Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar óskast Óska eftir 2ja dyra (4ra dyra) Toyota Rav Óskað er eftir 2ja dyra (4ra dyra) Toyota Rav, með 2L vélinni, fjórhjóla- drifsbíll - ekki 1.8 L vélinni. Langar í bíl sem hefur verið hugsað um af hlýju. Birgir Jóa, sími 820 2223. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is          Smáauglýsingar Látinn er kær vinur og frændi, Sveinn Finnbogason, eða Stóri- Svenni eins og hann var kallaður í okkar fjölskyldu. Svenna kynnt- ist ég næstum jafnskjótt og ég hafði kynnst mannsefni mínu, honum Rúnari, svo römm var taugin milli þeirra frænda. Sam- skiptin urðu fljótt mikil enda leið varla sá dagur að Rúnar hefði ekki samband við móðurbróður sinn og vin og hélst svo alla tíð. Svenni var okkar nánasta fjöl- skylda hér á Seyðisfirði og hefur rétt okkur marga hjálparhönd í gegnum tíðina. Fyrstu búskapar- árin, þegar við áttum ekki þvotta- vél, var alltaf þvegið hjá honum og var auðsótt. Þegar við byggð- um húsið okkar var gott að geta reitt sig á verklagni og reynslu hans sem á sínum tíma byggði eigin höndum hús fjölskyldu sinn- ar. Þegar ég kynntist Svenna hafði hann verið ekkjumaður í mörg ár, en Stella, kona hans, lést árið 1973 eftir löng veikindi. Þá var bitið á jaxlinn og róðurinn Sveinn Finnbogason ✝ Sveinn Finn-bogason fædd- ist 21. september 1931 á Seyðisfirði og lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 21. mars 2015. Sveinn var jarð- sunginn frá Seyðis- fjarðarkirkju 30. mars 2015. hertur því allt var tekið með hörkunni. Strákarnir þeirra Stellu, Vignir og Gulli, áttu athvarf hjá móðurömmu sinni og móður- systkinum þeim Laufeyju og Óla. Svenni var annál- aður fyrir störf sín á sjó og frá skips- félögum hans heyri ég að betri sjómanni hafi þeir varla kynnst og nefna því til stuðnings dugnað hans, verk- lagni, og útsjónarsemi. Auk þess var hann óhemju hraustur. Eitt sinn fór ég túr með Gullbergi og varð dolfallinn þegar ég sá hrað- ann og tæknina sem hann beitti í aðgerðinni, allt var gert með einu handtaki. Jafnan var Svenni hrókur alls fagnaðar og mikill sprellari og óhætt að segja að þegar hann var á sjó „þá var hleg- ið við störfin um borð“. En það var ekki bara til sjós sem hnyttni og glaðlyndi Svenna létti and- rúmsloftið, svo var hvar sem hann kom, enda var hann víða aufúsu- gestur og margir sóttust eftir fé- lagsskap hans. Sagt er frá því þegar Gullbergið landaði eitt sinn í Færeyjum að fljótlega bar þar að Færeyinga sem spurðu: „Er þetta ekki Svenni Dalla?“ og heilsuðu honum glaðir og hann gantaðist við þá þó að hann myndi ekki eftir þeim. Þannig var og er Svenni Dalla öllum minnisstæð- ur. Þó að ríflega aldarfjórðungur sé milli þeirra frænda, sótti Rún- ar í félagsskap Svenna allt frá því hann var polli. Segja mér Seyð- firðingar að þegar Rúnar kom strákur að sunnan til sumardval- ar hjá ömmu sinni þá „var hann alltaf í hælunum á Svenna“. Ekki kom á óvart þegar sonur okkar fæddist að Rúnar vildi láta hann heita í höfuðið á Svenna, það lá í augum uppi að svo skyldi verða. Börnin okkar öll hændust mjög að Stóra-Svenna, þessum skemmtilega frænda sem alltaf var þeim góður. Svenni var mikið snyrtimenni og var mjög skipulagður, allt átti að vera í röð og reglu og ef eitt- hvað stóð til var alltaf „allt klárt“ löngu fyrir tilsettan tíma. Hann var gríðarspenntur fyrir alls kon- ar tækjum og nýjungar og snið- ugar lausnir heilluðu hann mjög. Við Rúnar, börnin okkar og barnabörn erum þakklát fyrir að hafa átt Svenna sem vin og frænda og vottum Vigni, Gulla, afastrákunum og langafabörnum innilega samúð okkar. Jóhanna Gísladóttir. Elsku Stóri-Svenni. Ég man vel eftir spenningnum við að heimsækja Stóra-Svenna. Hann var kallaður Stóri-Svenni, því það var líka til litli Svenni. En nafnið passaði líka vel þessum stóra, hrausta og hlýja frænda og ég held að honum hafi líkað jafn vel við nafngiftina og okkur. Það var alltaf eitthvert gotterí á boð- stólum og virtust þar engin tak- mörk á. Ég man sérstaklega eftir Hershey’s-súkkulaðikossum sem alla tíð síðan hafa minnt mig á Svenna. Iðulega átti hann eitt- hvert nýtt og spennandi dót eða tæki til að sýna okkur, enda al- gjör tækja-dellukarl eins og fleiri í fjölskyldunni. Ég á margar minningar úr æsku þar sem við pabbi erum að heimsækja Svenna á einhverja bryggju eða í kaffi- vagninn. Alltaf mættu manni hlýjar móttökur og glaðlegt bros og mér var snemma ljóst að Stóri- Svenni átti stóran stað í lífi pabba míns. Á jólunum kom alltaf spenn- andi pakki, en það var yfirleitt mest spennandi að sjá hversu flottan bíl Gunnar Sveinn fengi í jólapakkanum. Aldrei urðum við fyrir vonbrigðum. Seinna flutti Stóri-Svenni aftur austur á Seyðisfjörð og fékk ég þá að kynnast honum betur og um- gangast hann meira. Alltaf var vel tekið á móti manni með kaffi og súkkulaðimola. Það verður tómlegt að halda jól á Seyðisfirði án Stóra-Svenna og borða pitsu í Botnahlíðinni á laugardögum þar sem hann var fastagestur. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Stóra-Svenna fyrir frænda, fyrir allar góðu minningarnar sem ég á og sögurnar sem hann sagði mér af æskuárunum og af ömmu minni, systur sinni. Þó ég trúi ekki á eitthvað æðra, þá finnst mér notalegt að ímynda mér hann á betri stað í góðum félagsskap ástvina. Ég vildi óska þess að ég hefði kvatt betur um jólin, en eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Stóri-Svenni var sérvitur, skemmtilegur, hlýr og einstakur. Hann var hluti af fjölskyldunni og eftir situr stórt skarð. Hans verð- ur sárt saknað. Við sendum Vigni, Gulla og sonum hans og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Margrét, Arnljótur og Ragnhildur Jóhanna. Elsku frændi. Það er svo erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Þegar þú og fjölskylda þín fluttuð til Egilsstaða þar sem ég átti heima var ég svo oft að leika við þig og Ívar bróður þinn. Svo eft- ir að ég flutti í Hafnarfjörðinn komuð þið bræður reglulega í heimsókn til mín þegar þið vor- uð hjá pabba ykkar. Þá komuð Axel Dagur Ágústsson ✝ Axel DagurÁgústsson fæddist 6. apríl 1995. Hann lést 7. mars 2015. Útför hans fór fram 20. mars 2015. þið oft að sækja mig og við fórum öll saman í bíó eða gerðum eitthvað skemmtilegt. Fór- um líka oft í Mono- poly og áttum það til að gleyma okkur og spila klukkutím- um saman. Þú varst alltaf svo kátur og skemmtilegur og það var alltaf gam- an að vera í kringum þig. Ég mun halda í allar þessar góðu minningar og muna eftir þér alla ævi. Sendi allri fjölskyldu þinni og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Hvíldu í friði, elsku frændi minn. Júlía Björg Kristbjörnsdóttir. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Það er að mínu mati vel við hæfi að þessar bænir fylgi þér inn í eilífðina, systir sæl, því þetta voru þær bænir sem við vorum vanar að hlusta á frá okkar föður sem hafði það hlut- verk að koma okkur í háttinn þegar mamma var önnum kafin við húsverkin, sauma eða prjónaskap því hún var af- kastamikil húsmóðir og frábær handverkskona. Við ólumst upp við ástríki og gott atlæti full- orðinna foreldra sem settu okk- ur ætíð í fyrsta sætið og ég er viss um að sú umhyggja og alúð hefur skilað sér til Gauju í hennar starfi sem hjúkrunar- fræðingur. Við vorum svo lán- samar að eiga eldri hálfbróður sem sá okkur fyrir heilum sex frændsystkinum sem hafa fylgt okkur vel um ævina. Við vorum mjög ólíkar systurnar sem börn og Gauja var vön að segja að ég væri búin til úr afgöngum. Það kom sér síðar meir vel því við hjálpuðumst vel að gegnum Guðjóna Kristjánsdóttir ✝ Guðjóna Krist-jánsdóttir fæddist 24. nóv- ember 1958. Hún lést 11. mars 2015. Útför Guðjónu fór fram 19. mars 2015. skólagönguna og lífið allt, ég hjálp- aði henni mest með stærðfræðina en hún hjálpaði mér með íslenskurit- gerðir. Gauja var mjög heppin í spil- um og vann oft í happdrætti, meðal annars sportbíl og spíttbát sem frægt er orðið. Mesta lánið í lífinu var þó hennar ektamaki, Björn Almar, sem fylgdi henni síðasta spölinn allt til enda og var hún systir mín vön að segja að það væri ekk- ert sem Almar gæti ekki gert, hann var góður í sultugerð og að elda innbakaðanautalund með öllu, samfara því að vera frábær heimahjúkka og bíl- stjóri þó hans aðalstarf væri sem vélfræðingur hjá HB Granda. Gauja var líkt og mamma okkar afar hjálpsöm við alla sem til hennar leituðu og hefur skilað af sér ófáum tertunum til Oddfellow-stúk- unnar, B-deildar atburða og inn til nánustu ættingja og vina- hóps. Hún var einnig einkar greiðvikin með barnapössun og alltaf boðin og búin að gera öðrum greiða með einum eða öðrum hætti, hvort sem það voru náskyldir ættingjar eða aðrir nátengdir. Hún tók sínum tengdabörnum sem sínum eig- in, líkt og okkar móðir hafði al- ið okkur upp til að gera og gerði aldrei mannamun. Við hennar nánustu aðstandendur og vinir munum sakna hennar mikið um alla framtíð og vott- um eiginmanni hennar, Birni Almari, Kristínu einkadóttur hennar, Hrólfi tengdasyni, Val- gerði Björk, Tönju Björk, Al- dísi Rós, Auðuni Inga og Eddu Sögu okkar dýpstu samúð. Elísabet ( Beta), Aðalsteinn (Alli), Helga Margrét, Kristján Huldar, Guðjón Ágúst og Oskar Yassin. Þegar amma mín Guðríður Jónsdóttir varð 100 ára, árið 2010, var viðtal við hana í Morgunblaðinu og fyr- irsögnin var: „Alltaf jákvæð og glöð.“ Þessi fáu orð lýsa ömmu minni afskaplega vel og viðhorfi hennar til lífsins. Alltaf var gaman að koma í heimsókn til hennar síðustu árin á Hrafnistu. Iðulega fékk maður Guðríður Jónsdóttir ✝ Guðríður Jóns-dóttir fæddist að Núpum í Ölfusi 21. september 1910. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 13. mars 2015. Guðríður var jarðsungin frá Ás- kirkju í Reykjavík 25. mars 2015. að heyra einhverjar fréttir af stórfjöl- skyldunni og sögur frá fyrri tíð. Amma var svo minnug á fyrri tíma. Fyrir líklega ein- hverjum 25 árum stóðum við amma saman á hlaðinu á Egilsstöðum í Ölf- usi, þar sem systir hennar Markúsína og Steindór sonur hennar voru ábúendur og í fjarska sáum við reiðmann á hesti. Ég hef alltaf haft góða sjón, en ég sá mann og hest nokkuð greinilega. En amma gat algerlega sagt mér hver þetta væri og litinn á hest- inum. Seinna brá svo til verri vegar hjá ömmu þar sem hún missti algerlega sjónina. Hún var blind síðustu 20 árin eða svo. Aldrei heyrðist hún þó kvarta yfir þessu hlutskipti sínu og síðustu árin varð útvarpið mikilvægur miðill til að fylgjast með gangi mála. Og það gerði hún rækilega. Amma fékk að lifa í ríflega 104 ár, vera heilsuhraust og fá síðan að deyja eins og hún hafði óskað sér. Síðasta daginn í þessu jarðlífi, klæddi amma sig eins og venjulega og var sá dag- ur lítið öðruvísi en aðrir. Hún lést í svefni, alveg eins og hún hafði sagt að hún myndi vilja fara héðan úr þessari tilveru. Það verður söknuður að fá ekki að heimsækja hana á næsta að- fangadag, eins og hefur verið undanfarna þrjá áratugi. Blessuð sé minning þessarar góðu og langlífu konu. Sæmundur Rúnar Þorgeirsson. Í dag er fallin frá einhver al- merkilegasta kona sem ég hef kynnst á minni lífsleið, Guðríður Jónsdóttir, amma á Baldó. Amma Guðríður var merkileg fyrir sjálfa sig, hvað hún stóð fyrir, hvernig hún kom fyrir, hvernig hún lifði lífinu, var glöð, þakklát og á allan hátt yndisleg. Amma Guðríður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að lifa heil 104 ár og nokkrum mán- uðum betur. Allan tímann var hún með skýra hugsun, vaknaði á hverjum degi, fylgdist með fólkinu sínu og þjóð. Amma var ein af þeim einstaklingum sem gáfu svo mikið í hvert skipti sem maður heimsótti hana að ávallt sitja eftir minningar, hlát- ur, gleði og þakklæti. Amma á Baldó hafði þá lund að bera að maður óskar þess að börnin manns erfi geð og lund hennar. Aðrir eru færari en ég að rekja æskuminningar og ættir ömmu, en þrátt fyrir háan aldur þá sagði hún okkur oft sögur úr æsku sinni þó að þær væru sum- ar orðnar næstum 100 ára gaml- ar, en samt rakti hún þær eins og þær hefðu gerst í gær. Sög- urnar um frostaveturinn mikla 1918 þegar rúðurnar héluðu að innan, sögurnar þegar hún fór ríðandi frá Núpum í Hveragerði til að þvo þvott í hverunum þar, sögurnar þegar hún var sex ára gömul látin teyma hest með vagni með mjólkurbrúsum á út að Sandhól frá Núpum, vaða yf- ir á hjá Völlum og var svo „heppin“ að fá að sitja hestinn til baka. Allar þessar gersemar og margar fleiri sitjum við niðj- ar hennar, ættmenni og vinir svo heppin með að fá að eiga að minningu ásamt hlátrinum, brosinu og endalausri lífsgleði og hógværð ömmu á Baldó. Þrátt fyrir sorgina við andlát ömmu Guðríðar þá finnur mað- ur jafnframt til þakklætis fyrir allan þann tíma sem við fengum með henni, hvernig hún fékk að sofna og hvernig hún skildi við okkur öll, sátt í sinni. Ómar Geir Þorgeirsson. Í dag kveð ég aldraða ömmu mína, Guðríði Jónsdóttur. Hún var af þeirri kynslóð sem tók þátt í að breyta Íslandi frá því að vera fátækt landbúnaðar- samfélag í það að vera eitt af þróuðustu samfélögum heims- ins í dag. Þetta hafðist með því að fólk af þessari kynslóð var einstaklega vinnu- og nægju- samt, fyrir það ber að þakka. Amma var án vafa ein sú já- kvæðasta persóna sem uppi hef- ur verið. Þrátt fyrir að hafa ver- ið blind síðustu áratugi, með þeim takmörkunum á lífsgæð- um sem það veldur, þá var alltaf sama gleðin og jákvæðnin sem skein af henni. Hefur þetta já- kvæða lífsviðhorf án vafa átt þátt í að hún náði tæplega 105 ára aldri. Ég á góðar minningar úr barnæsku, tengdar ömmu, frá bæði Baldursgötu og ekki síður Hveragerði. Góðar minningar lifa og fylgja manni áfram í líf- inu. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. (Kristján Hreinsson.) Brynjólfur Smárason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.