Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Þýskættaði ljósmyndarinn Anna
Domnick sýnir um þessar mundir
ljósmyndainnsetningu í Reykjavík.
Myndum hennar, sem alls eru fimm
og í stærðinni 500x400 cm, var kom-
ið upp á tímabilinu frá 20.-28. mars,
en sýningin stendur til 28. apríl nk.
Íslenskt landslag er í forgrunni á
myndum Domnick.
Samkvæmt upplýsingum frá lista-
konunni er markmiðið með innsetn-
ingunni, sem verið hefur tvö ár í
vinnslu, að vekja athygli á landslagi
sem er ógnað af virkjunarstefnu
stjórnvalda. „Landið á myndunum á
það sameiginlegt að vera í hættu
verði virkjað meira hérlendis,“ segir
Domnick og tekur fram að ekki sé
um hefðbundnar landslagsmyndir
að ræða heldur sé ætlun hennar að
fanga það hversu viðkvæmt landið
er. Anna Domnick nam ljósmyndun
Vekur athygli á landslagi í hættu
Viðkvæmni Ein myndanna fimm sem
Anna Domnick sýnir í Reykjavík.
við Bielefeld-háskóla og Hamborg-
ar-háskóla. Hún hefur unnið til verð-
launa í heimalandi sínu og sýnt víðs
vegar um heiminn. Lesa má sér nán-
ar til um listakonuna og innsetn-
inguna á vefnum risa.is.
Ljósmyndasýningin The Parasite,
eða Sníkjudýr, var opnuð fyrir
helgi í Norræna húsinu. Á henni
má sjá ljósmyndir eftir Sophie Til-
ler. Tiller hóf að vinna að verkefn-
inu „Sníkjudýr“ árið 2008 og er
sýningin hluti af stærri heild. „Á
henni má sjá úrval náttúrufræði-
bóka, líkt og lexíkon sem búið er
að bora göt í. Götin eru fyllt með
mold og fræi er sáð. Fræið vex og
verður líkt og sníkjudýr í bókinni,“
segir um sýninguna á vef Norræna
hússins. Með tímanum laði bókin
til sín orma, snigla og ýmiskonar
örlífverur sem komi sér fyrir í nýj-
um heimkynnum og Tiller myndi
þetta ferli. Með þessu lifni bæk-
urnar bókstaflega við og verði að
einhverju nýju.
Sníkjudýr í Norræna húsinu
Sníkjudýr Bækur lifna við og verða að einhverju nýju í myndum Tiller.
Breska listakonan Kitty von Some-
time mun taka upp næsta þátt í
myndbandagjörningsverkefninu
Weird Girls í næsta mánuði hér á
landi. Efni þáttarins mun snúa að
því að vera sáttur við líkama sinn og
að vanda mun fjöldi kvenna, sjálf-
boðaliða, leika í honum. Lagið sem
óma mun í þættinum, eða mynd-
bandinu, er unnið af rafdúettinum
CREEP frá Brooklyn og áströlsku
tónlistarkonunni Siu, að því er segir
í tilkynningu.
Að vanda munu konurnar sem
taka þátt í gjörningi Kitty ekki vita
hvað stendur til þegar að tökum
kemur og fá á seinustu stundu að
vita hver tökustaðurinn er og hvers
konar búningum þær eiga að klæð-
ast. Kitty og tökulið hennar munu þá
hafa skipulagt gjörninginn í þrjá
mánuði og standa tökurnar í einn
dag.
CREEP skipa Lauren Flax og
Lauren Dillard og er dúettinn
þekktastur fyrir lagið „You“ og sam-
starf sitt við bandaríska tvíeykið
Ninu Sky. Flax er plötusnúður, laga-
höfundur og framleiðandi og fyrsta
smáskífa hennar var „You’ve Chan-
ged“ sem hún vann með Siu. Sia not-
aði lagið á breiðskífu sinni We Are
Born. Flax hefur troðið upp marg-
sinnis í Reykjavík sem plötusnúður
og þá m.a. á kvöldum Kitty helg-
uðum tónlist frá tíunda áratugnum.
Kitty gerir Weird Girls-mynd-
band við lag CREEP og Sia
Litrík Kitty von Sometime.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Ég hugsa að ég muni leika mér á
milli tónlistarstefna og listforma,“
segir Víkingur Heiðar Ólafsson, ný-
skipaður listrænn stjórnandi sænsku
tónlistarhátíðarinnar Vinterfest.
„Það kom mér á óvart þegar mér
var tjáð að ég væri efstur á lista að
taka við af Martin Fröst, hann er
náttúrlega stórstjarna hér sem og
annars staðar auk þess sem við erum
góðir vinir og höfum unnið mikið
saman,“ segir hann um klarinettu-
leikarann Martin Fröst sem stígur til
hliðar sem listrænn stjórnandi hátíð-
arinnar sem hefur verið í gangi í ára-
tug.
Hápunktur í menningarlífinu
„Martin bauð mér á hátíðina árið
2011 þegar boltinn var aðeins farinn
að rúlla hjá mér erlendis. Það að
koma á þessa hátíð átti eftir að opna
fyrir mér miklu fleiri dyr en mig
hafði grunað. Það var mér presónu-
lega mjög mikilvægt,“ segir hann.
Víkingur Heiðar segir hátíðina vera
nokkuð sérstaka þar sem hún sé
haldin í Dölunum í Svíþjóð um hávet-
ur, í myrkri og miklum kulda.
„Martin hefur laðað heimsklassa-
tónlistarfólk hvaðanæva úr heim-
inum í myrkrið og kuldann í Döl-
unum. Hátíðin hefur verið nokkuð
breytileg frá ári til árs og er hún ekk-
ert ósvipuð Reykjavík Midsummer
Music sem ég hef staðið fyrir í
Reykjavík á sumrin. Vinterfest er þó
talsvert stærri. Ætli það séu ekki
svona tíu til tólf þekktir sólistar sem
koma fram á hátíðinni á hverju ári
auk þess sem heil kammerhljómsveit
er til umráða. Síðan eru hundruð
sjálfboðaliða sem hjálpa til ár hvert,
þetta er í raun hápunkturinn í menn-
ingarlífinu hérna og það er beðið eft-
ir hátíðinni með eftirvæntingu allt
árið. Þetta er mjög sérstakt fyr-
irbæri og ég held að það skynji það
allir sem hafa komið á hátíðina, tón-
listarmenn sem og gestir,“ segir
hann.
„Ég hyggst koma með meiri spuna
inn í hátíðina, jafnvel gjörninga-
myndlistarverk, vídeólist og þess
háttar í bland við tónlistina,“ segir
Víkingur Heiðar en vænta má fingra-
fara hans á fyrstu hátíð hans sem
listrænn stjórnandi en hún mun fara
fram dagana 18. til 21. febrúar á
næsta ári.
Segir óvissuna spennandi
Víkingur Heiðar kveðst hafa vitað
af skipuninni í um hálft ár og hefur
hann á þeim tíma unnið hörðum
höndum.
„Ég er þegar búinn að bóka rosa-
lega spennandi listafólk sem mun
koma fram á hátíðinni. Ég mun síðan
alveg pottþétt búa til smábrú á milli
Íslands og Svíþjóðar og bóka ís-
lenska listamenn á hátíðina,“ segir
hann.
„Það sem mér finnst skemmtileg-
ast við svona hátíðir er að fólk viti
aldrei hvað er að fara að gerast. Ef
draumur minn rætist þá veit enginn
hvað er að fara að gerast fyrr en dag-
skráin kemur, helst ekki einu sinni
þá,“ kveður hann. Þess skal getið að
Víkingur Heiðar heldur áfram með
Reykjavík Midsummer Music en
hann segir stjórnun tveggja hátíða
vera meira en nóg.
„Ég held að mínir kraftar séu
þrátt fyrir allt best nýttir við flyg-
ilinn,“ kveður hann kíminn að lokum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Stjórnandi Fyrsta hátíð Víkings Heiðars sem stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Vinterfest verður í febrúar 2016.
Nýir straumar í
myrkrið og kuldann
Víkingur Heiðar skipaður listrænn stjórnandi Vinterfest
Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00
Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00
Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00
Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00
Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00
Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00
Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00
Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00
Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00
Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00
Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 17/5 kl. 20:00
Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fim 7/5 kl. 20:00 18.k
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Hystory (Litla sviðið)
Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fös 8/5 kl. 20:00
Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fim 14/5 kl. 20:00
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur