Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Það er blönduð
tilfinning að setjast
niður og skrifa nokkur minning-
arorð um Aðalheiði Ólafsdóttur,
góða vinkonu til margra ára. Við
söknum þess að heyra ekki lengur
glaðlega rödd og finna ekki lengur
hlýtt viðmót hennar en í stað þess
koma fram ljúfar minningar um
liðnar samverustundir sem eru
okkur nú og hafa alltaf verið svo
dýrmætar.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar við vorum nemendur á
Hlíðardalsskóla þar sem Sigurð-
ur, maður hennar, var kennari.
Aðalheiður
Ólafsdóttir
✝ AðalheiðurÓlafsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. október 1931.
Hún lést á Landa-
koti 16. mars 2015.
Útför Aðalheiðar
fór fram frá Foss-
vogskirkju 30.
mars 2015.
Frá þeim tíma eig-
um við góðar minn-
ingar um frábæran
kennara og samhent
kennarahjón á
heimavistarskóla
þar sem samskipti
kennara og nem-
enda voru eins og
hjá stórri fjölskyldu
og því með ólíkum
hætti og síðar varð
eftir að héraðsskólar
á unglingastigi lögðust af. Við er-
um þakklát fyrir þann tíma og
þann þátt sem Sigurður og Aðal-
heiður áttu í mótun unglingsár-
anna.
Fáum árum síðar tengdumst
við og Aðalheiður og Sigurður vin-
áttuböndum í samstarfi innan
kirkjunnar okkar og sú vinátta
hefur aldrei rofnað. Aðalheiður fór
ekki varhluta af erfiðleikum sem
svo oft mæta okkur í lífinu. Ung að
árum og þá þriggja barna móðir
fékk hún lömunarveikina sem átti
eftir að móta allt hennar líf. Með
óbilandi dugnaði hennar og stuðn-
ingi fjölskyldunnar tókst henni að
ná undraverðum bata. Árið 1991
missir hún dóttur sína á besta
aldri og Sigurður féll frá þrem ár-
um síðar. Þrátt fyrir þetta var hún
alla tíð jákvæð og glaðleg og var
meira umhugað um hag annarra
en sjálfrar sín. Hún var stolt af
fjölskyldunni sinni og við fundum
greinilega hve mikils virði það var
henni að fylgjast með velferð
hennar. Samskipti okkar voru tíð-
ari eftir að við fluttum í Grafar-
voginn enda bjuggum við ekki
langt undan. Við minnumst
ánægjulegra samverustunda með
Aðalheiði og einnig vinum okkar
beggja þar sem hún var oftar en
ekki í hlutverki gefandans í orði og
verki. Okkur eru líka minnisstæð-
ar dagsferðir sem við fórum sam-
an og þá sérstaklega ferð um
Kjósina þar sem hún fræddi okkur
um ýmislegt sem fyrir augu bar á
æskuslóðum hennar.
Við söknum þessara samveru-
stunda en þökkum þær um leið og
við vottum sonum hennar, Gunn-
ari og Bjarna, Ian tengdasyni
hennar, systur hennar Jónu og
fjölskyldum þeirra innilega samúð
okkar.
Þú sofnað hefur síðsta blund
í sælli von um endurfund,
nú englar Drottins undurhljótt
þér yfir vaki – sofðu rótt.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir.)
Anna og Ólafur Kristinsson.
Með örfáum þakklætisorðum
vil ég minnast Aðalheiðar Ólafs-
dóttur.
Ég kynntist henni fyrst sem
unglingur og nemandi að Hlíðar-
dalsskóla fyrir um 50 árum. Þá
þegar glímdi hún við sjúkdóm sem
fylgdi henni æ síðan. Maður skilur
betur nú hversu þetta hefur reynt
á en hún var alveg einstaklega
sterk, jákvæð og ákveðin, og
reyndar fjölskyldan öll. Gaman
var í gegnum tíðina að heimsækja
hana og Sigurð heitinn, og síðar
hana eftir að hann féll frá. Heim-
ilið var alltaf svo smekklegt og
fínt, gestrisnin, velvildin og þægi-
legheitin ætíð í fyrirrúmi. Alltaf
kvaddi maður hressari en maður
kom.
Ég kveð Aðalheiði með virð-
ingu og þakklæti og bið ástvinum
hennar allrar Guðs blessunar og
huggunar.
Einar Valgeir Arason.
Elsku amma mín, nú ertu farin
frá okkur, ég veit að þú ert komin
til afa, eins og þú talaðir svo oft
um að þið mynduð hittast aftur.
Þú varst svo hjartahlý og
brosmild, það var alltaf stutt í
hláturinn hjá þér og alltaf að
djóka eins og þú sagðir sjálf.
Það var svo skemmtilegt að
koma til þín, þú hafðir frá svo
mörgu að segja, fylgdist svo vel
með hvað væri að gerast hjá öll-
um og í þjóðfélaginu. Stundum
Guðrún
Jónasdóttir
✝ Guðrún Jón-asdóttir
(Dúnna) fæddist 25.
desember 1921,
hún lést 18. mars
2015 á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ í Reykja-
vík.
Útför Guðrúnar
fór fram frá Grens-
áskirkju 30. mars
2015.
gleymdi maður því
að þú værir komin
yfir nírætt, þú vissir
meira en maður
sjálfur. Þú kenndir
mér svo mikið og
varst oft að leggja
mér lífsreglurnar
sem ég er svo þakk-
látur fyrir.
Ég á svo margar
góðar minningar
um þig, fallega
amma mín, ég sakna þín sárt.
Þó augun sofni aftur hér
í þér mín sálin vaki.
Guðs son, Jesús, haf gát á mér,
geym mín svo ekkert saki.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þinn
Hrólfur Már.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Dúnnu ömmu minnar.
Amma var með eindæmum góð
kona, skemmtileg og kærleiks-
rík. Það var alltaf jafn gaman að
koma til hennar, hún tók alltaf al-
veg einstaklega vel á móti manni
og var mikill gestgjafi. Hún
knúsaði mann í bak og fyrir og
allt var drifið á borðið þannig að
úr urðu margréttaðar máltíðir.
Þegar börnin mín fóru að heim-
sækja hana fengu þau vitanlega
sömu viðtökur og Dúnna amma
prjónaði auk þess fjölda ullar-
sokka á þau sem hafa ekki sízt
yljað þeim í vetur. Margt fleira
mætti segja um hana ömmu
mína. Hún lifir í minningu þeirra
sem nutu þeirra forréttinda að
kynnast henni.
Hvíldu í friði, amma mín, þín
verður alltaf sárt saknað.
Hjörtur J. Guðmundsson.
Ég kynntist Guðrúnu fyrst
fyrir næstum því áratug þegar ég
trúlofaðist dóttursyni hennar.
Okkur kom vel saman frá fyrstu
tíð og náðum vel saman, enda átt-
um við margt sameiginlegt. Guð-
rún var afar hreinskiptin kona
sem sagði sína meiningu um-
búðalaust en alltaf með kærleika.
Hún var mikil handavinnukona
og allir á mínu heimili eiga flíkur
sem hún hefur unnið. Hún var
hjálpsöm með afbrigðum og af-
skaplega virk og drífandi kona
sem lagði sitt til samfélagsins og
ástvina sinna á meðan hún mögu-
lega gat.
Við Dúna „amma“ töluðum oft
um hlutskipti konunnar og hún
var ein af dyggustu stuðnings-
mönnum þess að ég héldi áfram
námi og manna stoltust þegar ég
útskrifaðist. Ég mun alltaf
geyma minninguna um hana í
hjarta mér.
Ég kveiki ljós
og kný á dyr
þess dulda.
Þess
sem dvelur
dýpst í vitund minni
þess sem vakir í
draumi vorsins
í bláum streng
árinnar –
litrófi blóma
gulli sólargeislans
á gnípu fjalls.
(Steingerður Guðmundsdóttir)
Hildur Ýr Ísberg.
Árni fæddist 1923 á Hellis-
sandi og var skírður í höfuðið á
hálfbróður föður síns. Nú í logn-
inu eftir síðasta vetrarstorminn,
skömmu fyrir komu lóu og vor-
jafndægurs, lést hann 92 ára,
varð elstur 8 systkina sem hann
lifði öll.
Snemma byrjaði hann að að-
stoða föður sinn við húsagerð á
Hellissandi, lærði til smiðs og
starfaði lengst af við smíðar.
Hann teiknaði, sló upp og smíð-
aði meira að segja innréttingar,
skápa og hurðir. Kom að smíði
hundraða húsa. Þegar systkini
hans byrjuðu að reisa sín hús í
Kópavogi/Keflavík var ávallt leit-
að til hans og segja má að hann
hafi lagt hornstein húsanna í lífi
þeirra. Móðir mín var þeirrar
Árni Guðgeirsson
✝ Árni Guðgeirs-son húsasmíða-
meistari fæddist
27. janúar 1923 á
Hellissandi, Snæ-
fellsnesi. Hann lést
á hjúkrunarheimil-
inu Hrafnistu, Nes-
völlum, Reykja-
nesbæ 16. mars
2015.
Útför Árna fór
fram frá Keflavík-
urkirkju 30. mars 2015.
gæfu aðnjótandi að
eiga þennan mann-
kostabróður að –
sem átti hvert bein í
sonum hennar – og
aðstoðaði hana og
maka hennar við að
ljúka við húsið
þeirra.
Ekki aðeins full-
orðnir nutu greið-
vikni hans heldur
var hann alltaf boð-
inn og búinn til að aðstoða börn
og leiðbeina þeim. Þegar
strákstaula vantaði sverð fyrir
næsta óvinafagnað var komið við
á verkstæði Árna og eftir stund-
arfjórðung féll handfang nýja
töfrasverðsins að lófa drengsins.
Hálftíma síðar lá bróðurpartur
óvinanna, sár og óvígur í valnum.
Líkt og margra annarra var líf
hans stikað af atvikum stríðsins.
Framan af bjó hann á Hellis-
sandi. Um svipað leyti og nýrna-
veik móðir hans fór 1942 á
Landakot hleypti hann, rétt orð-
inn 19 ára, heimdraganum og fór
að vinna hernámsvinnu. Þann 26.
maí 1942, nýkominn til Reykja-
víkur, var hann á leiðinni til bróð-
ur síns (Einars) þegar hann
óbeint varð vitni að banaskoti á
Hallveigarstíg:
„Skömmu eftir kl. 11 í dag var
ég staddur við forstofudyrnar á
húsinu nr. 16 við Ingólfsstræti …
heyrði skothvell, varð litið upp
eftir Hallveigarstíg, sá að dreng-
ur lá í götunni upp við girð-
inguna, rétt fyrir neðan hliðið að
herstöðinni. Rétt hjá drengnum
stóð hermaður með byssu í hendi
og í sama augnabliki og ég festi
sjónir á honum, snéri hann sér
við og gekk áleiðis inn í herstöð-
ina. Fór ég inn í húsið, lét hringja
á lögreglustöðina, þóttist mega
ráða af því sem ég sá og heyrði,
að hermaðurinn hefði skotið
drenginn“. (ÞV & Mbl 27.5.1942).
1947 flutti hann og bróðir hans
(Guðmundur) til Keflavíkur.
Kynntist Olgu konunni sinni og
settist þar að.
Nú þegar Árni fer yfir móðuna
miklu og sameinast systkinunum
frá Guðgeirshúsi, Olgu og Birki
verða fagnaðarfundir. Við bræð-
urnir þökkum sjö áratuga sam-
neyti og kveðjum góðan dreng
með söknuði.
Sævar Tjörvason.
Þegar komið er að kveðju-
stund setur mann hljóðan og
minningarnar hrannast upp í
huganum. Í dag er kvaddur fjöl-
skylduvinurinn Árni Guðgeirs-
son sem hefur lokið sínu lífsstarfi
hér á jörð. Við tengdumst fjöl-
skylduböndum þegar ég giftist
Ögmundi sem var bróðir Olgu,
eiginkonu Árna. Þau voru tvö
systkinin og afskaplega kært á
milli þeirra alla tíð. Var hann
Olgu mikill harmdauði en hann
dó aðeins 59 ára. Við Ögmundur
áttum okkar heimili í næsta ná-
grenni við þeirra og börnin okkar
voru á líkum aldri. Þau voru góð
heim að sækja. Gjarnan var sest
að spilum en þau hjónin höfðu
gaman af spilamennsku. Í mörg
ár hittumst við á jóladag og spil-
uðum saman vist. Í stuttu innliti
var gjarnan sest við eldhúsborðið
og kaffi og meðlæti þegið með
þökkum.
Árni var lærður húsamiður og
byggði m.a. húsið sem þau
bjuggu í, allt frá fyrstu skóflu-
stungu og hélt því í toppstandi.
Það gat verið gott að hafa þenn-
an bóngóða mann, og laghentan
eftir því, í næsta nágrenni. Árni
var sannkallaður þúsundþjala-
smiður sem kunni ráð og lausn
við mörgum vanda. Hann hjálp-
aði okkur þegar við reistum okk-
ur sumarhús í Grafningnum og
kom um hverja helgi í heilt sum-
ar til þess að smíða. Olga kom
stundum með honum og þá
gjarnan í leit að berjum en
drjúgt var af þeim í sveitinni. Ég
vil þakka af hjarta fyrir sérstak-
lega góða samfylgd í 58 ár og all-
ar góðu minningarnar um
ánægjulegar samverustundir.
Megi góður Guð blessa minn-
inguna um Árna og vaka yfir öll-
um ástvinum hans.
Emilía.
✝ Hulda Dagmarfæddist í Vík í
Grindavík 22. júní
1918. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 5. mars 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Jóns-
son, f. 1875, d. 1924,
og Kristólína Jóns-
dóttir, f. 1880, d.
1952.
Systkini Huldu
voru: Guðjón, Jón Marínó, Er-
lendur, Vilborg, Gunnar Daníel,
Þorgerður, Þorlákur og Óskar
sem öll eru látin.
Eiginmaður Huldu Dagmarar
var Kristján Ólafur
Sigurðsson, múr-
arameistari, f. 7.
maí 1919, d. 18.
ágúst 2001. Þau
eignuðust þrjú
börn: 1) Magnús, f.
1948, 2) Kristólína,
f. 1954, maki Ólafur
Jónasson, 3) Sigrún,
f. 1960, sambýlis-
maður Gunnar Már
Jónsson. Barnabörn
eru sjö, barnabarnabörn 16 og
barnabarnabarn eitt.
Útför Huldu Dagmarar fer
fram frá Grindavíkurkirkju í
dag, 31. mars 2015, kl. 14.
Það er komið að kveðjustund
hjá okkur amma mín. Frá því ég
man eftir mér hefur þú, elsku
amma, verið stór og mikilvægur
hluti af mínu lífi.
Ég trúi því að daginn sem ég
fæddist hafi Guð almáttugur
ákveðið að ég yrði strákurinn
þinn. Það var daginn sem hann
valdi ömmu sem myndi alltaf
þykja vænt um mig og ömmu sem
myndi alltaf hugsa um minn hag,
síðast en ekki síst valdi hann
ömmu sem elskaði mig sama
hvað.
Guð valdi þig og hann valdi
bestu ömmuna fyrir mig. Ég
vitna í Guð því það voruð þið og
afi sem kennduð mér að trúa og
hugsa um hann.
Í dag hugsa ég til baka. Ég
byrja á Sunnubrautinni þar sem
ég bjó mín fyrstu ár með mömmu
og ykkur afa og Gunnari Daníel.
Þar stjanaðir þú við mig því ég
var jú alltaf strákurinn þinn.
Þegar þú og afi fóruð svo á Víði-
hlíð þá minnist ég þess hve gott
það var að eiga samastað hjá ykk-
ur og hve lánsamur ég var að eiga
ykkur að.
Það eru forréttindi að eiga
ömmu sína í 35 ár eins og ég fékk
að eiga þig og fyrir öll þessi ár er
ég þakklátur. Þegar ég hugsa til
þín, amma mín, þá hugsa ég um
ilminn af matargerðinni þinni
sem mér þótti alltaf svo góð, ég
hugsa um nærveru þína sem var
svo ljúf og ég hugsa um hve mikið
mér þykir vænt um þig amma.
Það er gott að hugsa til baka
og minnast. Þú varst og ert svo
stór hluti af mínu lífi, ég er þakk-
látur fyrir okkar langa tíma og
fyrir hve náin við vorum. Ég er
þakklátur fyrir að ég gat kynnt
börnin mín fyrir þér og umfram
allt er ég er þakklátur fyrir að
hafa verið sendur til þín.
Elsku amma mín, takk fyrir
samfylgdina, ég mun alltaf sakna
þín.
Bið að heilsa afa.
Úr Hátíðarkantötu Davíðs:
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Kveðja, strákurinn þinn,
Gunnar Daníel.
Hulda Dagmar
Gísladóttir
Mér brá – en
samt ekki, þegar
Viðar frændi
hringdi undir mið-
nætti sunnudags-
ins 8. mars og
sagði mér að Gunnar hefði
sofnað um kvöldmatinn. Honum
hafði versnað skjótt þannig að
hann fór að dorma og svo sofn-
aði hann alveg. Það er ótrúlegt
hvað svona stund tekur í, þrátt
fyrir vitneskju um að hún kæmi
fyrr en síðar.
Ég þekkti Gunnar frænda í
raun ekki til margra ára. Ég
vissi af honum eins og sagt er
um frændmenni, en þó ekki
fyrr en Viðar pabbi hans sagði
upp úr þurru í eitt skipti sem
oftar í bílskúrnum: „Hann
frændi þinn er eitthvað veikur
– geturðu kíkt á hann? Það er
samt ekki víst að hann vilji
koma – hann er mikill einfari
og ræðir mál sín ekki mikið við
aðra.“
Viti menn, Gunnar kom eftir
augnablik og ræddi við mig um
heima og geima án þess að
draga af sér – sérstaklega þó
um bíla. Hann vildi síður tala
um sjúkdóm sinn, leit frekar á
hann sem smávandamál en eitt-
hvað alvarlegt. Hann var alveg
til í að hitta mig síðar uppi á
spítala ef ég vildi þar sem við
áttum góða stund. Eftir þetta
Gunnar
Viðarsson
✝ Gunnar Við-arsson fæddist
3. ágúst 1980. Hann
lést 8. mars 2015.
Útför Gunnars var
gerð 13. mars 2015.
hringdi hann í mig
þegar hann þurfti
þess með og svar-
aði alltaf síma þeg-
ar ég hringdi á
móti – það var eins
og við hefðum
þekkst alla tíð.
Það kom síðan
að þeirri stundu að
litla vandmálið
hans stækkaði og
tók að lokum af
honum völdin. Gunnar vildi
ekki frekar en fyrri daginn
trufla aðra, heldur lét sig hafa
það áfram í einrúmi og í hljóði
og þannig kvaddi hann án þess
að margir vissu af.
Kæri frændi. Ég vil þakka
þau stuttu og dýrmætu kynni
sem við áttum og fá að auðga
minningarorð mín um þig með
tilvitnun í ljóð Helga Sveins-
sonar:
„Hinn hljóði þegn“:
Öðrum til líknsemdar eyddist þitt líf
og þrek,
þín ósk var hin þögula fórn, – og þú
duldir meinin,
varst flísin, sem undan meistarans
meitli vék,
svo mótaðist guðsins eilífa bros í
steininn.
Ó, hljóðláti þegn, það voru svo fáir,
sem fundu,
hvar fábrotið líf þitt sem ilmandi
dropi hneig,
hann hvarf og blandaðist
mannkynsins miklu veig.
Hin mikla veig, hún var önnur frá
þeirri stundu.
Halldór Jónsson jr.