Morgunblaðið - 31.03.2015, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
ÍSLENSKUR TEXTI
Besta leikkona
í aðalhlutverki
WILL FERRELL OG KEVIN HART
HAFA ALDREI VERIÐ BETRI.
ÍSLENSKT TAL
SÝND Í 2D OG 3D
HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN
FYNDNASTA
GAMANMYND
ÞESSA ÁRS!
Þriðjudags
tilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudags
tilboð
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á
- bara lúxus
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Sigurinn kom okkur skemmtilega
á óvart, enda var mikið af flottum
böndum að keppa. Reyndar kom
það okkur meira á óvart þegar við
komumst upp úr undanúrslitunum,
því okkur fannst það kvöld hafa
heppnast svo illa hjá okkur og ég
var algjör stresskleina,“ segir
Hrafnkell Hugi Vernharðsson,
söngvari og gítarleikari hljómsveit-
arinnar Rythmatik, sem sigraði í
Músíktilraunum um liðna helgi.
Hljómsveitina Rythmatik skipa
auk Hrafnkels þeir Valgeir Skorri
Vernharðsson, bróðir Hrafnkels, á
trommur, Pétur Óli Þorvaldsson á
bassa og Eggert Nielson á gítar,
sem staddur var erlendis þegar
keppnin fór fram þannig að Bjarni
Kristinn Guðjónsson hljóp í skarð-
ið.
„Við bróðir minn stofnuðum
bandið fljótlega eftir að ég byrjaði
að fikta á gítar í 9. bekk, en bandið
fékk ekki á sig núverandi mynd
fyrr en hálfum öðrum mánuði fyrir
Músíktilraunir í fyrra,“ segir
Hrafnkell sem er 19 ára gamall, en
Eggert er 18 ára og Valgeir og
Pétur báðir tvítugir.
Sigruðu í annarri tilraun
„Í fyrra komumst við ekki upp
úr undanúrslitunum, en fórum í
framhaldinu að æfa og spila á fullu
auk þess að koma fram við öll
möguleg tækifæri,“ segir Hrafnkell
og rifjar upp að Rythmatik hafi
m.a. spilað á a.m.k. fernum tón-
leikum utan tónleikastaða á Ice-
land Airwaves sl. haust. „Sökum
þessa var ég miklu stressaðri á
undanúrslitakvöldinu í ár en sjálfu
úrslitakvöldinu, því ef við hefðum
ekki komist áfram annað árið í röð
væri það eins og að öll vinnan sl.
árið hefði verið til einskis þar sem
niðurstaðan væri sú sama.“
Að sögn Hrafnkels æfa hljóm-
sveitarmeðlimir tvisvar til fjórum
sinnum í viku að jafnaði, en dag-
lega þegar þeir eru að undirbúa
stærri tónleika. „Við Valgeir búum
á Suðureyri, Pétur á nærliggjandi
bóndabæ og Eggert á Ísafirði,“
segir Hrafnkell, en tekur fram að
oftast nær æfi þeir á Ísafirði þar
sem þeir séu allir ýmist í vinnu eða
skóla þar. „Við vorum með aðstöðu
„Hefst með
þrjóskunni“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rythmatik Bjarni Kristinn Guðjónsson (sem hljóp í skarðið fyrir Eggert Nielson), Valgeir Skorri Vernharðsson,
Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Pétur Óli Þorvaldsson voru himinlifandi þegar þeir unnu Músíktilraunir.
í gamalli kaffistofu í yfirgefnu
frystihúsi, en stuttu fyrir Músíktil-
raunir urðu eigendaskipti á hús-
næðinu og okkur var hent út,“ seg-
ir Hrafnkell og bindur vonir við að
verðlaunin hjálpi þeim að finna
nýtt æfingahúsnæði svo þeir verði
ekki alltof lengi á vergangi.
Flytja væntanlega suður
Spurður hvað taki við hjá
sveitinni segir Hrafnkell að gaman
væri að vinna að og gefa út plötu,
en sveitin hlaut m.a. 20 upptöku-
tíma í Sundlauginni í sigurlaun.
„Við vorum búnir að ræða það að
flytja suður í sumarlok 2016. En nú
munum við sennilega skoða það að
flytja suður strax í haust í ljósi þess
meðbyrs sem við höfum fengið.“
Beðinn að lýsa eigin tónlist
segir Hrafnkell um að ræða indí-
rokk. „Við erum undir áhrifum frá
breskum ’80-böndum, ekki síst frá
Manchester. Okkur hefur verið líkt
við snemm-emó-böndin, en ég tel
að við séum aðeins rokkaðri en svo
og tónlist okkar sé þyngri. Okkur
finnst mjög gaman að sveiflast í
stílum innan indí-rokksins. Þannig
eigum við þungarokkslag í bland
við rólegri lög,“ segir Hrafnkell.
Á úrslitakvöldi Músíktilrauna
voru veitt verðlaun fyrir hljóðfæra-
leik og var Hrafnkell valinn gítar-
leikari tilraunanna. Aðspurður seg-
ir hann þessa viðurkenningu hafa
komið sér mjög á óvart. „Ég skil
eiginlega ekkert í því að fá þessi
verðlaun, því mér fannst öll hin
böndin vera með betri gítarleikara.
Ætli ég sé ekki að fá einhverja
punkta fyrir að syngja og spila
samtímis,“ segir Hrafnkell og
dregur ekki dul á hversu vanda-
samt sé að gera hvort tveggja sam-
tímis. „Ég fer ekkert leynt með það
hversu erfitt er að gera þetta sam-
tímis. En þetta hefst með þrjósk-
unni og æfingunni.“ Spurður hvort
hann hafi lært á gítar segist Hrafn-
kell að mestu sjálflærður þótt hann
hafi lært í rúmt ár, en hann hætti
gítarnáminu sl. haust þegar hann
ákvað að taka frekar söngtíma.
„Mér fannst nauðsynlegt að fá leið-
sögn í söngnum og tímarnir frá síð-
asta hausti hafa skilað sér ótrúlega
vel. Þannig virðist gólið á hljóm-
sveitaræfingum, áður en ég fór til
söngkennara, hafa skilað sér í því
að pípurnar þjálfuðust. Þær voru
því komnar í gott stand og ég
þurfti bara smáleiðbeiningu.“
Gamanmyndin Get Hard, með Will
Ferrell og Kevin Hart í aðal-
hlutverkum, er sú sem mestum
miðasölutekjum skilaði bíóhúsum
landsins um helgina en alls sáu
hana um 4.100 manns. Teikni-
myndin Home er sú næst-
tekjuhæsta og í þriðja sæti er nýj-
asta kvikmynd Dags Kára
Péturssonar, Fúsi, sem 1.275 sáu
um helgina. Myndirnar þrjár voru
allar frumsýndar föstudaginn síð-
astliðinn.
Bíólistinn 27. - 29. mars 2015
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Get Hard
Home
Fúsi
Insurgent
Cinderella
Gunman, The
Kingsman:Secret Service
Ömurleg Brúðkaup (Serial Bad Weddings)
Ný
Ný
Ný
1
2
3
4
6
1
1
1
2
3
2
7
10
1
2
3
4
5
6
7
8
Bíóaðsókn helgarinnar
Harðir á toppnum
Hörkutól Will Ferrell og Kevin
Hart í gamanmyndinni Get Hard.