Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur lengi ætlað að koma mál-
um þínum á framfæri en hefur ekki haft
tækifæri til þess. Allt virðist vera falt um
þessar mundir. Láttu óskhyggjuna ekki
ráða því hvernig þú sérð hlutina.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú gerir svo mikið fyrir aðra. Vitandi
það er það á þína ábyrgð að taka afstöðu
með réttlátum málstað. Láttu ekki ýta þér
út í neitt sem þú ert ekki handviss um að
sé gott.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu það eftir þér að njóta dags-
ins og gerðu eitthvað ánægjulegt fyrir sjálf-
an þig. Ekki æða samt áfram án þess að
spyrja samstarfsfólk þitt ráða.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú skalt vera varkár í umferðinni í
dag. En þegar hver hlutur er kominn á sinn
stað mátt þú vel við una.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Áætlanir sem þú hefur uppi um að
auka tekjur þínar sigla í strand á næstu
mánuðum. Að gefa undirbýr það að þiggja.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það besta sem gæti komið fyrir þig
er að taka ábyrgð. Reyndu að líta til baka
og finna gamlar lausnir sem hafa reynst
vel.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu ekkert freista þín svo að þú eigir
á hættu að missa mannorðið fyrir það.
Hafðu taumhald á skapi þínu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einmitt þegar þú hélst að þú
værir laus við ákveðið mál er því dembt
aftur á þitt borð. Kvöldinu er best varið
heima við.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Farðu varlega í að taka ákvarð-
anir um eitthvað sem tengist sameigin-
legum eigum eða skuldum. Brjóttu þér þá
leið til framkvæmda.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú vilt að aðrir fari að dæmi
þínu í vinnunni eða við einhvers konar
skipulagningu. Tækifærin sem þú færð
krefjast visku, ekki lífsleiða, fágunar, ekki
þreytu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú vilt endilega breyta rétt svo
þú þarf að skoða allar hliðar málsins.
Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum
málin og skipuleggja framgang þeirra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ekkert gaman að keppa við
einhvern sem maður getur unnið auðveld-
lega – nema þú sért hrekkjusvín og það
ertu alls ekki. Að öðrum kosti getur farið
illa.
Flestir kunna þessa vísu eftirHannes Hafstein og má að vísu
segja að það sé ekki að ástæðulausu
að ég rifja hana upp:
Fegurð hrífur hugann meira’
ef hjúpuð er,
svo andann gruni ennþá fleira’
en augað sér.
Þorsteinn Gylfason skrifaði
skemmtilegan flokk „Svo mælti
Jónas“ í Skólablaðið veturinn 1957-
58. Þar segir á einum stað:
„Svo kom að lokum, að boð-
skapur ljóðanna vék að öllu fyrir
rími og hrynjandi og þau misstu
áhrifamátt sinn, og skáldin urðu
lýðnum einskis virði.
Þér heyrðuð, að skáldið kvað:
Þinn líkami er fagur
sem laufguð björk.
En sálin er ægileg
eyðimörk.
En ég kenni yður að yrkja á nýj-
an hátt:
Líkami þinn
minnir
á
laufgaða björkina
í fegurð
sinni.
En sálin
er auðn
eins og Sahara
á Spáni
eða Sýrakúsu.
Í stað þess að fullyrða, að líkami
konunnar sé eins og laufguð björk,
stendur þar: Líkami þinn minnir
mig á laufgaða björk.
Með því að vera í vafa um, hvort
auðnin Sahara sé á Spáni eða Sýra-
kúsu, lýsir skáldið andúð sinni á
borgaralegri menntun og upp-
skafningshætti. –
Svo mælti Jónas:
Meistari! Vér dáum vizku þína.“
Kristján Karlsson orti:
„Það kvað vera fallegt í Kína,“
sagði kona eða lét í það skína.
Hvað hún hét veit nú enginn,
hún er annaðhvort gengin
eða afplánar varfærni sína.
Á hagyrðingakvöldi í Þingeyj-
arsýslu spurði Steingrímur í Nesi:
„Hvað er fegurð“ og Egill Jónasson
svaraði:
Fegurð sést í margri mynd
mögnuð ástarhita,
en fullkomnust í sælli synd
segja þeir sem vita.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hjúpuð fegurð
og líkami konunnar
Í klípu
„MÉR FINNST GLÓPERUR BETRI. ÞÆR
ERU EKKI MJÖG ORKUSPARANDI – EN
ÉG ER ÞAÐ EKKI HELDUR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÓKEI, TAKTU ÞÉR PÁSU!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann kennir
þér að keyra,
möglunarlaust.
DRAUGUR!
ÉG ER EKKI
DRAUGUR.
ÉG ER TALANDI LAK.
OG LITLI VINUR
ÞINN ER?
OG LITLI
VINUR
ÞINN ER?
HÆ!
FJARSTÝRING,
TÍMI TIL
AÐGERÐA
FYRIRGEFÐU...
ÉG GET EKKI ÚTBÚIÐ
NESTIÐ ÞITT Í DAG...
EKKI SEGJA MÉR AÐ
ÞÚ HAFIR KLÁRAÐ
MATINN!
NEI... ÉG KLÁRAÐI
RISAVÖXNU
MATARPOKANA
Víkverji vissi sem var að GunnarÞórðarson væri frábær lagahöf-
undur en gerði sér ekki fyllilega
grein fyrir því fyrr en á sunnudag
þegar farið var á 70 ára afmælistón-
leika Gunnars í Hörpu, sem báru yf-
irskriftina Himinn og jörð. Víkverja
áskotnuðust miðar á fyrri tónleikana
og skemmti sér hið besta. Þarna
birtist landslið söngvara og hljóð-
færaleikara á sviðinu og flutti marg-
ar af perlum Gunnars, allt frá poppi
til óperunnar Ragnheiðar.
x x x
Gæsahúðin var framkölluð ítrekaðog gaman að sjá Gunnar koma
fram undir lokin til að flytja gamla
og góða slagara eins og Fyrsta koss-
inn og Bláu augun þín. Birtist þá
ekki Engilbert Jensen óvænt á svið-
inu og sýndi að röddin er enn til
staðar hjá þeim frábæra söngvara.
Gunnar gat einnig stoltur kynnt
ungan son sinn til sögunnar, Zak-
arías, sem söng með föður sínum og
spilaði á gítar.
x x x
Stemningin í Eldborgarsalnumvar stórkostleg og gestir fengu
frábæran tónlistarflutning beint í
æð. Af framkomu yngri söngv-
aranna má ráða að framtíðin er svo
sannarlega björt í íslenskri tónlist.
Stefán Jakobs í Dimmu var óborg-
anlegur í Gaggó Vest og fékk
óvænta aðstoð frá óperusöngv-
aranum Elmari Þór Gilbertssyni,
sem birtist í rokkgallanum skömmu
eftir að hafa sungið með Þóru Ein-
ars úr óperunni Ragnheiði. Frábær-
ir söngvarar, öll með tölu.
x x x
Þessi stórkostlega dagskrá sýndieinmitt og sannaði hvað Gunnar
Þórðarson er fjölbreytt tónskáld.
Víkverji er viss um að áreiðanlega
hafi einhverjir í Eldborg verið búnir
að gleyma því að Gunnar samdi
Heim í Búðardal en vel sást að Páll
Óskar fílaði í botn að syngja það lag.
x x x
Víkverji ætlar að leyfa sér að óskaGunnari til hamingju með 70 ár-
in og vonandi verða þau sem allra
flest þannig að þjóðin fái áfram notið
snilli hans í lagasmíðum.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Ef einhver er í Kristi er hann orðinn
nýr maður, hið liðna varð að engu,
nýtt er orðið til. (Síðara Korintubréf 5:17)