Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Síða 55
Myndir sem eru á smáskífum Bjarkar mynda langa línu milli kvikmyndasalanna tveggja sem sýna myndbönd við lög hennar. takast á við, með eftirminnilegum og afgerandi hætti. Þessi verk í samhengi þessa safns fá fólk til að opna augun og sjá heim þeirra á nýjan hátt. Ef við hefðum sett sýn- ingu Marinu Abramovic upp í PS1 hefðum við ekki breytt sýn fólks á performanslist. Ef við hefðum sýnt Kraftwerk í PS1 hefði sú sýning ekki vakið þá athygli sem hún fékk eða ferðast til nokkurra annarra merkra safna. Með því að umbreyta hlutum má sjá þá á nýjan hátt, með ferskum augum.“ Blandan gagnrýnd Þegar lesin er umfjöllun um sýn- ingu Bjarkar má sjá ákveðinn mun eftir því úr hvorri áttinni þeir koma sem skrifa. Fólk með bakgrunn í heimi tónlistarinnar er þannig yf- irleitt ánægðara með útkomuna og má lesa í skrifunum ákveðna ánægju með að listamaður úr heimi tónlistarinnar sé setur á stall í hinu virðulega musteri myndlistarinnar sem MoMA vissulega er. Fólk úr myndlistargeiranum, á hinn bóginn, er neikvæðara. Flestir virðast sam- mála um að kvikmyndahluti sýning- arinnar sé áhrifamestur, með sér- hönnuðum salnum með „Black Lake“-verknu og hinum þar sem fjöldi tónlistarmyndbanda Bjarkar er sýndur. Gagnrýnandi hins breska The Gu- ardian, Farago að nafni, segir sýn- inguna „furðu metnaðarlausa blöndu“ – og leyfir þessi höfundur sér að vera ósammála þeirri stað- hæfingu. Metnaðurinn er mikill, fyr- ir að skapa fjölbreytilega og upplýs- andi mynd af heimi Bjarkar, þó alltaf megi takast á um leiðirnar. Og það er einmitt gagnrýni hans, og fleiri; þeim finnst röng leið tekin, sakna þess að ekki eigi sér stað greining á ferli Bjarkar sem lista- manns. Rýnirinn segir Björk vissu- lega eiga ferilsýningu sem þessa skilda, fáar stjörnur samtímamenn- ingar hafi náð að sameina „hið háa og lága í menningunni“ eins og hún hefur gert og áhrif hennar séu ótví- ræð. Sýningin sé fyllilega þess virði að sjá, því þrátt fyrir vonbrigði sem Farago upplifði, þá megi víða á henni sjá hvers vegna hún var á annað borð sett saman og hvernig Björk, ólík öllum öðrum í heimi dægurtónlistarinnar, hefur náð með óvenjulegum samstarfshæfileikum að skapa einstakan heim. Aðrir rýnar gagnrýna tæknilega framsetninguna í „Songlines“-hlut- anum, þar sem fólk gengur milli gína, sem skapaðar eru með þrí- víddartækni í líki Bjarkar og klæð- ist fatnaði sem hún hefur verið í, gripa og allrahanda texta og mynda, og hlustar á meðan á texta eftir Sjón um feril Bjarkar, skreyttan tónlist og umhverfishljóðum. Spil- arinn sem gestir hafa um hálsinn skynjar hvar þeir eru staddir hverju sinni og stjórnar flutningum, í boði Volkswagen, styrktaraðila sýning- arinnar, og tæknimanna fyrirtæk- isins sem þróuðu hljóðkerfið. „Technical mess,“ skrifar einn rýnir um hljóðkerfið og finnst eins og fleirum að kvikmyndaþátturinn sé bestur. En samt eru skiptar skoðanir um það, eins og annað; einum finnst furðulegt að hafa hljóðfæri Bjarkar til sýnis, öðrum finnst það besti þáttur sýning- arinnar. Og götublaðið Daily News, sem hefur eflaust ekki gert mikið af því að fjalla um tónlist Bjarkar, hrósar sýningunni í hástert. Rýnir gleðst yfir því að dægur- menningin sé komin í upp- hafna sali há- menningar- innar. Og þar er hún svo sann- arlega og fólk mun flykkjast á hana til að upplifa sýningu Bjarkar sjálft. Því sjón og heyrn er sögu ríkari. Bæn í einni dagbóka Bjarkar í Song- lines-hluta sýning- arinnar. Vélmenni Chris Cunningham sem komu fyrir í munúðarfullu myndbandi hans við lag Bjarkar Guðmundsdóttur All is Full of Love frá árinu 1999. Textinn að þekktu lagi Bjarkar, Declare Independence, skrifaður aftan á nafn- spjald. Morgunblaðið/Einar Falur Gríma með andlitsfall Bjarkar gerð úr Swarovski-kristöllum, sköpunarverk Bretans Val Gareland frá 2003/2015. hana og það var úr að við umsmíðuðum hana. Enskur symbalasmiður, Matt Nolan, var beðinn um að smíða í hljóðfærið nýja tóna sem Björk vildi að líktust hljómi úr indónesíska hljóðfærinu gamelan.“ Björgvin og Nolan komu hljóðfærinu saman, í talsverðri tímapressu, því Björk lá á að nota það í upptökur. Beðnar um ný verk Þegar farið er um sýninguna í MoMA má sjá að fleiri íslenskir listamenn hafa lagt þar hönd á plóg með Björk. Í salnum þar sem myndbönd frá ferli henar eru til sýnis gefur meðal annars að líta myndbandið við „Where is the Line“ sem Gabríela Friðriksdóttir leikstýrði. Sjón skrifar mikinn ljóðabálk, „The Triumphs of a Heart“, sem birtist sem einn hluti í sýningarskránni og rekur hann sig þar eftir hugmyndaheimi platna Bjarkar. Í The New York Times í fyrradag lýsti blaðamaður því hvar Hrafnhildur Arnardóttir, sem er einnig þekkt undir listamannsnafninu Shoplifter, var að ganga frá hárverki sínu sem kom við sögu í tengslum við plötuna Medulla á gínu með ásjónu Bjarkar sem klædd er í bjölluk- jól eftir Alexander McQueen. Skammt þaðan eru gínur klæddar í hekluverk eftir Gjörn- ingaklúbbinn, þær Jóní Jónsdóttur, Eirúnu Sigurðardóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur, en einn búninginn notaði Björk í myndatöku í tengslum við útgáfu plötunnar Volta. Þær stöllur eru komnar til New York en sjá má á merkingum á sýningunni að hann er í einkaeigu á Íslandi. „Eitt verkið okkar þarna heitir „Hamurinn“ en Björk klæddist því í ljósmyndatöku fyrir plöt- una,“ segir Eirún. „Síðan vorum við beðnar um að gera ákveðin ný verk sérstaklega fyrir sýn- inguna. Það eru tvær grímur og einskonar sam- festingur, allt hekluð verk segir hún.“ MoMA kaupir verkin af þeim og segir hún það afar ánægjulegt. „Það er svolítið síðan þessi verk voru pöntuð og við höfðum því góðan tíma til að gera þau.“ Og næstu mánuði eiga þúsundir gesta eftir að skoða þau á ferð sinni um þann hluta sýningar Bjarkar sem kallast „Songlines“. Verk Gjörningaklúbbsins á sýningunni, í þeim hluta sem helgaður er plötunni Volta. Hamurinn til hægri er elstur og í einkaeigu en MoMA fól þeim að gera grímurnar sem safnið festi kaup á. Morgunblaðið/Einar Falur Gína með ásjónu Bjarkar í bjöllukjól Alexand- ers McQueen og með hár sem Hrafnhildur Arnardóttir gerði fyrir Medúllu-plötuna. Morgunblaðið/Einar Falur Eirún Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Jóní Jónsdóttir eru Gjörningaklúbburinn. Morgunblaðið/Heiddi 8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Í öðrum sýningarsalnum eru sýnd tónlistarmyndbönd með Björk, leikstýrt af ólíkum listamönnum. Hér er á skjánum myndband Chris Cunningham, All is Full of Love.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.