra hann vestur á Tálknafjörð til að taka þátt í ætt- armóti. Þegar við hjónin keyptum gam- alt hús á Eyrarbakka nutum við þess hversu laghentur tengdafaðir minn var. Ósjaldan komu Magga og Óskar í heimsókn til okkar í kaffi og árviss viðburður var að setja niður kartöflur. Óskar fylgdist mjög vel með þjóðfélagsumræðunni og var gam- an að ræða við hann um daglega atburði. Sem gamall sjómaður fylgdist hann ávallt vel með veðr- inu og vissi hvernig veðri var von á og hvernig spáin var fyrir Tálkna- fjörð og Eyrarbakka. Óskari fannst gaman að dansa, spila brids, félagsvist, skák og lomber. Af og til naut hann líka lífsins með góðan vindil og glasi af koníaki. Tengdaforeldrar mínir áttu langt líf saman og saknaði hann Möggu sinnar mikið eftir að hún hvarf frá honum eftir meira en 50 ára hjónaband. Nú er ferðalagi Óskars hér á jörðu einnig lokið og ég er þakklátur fyrir góðar sam- verustundir með honum. Hvíl í friði, kæri tengdafaðir. Georg. Óskar Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, við erum þér ævinlega þakklátar fyrir allan þann tíma sem við fengum með þér. Þú verður alltaf til staðar í minning- unni. Margrét og Alexía. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Hvíl í friði, elsku Óskar. Anna og Eva. ✝ Sigrún Jóns-dóttir fæddist 22. ágúst 1923. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 22. mars 2015. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðs- son, f. í Krossgerði, Beruneshreppi S- Múlasýslu 8. janúar 1879, d. 6. janúar 1964, og Ingibjörg Eyjólfsdóttir, f. á Gufuskálum 14. nóvember 1895, d. 4. febrúar 1966. Systkini Sigrúnar eru Guðný Jónsdóttir, f. 11. mars 1921, d. 12. apríl 2014, Málfríður Jónsdóttir, f. 23. júlí 1927, d. 26. október 2012, Guðmundur Jóns- son, f. 11. mars 1929 og Anna Kristín Jónsdóttir, f. 3. júní 1931. Eiginmaður Sigrúnar var Lúðvík Eggertsson verslunarmaður, f. 15. júlí 1914 á Klukkulandi í Dýrafirði, d. 1. maí 1995. For- eldrar Lúðvíks voru Ríkey Jóns- dóttir og Eggert Lárusson Fjels- ted. Sigrún átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, þau Halldóru Bates, f. 7. september 1942, gift Gísla Dagbjartssyni, f. 26. júlí 1936, og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn og Jón Bates, f. 22. júní 1948, d. 9 nóv- ember 2014, eftirlif- andi eiginkona hans er Brynhildur Bates Magn- úsdóttir og eignuðust þau þrjú börn og tvö barnabörn. Sigrún og Lúðvík eignuðust saman eina dóttur, Eddu Lúðvíksdóttur, f. 8. október 1962, sem er í sambúð með Sam Najmeh og á Edda eina dóttur og tvö barnabörn. Lúðvík eignaðist sjö börn af fyrra hjóna- bandi. Sigrún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 18 ára að aldri. Hún vann við skrif- stofustörf í áratugi. Útför Sigrúnar fór fram frá Áskirkju 30. mars 2015. Í gær fylgdi ég ömmu minni hinstu sporin. Þó ekki liggi mörg sokkapörin eftir hana þá skilur hún eftir sig minningar sem tengjast tónlist, bókmenntum og listum. Með ömmu fór ég fyrst í leikhús, á óperusýningar og á tónleika. Það var hjá henni sem ég lærði sem lítil stúlka að meta og hlusta á klass- íska tónlist. Óperur voru hennar lífselexír og hún þreyttist aldrei á að spila á grammófón eða hækka í útvarpinu þegar henni fannst hljóma tónar sem ung og óreynd eyru gátu numið og notið. Alveg fram á síðustu mánuði átti hún það til að taka lagið við undirleik móður minnar og syngja fyrir okkur. Hún vakti aðdáun þegar hún stóð við pí- anóið, komin langt að níræðu í gamlársgleðskap og söng fyrir okkur á þýsku. Annað sem einkenndi ömmu mína var það sem ég kallaði „bo- hem“ en hún hefði vel getað verið uppi á þeim tíma þegar listamenn lögðu undir sig París því hún var sannkallaður heimsborgari sem naut þess að ferðast. Hún var fróð- ust allra sem ég þekki og var dug- leg að lesa sér til, sérstaklega ef leggja átti land undir fót þá var hún óþreytandi og alltaf hægt að stóla á hana. Margar ferðir fórum við saman og oftast vorum við fjór- ar, hún með dætur sínar og mig. Seinni ferðir voru þó þær sem ég minnist, sérstaklega þegar við fór- um um Ítalíu þvera og endilanga. Einstaklega gaman var að vera með henni í Róm og leyfa henni að sýna okkur þá fallegu borg sem hún hafði miklar mætur á. Spænsku tröppurnar voru henni hugleiknar og hún var ekki lengi að spássera með okkur að hinum fal- lega gosbrunni Trevi. Hún naut þess að fara með okkur út í hina fal- legu eyju Capri og lagði á sig ferð með litlum bát til að sjá aftur Bláa hellinn. Ítalíuferðin var henni erfið og farið víða en aldrei kvartaði hún heldur naut þess að sýna okkur það sem henni var hugleikið. Önnur ferð sem við fórum saman sömu konur var ferð um Grikkland, aftur var það erfið ferð fyrir fullorðna konu en ekki kvartaði hún frekar en áður og öll kvöld í Grikklandi sem Ítalíu var hún tilbúin að fara út að borða og njóta. Stundum fannst mér eins og hún amma mín hefði fæðst í röngu landi en ég veit að hún hefði aldrei viljað búa annars staðar en hér en ferðalög var hún alltaf tilbúin að fara í og það er ekki langt síðan hún fór ferð til dóttur sinnar sem býr á Mykonos, þó hún þyrfti að notast við hjólastól til að komast leiðar sinnar á flugvöllum. Hún var einstaklega gjafmild kona, þó aldursmunur væri mikill þá var hún vinkona mín sem gott var að leita til. Ég finn tilfinning- arnar bærast í mér núna þegar ég skrifa hinstu kveðju, tilfinningar sem einkennast af söknuði því ég hef ekki vinkonu mína lengur hjá mér. Svo eru það tilfinningar sem eru ekki eins eigingjarnar því ég trúi því að núna hafi hún amma mín fengið sjón og heyrn aftur og hitt þá sem farnir eru yfir móðuna miklu og vaka yfir okkur. Ég minn- ist ömmu minnar með þakklæti, hún sem var þó engin venjuleg amma því hún var lífskúnstner sem kunni að meta allt hið fagra og njóta. Hafðu þökk fyrir að leiða mig, elsku amma mín. Þín Sigrún. Elsku langamma mín. Það er ekki auðvelt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig. Þetta er stund sem ég hélt eða von- aði að myndi aldrei koma að. En minningarnar sem fara í gegnum huga minn núna eru óteljandi. Aldrei mun ég gleyma því þegar ég kom alltaf til þín eftir skóla, á hverjum einasta degi og var hjá þér fram eftir degi. Þú varst ótrú- legur félagsskapur. Þótt að aldurs- munurinn á okkur hafi verið mikill, þá vorum við bestu vinkonur. Þú nenntir alltaf að gera allt með mér, alveg sama hvað mér datt í hug. Þú fórst með mér í feluleik, spilaðir við mig eða last fyrir mig sögur. Það eru líka ótal skiptin sem ég man eftir þar sem þú bjóst til karamellu fyrir okkur, alveg frá grunni. Þegar við spiluðum veiðimann í eldhúsinu hjá þér þá stöfluðum við kornflekspökkum á borðið þannig að ég gæti lagt spilin niður því ég gat ekki haldið á svona mörgum spilum í einu. Ég var vön að kíkja yfir kornflekspakkana til að sjá hvaða spil þú ættir þegar þú sást ekki til. En þegar þú komst að því þá fórstu bara að hlæja og kallaðir mig svindlara. Ég var svo ótrúlega heppin að búa í næsta stigagangi við þig þeg- ar ég var yngri og man ég eftir ótal skiptum þar sem þú komst yfir til að lesa fyrir mig áður en ég fór að sofa. Þú last stundum heilu bæk- urnar og jafnvel þegar ég var sofn- uð, þá hélstu áfram að lesa. En þegar heyrnin þín og sjón byrjaði að dala og að lokum hverfa nánast alveg, þá voru þetta allt hlutir sem þú gast ekki lengur gert. En ég var búin að stækka og fullorðnast þannig að það var allt í lagi. Allar minningarnar, óteljandi minningar sem ég á um þig, elsku amma mín. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að eyða með þér seinustu jólum og að hafa feng- ið að opna með þér pakkana og borða með þér jólamatinn, það er ómetanlegt. Sunnudaginn 22. mars, daginn sem þú kvaddir okkur, þá fékk ég símtal frá mömmu um að þú ættir ekki mikið eftir. Ég kom beinustu leið til þín, mamma og amma voru þar líka. Ég sat hjá þér og hélt í höndina þína og við áttum stund saman sem ég mun aldrei gleyma og verð ævinlega þakklát fyrir. Þú kvaddir okkur þennan sama dag. Takk fyrir allt saman, elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og gafst mér í gegnum ævina. Takk fyrir allar minning- arnar sem þú gafst mér, þær munu eiga sinn stað í hjarta mínu alla ævi. Ég trúi því að þér líði betur þar sem þú ert núna og að þú sért búin að hitta alla þá sem kvöddu á undan þér. Ég bið algóðan guð um að geyma minningu langömmu minn- ar, Sigrúnar Jónsdóttur. Þitt langömmubarn, Halldóra Eik. Sigrún Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA S. SIGURÐARDÓTTIR, Klapparstíg 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 8. apríl kl. 13. . Jón Þ. Gíslason, Diljá M. Gústafsdóttir, Guðmunda Þ. Gísladóttir, Haraldur R. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru ÞORGERÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Gullsmára 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir alúð og umhyggju. . Stefán Friðbjarnarson, Ellen Árnadóttir, Gunnar Svavarsson, Lára Sveinsdóttir, Sigmundur Stefánsson, Elísabet Kristinsdóttir, Kjartan Stefánsson, Guðríður Sigurðardóttir, Sigríður Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar fósturmóður, systur og frænku okkar, MAGNEU S. MAGNÚSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 13E á Landspítala og hjúkrunarheimilinu Hömrum. . Jakob Þór Haraldsson, Elísabet S. Magnúsdóttir, Ragna G. Ágústsdóttir, Elísabet M. Kristbergsdóttir, Halldóra Kristbergsdóttir, Magnús G. Kristbergsson, Ólafur Pálsson, Gunnar Pálsson. Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR STEINUNN LÚÐVÍGSDÓTTIR, Grettisgötu 70, Reykjavík, lést þriðjudaginn 24. mars á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 9. apríl kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Bergljót Sigríður Einarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Páll Lúðvík Einarsson, Svanbjörg H. Einarsdóttir, Kristinn Ö. Jóhannesson, Steinunn Soffía, Hákon, Ólöf Sigríður, Bergljót Júlíana og Laufey Steinunn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og mágs, ÁRNA ARINBJARNARSONAR tónlistarmanns, Geitlandi 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar fyrir frábæra umönnun, stuðning og hlýju. Guð blessi ykkur öll. . Dóra Lydia Haraldsdóttir, Arinbjörn Árnason, Joanne Árnason, Pálína Árnadóttir, Margrét Árnadóttir, Aron James, Joshua Ben, Haraldur Haraldsson, Páll Haraldsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÚÐVÍK ÁGÚSTSSON, fyrrverandi skipstjóri og forstjóri, Melteigi 6, Keflavík, andaðist á Landspítalanun við Hringbraut miðvikudaginn 25. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast Lúðvíks er bent á Félag nýrnasjúkra. . Guðlaug Jónasdóttir, Ágúst Lúðvíksson, Honey Lore Sales, Jónas Lúðvíksson, Bryndís Heimisdóttir, Unnur Kristrún Lúðvíksdóttir, Elmar Ingibergsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.