Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Qupperneq 46
Heilsuræktarkerfin „Verið ung“ fyrir konur og „Aflraunakerfi Atlas“ fyrir karlmenn nutu tals- verðra vinsælda á 6. áratugnum. Karlmenn áttu að grennast og stælast og konur fengju fallegan vöxt og bústinn barm. Æfingatíminn var fimm mínútur á dag og það besta var að kerfið kom heimsent í pósti. Á sama tíma var soðið vatn talið geta hjálpað til við megrunina en í nokkrum dagblöðum og tímaritum þess tíma var fjallað um gildi þess að sjóða vatnið. Í Vikunni er það rökstutt svo að það að drekka soðið vatn, 1-2 lítra á dag, „varni því að fitan hlaðist upp“. VERTU GRÖNN MEÐ BÚSTINN BARM Það þótti nýjungakennt að hægt væri að fá æfingakerfi send heim með pósti. Heilsuræktin heim í pósti Frá Danmörku barst tískubylgja í líkamsrækt í kringum 1925 - æfingakerfi J.P. Müller. Æfingakerfi sem eru vinsæl í dag þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd, eru ekk- ert ósvipuð því sem Müller lagði til, nema að Daninn vildi ekki að fólk æfði lengur en 15 mínútur í einu og þess vegna bara 5-7 mínútur. Margir gerðu æfingarnir naktir. Fyrir utan íþróttafélögin er svokallaður Müll- er-skóli, sem stofnaður var hér- lendis af óþekktum manni, Jóni Þor- steinssyni frá Hofstöðum, ein fyrsta líkamsræktarstöðin en skólinn var til húsa í Pósthússtræti um miðjan 3. áratuginn. Bað- og húðstrokur þótt æskilegar á eftir með einföldum áhöldum, það er að segja vatnskönnu, skál og hand- klæði. Á svipuðum tíma fór að bera á auglýsingum í blöðum þar sem snyrti- og hárgreiðslustofur auglýstu megrunaraðferðir og nuddstofa systranna Gróu og Steinunnar Sigmundsdætra var opnuð í Kirkjustræti og bauð upp á ýmiss konar meðferðir en á stofunni var fólk meðal annars nuddað í form. Bók um æfingar J.P. Müller kom út í íslenskri þýðingu snemma á síðustu öld. Æfingakerfið var samspilandi verkun fimleika, loft- og vatnsbaðs. Fyrsta líkamsræktar- stöðin 1924? ALLRA HELST BERRÖSSUÐ MEÐ MÜLLER Úttekt 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Allt mögulegt reynt í 100 ár Margar tískubylgjur í líkamsrækt komu frá Dan- mörku. Á 5. áratugnum voru æfingar Müllers teknar lengra en voru ekki ósvipaðar í grunninn nema að nú rifu líkamsfrömuðir upp staf. Æfingakerfið var kennt við Kaptajn Jespersen, morgunleikfimismann danska ríkisútvarpsins í 25 ár, og á dönsku var það einfaldlega kallað stav- gymnastik. Dæmi eru um að Íslendingar hafi lært tæknina ytra í kringum 1936 en æfingarnar voru ekki almenningsmiðaðar hér fyrr en um 10 árum seinna. Meðal þeirra sem kenndu æfingarnar var Snyrtistofan Heba, á 4. hæð í Austurstræti 14, þar sem Kaffi París er meðal annars nú. Árið 1948 voru öll pláss uppbókuð langt fram í tímann. HJÁLPARTÆKI Í RÆKTINNI Stafleikfimi er enn stunduð í Danmörku og hér er barnabarn Jes- persen, Margrethe Neergaard, að taka nokkrar léttar æfingar. Sveiflaðu staf Strax fyrir 100 árum var talið að hægt væri að baða fólk og nudda það grannt. Á þeim tíma taldist hálsinn ómetanlegur fegurðarauki og ef hann var of feitur þótti til dæmis ráð að nudda hann mikið til að minnka fituna samkvæmt leiðbeiningum í Vísi árið 1914. Strax á þessum tíma sættu að- ferðir sem þessar þó gagnrýni en blaðamaður Morgunblaðsins skrifaði að hungur, pillur eða megrunarböð væru oftast heilsu- spillandi og hefðu skammvinn áhrif. Að léttast var oftast tengt við sjúkdóma og það þótti ekki ákjósanlegt að tálga af sér auka- kílóin nema fólk þjáðist af offitu. Þótti samhengi milli of mikils kjötáts og offitu, að það vantaði korn og brauð á borðið. Litið var á leikfimi sem leið til að varðveita og efla krafta, heilsu og fegurð og auka liðleika en þó var talið að vinnan, sem sjaldnast var kyrrsetuvinna, dygði oftast fólki . Feitlagið fólk, sem vinnan dygði ekki til, átti helst að ganga í 1-2 klst. á undan morg- unverði og þá þótti knattspyrna og sund góð megrunarmeðöl samkvæmt heilsugúru blaðsins Árvakurs árið 1914. Í kringum 1915 skapaðist um- ræða á Íslandi um að offita væri fylgifiskur vínnautnar. Drykkjumenn væru oft ístrubelg- ir og voru uppi getgátur um að það væri vegna eiturverkana víns- ins á eggjahvítuefni líkamans. Val- týr Guðmundsson skrifaði í Eim- reiðinni að áfengisneysla gerði menn lata og seina í öllum hreyf- ingum. FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM Vinnan dugði sem líkamsrækt Það þótti ekkert sérlega fínt að vera eitthvað að tala um megrunaraðgerðir sínar. Það sagði greinarhöfundur í Heimilisritinu í það minnsta árið 1945 sem gaf þessi megr- unarráð:  Leggðu þig ekki á daginn!  Starfaðu eitthvað, sem þú þarft að vera á hreyfingu við, að minnsta kosti fimmtán mínútur eftir hverja máltíð.  Gerðu leikfimiæfingar heima fyrir opnum glugga.  Ekki er sniðugt að drekka of mikið af vatni, aldrei drekka meira en 2 lítra á dag af vatni og ef þú drekkur það skal blanda það með ávaxtasafa.  Aldrei borða sykur fyrri part dags, þá er hann mest fit- andi.  Bara ávaxtasafi og kaffi er besti morgunverðurinn.  Ekki tala um megrunina. Þegar kunningjarnir spyrja: „Ertu nokkuð að grennast?“ Þá skaltu svara ósköp látlaust: „Já, já, og mér líður líka miklu betur.“ Og svo skaltu breyta um umræðuefni.  Gættu þess að nudda andlitið og hálsinn daglega og á réttan hátt, því að öðrum kosti áttu á hættu að svipur þinn fái ekki hinn rétta, lífræna blæ, þegar þú hefur megrað þig. Sniðugt er að breyta um umræðuefni ef ein- hver vill ræða megrunaraðferðir þínar, sam- kvæmt Heimilisritinu árið 1945. HEIMILISRITIÐ RÁÐLAGÐI VIÐ SJÁLF, FORELDRAR, ÖMMUR, AFAR, JAFNVEL LANGÖMMUR OG LANGAFAR HÖFUM MÖRG HVER VERIÐ Í MEGRUN Á EINU EÐA ÖÐRU TÍMABILI ÆVINNAR. TIL ÞESS HAFA ÝMSAR LEIÐIR VERIÐ PRÓFAÐAR OG TIL MARGRA ÞEIRRA ER ENN GRIPIÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Suss... ekki tala um megrunina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.