Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Qupperneq 30
Matur og drykkir Salöt með hækkandi sól *Löngunin í léttari mat gerir gjarnan vartvið sig með hækkandi sól og þá komaýmis konar salöt sterk inn. Til að drýgjasalöt og gera þau matarmeiri er gott aðýmiss konar afgang frá því kvöldinu áður.Til dæmis kjúkling en ef enginn afgangurer til er gott að setja nokkrar pasta- skrúfur eða sjóða kúskús og bulgur til að dreifa yfir. Hirsi er líka afar gott í salöt. É g bauð saumaklúbbnum mínum heim, stelpum sem flestar hafa verið vinkonur mínar frá því að við vorum í níu ára bekk og svo er ein þeirra frænka mín og ein vinkona mín síðan í menntaskóla svo að þetta er orðin áratugalöng vinátta milli okkar allra,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem hinn drífandi heilsuorkubolti Ragga Nagli. Ragnhildur hefur að vísu eytt meiri tíma í störf sín sem sálfræðingur en þjálfunarstörf undanfarið en hún rekur eigin stofu í Kaupmannahöfn þar sem hún býr og starfar. Í staðinn fyrir fjarþjálfun er hún farin að bjóða uppá fjarsálfræði fyrir skjólstæðinga hér á landi í gegnum Skype og tölvupóst. „Þegar ég kem til Íslands hittumst við vinkonurnar alltaf en ég kem hingað reglulega, meðal annars til þess að halda matreiðslunámskeið. Þar kenni ég fólki að baka og elda hollustugómsæti en námskeiðin fara fram í gamla Lækjarskólanum í Hafnarfirði,“ segir Ragnhildur en nám- skeiðin hafa notið mikilla vinsælda og pláss á þau hafa oft selst upp á nokkrum mínútum. „Síðast aðeins átta mínútum í gegnum heimasíðuna mína,“ segir Ragnhildur en fyrir áhugasama er slóðin ragganagli.wordpress.com/matreidsl- unamskeid-roggu-nagla. „Ég borða mikið af fisk, kjúklingi og kjöti, kartöflum og hrísgrjónum og hef alltaf glás af grænmeti og girnilegar hollar sósur með svo að matseðillinn í boðinu var í þeim anda. Ég reyni að útbúa mat sem inniheldur fá hráefni. Mér finnst miklu betra að leika mér með þessi fáu hráefni en ekki dunda mér í langan tíma með mörg, því líkt og margir hef ég aldrei tíma í mikið maus,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur var dugleg að bjóða heim í mat en hefur verið mjög upptekin undanfarið svo að hún segist þurfa að taka sig aðeins á í þeim efnum. Bæði flýgur hún á milli Kaupmannahafnar og Íslands til að halda matreiðslunám- skeið og halda fyrirlestra og einnig var hún að gefa út Heilsubók Röggu Nagla sem fjallar um varanlega breyt- ingu á lífsstíl, út frá heilsu, líðan og útliti en fyrst og fremst með hugann að vopni. Þar má einnig finna upp- skriftir af öllu tagi. En hvernig heppnaðist boðið? „Þetta var ofsalega gott og gaman og þær voru hæst- ánægðar með matinn en eftirrétturinn, hnetusmjörs- skyrtertan, stal líklega senunni og sló í gegn. Að setja matseðilinn saman var svolítil áskorun því ein þeirra er á lágkolvetnamataræði, ein er með vægt mjólkuróþol og tvær þeirra borða ekki fisk svo að ég var smátíma að finna út úr þessu. En allir voru sáttir og gátu borðað flest sem borið var fram. Mér finnst mikilvægt að sýna fram á að það megi moða svo margt girnilegt og gómsætt í hollri matargerð. Það á nefnilega alltaf að vera gaman að borða og máltíðirnar þurfa að gleðja bæði líkama og sál.“ RAGGA NAGLI BAUÐ VINKONUM Í KVÖLDVERÐ Eftirrétturinn stal senunni SÁLFRÆÐINGURINN OG LÍKAMSRÆKTARGÚRÚINN RAGNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR, BETUR ÞEKKT SEM RAGGA NAGLI, BAUÐ ÆSKUVINKONUM Í KVÖLD- VERÐARBOÐ ÞAR SEM GRÆNMETI, HRÍSGRJÓN OG KJÚKLINGUR VORU Í AÐALHLUTERKI OG ENDAPUNKTURINN HNETUSMJÖRSSKYRTERTA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Gestir boðsins hafa verið vin- konur í áratugi og hittast alltaf þegar Ragga kemur til landsins. Morgunblaðið/Kristinn Spenningur ríkti fyrir ostapoppsblómkálinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.