Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 3
Bókasafnið • 32. árgangur • október 2008 • ISSN 0257-6775
Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns-og upplýsingafræða
Pósthólf 8865 | 128 Reykjavík | Sími 864-6220 | Netfang: upplysing@upplysing.is
Veffang http:/www.upplysing.is
Prentun: Oddi
Letur: Simoncini Garamond
Veffang: http://www.bokasafnid.is
Mynd á kápu: Evrópskir landsbókaverðir á ársfundi CENL (Conference of
European National Librarians) í Helsinki árið 2007. © Helsinki University /
National library of Finland
Ritnefnd:
Ásdís Paulsdóttir ritstjóri – asdisp@Einkaleyfastofan.is
Eva Sóley Sigurðardóttir meðstjórnandi evasoleys@gmail.com
Kristín Ingunnardóttir gjaldkeri – kingunnar@gmail.com
Martha Ricart vefstjóri – martha@hafnarfjordur..is
Hallfríður Baldursdóttir ritari - hallbald@bok.hi.is
Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science
Abstracts (LISA)
Þorsteinn Hallgrímsson
Evrópubókasafnið – TEL
Hildur Gunnlaugsdóttir
Stafræna Evrópubókasafnið
Þorsteinn Hallgrímsson
TELplus
Örn Hrafnkelsson
ENRICH: evrópskar net- og upplýsingaveitur um
menningararfleifð
Þorsteinn Hallgrímsson
EDLNet
Heiðrún Dóra Eyvindardóttir og
dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Að loknu afmælisári
Dr. Ágústa Pálsdóttir
Frumkvæði og fagmennska: ráðstefna í tilefni af 50 ára
afmæli kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði, haldin
23. mars 2007
Alexandra Þórlindsdóttir
Metadata: samantekt þriggja fyrirlestra af ARMA ráð-
stefnunni í Baltimore 7.-10. október 2007
Ólöf Benediktsdóttir
Fræðasamfélög
Bragi Þorgrímur Ólafsson
Endurreisn Alþingis 1845 og aðgangur að skjala- og
bókasöfnum
Sigríður Ó. Halldórsdóttir
Tölvupóstur opinberra starfsmanna: meðferð og eftir-
fylgni við lög og reglugerðir
Pálína Héðinsdóttir
Bókasöfn í breyttu umhverfi: tilviksathugun á fjórum
stofnunum á náttúrufræðasviði
Ingibjörg Hallbjörnsdóttir
Tuttugu ár liðin frá stofnun Félags um skjalastjórn
Minningarorð
Bækur og líf
Afgreiðslutími safna
Höfundar efnis
2
5
8
9
13
15
22
26
27
33
36
44
51
54
56
59
64
Efnisyfirlit Frá ritstjóra
Bókasafnið er seint á ferðinni þetta árið og biðst rit-
stjórn velvirðingar á því. Ástæða þessa eru annir og
veikindi. Efni blaðsins er að þessu sinni að mestu leyti
helgað Evrópuverkefnum Landsbókasafns Íslands –
Háskólabókasafns og yfirliti um helstu atburði 50 ára
afmælisárs kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við
Háskóla Íslands. Með Evrópuverkefnunum er stefnt að
samtengingu bókfræðilegra skráa og stafrænna gagnasafna
menningarstofnana Evrópu í eina gátt. Með þátttöku í þeim
er einnig verið að vinna í haginn fyrir samtengingu íslenskra
gagnagrunna og að auknum gæðum bókfræði- og lýsigagna
þannig að leitarmöguleikar og leitarheimtur batni. Alls eru
það sjö greinar sem fjalla um þetta tvennt.
En, eins og kemur fram í umfjöllun um afmælisárið,
hafa rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði aukist og
í blaðinu eru tvær greinar sem byggjast á lokaverkefnum
til meistaraprófs í fræðunum og ein þar sem greint er frá
rannsókn til B.A. prófs. Þá er fróðleg grein um Alþingi
og aðgang að skjala- og bókasöfnum, grein um Félag um
skjalastjórn, sem er orðið 20 ára, og önnur um metadata
(lýsigögn).
Þá eru stuttar greinar um bækur og þýðingu þeirra í lífi
einstaklinga og þjóðar. Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt
að lesa slíkar reynslusögur og mættu aðrir fjölmiðlar taka
þetta upp meðfram hinni ómissandi bókarýni sem skellur á
manni um leið og jólabókaflóðið.
Blaðið er minna að umfangi en undanfarin ár en efnið
sýnir að mikið er um að vera í safnaheiminum og kennsl-
unni og er það ánægjulegt.
Töluverð breyting varð á ritstjórninni í vor en Eva Sóley
Sigurðardóttir, Hallfríður Baldursdóttir og Martha Ricart
gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Eru þeim
færðar þakkir fyrir gott framlag til blaðsins, svo og ánægju-
legt samstarf. Vel gekk að manna lausar stöður í nefnd-
inni en eftirtaldir aðilar gáfu kost á sér: Einar Ólafsson,
Hallfríður Kristjánsdóttir, Kristína Benedikz og Sigurborg
B. Ólafsdóttir og eru þau hér með boðin velkomin til starfa.
Kristín Ingunnardóttir verður áfram gjaldkeri blaðsins og
er gott að hafa hana áfram.
Guðrún Pálsdóttir sá um prófarkalestur og frágang í
prentsmiðju og eru henni þökkuð þau störf.
Höfundum efnis og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg-
inn við að koma blaðinu út er þökkuð óeigingjörn vinna.
Og eins og áður er fólk hvatt til að skrifa í blaðið og / eða
senda ritstjórn hugmyndir að efni.
Ásdís Paulsdóttir